Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 4. marz 1957 Um skipulagningn skrúðgarðo Eftir Jón Björnsson TIL þess að komast frá götu heim að húsi, þurfum við að hafa gangstíg, sem þarf helzt að vera hellulagður , þ. e. við þurf- um að hafa slitflöt til þess að ganga á. Ánægjulegast væri að geta gengið í gegnum fallegan garð á sjálfu grasinu, en því mið- ur þolir grasið það ekki, og við verðum að gera okkur slit- flöt stytztu leið milli götu og húss. Sem sagt, slitflöturinn eða gangstéttin er þar aðeins af illri nauðsyn, en úr því að við þurfum að hafa þennan slitflöt er bezt að hafa hann einfaldan og lát- lausan, svo við getum ótrufluð notið þess að ganga þennan spöl heim að fallega húsinu okkar. Hér á landi er mjög algengt að fólki sjáist yfir þetta einfalda atriði. Það plantar oft sumar- blómum, fjölærum jurtum og jafnvel trjám beggja vegna gang stígsins. Þetta hefir ekki aðeins það í för með sér, að gangstíg- urinn er rofinn út úr heildar- skipulagi garðsins, heldur veldur 66 nem. þreyffu próf í verzl- unardeild Yerzlunarskólans Allir bekkir deildarinnar voru þrískiptir VERZLUNARDEILD Yerzlunarskóla fslands var slitið við hátíð- lega athöfn í Austurbæjarbíói á þriðjudaginn. f upphafi flutti skólastjóri, dr. Jón Gíslason, skýrslu um skólastarfið á s. 1. vetri. Skráðir nemendur í öllum skólanum í upphafi skólaárs voru sam- tals 331. Starfað var í 14 bekkjadeildum. Voru allir bekkir verzlun- ardeildar þrískiptir. *ENDURBÓT Ýmsar endurbætur höfðu verið gerðar á skólahúsinu s.l. sumar undir umsjón og forystu skóla- nefndarformanns Magnúsar J. Brynjólfssonar. Sérstaklega má geta þess, að ágætt herbergi í kjallara hússins hefur verið út- búið fyrir bókasafn nemenda. Hafa ýmsir nemenda verið mjög áhugasamir um öflun góðra bóka handa safninu og ýmsir út- gefendur sýnt þeim mikla rausn og velvilja. * INGA Þ. GÍSLASONAR MINNZT Þá gat skólastjóri um nokkrar breytingar á kennaraliði. Sérstak- lega minntist hans hins ágæta og vinsæla kennara Inga Þ. Gísla- sonar, sem andaðist í byrjun des. s.l. Hafði minningarathöfn farið fram í skólanum í desember um þennan ástsæla kennara. Hafa kennarar og nemendur skólans stofnað sjóð til minningar um Inga sál. Bað skólastjóri alla við- stadda að heiðra minningu hans með því að rísa úr sætum. * FÉLAGSLÍF Félagslíf nemenda kvað skóla- stjóri hafa staðið með miklum blóma. Á málfundum voru ýmis áhugamál nemenda rædd. Tíu dansæfingar voru haldnar og árshátíð nemenda, Nemendamót- ið, hið 25. í röðinni var haldið 6. feb. og þótti vel takast. Taflmót fór fram í skólanum í janúar og í ýmsum íþróttakappmótum skól- anna hafa nemendur Verzlunar- skólans tekið þátt með góðum ár- angri. * PRÓFIN Vorpróf í verzlunardeild fór fram dagana 1.—26. apríl. Próf þreyttu samtals 315 nemendur þar af 27 utanskóla. Verzlunar- próf, þ.e. burtfararpróf úr verzlunardeild þreyttu 66 nem- endur, 2 hafa ekki lokið því ;ð fullu sakir veikinda. Efstur við burtfararpróf að pessu sinni var Óttar Yngvason, hlaut 1. ágætiseinkunn 7,50. (Not- aður er einkunnastigi Örsteds). Annar varð Óskar Lilliendahl, hlaut 1. eink. 7,33, og þriðja sæti skipa þrír menn, þeir Einar J. Ólafsson, Hrafnkell Ásgeirsson og Sigvaldi Sigurgeirsson, sem allir hlutu 1. eink. 7.24. Aðrir einkunnahæstu nemendur við burtfararpróf: Björn Matthíasson 1. eink. 7,14, Hulda Friðriksd. 1. eink. 7,13, Birgir Þormar og Skúli Grétar Guðnason, sem báðir hlutu 1. eink. 7,02. Efstir í prófum milli bekkja voru þessir nemendur: í 3. bekk Ragnheiður Briem, sem hlaut 1. ág.eink. 7,64, sem er hæsta eink- unn í verzlunardeild að þessu sinni. f öðrum bekk varð Eyjólf- ur Martinsson efstur með 1. eink. 6,97 og í 1. bekk Erna Franklin 1. eink. 7,33. Að öðru leyti hefur kennurum ekki unnizt tími til að vinna úr úrlausnum í millibekkj- arprófum. Verða einkunnir í 1. — 3. bekk afgreiddar nik. mánu- dag kl. 2—4. ★ VERÐLAUN Verðlaun hlutu þeir sem nú skal greina: Bókfærslubikar Ótt- ar Yngvason, Málabikar Óskar Lilliendahl, Vélritunarbikar Hulda Friðriksdóttir og Vil- hjálmsbikarinn Guðmundur Jón- mundsson. Fyrir frábæran árang- ur á verzlunarprófi sæmdi skól- inn Óttar Yngvason peningaverð- launum kr. 1000. Hann hlaut einnig verðlaun úr Walterssjóði, sem árlega eru veitt fyrir hæstu einkunn við burtfararpróf. Óttar hlaut einnig bók, sem viðurkenn- ingu fyrir vel unnin hringjara- I törf í árdegisdeildum. Óskar Lilliendahl hlaut peningaverð- laun kr. 500 frá Verzlunarm.fél. Reykjavíkur fyrir ágætan árang- ur. Óskar hlaut einnig bókaverð- laun frá skólanum. Úr sjóði kaup- ýslumanna voru 3 verðlaun veitt, hver að upphæð kr. 500,— Hlutu þau verðlaun þeir Einar J. Ólafs- son, Hrafnkell Ásgeirsson og Sig- valdi Sigurgeirsson. Skólinn sæmdi þá einnig bókaverðlaun- um. Björn Matthíasson og Hulda Friðriksdóttir hlutu einnig bóka- verðlaun frá skólanum fyrir góða frammistöðu við burtfararpróf. Efstu menn í millibekkjarpróf- um, svo og hringjari í síðdegis- deildum voru allir sæmdir bóka- verðlaunum frá skólanum. það einnig óþægindum og tor- veldar hirðingu hans. Sumar- blóm og aðrar blómaplöntur eiga ekki að vera staðsettar alveg við gangstétt, þar sem maður verður nauðbeygður að ganga meðfram opnum moldarbeðum meirihluta ársins. Blómabeð krefjast mik- illar hirðu ef vel á að vera og eru miklu betur staðsett úti við gróðurumgjörð garðsins. Munu þá hinir fögru litir lokka menn til sín þegar allt er í fullum blóma, en á öðrum tímum árs munu ekki verða óþægindi af beðunum. Trjáröð meðfram gangstíg leggur einnig óæskilega áherzlu á gangstéttina, er þving- andi og dregur úr áhrifum sjálfs garðsins. Hugsið ykkur muninn á að hirða garð A og garð B. t garði B verður að snyrta blóma- og trjábeðin meðfram gangstígnum allt sumarið, og grasflöturinn skiptist í tvo óskylda fleti. Garð- ur A er miklu frjálslegri, hann er órofin heild og þar er hægt að aka sláttuvélinni fram og aft- ur yfir gangstéttina og slá allan blettinn í einu lagi. Þar hefur ekki verið gert meira úr gang- stéttinni en nauðsynlegt er. Að lokum árnaði skólastjórinn hinum ungu verzlunarprófsmönn- um heilla og kvaddi þá með stuttri ræðu. ★ GJAFIR Viðstaddir þessa athöfn voru nokkrir fulltrúar þeirra er braut- skráðir voru fyrir 20 árum. Orð fyrir þeim hafði Oddgeir Þ. Odd- geirson bókhaldari. Flutti hann skólanum þakkir og ámaðaróskir félaga með snjallri ræðu. Færðu þeir félagar skólanum að gjöf málverk af einum aðalkennara skólans Þorsteini Bjarnasyni. Málverkið er eftir frú Agnete Þórarinsson. Fór Oddgeir fögrum viðurkenningarorðum um starf Þorsteins við skólann, er hann kvað með óþreytandi elju í rúm- an aldarfjórðung hafa kennt þessa höfuðnámsgrein skólans, bókfærsluna. Að lokum þakkaði skólastjóri þessa veglegu gjöf og lagði ríka áherzlu á hversu mikilvæg vin- átta og hollusta gamalla nemenda væri fyrir vöxt og viðgang skól- ans. Sagði hann síðan verzlunar. deild Verzlunarskólans slitið. Carl Billich stjórnaði blönduð- um kór nemenda er söng við þessa athöfn. 60 ára: Bjarni Andrésson skipstj. SEXTUGUR er í dag Bjarni Andrésson skipstjóri. Hann er fæddur 4. maí 1897 í Dagverðar- nesi, Klofningshreppi Dalasýslu. Foreldrar hans voru sæmdarhjón in Jóhanna Bjarnadóttir frá Bjarneyjum og Andrés Grímólfs- son hreppstjóri í Skarðsstrandar- hreppi. Þeim varð 15 barna auð- ið og eru nú 8 þeirra á lífi, sex systur og þeir bræðurnir Bjarni og Grímólfur, sem báðir eru skip- stjórar. Bjarni ólst upp í Hrapps- ey á Breiðafirði, en þangað flutt- ust foreldrar hans, er hann var barn að aldri. Ungur hóf hann sjómennsku og reyndist snemma afburðamaður í því starfi. Skip- stjóri varð hann 24 ára gamall á vélbátnum Auðuni og varð fljótt aflasæll og öruggur skipstjórnar- maður, sem hann og hefur reynzt alla tíð. Skipstjóri var hann í Vestmannaeyjum um nokkurra ára skeið, eða þar til hann byrj- aði útgerð sjálfur árið 1934. Keypti Bjarni þá vélbátinn Dags- brún með öðrum, en tók einn að sér útgerðina litlu síðar. Bjarni er sérstakur dugnaðar- og eljumaður og framsýnn í öllu, sem að útgerð lýtur. Hann hefur lítt verið upp á aðra kom- inn með útgerð sína, heldur unn- ið að öllu sjálfur með fyrir- hyggju og forsjá, enda til þess tekið af þeim, sem kynnzt hafa dugnaði hans og viljaþreki. Hann hefur alla tíð notið vinsemdar og virðingar þeirra, sem unnið hafa undir stjórn hans og aldrei brugð izt með að standa í skilum við menn sína við vertíðarlok. Bjarni er grandvar maður til orðs og æðis og öruggt mun að treysta lof orðum hans á öllum sviðum. Hann hefur alla tíð verið sómi sinnar stéttar, enda átt kyn til þess, því bæði í móður- og föður- ætt hans hafa verið sérstakir dugnaðar- og atorkumenn. Bjarni hefur nú stimdað sjó- mennsku um 45 ára skeið. Eigi veit ég til þess að nokkurt óhapp hafi hent hann á þessum langa tíma, en þó hefur hann marga hildi háð við Ránardætur. fs- lenzkri sjómannastétt er sómi að slxkum mönnum, sem Bjarna og það er von mín að henni auðnist ávallt að eiga marga slíka. Þá mun henni vel vegna. Kvæntur er Bjarni Andrésson danskri konu, Karen að nafni, hinni ágætustu konu, sem alla tíð hefur reynzt honum tryggur og góður förunautur. Þeim hefur orðið tveggja barna auðið. Ég vil svo að endingu óska þér, kæri vinur og frændi, allra heilla á þessum tímamótum, með þeirri ósk, að þér megi enn um langan aldur auðnast að sækja gull í greipar ægis. Sturlaugur Einarsson. Afmælisbarnið dvelur í dag við skyldustörf sín á skipi sínu „Geysi“. Frá aðalfundi Fast- eignaeigendafél. AÐALFUNDUR Fasteignaeig- endafélags Reykjavíkur hófst að Hótel Borg kl. 8,30 á þriðjudags- kvöldið. Áður en regluleg aðalfundar- störf hófust urðu umræður um fyrirkomulag aðalfundarins með hliðsjón af því hve þýðingarmik- il mál liggja fyrir fundinum. — Helztu dagskrármál fundarins, auk venjúlegra aðalfundarstarfa, og umræðna um breytingar á fé- lagslögunum, ber heitið „Fast- eignamálin og löggjafarvaldið“. Verða þá meðal annars tekin til umræðu lög um hámark húsa- leigu, lög um brunatryggingar í Reykjavík, lög um afnot íbúðar- húsa í kaupstöðum, og hin nýju frumvörp ríkisstjórnarinnar um húsnæðismálastofnun ríkisins og um skatt á stóreignir. Það kom fram frá hálfu fé- lagsstjórnarinnar um húsnæðis- Framh. á bls. 11 shrifar úr daglega lifinu ATHYGLI hefir vakið tillaga sem Sjálfstæðismenn hafa borið fram á Alþingi um að byggt verði skólaskip, þar sem sjómannsefnum sé kennd sjó- mennska og skipið notað til haf- og fiskirannsókna jafnframt því. Ungir menn fást ekki á sjóinn. R HÉR byggt á langri reynslu annarra þjóða, m. a Dana og Englendinga um rekstur slíkra skólaskipa. Segja má, að ekki sé vanþörf á því að grípa til ein- hverra aðgerða til þess að laða unga menn til sjósóknar, vegna þess hve mjög ungir piltar virð- ast vera tregir til þess að gera sjómennsku að lífsstarfi sínu. — Sést það hvað bezt á því að nú munu um 1000 Færeyingar starfa við fiskveiðar hér við land og er það há tala. Annað uggvænlegt tímanna tákn er það að um 6—7 ára skeið hefir starfað sérstök sjóvinnu- deild við Gagnfræðaskóla verk- náms hér í bæ. Hafa þangað sótt allmargir ungir piltar til þess að búa sig undir störf á sjónum. Nú bregður svo við að í vetur fékkst enginn til þess að innrita sig í deildina og varð að leggja hana niður við skólann, sökum þátt- tökuleysis. Bera minna úr býtum. ÁLKUNUM hefir borizt bréf frá sjómanni um þessi vanda mál og segir þar margt um að bæta þurfi kjör sjómanna og það sé bezta ráðið til þess að laða menn til fiskveiða og sjó- mennsku. Sjómaður segir: „— Miðað við kjarabætur í landi síðustu ár og verðhækkanir á nauðsynjavörum eru sjómenn- irnir langt á eftir. Nefni ég sem dæmi að árið 1951 fengum við sjómenn kr. 1.05 fyrir hvert kg. af slægðum þorski. Það ár var meðal-tímakaup kr. 12.11. Nú árið 1957 er tímakaup kr. 18.28 en verð á slægðum þorski kr. 1.38. Geta menn þá reiknað út muninn á því sem við bárum úr býtum fyrr á árum og nú í dag, hlutfallslega séð. Fyrir stríð var það talin góð vertíð, ef báturinn veiddi 300— 350 lestir yfir vertíðina, en nú þarf hann um helmingi meiri afla til þess að útkoman verði sæmileg eða svipuð því sem þeir hafa sem í landi vinna við nýt- ingu aflans þar, því víða á sölt- unarstöðvunum hafa menn kr. 3000 á viku. Er þá unnið frá kl. 8 að morgni til kl. 2 eftir mið- nætti. Sjómenn þykjast góðir ef þeir hafa að jafnaði 6 stunda frí á sólarhring, þeir sem eru á báta- flotanum og auk þess eru matar- og kaffitímar vart teljandi vegna þess að menn rétt gleypa í sig og eru síðan roknir í vinnuna aftur. Meiri hagsbætur fyrir sjómenn. EINS og aflabrögð hafa verið það sem af er þessari ver- tíð hefir yfirleitt varla aflazt fyr- ir tryggingunni en hún er kr. 1000 á viku. Ætti því öllum að vera ljóst hvers vegna menn eru tregir til þess að ráða sig á báta- flotann. Þó við sjómenn förum ef til vill ekki fram á beinar kauphækkanir má þó veita okk- ur ýmis fríðindi til þess að bæta úr þessu vandamáli. Meira mætti reikna til frádráttar vegna slits á hlífðarfötum en gert er og frá- dráttur í skatti ætti að aukast. Og ekki finnst manni ósann- gjarnt að við sem öflum þess gjaldeyris, sem þjóðin hefir handa á milli fáum að njóta hans að einhverju. Þessar ráðstafanir myndu verka sem kjarabætur fyrir okkur. Álit mitt er það, að meðan ríkisstjórnin hefir efni á að greiða á annað þúsund erlend- um sjómönnum mestöll laun sín í erlendum gjaldeyri, þá séu vissulega efni til þess að veita okkur íslenzku sjómönnunum hér einhverjar kjarabætur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.