Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 16
Veðrið NA-gola. Víðast Iéttskýjað. Kirkjubær í Færeyjum Sjá blaðsíðu 9. 98. tbl. — Laugardagur 4. maí 1957 Fyrsta ferðin: Jafnfljótur og bíll að tíl Glasgow Markarfljóti REYKJAVÍK GLASGOW 2,26 klst. lætur hálfótrú- lega í eyrum, en í gær flaug annar hinna nýju Faxa þessa flugleið. Var það Hrímfaxi og var Jóhannes Snorrason flug- stjóri í þessari fyrstu ferð til Glasgow og Kaupmannahafnar en á milli þessara borga lauk Hrím- faxi ferðinni á 2 klukkustundum. Fréttaritari Mbl. í Kaupmanna höfn símaði í gærkvöldi, að Hrímfaxi hefði flogið með 630 mílna hraða og hafi meðvindur verið á leiðinni. Flugfélagið bauð síðan flugmálafréttaritur- um helztu Kaupmannahafnar- hlaða í klukkutíma flugferð yfir Sjáland og tókst sú ferð mjög vel. Um klukkan 4 í dag er áætlað að Hrímfaxi fljúgi þaðan til Reykjavíkur. Geta má þess að leiðin frá Reykjavík austur að Markar- fljótsbrú er venjulegast ekin á 2,30 klst. Myndin að ofan var tekin í fyrradag á Reykjavíkurflugvelli, er hinir nýju Faxar voru skírðir að sið nýrra skipa, kampavíns- flaska var brotin á stefni þessara nýju skipa háloftanna, sem fljúga í yfir 20.000 feta hæð hér á milli Reykjavíkur og Skotlands. Ekkert gufugos HAFNARFIRÐI — Gufugoshver- inn mikli í Krýsuvík, sem undan- farin ár hefur þótt sjálfsagður staður til þess að fara með út- lendinga til og sýna þeim þar eitt af undrum veraldar, verður ekki slíkt augnagaman í sumar. Það hefur verið ákveðið að jarðboranadeild Raforkumála- skrifstofunnar og Hafnarfjarðar- bær, láti fram fara ýtarlega rann- sókn á þessum mikla gufuhver. Sett verður um 20 m. langt rör á stútinn, sem gufustrókurinn nú stendur upp um og það síðan lagt lárétt. Verða sett mælitæki á það sem mæla eiga þrýsting, magn vatnsgufunnar og efnagreina hana. Munu þessar mælingar standa yfir frá 6 mán. til eins árs. Mun mælitækjunum bráð- lega verða komið fyrir og verður gufugosið þá aðeins svipur hjá sjón frá því, sem það hefur ver- ið •—G. E. Fy rsta golfmótið ! DAG klukkan 2 munu reykvísk- r golfleikarar leiða saman hesta •ína í fyrsta skipti á þessu ári, neð 18 holu keppni á golfvellin- im. Búizt er við að kringum 30 nanns muni keppa og verða jeirra á meðal margir hinna leikn istu í þessari skemmtilegu íþrótt, ;em á stöðugt vaxandi vinsæld- jm að fagna. Vinnuvélar fluttar úr landi SÍÐDEGIS í gær lét úr höfn bandarískt herflutningaskip frá hinu mikla Moormac-Cormik- félagi, en þetta skip flutti héð- an mikinn fjölda þungra vinnu- véla sem fluttar voru sunnan af flugvelTi og geymdar úti í Örfirisey, en að auki tók skipið fleiri slíkar vélar, sem fluttar voru beint að skipshlið sunnan af Keflavíkurflugvelli. Vélar þessar tilheyra bandaríska varn- arliðinu, en þær munu hafa ver- ið hér í umsjá hins bandaríska byggingarfélags Hedrick Grove, sem nú er að taka sig upp héðan. Magní með bilaða vél í GÆRMORGUN er Gullfoss kom hér til hafnar var því veitt eftirtekt að einn hvalveiðibát- anna aðstoðaði skipið við að komast inn, í stað Magna. Þetta stafar af því að Magni er nú bilaður. Öxullega er biluð og er nú hingað kominn sérfræðingur frá hinni þýzku vélaverksmiðju, sem smíðaði vélina í bátinn, til þess að athuga hvernig hægt er úr þessu að bæta, en á meðan verður Magni að liggja. Hvonneyrarskóla sogt upp í dag Morgunblaðið veitir þeim verðlaun, sem hœsta einkunn hlýtur fyrir tamningar BÆNDASKÓLANUM á Hvann- eyri verður sagt upp í dag. Síð- ustu bóklegu prófin fara fram fyrir hádegi, en síðarihluta dags- ins verða nemendur prófaðir í tamningu hesta, en sú námsgrein er mjög vinsæl meðal þeirra. Það hefur að undanföi-nu verið venja Búnaðarfélags íslands að veita verðlaun fyrir hæsta eink- unn bæði í verklegu og bóklegu námi. Verður svo gert enn að þessu sinni. „MORGUNBL AÐ S SKEIFAN" Forráðamenn Morgunblaðsins hafa ákveðið að veita þeim nem- anda, sem hæsta einkunn hlýtur fyrir tamningar, sérstök verð- Mann flæðir FYRIR neðan Skúlagötuna vest- anverða er klettur skammt frá landi sem Kolbeinshaus nefnist. í gærdag flæddi mann þar úti á hausnum og varð að senda bát eftir honum. Þetta gerðist síðdegis í gær. Maðurinn hafði ranglað út í skerið, sem hægt er að komast þurrum fótum um fjöru. Hann hefur ekki gætt þess að sjór var að falla að og varð ófært í land áður en hann vissi af. Beið svo maðurinn hinn rólegasti, reykti vindling, meðan hann beið eftir því að hafnsögumannsbáturinn kom og flutti hann í land. Hér var um að ræða einn hinna ung- versku flóttamanna sem hér dveljast. □--------------------□ KEFLAVÍK, 2. apríl. — Þrír bátar hér eru nú byrjaðir rek- netjaveiðar og komu þeir með 150 tn. síldar alls í dag og var síldin sett í frysti fyrir Rúss- landsmarkað. — I. laun eða minjagrip. Er það ofur- lítil silfurskeifa, sem hlotið hefur nafnið „Morgunblaðsskeifan“ og á hana verður einnig grafið nafn þess nemanda er hana hlýtur að launum. Vill blaðið með þessu sýna hug sinn til þessarar fornu og fögru íþróttar, hestamennsk- unnar. Endurbólusetning 20-45 ára að hefjast ■JJEILSUVERNDARSTÖÐIN hefur nú boðað til endurbólusetn- 11 ingar við mænusótt fólk það, sem bólusett var í aprílmánuði, en milli fyrstu og annarrar bólusetningar skulu líða sem næst 4 vikur. Bólusetning fer sem fyrr fram í Heilsuverndarstöðinni dag- lega milli kl. 9 og 11 árd. og 4—7 síðd., alla virka daga, nema á laugardögum milli kl. 9 og 11 árd. Frumbólusetningin gekk all- stirðlega fyrst framan af, en síð- ar var aðsókn alljöfn, þannig að yfirleitt þurfti fólk ekki að bíða lengi. En síðasta dag bólusetn- ingarinriar, vaknaði mikill fjöldi fólks við vondan draum. Þann dag komu á þriðja þúsund manns til bólusetningar. Fór þá eðlilega allt úr skorðum og fólk varð að bíða í löngum biðröðum óra- tíma. Næsta dag, 1. maí, kom og fjöldi fólks, og hélt því fram að stöðin hefði tilk. að hún væri opin þann dag. — Orsakaði til- kynning frá heilsuverndarstöð Vestmannaeyja þennan misskiln- ing. Þetta, sem hér hefur verið nefnt ætti fólk nú að hafa í huga og mæta sem bezt og jafnast, til þess að komast hjá langri bið, til óþæginda fyrir sjálft sig og eins hjúkrunarkonurnar, sem bólusetninguna annast. Fólk fram að 45 ára aldri er nú bólu- Stfórnarliðið í Neðri deild ielldi nnkin skattfríðindi til sjómanna sett sem kunnugt ep. Enn mun allmargt fólk hafa trassað að mæta til bólusetning- ar. Þessu fólki er nú gefinn kostur á bólusetningu við mænusótt, en fresturinn er út- runninn innan fárra daga og ætti fólk á aldrinum 20—45 ára, sem á annað borð ætlar að fá sig bólusett, að koma án tafar nú næstu daga í Heilsuverndarstöð- ina. ara I FYRRADAG var til einnar umr. frumvarp um skattfrádrátt sjó- manna í Neðri deild, endursent frá Efri deild, vegna breytinga, sem þar höfðu verið gerðar á frumvarpinu. Magnús Jónsson kvaddi sér hljóðs og sagði að þau hlunnindi, Samb. smósöluverzlana mót- mælir aðgerðum verðlagsyíirvalda AÐALFUNDUR Sambands smá- söluverzlana var haldinn 30. apríl sl. Svohljóðandi samþykkt var gerð á fundinum: „Aðalfundur Sambands smá- söluverzlana, haldinn 30. apríl 1957, mótmælir harðlega liinum ósanngjörnu og órökstuddu verð- Iagsákvæðum í smásölu, scm Inn- flutningsskrifstofan hefur sett. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. Aður en ákvæðin voru sett var verðlagsyfirvöldunum gerð rök- studd grein fyrir því, að smásölu- verzlanir geta ekki gegnt nauð- synlegu dreifingarhlutverki sínu í þjóðfélaginu á sómasamlegan hátt, með lægri álagningu en tíðkaðist áður en bráðabirgðalög- in um festingu verðlags o. fl. voru sett á síðasta ári. Fundurinn telur að hagsmun- um neytenda sé bezt borgið með frelsi í verzlunarmálunum og heilbrigðri samkeppni um verð- lag og vöruval. Aðalfundurinn skorar því á verðlagsyfirvöldin að afnema verðlagsákvæði í smásölu, en að öðrum kosti að taka ákvæðin nú þegar til endurskoðunar og miða þau við raunverulegan reksturs- kostnað og afkomu smásöluverzl- ana“. sem í frumvarpinu væru ráðgerð væru of lítil, til þess að þau gætu haft þau áhrif, sem til væri ætl- azt. Kvaðst hann vilja á þessu síðasta stigi málsins freista þess að fá fram þá breytingu er telja mætti að gæti orðið málinu til hagsbóta. Lagði hann síðan fram svo- hljóðandi breytingartillögu, sem er samhljóða breytingatillögu þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Friðjóns Þórðarsonar í Efri deild: „Öllum skipverjum, sem verið hafa lögskráðir á íslenzk fiski- skip 4 mánuði eða lengur á við- komandi skattári, skal við ákvörðun tekjuskatts veittur sér- stakur frádráttur, er nemi 30% af tekjum fyrir störf á fiskiskip- um“. Eysteinn Jónsson kvað ríkis- stjórnina hafa lagt fram þær til- lögur, er um ræddi í þessu frum- varpi, að athuguðu máli og ekki treyst sér til þess að ganga lengra. Kvaðst hann því vilja mæla gegn þessari breytingatil- lögu og óska eftir að hún yrði felld. Tillaga, sem fram kom um að vísa málinu til fjárhagsnefndar á ný var felld. Breytingatillagan var einnig felld. Frumvarpið var síðan eins og það kom frá Efri deild samþykkt sem lög með 27 samhljóða at- kvæðum. Ægir 30 SUNDFÉLAGIÐ ÆGIR er 30 ára um þessar mundir, og verður af- mælisins minnzt með ýmsu móti. í kvöld kl. 8,30 verður haldið af- mælishóf í Tjarnarcafé, og taka þátt í því allir eldri og yngri vel- unnarar félagsins. Nánar verður sagt frá starfsemi Ægis hér í blað inu síðar. Herskip þriggja landa HÉR í Reykjavíkurhöfn liggur nú lítil belgisk korvetta, Van Haverbeke. Þá er í dag von á tveim herskipum til viðbótar, tveggja þjóða. Þýzkt eftirlits- skip er væntanlegt og eins kaf- bátur úr flota Frakka. Bæði rithöfunda- félögin í samhandi FRAMHALDSAÐALFUNDUR Félags íslenzkra rithöfunda var haldinn 29. apríl sl. Formaður var kosinn Þóroddur Guðmundsson, ritari Stefán Júlíusson, féliirðir Ingólfur Kristjánsson og með- stjórnendur Sigurjón Jónsson og Axel Thorsteinsson. Aðalfundur- inn samþykkti, að stofnað skyldi samband rithöfundafélaganna. — Hafa bæði rithöfundafélögin í landinu samþykkt þessa sam- bandsstofnun. Kemur hún til framkvæmda næsta haust. Tekur þá rithöfundasambandið m.a. við aðild þeirri að Bandalagi ís- lenzkra listamanna, sem Rithöf- undafélag íslands hefur haft, en hvort félagið um sig starfar sjálf- stætt eftir sem áður. □-----------------_□ Siglufirði, 2. maí. M.s. Ingvar Guðjónsson kom I dag eftir rúma viku útivist með 100 tonn af fiski, sem fer til fryst- ihúss S.R. Allan þennan afla fékk hann hér fyrir Norðurlandi. í dag er norðvestan stormur og mikil snjókoma. — Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.