Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVrtBIAfíir Laugardagur 4. marz 1957 wgnttlrifafrifr tTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasólu kr. 1.50 eintakið. Framtak Flugfélags íslands MEÐ komu hinna tveggja nýju flugvéla Flugfélags íslands til landsins 2. maí, hefur enn á ný verið stigið stórt skref í íslenzk- um flugmálum. Með komu vél- anna færist ísland enn nær um- heiminum en áður. í stað þess að hinar fyrri Skymaster-vélar flugu milli Khafnar og Reykjavíkur á 7 klukkustundum, fljúga Faxarn- ir nýju sömu leið á aðeins um það bil 4% klst. „Hrímfaxi“, önnur nýja vélin, fór í fyrsta áætlunar- flugið í gær og var aðeins 2 klst. og 26 minútur frá Reykjavík til Glasgow í Skotlandi. Með hinum aukna flughraða fylgja líka auk- in þægindi. Þó flogið sé langt ofar skýjum er þrýstingur jafn í farþegarúmi og titrings frá hreyflum gætir mjög lítið og hávaða einnig. Gluggar eru stærri og útsýn betri en áður var. Með því að fá svo hraðfleygar vélar stefnir Flugfélag ísiands að því, að geta haft ferðir milli ís- lands og útlanda fleiri en áður, enda er ferðafjöldinn í viku hverri nú orðinn mikill. Þannig færist landið nær umheimínum á tvennan hátt við komu hinna nýju „Faxa“, flugtiminn styttist yfir hafið og ferðunum fjölgar. Gistihúsaskorturinn horfir til stórvandræða Hið nýja framtak Flugfélags íslands í flugmálunum leiðir hug ann að öðru efni, en náskyldu. Það er skortur gistihúsa í land- inu. Við eigum nú ákjósanleg- ustu farkosti til að flytja erlenda ferðamenn til íslands. Og landið svíkur engan, sem hingað kemur, jafnvel þótt veðráttan getí verið erfið. Um möguleikann á að gera landið að ferðamannalandi og afla þannig gjaldeyristekna og auka fjölbreytni í atvinnulíf- inu, hefir mikið verið skrifað og ekki þörf á að endurtaka það hér. En enginn, sem á þetta hefur drepið hefur efazt um gildi fs- lands sem ferðamannalands. Það sem á skortir eru skilyrði til að taka á móti ferðamönnum. Ef slík skilyrði væru fyrir hendi mundu flugfélögin geta sópað hingað er- lendu ferðafólki. Skrifstofumflug félaganna erlendis berast ótal fyrirspurnir um ferðir hingað, en mikill fjöldi hverfur frá vegna þess að ekki er hægt að tryggja hér gistirúm. Gistihúsaskorturinn er orðinn alvarlegt vandamál, sem ekki hefur verið gefinn nóg- ur gaumur. Það má virðast undar legt að á þessari miklu öld bygg- inga, sem staðið hefur undanfar- ið, skuli ekkert nýtízku- gistihús hafa verið reist í sjálfum höfuð- staðnum. Það er vitaskuld aug- ljóst mál að sá markaður, sem fæst af ferðum innlendra manna er ekki nægur til að halda uppi nýju og enn auknu framtaki í flugmálunum. Þar verður að stækka grundvöllinn með því að skapa skilyrði fyrir meiri ferða- mannastraumi til landsins. Þetta er þjóðnytjamál, sem alltof mikið tómlæti hefur ríkt uxn. Orð Eysteins Jónssonar Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra, flutti athyglisverða ræðu við komu hinna nýju véla. Hann talaði um að mikið fjármagn þyrfti í flugreksturinn og á það raunar einnig við um aðra at- vinnuvegi. Eftir að ráðherrann hafði lýst því að flugstarfsemin hefði getað komið sér upp nokkr- um sjóðum, vegna hagstæðra reglna um afskriftir af fiugvél- unum, sagði hann: „Þetta sýnir, að þannig verður að búa að þessum málum, að verulegt fjármagn geti safnazt fyrir hjá þeim aðilum, sern sjá um þessa starfrækslu, og það er íull ástæða til þess að segja það hér í leiðinni að það sama verður að eiga sér stað um skipin, enda gildir nú sama regla um afskrift- ir af skipum og flugvélum". Þetta er laukrétt. Fjármagn verður að geta safnazt saman hjá þeim aðUum, sem standa undir atvinnulífi landsins, hvort sem það er tengt lofti, láði eða legi. En hvernig búum við íslendingar að atvinnuvegum okkar að þessu leyti? Er ekki nýi stóreignaslcatt- urinn eitt dæmi um það hvernig atvinnuvegirnir eru rúnir fé af hinu opinbera og mætti þá £ leið- inni spyrja hvort þessi ráðstöfun, sem ráðherrann sjálfur stendur að, muni ekki geta komið hart niður á flugstarfseminni, eins og öðrum atvinnuvegum. Það fer hér eins og svo oft áður að biiið milli orða og athafna er helzt til langt. Nafnkunna landið“ Þegar ferðum seglskipa fór að fjölga til landsins í byrjun 19. aldar leit Bjarni Thorarensen, skáld og amtmaður, á hina nýju þróun og orti þá hið alþekkta kvæði sitt „Þú nafnkunna land- ið“ um eindngrun íslendinga og erlend áhrif. Amtmaðurinn og skáldið skilur að hin gamla ein- angrun er að hverfa, erlend á- hrif hljóta að flæða yfir landið, en hann treystir fslendingum til að standast þá eldraun, sem þessi umskipti hafa í förmeðsér. Síðan hefur einangrunin orðið minni og minni og með komu nýju „Fax- anna“ í fyrradag minnkaði hún enn. „Nafnkunna landið“ er nú komið í hringiðu heimsins og við verðum að taka afleiðingum þess á einn og annan veg, bæði at- vinnulega, stjórnmálalega og sið- ferðilega. Óttinn við erlend áhrif er stórum minni en áður, en þó eimir eftir af honum. En það vantar margt á að við tökum fyllilega afleiðingum þess, sem orðið er og er aðbúnaðurinn að erlendum gestum, eitt dæmið um það. Óraunhæfar hugmyndir um íslenzkt hlutleysi í alþjóðamálum er annað dæmið. Koma nýju „Faxanna" vekur margar hugs- anir um „nafnkunna landið“ og afstöðu þess í heiminum nú. En hvað sem um það verður sagt, er nú tilefni þess að óska Flugfé- lagi íslands og þjóðinni allri til hamingju með hið nýja framtak. UTAN UR HEIMI Enn verður leifað að örkinni hans Nóa ^íú 11a menn enn að fara að leita að Örkinni hans Nóa. Hópur fornleifafræðinga er í þann veginn að tygja sig til far- ar og munu þeir klífa Ararat á sumri komanda. Eru fornleifa- fræðingarnir þeirrar skoðunar, að Örkin sé hulin jökli, sem þekur tind fjallsins. F orystu í leiðangri þessum mun enskur fonnleifa- fræðingur hafa. Nefnist sá dr. Sykes — og hefur hann látið svo um mælt, að Örkin muni áreiðanlega finnast þarna. — Franski vísindamaðurinn Fern- and Navarra, er einn leiðangurs- manna. Hann hefur áður klifið Ararat. í þeirri ferð fann hann á jöklinum „eitthvað“, sem þyk- ir benda til þess, að nú finnist örkin góða. S ýrlenzka stjórnin hef- ur gefið leyfi sitt til þess að leit- að verði á fjallinu, en það er á landamærum Sýrlands og Ráð- stjórnarríkjanna. Rússar hafa hins vegar haldið því fram hing- að til, að slíkir leiðangrar séu skipaðir fjandmönnum, sem séu að njósna um hag alþýðunnar í „alþýðulýðveldunum“. — Sam- kvæmt því mætti ætla, að Nói og synir hans hafi verið liðhlaup ar frá samyrkjubúi og hafi byggt örkina góðu samkv. leynilegri fimm ára áætlun. En hvað um það. Tyrkir hafa boðizt til þess að ljá leiðangursmönnum her- flokk til aðstoðar við gröft á jöklinum, ef fornleifafræðing- arnir verða einhvers vísir. Sagan að hjarna við Nú er liðinn rúmur hálfur mán- uður síðan franska skáldkonaa (eða stúikan öllu fremur) Farnc- ois Sagan lenti í bifreiðaslysi og slasaðist svo mjög, að um tíma var henni vart hugað líf. Hún tók þó brátt að braggast — og er myndin, sem hér birtist af henni í sjúkrarúminu, sú fyrsta, sem tekin var af henni eftir slysið. Þá hafði hún legið rúma viku. Mun stúlkan vera að ná sér all- vel, en ekki ber fréttastofum saman um það, hve hress hún er orðin. Ein fréttastofa^ hefur skýrt frá því, að Sagan sé kom- in heim úr sjúkrahúsinu, en sé hvergi nærri fullfrísk. Muni hún þurfa langa hvíld. önnur frétta- stofa segir, að innan skamms fari hún af sjúkrahúsinu. En hvort sem hún liggur þar enn eður ei, þá vitum við að hún heflur lifað Örkin hans Nóa. Veðurfræðingar reiðast gamni B, • andarískir veðurfræð ingar koma á næstunni saman í Washington til ráðstefnu um hagsmunamál stéttarinnar. Eitt aðalviðfangsefni ráðstefnunnar er það, til hvaða ráðstafana sé hægt að grípa, til þess að bæta flutning veðurfregna í sjónvarps- stöðvum landsins. Segja veður- fræðingar að flutningur veður- fregnanna fari í taugarnar á öllu andlega heilbrigðu fólki. Af þessu má marka, að flutningur veðurfregna er með sérstæðu móti í bandarískum sjónvarpsstöðvum. Inn í fréttirn- ar er vafið alls kyns gamni •— og sé útlit fyrir rigningu kemur sjónvarpsmaðurinn í einhverri stöð ef til vill fram í regnkápu og með regnhlíf, þegar hann les veðurspána. Sé útlit fyrir kóln- andi veður getur fólk búizt við því að sjá sjónvarpsmanninn berja sér og blása í kaun — og hvetja fólk til þess að fara í ull- arnærbuxur í tæka tíð. Sumar sjónvarpsstöðvar ganga þó lengra, því að t.d. í einni þeirra les búktalari ævinlega veð urspána. „Konni“ segir þá margt spaugilegt um veðrið og veður- fræðingana, margt, sem fellur þessum lærðu mönnum ekki alls- kostar vel í geð. af og er á batavegi. T eðurfræðingum finnst sem sé þessi gagnmerka vísinda- grein vera sett skör lægra en aðr- ar vísindagreinar með þvílíku glensi og gamni. Þeir sætta sig ekki við þetta og hyggjast mót- mæla. Gárungi einn í New York sagði á dögunum, að veðurfræð- ingar yrðu neyddir til þess að grípa til þvingunaraðgerða gegn _ %r \r' . „Nú kólnar hann“. Sjónvarpsstúlka segir veðurspána. óvlðeigandi framkomu sjónvarps manna í þeirra garð. Áhrifarík- asta þvingunin yrði sú að hafa snjókomu og storm þar til sjón- varpsmenn beygðu sig fyrir al- menningi, sem auðvitað mundi krefjast betra veðurs. Verður Groce drottning? PARÍS — Orðrómur er á kreikl þess efnis, að Rainier fursti af Monaco vilji gera furstadæmi sitt að konungsríki. Samkvæmt sam- komulagi milli Monaco og Frakk- lands frá 17. júlí 1918 verður Rainier að fá samþykki Frakk- landsforseta til slíkra breytinga á stjórnarskrá furstadæmisins — og sagt er, að undanfarið hafi staðið yfir viðræður milli forset- ans og fulltrúa Rainier. Ef sam- þykki forsetans fæst verður Rainier þar með konungur — og Grace verður ekki lengur fursta- ynja, heldur drottning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.