Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 2
i Sunnudagur 5. maí 1957 M O P. C V y ? L 'A J* l Ð Kjarnorkan er undir- staða allra framfara Bandarískur kjarnorkufrœðingur flytur fyrirlestur um kjarnorkumál í dag HINGAÐ er kominn bandarískur kjarnfræðingur og prófessor, Dunning að nafni og hélt hann fyrirlestur í fyrstu kennslu- stofa Háskólans í gær um kjarnorkumál. Mun hann halda annan fyrirlestur á sama stað í dag kl. 3 og væntanlega ræða m. a. um friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar. — fslenzk-ameríska fé- lagið stendur að boði hans hingað. Fréttir í stuttu máli HÓF RANNSÓKNIR FYRIR STRÍD Próf. Dunning er einn af merk- ustu kjarnorkufræðingum Banda ríkjanna. Hann byrjaði manna fyrstur kjamorkurannsóknir í Bandaríkjunum fyrir 1939, og fann þá m. a. upp leið til þess að nota úraníum 235 við kjarnorku- framleiðslu. Um svipað leyti kom ust þýzkir vísindamenn og að sömu niðurstöðu. Próf. Dunning er nú forseti verkfræðideildar Columbíaháskólans í New York og hefur þar að auki um langt skeið verið ráðimautur Banda- ríkjastjórnar í kjarneðlisfræðum. í gær áttu blaðamenn tal við hann og gerði hann þá sérstak- lega að umtalsefni hve gífurlega gildismikil kjamorkan væri í nú- tímaþjóðfélagi. Orkan er undir- staða allra framfara, sagði pró- fessor Dunning, og nú er svo kom SUMARSTARF KFUM er orðið svo kunnugt og vinsælt, að óþarfi er að kynna það, að minnsta kosti fyrir fjölda drengja. Að- sókn hefir verið svo mikil undan- farin sumur, að skipt hefir mörg- um hundruðum drengja, sem þar hafa dvalið hvert sumar, og þeir, sem þar hafa verið einu sinni verða tíðir gestir upp frá því. Talar það sínu máli um vinsæld- ar staðarins og starfsins þar. Margt er það, sem stuðlar að vin- sældum staðarins. Náttúrufegurð- in er þar mikil, svo að það eitt heillar marga að staðnum, vit- andi og óvitandi. Þó er það fyrst og fremst samveran, sem laðar drengi og pilta þangað aftur og aftur. Margþættir leikir og iþrótt- ir skiptast þar á, svo og göngu- ferðir úti í sumardýrðinni. Þá eru bátarnir á Eyrarvatni ekki hvað sízt vinsælir meðal drengjanna, sem óspart nota sér þá, svo og að iðka sund í vatniu, þegar veður freistar til þess. Það mætti tilnefna margt, sem tilheyrir lífi drengjanna í sumar- búðum KFUM í Vatnaskógi en það skal ekki gert að þessu sinni. Allar nánari upplýsingar er unnt að fá í skrifstofu félagsins, Amt- mannsstíg 2B, hvern virkan dag, nema laugard. milli kl. 5.15 og 7 síðdegis. Það er unnt að fá áætl- un fyrir dvalarflokka í Vatna- skógi í sumar, en þar eru ráð- gerðir 5 vikuflokkar fyrir drengi 9—12 ára og fer sá fyrsti í skóg- inn föstudag 14. júní. Ráðgerðir eru 7 flokkar fyrir drengi og pilta 12 ára og eldri. Fer fyrsti flokkur þeirra í Vatnaskóg 5. júlí. Látlaust er unnið að því að búa sem bezt í haginn fyrir sumar- starfið í Vatnaskógi bæði að því er byggingar snertir og ytri að- búnað. Er kappsamlega unnið að því að fullgera mikinn og goðan leikvang fyrir íþróttir og knatt- D----------------------□ SAUÐÁRKRÓKI ,30. apríl: — Dágóður fiskafli hefur verið hér, aðallega í net. Nú síðustu dagana fór að fiskast á línu og handfæri. Hefur afli verið sæmilegur. Tveir þilfarsbátar og milli 10—20 trill- ur stunda róðra. Að öðru leyti er algjört atvinnuleysi á staðn- um. — Jón. Q----------------------□ ið að orkulindir heimsins eru á þrotum, og duga hvergi til þess að standa undir nauðsynlegri framleiðslu. Vísindamenn telja að 25 sinn- um meiri orka sé fólgin í því úraníum, sem í heiminum finnst en í öllum öðrum orkulindum veraldar samanlögðum, og ef til vill þó miklu meiri, sagði próf. Dunning. Og í vasa sínum hafði hann lítinn úraníummola á stærð við eldspýtnastokk, er hann sýndi blaðamönnunum. f honum kvað hann vera fólgna orku, sem jafn- gilti IV2 millj. kílóa af kolum! Af þessu sést, sagði prófess- orinn að við verðum að byggja ollar okkar vonir um framtíð mannkynsins velsæld þess og efnalegar framfarir á þeirri orku sem í kjarna frumeindanna finnst, þar sem hinar gömlu auð- spyrnu. Þá hafa Skógarmenn einnig unnið talsvert að skógrækt og hafa rúmlega 50,000 tré verið gróðursett í skóginum undan- farin fimm ár. Er öll vinna við uppbyggingu og viðhald staðar- ins unnin í sjálfboðaliðsvinnu Skógarmanna, sem um nær 30 ára skeið hafa sýnt hug sinn til staðarins og starfsins þar í verki. Eru slíkir vinnuflokkar í Skógin- um um hverja helgi í þessum mánuði og allt þar til starfið hefst 14. júní. Þátttökugjald í dvalarflokkum í sumar hefir ekki verið ákveðið endanlega, en væntanlega verður það ekki meira en kr. 285,00 á viku fyrir drengi 9—11 ára og krónur 325,00 fyrir 12 ára og eldri. Er þar með talið fargjaldið. Dagpeningar eru kr. 32 fyrir þá yngri og 35 fyrir þá eldri, sem annað hvort sjá sér sjálfir fyrir ferðum eða dvelja lengur en eina viku. Samitoma fyrir eldra föft Á SKÍRDAG, hélt Barðstrend- ingafélagið í Reykjavík hina ár- legu samkomu fyrir aldrað fólk byggðarlagsins, í Breiðfirðinga- búð. Kvennadeild félagsins sá um veitingar, sem voru mjög rausn- arlegar og vel til þeirra vandað. Fjölmenni var mikið svo sem ævinlega á samkomum þessum, sem hafa náð miklum vinsæld- um meðal aldraðs fólks. Formaður félagsins, Guðbjart- ur Egilsson, setti samkomuna með ávarpi. Síðan var sezt að sameiginlegri kaffidrykkju og meðan á henni stóð fóru fram skemmtiatriði. Kristján Halldórs- son, kennari sýndi kvikmynd, Guðmundur Guðjónsson söng ein sögn, tvær systur, 10 ára, þær Eva og Hermína Benjamínsdæt- ur frá Bíldudal sungu tvísöng. Einnig söng Skafti Ólafsson dæg- urlög með harmónikuundirleik. Ræður fluttu auk formanns, Guð- bjartur Ólafsson, fyrrv. hafnsögu maður og Snæbjörn Jónsson, hús- gagnasmiður. Fór samkoman mjög ánægju- lega fram og hafði fóik hina beztu skemmtun. Var hún til hins mesta sóma þeim «r að henni stóðu. lindir hrökkva hér hvergi til. — Þannig verður fátæktinni helzt útrýmt úr veröldinni og allar þjóðir gerðar bjargálna. Kjarn- okan er lykill að hamingjnni, ef svo má að orði kveða. Prófessorinn kvaðst vera sann færður um að kjarnorka til hernaðarþarfa væri aðeins tímabundið fyrirbæri, og hann kvaðst þess fullviss að eftir að kjarnorkuvopn hefðu nú verið búin til, hefði styrjaldárhætt- an stórum minnkað vegna þess að vonandi sæu aliir það nú, að styrjöld á kjarnorkuöld þýddi algjöra tortímingu, jafnt þess, sem hana hæfi og annarra þjóða. Um 200 kjarnorkustöðvar eru nú í Bandaríkjunum og eru um 30 þeirra orkustöðvar, en hinar til rannsókna í læknisfræði og öðrum vísindagreinum. Barnaskóla Kefla- víkur slitið BARNASKÓLA Keflavíkur var slitið í Keflavíkurkirkju í morg- un. Hófst athöfnin í kirkjunni með sálmasöng skólabarnanna. Þá ræddi skólastjórinn Hermann Eiríksson um starfið á hinu liðna skólaári. Gat hann þess, að í vet- ur hefðu verið í skólanum 530 börn, er skiptust í 22 deildir. 1 fyrra voru börnin 493, er skipt- ust í 19 deildir. Að þessu sinni luku 65 börn barnaprófi. Hæstu einkunn yfir skólann nú hlaut Sveinbjörn Jónsson úr 6. bekk A, fékk hann einkunn 9.23. Eins og undanfarin ár voru félagar úr Rotaryklúbbi Keflavík ur mættir við skólaslitin og veittu þeir nemendum verðlaun fyrir hæstu einkunn í hverjum bekk. Einnig voru veitt verðlaun frá Bókabúð Keflavíkur til þess nem anda, er hæstu einkunn hafði yfir skólann. Skólastjóri gat þess að veikindi hefðu verið minni í vetur en árið áður, eða 6 dagar að meðaltali, á barn móti 7 dög- um í fyrra. Ástundun var góð, af 317 börnum sem mættu til prófs, mættu 252 börn hvern dag til skólans. í vetur störfuðu 16 kennarar við skólann. í lok skólaslita las séra Guð- mundur Guðmundsson úr ritning unni og flutti bæn. Skólabörnin munu halda skemmtun n. k. mánudag 6. maí og rennur ágóð- inn af þeirri skemmtun í ferða- sjóð þeirra. — Ingvar. Ánægður með árangurinn WASHINGTON, 4. maí: — Ric- hard, sérlegur sendifulltrúi- Eis- enhowers Bandaríkjaforseta, er nú kominn til Túnis, þar sem hann ræðir við ráðamenn um Eisenhowersáætlunina svo- nefndu. — Richard sagði í Tel Aviv í gær, að hann væri ánægð- ur með árangur ferðar sinnar, enda hefðu ríkisstjórnir þeirra landa, sem hann hefði heimsótt sýnt mikinn áhuga á áætlun Eisenhowers forseta. Þegar hefur safnazt mikið af timbri: 800 fet í þakbita, 600 metrar í sperrur, 700 fermetrar af þakborðum, 200 pokar af sementi og 100 kg. af málningu svo eitthvað sé nefnt. Á næstunni verður hluti bygg- ingarefnisins sendur til íslands með nýbyggðum íslenzkum fiski- báti, sem verið er að Ijúka við að smíða í Askeyju við Bergen. Heit- ir bátur þessi Guðmundur Þórð- arson, og er hann fyrsti islenzki fiskibáturinn, sem byggður er I Noregi eftir stríð. LUNDÚNUM, 4. maí: — Rá»- gjafanefnd Evrópuráðsins, sem situr um þessar mundir á fundi i Strassborg, ákvað í dag að beita sér fyrir skyndiráð- stefnu vísindamanna, þar sem rætt yrði um áhrif kjarnorku- Berklaskoðun á fólki sem býr í Smáíbúða- hverfinu BLAÐIÐ fregnaði í gær að til stæði berklaskoðun á fólki í Smáíbúðahverfinu og staðfesti berklavarnadeild Heilsverndar- stöðvarinnar það í samtali við Mbl. í gær. Hér er aðeins um að ræða einn þátt í slíkri berklaskoðun á íbú- um bæjarhverfanna og eru þær kallaðar hverfaskoðanir. — Fyrir tveim árum var t.d. fólkið í Bú- staðahverfinu skoðað. Berklaskoðunin í Smáíbúða- hverfinu hefst á morgun, mánu- dag. — Hjúkrunarkonur berkla- varnadeildarinnar munu fara í húsin í hverfinu og framkvæma berklapróf á börnum innan skóla skyldualdurs. Þá munu hjúkrun- arkonurnar í samráði við fólkið ákveða hvaða dag heimilisfólk skuli koma til röntgenmyndunar í Heilsuverndarstöðina. Geta má þess að við slíkar hverfaskoðanir á vegum berkla- varnadeildarinnar, hefur fólk sýnt mikinn áhuga og mætt vel og í flestum tilfellum hafa um 90% íbúa hverfanna komið á til- settum tíma. Berklaskoðunin í Smáíbúðahverfinu mun taka nokkrar vikur. Vegaviðgerðir hafnar PATREKSFIRÐI, 4. maí: — Veg- ir hér um slóðir eru nú óðum að koma undan snjó. Frá Patreks- firði er bílfært yfir Kleifaheiði inn á Barðaströnd og eins er leið- in út í Breiðavík og Saurbæ á Rauðasandi fær. Lítill snjór mun vera á Hálf- dani milli Tálknafjarðar ög Bíldu dals, en leiðin héðan yfir kjölinn til Tálknafjarðar er sæmileg. Að vísu er vegakerfið víða blautt og erfitt yfirferðar, en samt er ekki hægt að segja að vegir hafi stór- spillzt af aurbleytu undanfarið eða snjólögum í vetur. Vegavinnuflokkar eru þegar byrjaðir að aka ofaníburði á veg- inn á Raknadalsleiðinni. Snjór má heita horfinn af túnum og þau tekin að grænka. Sama er að segja um útengi og haga. Bændur eru þegar byrjaðir að bera tilbúinn áburð á tún. — Karl. Ræddu um ufanríkisrád herrafundinn BONN, 4. maí: — Dulles, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, gekk í morgun á fund Adenauers kanslara og ræddu þeir um ár- angurinn af fundum utanríkisráð herra Atlantshafsbandalagsins, sem lauk í Bonn í gærkvöldi. — Eftir viðræðufundinn í morgun snæddi Dulles hádegisverð með kanslaranum. tilrauna. — Þá skoraði nefnd- in á stórveldin að koma sér saman um það að hætta til- raunum með kjarnorku- og vetnisvopn. Von Brentano, utanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, sagði fréttamanni Reuters í dag, að vestur-þýzka stjórnin mundi leggja mjög hart að Macmillan, forsætisráðherra Breta, þegar hann kemur til Bonn í næstu viku að beita áhrifum sínum í þá átt, að Bretar gerist aðilar að markaði Vestur-Evrópuríkjanna. Á morgun, sunnudag, fara fram forsetakosningar í Austur- ríki. Tveir menn eru í kjöri, dr. Adolf Scharf, foringi Jafnaðar- mannaflokksins, og próf. Wolf- gang Denk, þekktur læknir, sem er óháður stjórnmálaflokkunum. Allir nemendur Skógaskóla slóðust unglingapróf NÁMI í yngstu bekkjum Skóga- skóla er nú lokið og voru nem- endur úr 1. og 2. bekk braut- skráðir 28. apríl en þann dag fóru nemendur í Þjóðleikhúsferð til Reykjavíkur, svo sem venja er. Unglingapróf þreyttu 31 og stóðust það allir. Var Arnaldur Árnason, Skógum, hæstur, 8,61. Aðra hæstu einkunn hlaut Guð- rún Guðmundsdóttir, Vorsabæj- arhjáleigu, 8.44. Fyrsta bekkjar prófi luku allir nemendur, 27 að tölu, og var hæstur Ingvar Árna- son, bróðir Arnaldar, 9,0. Berg- ur Ingimundarson, Melhóli, hlaut ' 8,95. — I. og II. bekkingar gróðursettu á sjöunda hundrað greniplöntur í skógargirðingu skólans áður eu þau kvöddu hann. Nú sitja nemendur þar eystra yfir próflestri undir lands- og gagnfræðapróf, sem hefjast 13. þ. m. — Góðtíð HELLNUM, 30. aprfl. — Allau apríl-mánuð hefur tíð verið mjög góð, eða frá því að veðrátta breyttist seint í marz. Vegir eru víða slæmir sakir aurbleytu og jafnvel alófærir þungum bílum. Fyrsta áætlunar- ferðin til Sands var farin 27. þ. m. Síðan á páskum hefur verið rnjög góð veiði á handfæri hjá trillubátum hér; hafa menn tví- og þríhlaðið báta sína sama dag- inn, en mjög stutt ar á miðin, aðeins steinsnar frá landi. Að- staða til móttöku á fiski í landi er erfið, sökum þess, að á s.l. vetri urðu töluverðar skemmdir á veginum að bryggjunni. Brýn nauðsyn er á að við veginn verði gert hið fyrsta. — K.K. Hvað gera Sýrlendingar? DAMASKUS, 4. maí: — Auka- kosningar eru í dag haldnar I fjórum kjördæmum Sýrlands, þ, á. m. í Damaskus. Þingmenn þessara fjögurra kjördæma hafa verið sakaðir um landráð og dæmdir. Þarf því að kjósa nýja menn í stað þeirra. Kuatly, forseti Sýrlands, hefir bannað öll fundahöld í kjördæmunum fjórum af ótta við uppþot og útvarpið í Damaskus hefir tilkynnt, að öllum borgurum sé bannað að bera vopn á götuna úti. Afmœli 60 ÁRA verður á morgun (m&nu- dag) Kristinn Á. Kristjánsson netjagerðarmaður, Reykjavíkur- vegi 23, Hafnarfirði. Sumarstarf KFUM-manna í Yatnaskógi að hefjast Hlorðmenn safna til Skálholtskirkjn Bergen, 2. maí. UNDANFARIÐ hefur farið fram söfnun í Noregi til byggingar Skálholtskirkju á fslandi. Margir hafa veitt máli þessu stuðn- ing, trjáiðnaðarfyrirtæki, félög og einstaklingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.