Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. maí 1957 MoncvrtnLJÐitf V. Reykjavikurbréf: Laugardagur 4. mai Árásir á forseta íslands - Túlkar skoðanir íslendinga - Tíminn vill túlkun eins og hver vill helzt - Nýju Faxarnir - Kornrækt á íslandi - Ræktun eyðisanda - Ræða, sem allir þurfa að lesa - For- dæmi Stefáns og Áka - Sakai upp gjöf - Tíminn segir satt, aldrei þessu vant - Hækkaði Eysteinn kaupið hjá SÍS óbeðinn? - Áhugi á kauphækkunum - Starísfriðurinn - Orð Sigurðar Ingimundar- Árásir á forseta íslands ÁRÁS sú, sem Þjóðviljinn, mál- gagn stærsta stjórnarflokksins, gerði á forseta Islands hinn 27. apríl s.l. hefur vakið mikla at- hygli. Ekki sízt vegna þess, að svo er að sjá sem ríkisstjórnin í heild hafi ekkert við þetta fram ferði Þjóðviljans að athuga. Ætla hefði mátt, að ríkisstjórnin skær- ist í leikinn og tæki upp varnir fyrir forsetann og léti Þjóðvilj- ann fá makleg málagjöld fyrir frumhlaup sitt. En hvorki Tím- inn né Alþýðúblaðið segja frá hinni fólskulegu atlögu sam- starfsblaðsins, hvað þá að ríkis- stjórnin láti í sér heyra um málið. Auðvitað getur sitt sýnzt hverjum um athafnir og orð for- seta íslands og vissulega er hann ekki hafinn yfir gagnrýni. En þá kröfu verður að gera, að gagnrýnin sé borin fram með hæversku og kurteisi. Annað er ekki aðeins mógun við forsetann sjálfan, heldur alla íslenzku þjóð- ina. Slík skrif sem Þjóðviljinn lét frá sér fara eru fordæman- leg, hvort sem menn eru forset- anum sammála að efni eða ekki. Túlkar skoðanir Islendinga ÞESS ber að gæta, að þó að Morgunblaðið hafi að sjálfsögðu farið rétt með fregnina eins og hún barst eftir hinu ítalska blaði, sem Þjóðviljinn sérstaklega set- ur út á, þá skolast oft ýmislegt í blaðasamtölum. Áður en stjórn- arblað hóf árás á forsetann af slíku tilefni, bar því þess vegna skylda til að sannreyna sjálft, hvað hann hafði sagt. Hitt er rétt, að herra Ásgeir Ásgeirsson hefur aldrei farið leynt með skoð anir sínar á vörnum íslands. Um- mæli hans í Kaupmannahöfn, að utanríkisráðherranum viðstödd- um, voru opinská og þess eðlis, að ekki varð misskilið, hvað fyr- ir honum vakti. Þar talaði hann að viðstöddum ábyrgum ráð- herra og vísaði að mestu leyti til hans umsagnar og kom þeim að öllu leyti saman. Er og eng- inn efi á, að sú skoðun, sem for- setinn lét þar uppi, er x samræmi við skoðanir yfirgnæfandi meiri- hluta íslendinga. Tíminn vill „túlkun eins og hver vill helzt.“ Það kom einmitt greinilega fram í sambandi við 1. maí há- tíðahöldin hér í bæ, þegar full- trúar mikils meiri hluta verkalýðsins neituðu að sam- þykkja kröfur kommúnista um varnarleysi landsins. Tíminn seg- ir raunar s.l. föstudag, að „óein- ingin“ um þetta sé „viðkomanda tii lítils sóma.“ Málgagn for- sætisráðherrans segir „----bú- ið var að orða þetta atriði þann- ig, að raunar var ekki neitt sagt, því að hvor aðilinn um sig gat túlkað það, eins og hann helzt vildi. Samt vildi meirihlutinn halda því til streitu, en minni- hlutinn ekki fallast á það. Verð- ur ekki annað af því dregið en að samkomulagsvilja hafi vant- að á báða bóga.“ Svo mörg eru þau orð Tím- ans. Það, sem forsætisráðherr- ann skilur ekki, er, að langsamleg ur meirihluti íslendinga vill ekki lengur láta hafa þetta má! að leiksoppi á þann veg, sem hann sjálfur hefur gert til að afla ■ér valda um sinn en skapa sér um leið varanlega skömm. Nýju Faxarnir KOMA nýju flugvélanna, yngstu Faxa Flugfélags íslands, til landsins er merkur atburður í þjóðarsögunni. Enn hefur ísland í framkvæmd færzt nær um- heiminum, því að mun styttri tíma tekur en áður fyrir venju- lega ferðalanga að fara á milli landa. Erfitt er að gera sér grein fyr- ir öllum þeim breytingum, sem flugið hefur gert í þjóðlífi ís- lendinga. Gerbylting í samgöng- um innanlands og utan er þar veigamest enda undirstaðan, en margt fleira hefur fylgt. Forystumenn flugmálanna hafa unnið þjóðnytjastarf, sem þegar hefur fært þeim umbun í marg- földum árangri. sonar. sanda breytast í græn akurlendi. Liggur við, að menn telji þau umskipti ganga kraftaverki næst. Skyldi enginn sá, sem þess á kost, sitja sig úr færi að ferð- ast um Rangárvelli síð sumars og sjá hinar fögru sáðsléttur. — Brautryðjendurnir, sem þar hafa verið að verki, eiga sannarlega skilið þakkir alþjóðar og verk þeirra munu lengi verða í heiðri höfð. Ræða, sem allir þurfa að lesa RÆÐA sú, sem Krúsjeff flutti um Stalin í fyrra, hefur nú verið Hér á landi hafa furðanlega fáir haft dug til slíkrar ákvörðunar. Því athyglisverðara er að heyra, hvað menn eins og Stefán Pét- ursson og Áki Jakobsson leggja nú til málanna. Stefán var á sín- um tíma einn af fyrstu og fremstu forvígismönnum komm- únista og óþreytandi í málflutn- ingi sínum þeim til styrktar. Áki Jakobsson var á æskuárum fylgjandi stefnu þeirra, og varð meðal þeirra fyrstu, sem hlaut opinberar trúnaðarstöður á þeirra vegum, fyst sem bæjar- stjóri á Siglufirði og síðar sem ráðherra í nýsköpunarstjórninni. Áreiðanlega hefur mikið reynt á áður en þessir menn sáu sig knúna til að játa vonbrigðin, sem æskuhugsjónirnar höfðu orðið Þeir standa um alla framtíð sem óbrotgjarn minnisvarði um at- lögu kommúnista að frelsi og lýðræði íslenzku þjóðarinnar hinn eftirminnilega dag, 30. marz 1949. Hermann Jónasson hefur aðeins einu sinni enn gert sig beran að þjónustusemi við kommúnista, nú í því skyni að gefa þeim nýtt áróðursefni. Þó að í litlu væri, sýndu komm únistar strax 1. maí, að eðlið er hið sama og áður. Þá réðust þeir að friðsömum borgara, er var að taka mynd á meðan Hannibal Valdimarsson talaði, hröktu hann og lögðu á hann hendur. Það eru ömurleg örlög, að slíkir menn skuli nú njóta sérstakrar verndar æðsta varðar laga og réttar á íslandi. Komrækt á íslandi FYRIRLESTUR Klemensar Kristjánssonar um kornrækt, er birtist hér í blaðinu fyrir skemmstu, á skilið alþjóðarat- hygli. Það eru óneitanlega slæm- ar fréttir, að kornrækt bænda hér lendis skuli nú vera óalgengari en fyrir 15—20 árum. íslenzkur landbúnaður er svo einhæfur, að ekkert má undanfallast, sem orð- ið getur honum til styrktar og aukinnar fjölbreytni. Reynsla Klemensar Kristjánssonar sýnir, að kornyrkjan er vel framkvæm- anleg og getur orðið þeim til hags, sem hana stunda af alúð og kunnáttu. Forfeður okkar á söguöld stunduðu kornyrkju, en með versnandi tíðarfari og minnkandi hagsæld hvarf korn- yrkjan úr sögunni. Ræktun eyðisanda TÍÐARFAR hefur nú batnað að nýju, eins og í ýmsu kemur fram, framfarahugur og ræktunarvilji hefur aldrei verið meiri en síð- ustu áratugina. Kornrækt þarf því að verða fastur liður í bú- skap, þar sem henni verður kom- ið við. Sanngjarnt er, að hún njóti ekki síður fyrirgreiðslu og styrkja af almannafé en önnur hliðstæð ræktun. Vitanlega fer það eftir stað- háttum og atvikum, hvar korn- yrkja hér sé hagkvæmust. Grein- argerð Klemensar um ræktun eyðisandanna á Rangárvöllum er sérstaklega eftirtektarverð. Fáir atburðir síðari ára eru á- nægjulegri en að sjá hina svörtu 1 þýdd á íslenzku af Stefáni Pét- urssyni og gefin út með formáls- orðum eftir Áka Jakobsson. Ræð- an sjálf er eitthvert merkasta heimildarrit um stjórnarhætti á okkar öld, sem út hefur verið gefið. Sú lýsing á kommúnism- anum í framkvæmd, sem þar er gefin af einum helzta valda- manni þeirrar trúar, er ómetan- legur lærdómur. Eftirtektarvert er, að þeir tveir íslendingar, sem nú beita sér fyrir þýðingu og útgáfu ræð- unnar, eru báðir fyrrverandi kommúnistar. Þeir þekkja því af eigin raun og innan frá starf og eðli kommúnistaflokksins. Eng- inn efi er á, að flestir, -sem tekið hafa þátt í þeirri starfsemi, hafa í upphafi gert það í góðri trú og haldið, að þeir væru að vinna að framförum og hagsæld almenn- ings. Því hroðalegri hafa von- brigðin orðið, er þeir kynntust staðreyndunum. Margir hafa lamazt siðferðilega og látið draga sig með til áframhaldandi starfs gegn betri vitund. Það þarf kjark og hreinskilni við sjálfan sig til að viðurkenna, að manni hafi missýnzt í þeim ákvörðunum, er hann áður taldi hinar þýðingar- mestu í lífi sínu. Víða um heim hafa fjölmargir viðurkennt villu sína og búizt síðan til öflugrar andstöðu gegn kommúnisman- um. Fordæmi Stefáns og Áka MARGIR þekktustu and-komm- únistar úti um heim eru einmitt 1 úr hópi fyrrverandi flokksmanna. þeim. Því mikilsverðari er vitn- isburður þeirra nú, og víst ættu víti þeirra áður fyrri, að geta orðið yngri mönnum til varnað- ar. — Sakaruppgjöf ÞJÓÐVILJINN segir frá því 1. maí, að daginn áður hafi 20 menn, sem dæmdir voru eftir atburðina 30. marz 1949, fengið algera sakaruppgjöf. „Hafði dómsmálaráðherra borið fram til- lögu um það efni og hún var staðfest í gær af handhöfum for- setavalds, forsætisráðherra, for- seta sameinaðs Alþingis og for- seta Hæstaréttar. „Með sakaruppgjöfinni hafa ver ið afmáðir dómar, sem vöktu þjóðarreiði á sínum tíma og það er Þjóðviljanum sérstök ánægja að geta sagt frá þessum tíðind- um 1. maí — —Slík er frá- sögn Þjóðviljans. Raunverulega er það dóms- málaráðherra, sem kveður á um, hvort slíka sakaruppgjöf skuli veita eða ekki. Forsetinn og hand hafar valds hans eru að stjórn- lögum bundnir við tillögur dóms- málaráðherra. Það er því Her- mann Jónasson, sem þessa gjöf hefur veitt kommúnistum af til- efni 1. maí hátíðarhaldanna. Sú gjöf var þeim mun ástæðuminni, þar sem aðilar höfðu áður verið náðaðir af refsingum ásamt ýms- um öðrum afbrotamönnum. En refsileysið var kommúnistum ekki nóg, heldur hitt að fá dóm- ana „afmáða“ eins og þeir nú segja. Auðvitað er það þó fjar- stæða að dómarnir séu afmáðir. Tíminn segir satt —■ aldrei þessu vant TÍMINN segir, aldrei þessu vant, rétt frá afstöðu Sjálfstæðismanna í kaupgjalds- og verðlagsmálum í upphafi forystugreinar sinnar 1. maí. Þar segir svo: „Síðan um vorið 1955 hefur Mbl. sjaldan minnst svo á inn- lend efnahagsmál, að það hafi ekki kennt verkfallinu 1955 um þá öfugþróun, sem hér hefur átt sér stað seinustu missirin á vett- vangi atvinnumálanna. Sú kaup- hækkun, sem þá hafi verið knú- in fram hafi leitt af sér nýjar verðhækkanir og sligað atvinnu- vegina. Tilgangurinn með verk- fallinu hafi ekki heldur verið að bæta hag verkalýðsins heldur að vinna pólitískt skemmdarverk. í framhaldi af þessu hefur Mbl. svo lagt áherzlu á, að kaup- hækkanir, sem ekki byggðust á aukinni framleiðslu og bættri a£ komu atvinnufyrirtækja gætu aldrei orðið launþegunum til hags bóta þar sem óhjákvæmilegt væri að taka þær aftur af laun- þegum í einu eða öðru formi eða láta atvinnutækin stöðvast.“ Aldrei þessu vant segir Tím- inn þarna rétt frá skoðunum Morgunblaðsins. Hækkaði Eysielnn kaupið í S.Í.S. óumbeðið? EN ADAM var ekki lengi í Para- dís og Tíminn unir sér ekki lengi í fylgd með sannleikanum. — Skömmu síðar í sömu grein seg- ir blaðið: „— — Mbl. hefur nú hinn mesta áhuga fyrir uppsögn kaup- samninga og fagnar því verki iðn rekenda að hækka kaupið óum- beðið---------“. ^ Auðvitað er það rangt, að iðn- rekendur hafi hækkað kaup verk smiðjufólks óumbeðið. Það var vegna sérstakrar beiðni Iðju, að iðnrekendur tóku upp samninga um endurskoðun samningsins án uppsagnar og verkfalls. Þvílíkir starfshættir eru vissulega til fyr- irmyndar. Þjóðfélagið hefur a£ fáu meira tjón en vinnudeilum og verkföllum. Hindrun slíkra átaka hlýtur þess vegna út af fyrir sig að teljast sannarlegt fagnaðarefni. Um réttmæti kauphækkan- anna, sem * iðnaðarverkafólk hlaut, má sjálfsagt deila. Það fer þó ekki á milli mála, að vegna laklegrar forystu Iðju á vrndan- förnum árum, hafði starfsfólk þar orðið aftur úr. Yfirgnæfandi meirihluti iðnrekenda játaði þá staðreynd og féllzt þess vegna á kauphækkun án þess að til uppsagnar kæmi. Morgunblaðið hefur raunar hvað eftir annað Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.