Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 16
18 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 5. maí 1957 I I I A ustan Edens eftir John Steinbeck I 26 i D- -□ drengir einhvern tíma átt leynileg stefnumót við litlar telpur bak við runna, í angandi heyi hlöðunnar, undir pílviðartré — eða a. m. k. dreymt um það. Næstum allir for- eldrar standa fyrr eða síðar and- spænis þessu vandamáli og þá er bamið heppið, ef foreldrarnir minnast sinna eigin æskudaga. Á uppvaxtarárum Cathy var þetta allt erfiðara viðureignar. Foreldr- amir fylltust hryllingi, er þeir fundu hjá börnum sínum, það sem þeir afneituðu hjá sjálfum sér. 2. Einn vormorgun, þegar döggin á grösum og blómum glitraði í sólskininu og hitinn smaug niður í moldina og vakti gulu páskalilj- umar af svefndvala, lauk frú Ames við að hengja þvott sinn til þerris. Ames-fjölskyldan bjó í úthverfi bæjarins og bak við húsið var hlaða, vagnskýli, kartöflugarður og afgirtur reitur fyrir tvo hesta. Frú Ames minntist þess að hafa séð Cathy dóttur sína labba í átt til vagnskýlisins. Hún kallaði á hana, en þegar hún fékk ekkert svar, taldi hún víst að sér hefði missýnzt. Hún var rétt að ganga inn í hús ið, þegar hún heyrði skyndilega hálfkæft fliss og niðurbældar skríkjur innan úr skýlinu. Aftur kallaði hún nafn dóttur sinnar, en fékk ekkert svar. Hún fann til Þýðing Sverrir Haraldsson □-------------------□ einhvers óljóss óróa og nú heyrði hún aftur sama niðurbælda fliss- ið. Þetta var alls ekki Cathy. Hún flissaði aldrei svona bjánalega. Frú Ames stóð stundarkorn í sömu sporum og hlustaði. Að eyr- um hennar barst lágt hvísl og hún gekk hljóðlega yfir að vagnskýl- inu. Dyrnar voru lokaðar og hún heyrði að einhverjir voru að hvísl- ast á þar inni. Svo greip hún um snerilinn og hratt upp hurðinni. Bjartir sólargeislar smugu inni í ' rökkur skýlisins og frú Ames stóð eins og stirðnuð með starandi augu og galopinn munn og einblíndi á það sem við sjónum hennar blasti: Cathy lá á gólfinu. Pilsjnu hafði verlð kippt upp um hana og hún var ber upp að mitti, en tveir drengir á fermingaraldri krupu niður við hlið hennar. Þeir virtust stirðna af skelfingu við hina skyndilegu komu konunnar og ótt- inn skein úr augum Cathy. Frú Ames þekkti báða drengina, þekkti foreldra þeirra. Allt í einu spratt annar dreng- urinn á fætur, skauzt fram hjá frú Ames og hentist bak við horn- ið á húsinu. Félagi hans þokaði sér varfærnislega aftur á bak og þaut svo æpandi út um dymar. Frú Ames greip í handlegginn á hosum, en hann reif sig lausan og hvarf á næsta andartaki. Úti heyrðist hratt, flýjandi fótatak. Frú Ames reyndi að tala, en röddin varð að hásu hvísli: „Stattu á fætur“. Cathy starði tómlega upp til hennar, en hreyfði sig ekki og reyndi ekki til að hylja nekt sína og nú sá frú Ames að báðir úln- liðir hennar voru bundnir með snæri. Hún hljóðaði upp yfir sig, fleygði sér á kné og flýtti sér að leysa hnútana. Svo bar hún Cathy inn og lagði hana í rúm. Heimilislæknirinn rannsakaði Cathy og fann engin merki þess að drengirnir hefðu gert henni líkamlegt mein. „Þér getið þakkað guði fyrir það, að þér komuð í tæka tíð“, sagði hann aftur og aft ur við frú Ames. Cathy mælti ekki orð af vörum lengi á eftir. „Taugaáfall", kall- aði læknirinn það. Og þegar hún hafði loks náð sér aftur að mestu, neitaði hún að tala. Er hún var spurð, þöndust augu hennar út, andardrátturinn stöðvaðist, lík- ami hennar stirðnaði upp og kinn arnar urðu eldrauðar. Dr. Williams tók þátt í samræð- unum við foreldra drengjanna. Hr. Ames var þögull mestallan tímann og hélt á snærinu sem úln- liðir Cathy höfðu verið bundnir með. Órói og efasemdir skinu úr augum hans. Það var margt sem hann skildi ekki, en hann hafði ekki orð á því. Frú Ames gaf tilfinningum sín- um útrás í móðursýkiskösTum. — Hún hafði komið að þessu. Hún hafði séð það með sínum eigin augum. Hún var eina vitnið, eini sjónarvotturinn. Og í gegnum móðursýkina glitti í hefnigirni og hatur. Hún heimtaði blóð. Það var einhver hlakkandi gleði í kröfum hennar um refsingu. Það varð að vernda borgina, landið. Á þessum forsendum byggði hún kröfur sín- ar. Hún hafði komið í tæka tíð, svo var guði fyrir að þakka. En kannske kæmi hún ekki nógu snemma næst. Og hvernig myndi öðrum mæðrum líða? Og Cathy var aðeins tíu ára. 1 þá daga voru refsingar grimmdarlegri en nú. Menn trúðu því fastlega að svipan væri í þjón- ustu dygða og réttlætis. Fyrst voru drengirnir húð- strýktir sinn í hvoru lagi og síðan báðir saman, unz bök þeirra voru öll blóðug og flakandi í sárum. Af- brot drengjanna voru nógu mikil, en lygar þeirra og undanbrögð þð margfallt saknæmari. Og vörn þeirra var frá byrjun hlægileg fjarstæða. Þeir héldu því fram, að Cathy hefði átt öll upptökin og sögðust hafa gefið henni sín fimm eentin hver. Þeir kváðust ekki hafa bundið hendur hennar og full yrtu að hún hefði sjálf verið að leika sér með snærið. Fyrst sagði frú Ames það og svo átu allir borgarbúar það upp eftir henni: „Ætla þeir að halda því fram, að hún hafi sjálf bund- ið á sér hendurnar? Tíu ára gam alt bamið?“ Kannske hefðu drengirnir ekki sætt jafnþungri refsingu, ef þeir hefðu játað afbrot sín. Mótmæli þeirra ollu ákafri reiði, ekki að- eins hjá foreldrum þeirra, sem refsinguna framkvæmdu, heldur og líka meðal allra er til þekktu. Báðir voru drengirnir sendir í betrunarhús, með fullu samþykki foreldranna. „Hún nær sér aldrei að fullu eftir þetta“, sagði frú Ames við nágrannana. „Ef hún gæti bara talað um það, kynni henni að líða betur. En þegar ég spyr hana um það, þá stendur það svo ljóslifandi fyrir hugskotssjónum hennar, að við liggur að hún fái taugaáfallið aftur“. Ames-hjónin orðuðu þennan at- burð aldrei framár við dóttur sína. Málið var til lykta leitt. Hr. Ames gleymdi brátt hinum nag- andi efasemdum sínum. Honum hefði fallið það þungt, ef tveir drengir hefðu verið lokaðir inni fyrir eitthvað sem þeir hefðu ekki gert. Þegar Cathy hafði náð sér að fullu eftir áfallið varð hún sá mið- punktur, sem forvitniskennd at- hygli bæði drengja og stúlkna beindist að. Fyrst héldu börnin sig í nokkurri fjarlægð, en voguðu sér brátt nær, eins og dregin af ein- hverju leyndu afli. Cathy '.tti eng ar vinstúlkur og drengimir þorðu ekki að eiga það á hættu að hljóta ámæli og ávítur félaganna fyrir að fylgja henni heim úr skólanum. En hún hafði mjög sterk áhrif á drengi og stúlkur. Og ef einhver drengur varð á vegi hennar einn- ar, dróst hann til hennar heð afli, sem hann hvorki fékk skilið né staðizt. Cathy var fíngerð og fríð sýnum með þýða rödd og hægláta fram- komu. Hún fór oft ein í langar gönguferðir og þá brást það varla, að einhver drengurinn kæmi eins og af tilviljun, út úr einhverju skógarrjóðrinu og slægist í för með henni. Og það var hvíslað um eitt og annað, en enginn vissi raunveru lega hvað Cathy gerði. Hún hló aldrei, eins og barna er vandi, brosti aðeins örlitlu brosi og þegar hún leit hálflukt- um augum til eins eða annars drengs, sem á vegi hennar varð, fólst í tillitinu hvatning og fyrir- heit. ailltvarpiö Sunnudagur 5. inaí: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Laugarneskirkju (Prestur: Séra Garðar Svavars- son. Organleikari: Kristinn Ingv- arsson). 15,00 Miðdegistónleikar (plötur). 16,30 Veðurfregnir. — Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit- uð í Þórshöfn). 17,80 Hljómplötu- klúbburinn. Gunnar Guðmundsson við grammófóninn. 18,80 Barna- tími (Helga og Hulda Valtýsdæt- ur). 19,30 Tónleikar: Fritz Kreia- ler leikur á fiðlu (píötur). 20,20 Erindi: Á eldflaug til annarra hnatta; I. (Gísli Halldórsson verk fræðingur). 20,45 Tónleikar (pl.). 21,05 Upplestur: Vilhjálmur frá Skáholti les úr ljóðabók sinnl „Blóð og vín“. 21,20 Frá íslenzkum dægurlagahöfundum. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar leikur lög úr nýlokinni danslagakeppnl Félags ísl. dægurlagahöfunda. —. Söngvarar: Sigrún Jónsdóttir og Ragnar Bjarnason. Ágúst Péturs- son sér um þáttinn. 22,05 Danslögi Ólafur Stephensen kynnir plötum ar. 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 6. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Hænuung- ai-nir (Jón Guðmundsson bústjóri) 19,00 Þingfréttir. 19,30 Lög úr kvikmyndum (plötur). 20,30 Út- varpshljómsveitin; Þórarinn Guð- mundsson stjórnar. 20,50 Um dag- inn og veginn (Gunnþór Björns- son frá Seyðisfirði). 21,10 Einsöng ur: Stina Britta Melander ðperu- söngkona frá Stokkhðlmi syngur lög eftir Peterson-Berger; Fritz Weisshappel leikur undir píanð. 21,30 Útvarpssagan: „Synir trú- boðanna“ eftir Pearl S. Buck; XVI. (Séra Sveinn Víkingur). — 22,10 Iþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 22,25 Kammertðnleikar (plötur). 23,15 Dagskrárlok. Skrifsfofur vorar eru flutfar í INGÓLFSSTRÆTI 5 2., 3. og 4 hœð 1) _ Eg hélt ég hefði náð öll-i 2) — En nú finn ég mikið till 3) — Drottinn minn. Fótlegg- um broddunum úr leggnum. I í sárinu. I urinn er farinn að bólgna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.