Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 10
M MORCVffBLAnia Surmudagur 5. maí 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Augjýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Trúin á framtíðina UTAN UR HEIMI Enska hirðin tekur upp alþýð- legri háttu ISLENDINGAR hafa verið bjartsýn þjóð og þrautseig. Þess vegna hafa þeir á liðnum tíma sigrazt á margvíslegum erfiðleikum og byggt upp þrótt- mikið menningarþjóðfélag í landi sínu. Einstaklingsframtakið hefur verið hyrningarsteinn hinna miklu framfara síðustu áratuga. Það hefur skapað þjóðfélaginu bolmagn til stórbrotinna fram- kvæmda í þágu heildarinnar. Án dugnaðar, framtaks og framsýni mikils fjölda einstakl- inga úr öllum stéttum, til lands og sjávar, hefði hinu íslenzka þjóðfélagi ekki reynzt mögulegt að beita sér fyrir fjölþættum um- bótum í þágu almennings í land- inu. Þetta er aðeins afleiðing þeirrar alkunnu staðreyndar, að sterkt þjóðfélag verður ekki byggt upp án sterkra og athafna- samra einstaklinga. Óheillavænleg áhrif Hinar stöðugu hótanir núver- andi ríkisstjórnar gagnvart ein- staklingsframtakinu í landinu eru þess vegna ekki aðeins heimskúlegar. Þær eru stórhættu legar og hljóta að hafa óheilla- vænleg áhrif á þjóðarhaginn. — Þessi áhrif eru raunar þegar far- in að koma í ljós. Óvissa og glundroði í efnahagsmálum landsmanna lama framtak þeirra. Atvinnulíf dregst saman og at- vinna þverr. Einna greinilegast koma hin óheillavænlegu áhrif stjórnarstefnunnar fram í þeirri staðreynd, að frá þeim degi, er stjórnin settist að völdum, má sparifjármyndun í landinu heita stöðvuð. Leiðir af því margvíslega erfiðleika, svo sem tilfinnanlegan skort á fjármagni til áframhaldandi stuðnings við íbúðabyggingar í landinu. Fyrrverandi ríkisstjórn hófst handa um merkilegar nýjungar á því sviði. Hundruð manna fengu lón árlega til þess að bæta úr húsnæðiserfiðleikum sínum. Sam tals hafa yfir þrjú þúsund manns fengið lán hjá lánadeild smá- ibúða og hinu nýja veðlánakerfi, sem fyrrverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir. Nú má þessi starfsemi heita stöðvuð. Núverandi ríkisstjórn hefur stöðvað sparifjármyndun landsmanna. Hennar eina úrræði er álagning nýs stóreignaskatts,. sem þó á aðeins að gefa 7—8 millj. kr. árlegar tekjur í ríkis- sjóð næstu 10 árin. En af því fé fær veðlánadeildin aðeins 5—6 millj. kr. á ári. Fólksflótti úr landi Það er því staðreynd, að mynd- un og starf núverandi ríkisstjórn ar hefur haft í för með sér ugg og öryggisleysi. Þessa uggs verð- ur fyrst og fremst vart meðal alþýðu manna, sem fyrst verður fyrir barði atvinnuleysis og kyrr- stöðu. Þeir þjóðfélagsþegnar, sem eitthvað hafa getað safnað í sarpinn til erfiðari tíma hafa meira mótstöðuþrek. Þeir geta upa nokkurt skeið a. m k. mætt erfiðleikunum án þess að þeir bitni verulega á lífskjörum þeirra. Verkafólk sjómenn, smærri atvinnurekendur til sjávar og sveita verða fyrstir að herða að sér mittisólina vegna kyrrstöðustefnu vinstri stjórnarinnar. Það er athyglisvert, að á þessu ári hafa fólksflutningar frá íslandi farið mjög veru- lega í vöxt. Er auðsætt að sú staðreynd rekur rætur sínar til þess óvissuástands, sem stjórnarstefnan hefur skapað í landinu. ísland á mikla möguleika En þetta öfugstreymi verður að hætta. ísland býður þjóð sinni mikla möguleika, sem dugandi, bjartsýn og þróttmikil þjóð get- ur hagnýtt. Við eigum víð og fögur landsvæði, sem bíða rækt- unar, milljónir hestafla af ó- virkjuðu vatnsafli, ólgandi hita í iðrum jarðar og gjöful fiskimið, sem með aukinni vernd geta gert íslenzkan sjávarútveg að blóm- legri atvinnugrein, er veitir miklum fólksfjölda lífvænlega atvinnu og afkomu. íslenzka þjóðin getur því horft bjartsýn og vongóð móti framtíð sinni. Hún þarf því hvorki að flýja land né leggja árar í bát heima fyrir. Hagnýting kraftanna En því aðeins getur þessi þjóð verið bjartsýn, að hún beri gæfu til þess að hagnýta sína eigin krafta. Það gerir hún ekki ef stjórnarvöldin telja það skyldu sína og æðsta boðorð að hafa í frammi stöðugar hótanir við ein- staklingsframtakið í landinu. Umfram allt verðum við að gera okkur það Ijóst, að efling framleiðslunnar er höfuðnauð- syn. Þess vegna þarf að glæða áhuga æskunnar á þátttóku í framleiðslustarfinu til lands og sjávar. A því hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins vakið sér- staka athygli í þingsályktunar- tillögu, sem þeir hafa flutt á Alþingi. Þar er á það bent, að einn fimrnti hluti sjómanna á íslenzka fiskiskipaflotanum er nú útlendingar. Landbúnaðurinn á einnig við mikla erfiðleika að etja sökum skorts á mannafla. Þessi forna undirstöðuatvinnugrein íslend- inga er þess vegna allt of víða orðin að þrotlausu striti fárra manna. Þátt fyrir hina öru tækni og þróun er ekki hægt að komast af án virkrar þátttöku mikils fjölda fólks í framleiðslustörfun- um. Lífskjör þessarar þjóðar eins og annarra þjóða byggist á þvi, að hún taki þróttmikinn þátt í aðalatvinnugreinum sínum. Með því skapast möguleikar til þess að vinna að margs konar fram- förum og stuðla að blómlegu menningarlífi þjóðarinnar. Enn umfram allt þurfa ís- Xendingar að trúa á framtíð sína og efla einstaklingsfram- takið til þess að skapa hér rúmgott, réttlátt og þroska- vænlegt þjóðfélag. U m síðustu helgi birtu Lundúnablöðin allnýstárlegar myndir. Þær voru af Elisabethu drottningu, Margréti prinsessu og fleirum úr Windsor-fjölskyld- unni. Voru myndirnar teknar við veðreiðar í lok vikunnar — og var hið tigna fólk meðal áhorf- endanna. En nú sat drottning og fylgdarlið hennar ekki í stúku eins og venja er. Hún skartaði ekki sínu fegursta, eins og hún er vön, þegar hún lætur sjá sig við tækifæri sem þetta. Nei, Og meira að segja sáust engir líf- verðir á vakki umhverfis kon- ungsfólkið. Þær Elisabeth og Margrét komu til veðreiðanna eins og húsmæður, sem hlaupið hafa snöggvast úr eldhúsinu. Þær voru hversdagslega klæddar, dönsk blöð segja, að þær hafi verið með handklæði bundið um hárið. F réttin um atburð þennan og myndirnar hneyksl- uðu marga af eldri kynslóðinni í r Aætla bvggingu margra kjarn- orkuvera STOKKHÓLMI, 2. mai. — Svíar gera nú áætlanir um byggingu kjarnorkuvera til rafmagnsfram- leiðslu. Fyrsta raforkuverið þess- arar tegundar verður byggt í Farsta við Stokkhólm — og munu framkvæmdir hefjast innan tíðar. Áætlað er, að árið 1966 verði sjö orkuver komin í notkun. — Á næstu 14 árum þar á eftir er á- ætlað að sjö ný orkuver verði reist árlega. Árið 1980 á varma- framleiðsla kjarnorkuveranna að vera komin upp í 30 milljarða megakaloriur. Orkuverið í Farsta á að fram- leiða 90.000 kw. Þá búast Svíar við því að eiga nægt uranium um ófyrirsjáanlega framtíð, en vinnsla þess er hins vegar mjög dýr. Englandi. En það er þýðingar- laust að fást um þetta, því aug- ljóst er, að mikil stefnubreyting hefur orðið innan ensku hirðar- innar. Haft er fyrir satt, að þau Elísabeth og Filip prins hafi á- kveðið að slaka mjög á öllum hirðvenjum svo og öryggisverð- inum. líingað til hefur Elísa- beth drottning aldrei farið í öku- för án þess að löng röð af lög- reglumönnum ækju bæði á und- an og eftir bifreið hennar. Hvar- vetna, þar sem hún hefur haft viðstöðu, hafa lögreglumenn, ein- kennisklæddir og óeinkennis- klæddir haft nána gát á henni og verið tryggir verðir hennar. Þegar drottning hefur ekið um London hefur her manns ætíð verið sendur á undan til þess að ryðja drottningunni braut. Alla jafnan hafa þessar „ruðnings- sveitir" fengið stjórn umferðar- ljósa í sínar hendur og séð um, að bifreið drottningar þyrfti aldrei að stanza við gatnamót. Ennú bregður svo við, að Elísabeth hefur ákveðið, að hér eftir verði engir lögreglu- þjónar á bifreiðum né bifhjólum í fylgd með henni, er hún ekur um London. „Ruðningssveitirn- ar“ verða einnig lagðar niður —- því nú mun drottning aka um göt urnar eins og aðrir borgarar og taka það sem sjálfsagðan hlut, að smátafir verði við umferðav- ljós „ef hún lendir á rauðu“. All- ar daglegar ferðir hennar verða því hér eftir óformlegar. Drottn- ing vill nálgast þjóð sína meira, hún vill komast í nánari tengsl við þegnana. 0 g Filip prins, maður hennar, hefur tekið sömu stefnu. Sennilega hafa fáar tilkynningar frá konungshöllinni vakið jafn- mikla athygli og á dögunum, er tilkynnt var, að Filip hefði ráðið til sín einkaritara — almúgamann. að nafni James Orr. Orr þessi er gamall æskufélagi Filips, ó- kvæntur, gegnir nú þjónustu í lögregluliðinu í Kenya. Orr er aðeins eldri en Filip — og þegar þeir voru saman í skóla á sínum tíma, var Filip einn af „undir- mönnum“ Orrs. Orr var lífið og fjörið í skólalífinu, eins konar foringi skólapiltanna, og Filip reyndi eins og hinir „litlu strák- arnir“ að gera Orr allt til hæfis. Þeir léku saman knattleiki og léku einnig saman í gamanleik- um, sem settir voru á svið í skól- anum. egar Orr var inntur eftir því á dögunum hvernig hon um litist á nýju stöðuna sagði hann: Ég sé, að ég hef alls ekki verið vondur við „litlu strákana". Hann mun innan skamms halda heimleiðis og setjast að í höllinni. Hann kveðst munu verða feim- inn, því að hann þekkti þar eng- an nema Filip. Og nú er það Orr, sem stendur í sporum „litlu strákanna". Margrét prinsessa kemst þarna i vlnfengl við hund eins af áhorf- endum. Margrét prinsessa, Elísabeth drottning og frænka þeirra sitja í grasinu fyrir framan áheyrendur. Margrét reykir vindling í munn- stykki og Elísabeth tekur myndir af veðreiðunum. Allir skemmta sér vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.