Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 3
ACðvikudagur 8. maí 1957
MORGVNBLAÐ1Ð
3
Nauðsyn lugfæringar ýmissa
atriða í frv. um stóreignaskatt
1 GÆR var til 2. umræðu í Neðri deild írumvarp um skatt á stór-
eignir. Framsögumaður meirihluta fjárhagsnefndar, Skúli Guð-
naundsson, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Vitnaði hann í framsögu-
ræðu Eysteins Jónssonar um málið svo og greinargerð fyrir frum-
varpinu, en ræddi það að öðru leyti lítið efnislega.
Ólafur Björnsson hafði fram-
sögu af hálfu minnihlutans og
fer ræða hans hér á eftir í heild:
Að því er snertir þá almennu
hlið máls þess sem hér liggur
fyrir, þá eru það tvö atriði, sem
að mínu áliti skipta þar mestu
máli. í fyrsta lagi það, að gera
sér grein fyrir tilgangi frv. þess,
og í öðru lagi því, hvort líklegt
sé, að það nái þeim tilgangi, sem
til er ætlazt.
Við, sem stöndum að áliti minni
hl. fjhn. hv. 5. þm. Reykv. og
ég, getum ekki á það sjónarmið
fallizt, að skattaálagning þessi
geti verið liður í ráðstöfunum til
stöðvunar verðbólgunni, svo sem
látið er í veðri vaka í grg. hæstv.
ríkisstj. fyrir frv. Þar sem bein-
línis er gert ráð fyrir því að
öllu því fé er innheimta á með
slíkum skatti verði jafnóðum
varið til fjárfestingar, getur þessi
ráðstöfun ekki haft nein verð-
lækkunaráhrif í för með sér. Það
er heldur ekki hægt að líta á
þennan skatt sem skatt á
verðbólgugróða, svo sem gert
er í áðurnefndri grg. — Ef
skattleggja ætti verðbólguhagn-
að yrði slíkur skattur fyrst og
fremst að leggjast á gamlar skuld
ir, svo sem réttilega hefir verið
bent á við 1. umr. málsins af hv.
2. þm. Reykvíkinga. Frambæri-
legustu rökin fyrir álagningu
slíks skatts eru þau, að hér sé
um að ræða nauðsynlega fjár-
öflun til þeirra framkvæmda,
sem gert er ráð fyrir að skatt-
inum verði varið til að standa
straum af, og er málið því rætt
á þeim grundvelli í nól. okkar
hv. 5. þm. Rv.
Enginn ágreiningur er um það,
að brýna nauðsyn ber til þess, að
sjá þeim stofnunum, sem hér er
um að ræða fyrir auknu fjár-
magni. En sá hængur er á fjár-
öflun með þessu móti, að mest
af eignum þeim sem ráðstafa á
hluta af til þeirra framkvæmda,
sem um er að ræða, er bundinn
í atvinnurekstri landsmanna og
það verður hægra sagt en gert
að breyta þessum eignum í hand-
bært fé, ef stórfelld vandræði
eiga ekki af að hljótast, eins og
aðstæður eru nú í okkar fjárhags-
og atvinnumálum.
Það er rétt að benda á það, að
ólíkar aðstæður eru nú fyrir
hendi hér á landi í þessum efn-
um þeim sem fyrir hendi voru í
Danmörku og öðrum löndum er
hernumin höfðu verið af Þjóð-
verjum í lok stríðsins, er eigna-
könnun og álagning stóreigna-
skatts var framkvæmd þar. Þá
höfðu einstaklingar og fyrirtæki
safnað í stórum stíl peningum,
sem ekki hafði verið hægt að
kaupa fyrir vegna vöruskorts á
stríðsárunum. Var það óttinn við
það, að fé þessu yrði í stórum
stíl ráðstafað til kaupa á varn-
ingi að styrjöldinni lokinni og
verðlagið þannig sprengt upp,
sem var aðalóstæða þess að til
slíkrar skattaálagningar var
gripið þá.
Hér eru aðstæður nú aðrar
og í rauninni gagnstæðar þeim,
sem voru í Danmörku eftir stríð-
ið. Allur atvinnurekstur hér á
landi á nú yfirleitt við mikil
greiðsluvandræði að etja, og
að jafnaði í þeim mun ríkara
mæli, sem um stærri atvinnu-
rekstur er að ræða. Til þessa
liggja ýmsar orsakir, en meðal
þeirra helztu má nefna skatt-
kerfið og þá fyrst og fremst veltu
útsvörin, ennfremur hefur hin
minnkandi sparifjármyndun und-
anfarin tvö ár eðlilega aukið
mjög erfiðleikana á því að full-
nægja eftirspurn atvinnufyrir-
tækjanna eftir lánsfé. Þar sem
gera má ráð fyrir því, að skattur
þessi bitni einkum á stærri at-
vinnurekendum ,fer ekki hjá því,
að greiðsluvandræði þeirra, sem
voru tilfinnanleg fyrir muni enn
aukast. Ef engu verður breytt í
núverandi ákvæðum frv. um inn-
heimtu skattsins, getur ekki hjá
því farið að mörg atvinnufyrir-
tæki verða að selja eignir sínar
og draga rekstur sinn saman á
anhan hátt, en hjá því fer ekki
að slíkar ráðstafanir hljóta að
valda mörgu launafólki tjóni í
atvinnumissi. Það er ekki hægt
að segja, að þennan vanda geti
skattgreiðendur leyst með því að
selja af eignum sínum, því að
með því er vandanum aðeins
skotið yfir á kaupandann, og
hvaðan á honum að koma hand-
bært fé?
Fjármagnsskorturinn er vissu-
lega eitthvert erfiðasta efnahags-
vandamál okkar. Samkvæmt op-
inberum skýrslum var sparifjár-
myndun um það bil helmingi
minni árin 1955 og 1956 en ver-
ið hafði næstu tvö árin á undan.
Það er þessi minnkun spari-
fjármyndunarinnar sem er grund
vallarorsök þess fjármagnsskorts
sem nú er við að etja. Þess vegna
vantar nú fé til íbúðarhúsabygg-
inga, ræktunarlána, lána til end-
urnýjunar fiskiskipa og margs
fleira. Að áliti okkar ,sem að
áliti minnihlutans stöndum, verð-
ur þetta vandamál ekki leyst
nema með því að séð verði fyrir
nýju fjármagni til þess, annað
hvort nýju innlendu sparifé eða
erlendu lánsfé.
Hitt er engin raunhæf lausn,
að ætla sér að ráðstafa til þess-
ara framkvæmda fé sem bundið
er að mestu í atvinnurekstri, sem
fyrir berst í bökkum hvað rekst-
ursfé snertir. Ég hefi í rauninni
ekki getað komið auga á það,
hvernig slíkt er framkvæmanlegt
við núverandi aðstæður.
Við hv. 5. þm. Reykvíkinga
munum eins og grein er gerð
fyrir í nál. okkar leggja fram
brtt. við 3. umr. er miðar að því
að auðvelda fyrirtækjum og ein-
staklingum greiðslu skattsins, og
höfum við þar helzt komið auga
ó svipaðar leiðir og farnar voru
í þessu efni er stóreignaskattur-
inn var lagður á 1950, en þær
eru í fyrsta lagi að lengja þann
tíma er greiða skal skattinn á,
og í öðru lagi að heimila afhend-
ingu eigna ó matsverði upp í
skattinn. En hverjar undirtektir
sem þær tillögur fá hjá stuðn-
ingsmönnum ríkisstjórnarinnar
verður að mínu áliti ekki komizt
hjá ráðstöfunum til þess að
auðvelda atvinnufyrirtækjunum
greiðslu skattsins, ef ekki eiga
að hljótast af vandræði, sem ó-
trúlegt má teljast að stjórnar-
völd landsins vilji bera ábyrgð á.
Við teljum og ýmis ákvæði frv.
þannig úr garði gerð að hætta
sé á því að álagning skattanna
verði handahófskennd og teljum
nauðsynlegt að þeim verði breytt
í það horf að skattaálagning hlíti
fastákveðnum reglum. Við telj-
um þó að svo stöddu ekki ástæðu
til að ætla annað, en þessir ágall-
ar stafi af vangá, þannig að gera
beri sér von um leiðréttingu
þeirra. En þar sem við væntum
þess, að þau atriði, er hér er um
að ræða muni aftur verða rædd
í nefndinni allri, teljum við ekki
tímabært að ræða þau við þessa
umræðu.
Jóhann Hafstein kvaddi sér
hljóðs og kvað meðferð þessa
móls vera með sérstökum hætti
og ekki sem þinglegasta. Kvað
hann málið hafa verið rætt all-
mikið í fjárhagsnefnd og minni
hlutinni þar lagt fram tillögur i
9 liðum, sem óskað væri að tekn-
ar væru til athugunar. — Meiri-
hlutinni hefði ekki verið að svo
komnu máli reiðubúinn að svara
þeim, en hins vegar lagt á það
mikla áherzlu að ljúka 2. um
ræðu. Þar sem ástæða væri
til að ætla að meirihlutinn myndi
geta fellt sig við einhverj-
ar þær breytingar eða leið-
réttingar sem minnihlutinn
hefði borið fram í nefndinni
væri það ráð tekið að fresta
að leggja þær fram þar til við
3. umræðu, er nefndinm hefði
sameiginlega gefizt tími til þess
að athuga tillögurnar. — Kvaðst
Jóhann vænta þess að þó að ein
umræða félli að mestu niður um
málið yrði það ekki til þess að
skaða það í heild.
Frekari umræður urðu ekki
en málinu vísað til 3. umræðti
og sátu Sjálfstæðismenn hjá við
atkvæðagreiðsluna, en skírskot-
uðu til ummæla ræðumanna
Sjálfstæðisflokksins um að
breytingatillögur yrðu teknar
fyrir við 3. umræðu málsins.
Svanirnir koma á flugvöllinn í Hamborg. Árni Siemsen ræðismaður
í Þýzkalandi, t. v., ber annan þeirra í land.
Laugaskóla sagl upp
ÁRNESI, S-Þing. 4. maí. — Hér-
aðsskólanum að Laugum var slit-
ið í fyrradag að afloknum prófum
Gagnfræðadeild starfar þó enn.
Hæstu einkunnir í yngri deild
hlutu Baldvin Einarsson, Engi-
hlíð í Köldukinn, 8,84, og Álfur
Ketilsson, Ytra-Fjalli, 8,81. í eldri
deild hlutuhæstueinkunnir Gunn
laugur Sigvaldason, Grund Langa
nesi 9,17 og Björn Teitsson, Brún,
Reykjadal, 9,01.
Fæðiskostnaður nemenda reynd
ist á dag fyrir pilta, kr. 21,50,
en fyrir stúlkur 17,20. Nemend-
ur þyngdust að meðaltali um 5,9
kg.
Skólinn var fullskipaður í vet-
ur. Sátu í honum 108 nemendur,
en eftirspurn eftir skólavist á
Laugum er jafnan mjög mikil,
sem bezt sézt á því, að skólinn
er senn fullskipaður fyrir næsta
vetur.
Svanirnir leituðu strax á tjörnina eftir að þeim hafði verið sleppt
úr búrunum.
Sungu áður á Tjörninni
en ntí á Alstervatni
Reykjavík gefur Hamborg tvo svani
ÞANN 2. maí s. 1. komu svanir tveir, sem verið hafa á Tjörninni
til Hamborgar, en Reykjavíkurbær gaf Hamborg þessar tvær
álftir. Voru þeir fluttir flugleiðis, og voru viðstaddir á flugvellinum
þrír menn frá borgarstjórninni og Árni Siemsen ræðismaður Islands
í Þýzkalandi er álftirnar komu þangað eftir langa ferð. Nú syngja
þær í Grasgarði Hamborgar í stað Tjarnarinnar hér í bæ, og munu
víst ýmsir bæjarbúar sakna þeirra.
Helen Keller
Framh. af bls. 1.
Helen Keller fengið bráðabólgu í
maga og heila, sem olli því, að
hún missti bæði mál, sjón og
heyrn. Sagði hann síðan frá því,
hvernig þessi mikla óhamingja
hefði verið að nokkru bætt, er
Helen komst 7 ára undir hand-
leiðslu afburða kennara, Ann
Sullivan, sem kenndi henni að
skrifa, lesa og tala. Sjálf kvaðst
Helen Keller eiga þessum kenn-
ara sínum allt að þakka. Gekk
hún í háskóla, er hún var komin
um tvítugt og lærði þar tungumál,
hagfræði og heimspeki, sem hún
sagði að hefði opnað fyrir sér
nýjar víðáttur. Hún fæddist árið
1880 og er því nú 77 ára að aldri.
1 ÞÁGU DAUFDUMBRA
Helen Keller hóf snemma starf
sitt í þágu blindra og heyrnar-
lausra og hefir verið óþreytandi
í því starfi alla tíð.
Skrifað hefir hún 8 bækur, m.
a. ævisögu sína, sem út hefur
komið á íslenzku. Ferðazt hefur
hún um allan heim og til flestra
landa komið. Hvarvetna hefir
hún hvatt mállaust og heyrnar-
laust fólk til þess að láta ekki
hugfallast, heldur afla sér sem
beztrar menntunar og vinna að
þjóðnýtum störfum þrátt fyrir lík
amsgalla sína. Hefir hún á þessu
sviði unnið geysimikið starf, ver-
ið í mörgu brautryðjandi, og
hlotið þakkir þúsunda fyrir. Hún
er sjálf einstætt dæmi um hve
langt er hægt að ná, enda þótt
sjón og heyrn skorti. Nú talar
hún móðurmál sitt svo vel er
skiljanlegt, en kann sex tungu-
mál önnur. Les hún af vörum
þeirra, sem við hana tala, með
fingrasnertingu.
MJÖG GLAÐSINNA
Erfiðast kvað Helen Keller það
hafa verið að læra að tala en mál-
ið hefði gert sér fært að halda
fyrirlestra og vinna með því að
því, að hjálpa blindu, heyrnar-
lausu og mállausu fólki á marg-
an hátt.
Hún kvaðst gleðjast yfir því,
að koma til íslands, og kvaðst
hafa lesið allmikið um landið.
Mál ykkar er mál víkinganna,
mál hugrekkisins, sagði hún á
blaðamannafundinum. Helen
Keller er mjög glaðsinna og gam-
ansöm og tókust með henni og
blaðamönnunum fjörlegar sam-
ræður. Var hún m. a. spurð að
því, hvort hún þreyttist ekki á
því að tala, en því svaraði hún
til, að á því yrðu konur aldrei
þreyttar! Brandur Jónsson hafði
á orði að furðulegt væri hve vel
hún talaði, nánast kraftaverk.
Héðan fer Helen Keller á laug-
ardagsmorgun til höfuðborga
hinna Norðurlandanna, en auk
þess heldur hún til Lucerne í
Svisslandi, en þar mun hún flytja
aðalræðuna á alþjóðaþingi rotary
klúbbanna.
Nú um helgina mun verða sýnd
kvikmynd um Helen Keller og
starf hennar í einu af kvikmynda
húsum bæjarins.
Afhendingin fór fram við
hátíðlega athöfn í Grasgarðinum
og flutti Árni Siemsen kveðjur
frá Reykjavík. Einn af bæjar-
ráðsmönnum Hamborgar flutti
þakkir til Reykjavíkurbæjar fyr-
ir þessa góðu gjöf. Voru búrin
síðan opnuð og svanirnir flugu
út og settust á tjörnina þar í
garðinum, en hann liggur
í miðjum bænum. Þar verða þeir
hálfan mánuð í sóttkví en verða
síðan fluttir jTir á Alsterinn,
hið fagra vatn í miðri borginni.
Þar eru fjölmargir fuglar fyrir,
m. a. svanir en ekki söngsvanir
sem hinir íslenzku. Hamborgar-
blöðin birtu frásagnir og margar
myndir af íslenzku svönunum og
telja þau þá góða viðbót við
svanaflokk Hamborgar, einkum
þar sem íslenzku svanirnir syngja
svo fagurlega að viðbrugðið er.
Frönsk málverka-
sýning
f DAG kl. 16 verður opnuð al
menningi í bogasal Þjóðminja
safnsins málverkasýning, seri
Alliance Francaise í Reykjaví:
stendur fyrir í samvinnu vi
franska sendiráðið, sem lána
myndirnar.
Hér er um áð ræða 40—50 eftir
myndir af frönskum málverkun
frá tímabili „impressionismans
til vorra daga. Prentuð hefu
verið vönduð sýningarskrá. þa
sem skrifað er alllangt mál un
listamenn þá, hvern fyrir sig
sem verk sýningarinnar eru eft
ir. Er þar að finna mörg hii
þekktustu nöfn meðal franskr;
listmálara síðari tíma.