Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 8
8
Moncjnvnr 4Ð!Ð
Miðvikudagur 8. maí 1957
Va/garð Thoroddsen:
Þjóðnýting jarðhitans
Nýstárleg kenning um eignarréttinn
HINN 17. apríl birtist grein í
Tímanum , þar sem deilt er á mig
fyrir gagnrýni mína á frumvarp
til laga um jarðhita, sem lagt
hefir verið fram á Alþingi, en í
Morgunblaðinu, hinn 10. apríl,
hafði ég bent á, að frumvarpið
stefndi að því að svipta jarðeig-
endur þeim eignarrétti, sem þeir
hefðu talið sig hafa, frá ómunatíð,
á jarðhita í landi sínu.
Höfundur nefndrar greinar í
Tímanum er Ólafur Jóhannesson,
prófessor í lögum við Háskóla fs-
lands, en hann er einn af þremur
höfundum frumvarpsins og hafði
ég frómt frá sagt, álitið hann eins
konar lögfræðilegan ráðunaut
um form þess.
Grein mín hefur angrað próf-
essorinn svo mjög, að hann flétt-
ar inn í svar sitt ýmsum bolla-
leggingum, sem frekar bera vott
um skapþunga til mín, en við-
leitni til að beita sinni sér'fræði-
legu kunnáttu á sviði lögspek-
innar. Hann talar um fínar
taugar mínar, svigurmæli og
sleggjudóma, að ég geri engar
tilraunir til að sanna staðhæfing-
ar mínar, að ég sé að læða því
inn hjá mönnum, að ríkið ætli að
sölsa undir sig allan jarðhita og
síðan endar hann grein sína, með
því að velja mér heitið kaup-
gróðamaður, en á því síðast-
nefnda furðaði ég mig einna
mest.
í grein minni var hvergi' minnzt
á Ólaf Jóhannesson, né prófessor
í lögum, og kom því bræði hans
mér nokkuð á óvart.
Ég tel ekki ástæðu til að rekja
allar aðfinnslur prófessorins, og
standa í þrasi og endurtekning-
um á því, sem ég áður hef sagt,
enda fæ ég ekki séð, að grein
hans afsanni það, sem ég hef
skrifað um frumvarpið. Frekar
virðist mér hún vera staðfesting
þess.
Það verður þó ekki hjá því
komizt að minnast á nokkur
atriði.
RÉTTLEYSI JARÐEIGENDA
Prófessorinn tekur upp langan
kafla úr greinargerð sinni, og
eina grein laganna, sem litlu máli
skiptir. Þá minnist hann á það
atriði, að ríkið geti veitt einstakl-
ingum, félagssamtökum, opin-
berum stofnunum og væntanlega
sveitafélögum, heimild til bor-
unar og hagnýtingar hitans Þetta
breytir ekki grundvelli laganna,
um að ríkið sé eigandi jarðhitans,
því nefndir aðilar verða leigu-
liðar ríkisins, og háðir geðþótta
viðkomandi stjórnarvalda.
Prófessorinn lætur þó hjá líða
að birta kjarna laganna, en hann
er að finna í 8. gr. þeirra, og er
hún þannig:
„Ríkið á allan rétt til umráða
og hagnýtingar jarðhita, sem
dýpra liggur eða sóttur er dýpra
en 100 metra undir yfirborð
jarðar, sbr. þó 14. gr.“
14. gr. fjalar um undanþágur
varðandi jarðhita, sem tekinn
hefir verið í notkun fyrir 1. jan-
úar 1957, en jafnframt um það,
að engar undanþágur verði
veittar þeim, sem aðeins hafa
borað (Hafnarfjörður), en ekki
virkjað.
Prófessorinn heldur því nú
fram að ákvæði þetta skerði ekki
almenn'afnot jarðeigenda af hita
í landi sínu. Ég skal ekki deila
um það, hvort frekar eigi að
nefna sleggjudóma, álit lögfræð-
inga eða verkfræðinga í þessum
efnum, en mín reynsla og
margra annarra, mun vera sú, að
oft þurfi að bora dýpra en 100
metra til þess að ná nægjanleg-
an hita til húsþarfa.
Samkvæmt frumvarpinu, er sá
hiti, sem liggur í meira dýpi en
100 metra, eign ríkisins. Nú
getum vér spurt, hvar sá hiti
liggi, sem fram kemur á yfirborði
jarðar, eða í grynnri holum en
100 metra. Ef hann liggur ofar
en 100 metrar, er hann eign jarð-
eigenda, en að öðrum kosti ríki-
sins.
Við skulum ekki hætta á
sleggjudóma í þessum efnum,
heldur láta hina tæknilegu sér-
fræðinga frumvarpsins svara
þeirri spurningu. Á bls. 34 í hinu
sérprentaða frumvarpi og greinar
gerð segir Svo:
„Þetta þýðir þá raunverulega
það, að 100° heitt vatn, sem kem-
ur fram sem hver við yfirborðið,
er oftast kominn úr ríflega 1000
metra dýpi“.
Frumvarpið með þessari kenn-
ingu að bakhjarli, má því ein-
faldlega skilja svo, að ríkið eigi
allan 100° hita, sem fram kemur
á yfirborði. Svo vantar að sinni
kenningar um önnur hitastig.
BÓNDINN OG HVERINN HANS
Prófessorinn telur mig vera að
hræða menn, með því að veifa
þjóðnýtingardulunni. Það sé
fjarri því, að slík hugsun liggi að
baki frumvarpinu. Fyrirsögn hans
að grein sinni í Tímanum, gefur
þó annað í skyn. Hún er prentuð
með stórum stöfum og feitu letri
þannig:
Hagnýting jarðhitans til al-
mannaþarfa er aðalatriðið.“
Þegar þessi kenning er athuguð
með hliðsjón af áliti sérfræð-
ingana, um að 100° heitt vatn á
yfirborði stafi frá ríflega 1000
metra dýpi, og því sem að framan
er getið, verður þáttur einstakl-
ingsins allsmár.
Bændur munu yfirleitt vera
fastheldnir á fornar venjur um
eignarrétt, og er þess ekki að
vænta, að þeim falli vel í geð
skerðing þess réttar eða svipt-
ing á hluta hans.
Dæmin má taka af handahófi.
Það má spyrja bóndann norður í
Skagafirði, hvort honum muni
líka það vel að verða bannað að
nota jarðhita lands síns til hús-
hitunar, ræktunar þurrkunar á
heyi eða öðru. Við hann yrði
sagt: „Þetta mátt þú ekki, góði
minn. Hverinn þinn skal nota til
almannaþar f a! “
Að vísu gæti það átt sér stað,
að bóndinn fengi undanþágu, yrði
eins konar leiguliði ríkisins í
þessum efnum, en þó því aðeiris,
að hinum hugmyndaríku full-
trúum ríkisins hefði ekki hug-
kvæmzt önnur afnot þá eða
síðar, sem frekar mætti heimfæra
til almannaþarfa.
NÝSTÁRLEG KENNING
Til þess að átta sig enn frekar
á hugsuninni, sem frumvarpið er
byggt á, má benda á eina kenni-
setningu prófessorsins, sem hann
virðist hafa miklar mætur á, því
baeði er hana að finna í greinar-
gerð hans með frumvarpinu, svo
og tekur hann hana orðrétt upp
í grein sinni í Tímanúm. Kenn-
ingin er þannig:
„Það er sanngjörn regla, og í
samræmi við eðli máls, að sér-
stök náttúruauðæfi, sem enginn
einstakur hefir átt þátt í að
skapa, séu sameign þjóðarinnar.“
Hin sérstöku náttúruauðæfi,
sem hér er átt við, hljóta einnig
að vera önnur og fleiri en gull
og gimsteinar. Hér hlýtur yfirieitt
að vera um verðmæti að ræða,
sem talin eru þess virði að unnir
séu og hagnýtt, hvort heldur í
iðrum jarðar eða í hvolfi himins-
ins.
Hvað þýðir nú þessi kennii.g
prófessorsins, varðandi hið alda
gamla hugtak, sem menn nefna
eignarrétt, og er hér nokkur
snefill af þjóðnýtingu á ferðinni?
Samkvæmt kenningunm á
jarðeigandi aðeins þau náttúru-
auðæfi, sem hann sjálfur hefir
átt þátt í að skapa.
Hvaða náttúruauðæfi skapar
hann?
Vitanlega skapar hann ekkj
jarðhitann. Hann skapar heldur
ekki verðmæti steina né málma,
sem finnast kunna í landi jarðeig
anda. Hann á engan þátt í því, að
mór myndast í mýrum, né að möl
safnast í árvegi. Hann er saklaus
að sköpun hraungjallsins og að
myndun byggingarefna, sem
finnast kunna á eða undir yfir-
borði jarðar. Jafnvel beitilandið
er tilkomið án atbeina mann-
anna.
Samkvæmt kenningu prófess-
orsins er þetta allt sameign þjóð-
arinnar, en undanskilið eignar-
rétti einstaklingsins, jarðeigand-
ans, bóndans.
En hvað um loftið yfir okkur?
Þar er m.a. súrefnið, sem telja
má meðal sérstakra náttúruauð-
æfa, en sem enginn einstak-
ur hefir átt þátt í að skapa.
Áburðarverksmiðjan, sem mun
vera einkafyrirtæki, notfærir
sér súrefnið, og við aumir ein-
staklingarnir notum það einnig,
okkur til lífsviðurværis, án þess
þó að greiða fyrir það afgjald til
ríkisins. Samkvæmt kenningu
prófessorsins, kemur þó að því,
að við þuríum bráðlega leyfi
ríkisins til þess að draga andann.
Það má þó segja, að sá gróður
jarðar, sem til er kominn fyrir
strit bóndans, verði talinn eign
hans, þ.e. tún hans og kálgarðar
— ein skóflstunga í jörð niður.
EIGNASVIPTING OG
EIGNATAKMÖRK
Prófessor Ólafur Jóhannesson
segir: „Með frumvarpinu eru
menn ekki sviptir eignarrétti,
heldur er eignarrétti einstaklings-
ins sett takmörk.
Þessi takmörk eru sett allþröng
í frumvarpi prófessorsins, og enn
eru þau að þrengjast, samkvæmt
grein hans í Tímanum. Þó segir
prófessorinn, að það sé víðsfjarri,
að hér sé um nokkurn snefil af
þjóðnýtingu að ræða.
Ég skal viðurkenna að xök-
semdarfærsla prófessorsins er
farin að snerta mínar fínu taugar,
sem hann nefnir svo.
Ég hef ávalt verið klaufi að
leysa krossgátur, og ef ég ekki
má nota orðið þjóðnýting um
nefnda hugsmíð hans, þá verð
ég að biðja þá ,sem þetta lesa, að
finna rétta orðið, sem við á.
Að öðru leyti mætti minna á, að
nær allir vinstri sinnaðir lýðræðis
flokkar eru að falla frá fyrri
þjóðnýtingarstefnu sinni, vegna
slæmrar reynslu, sem fengizt
hefir við þó skipulagshætti.
Ættum við þá að taka upp það
úrelta skipulag þjóðfélagsins?
Til umhugsunar um það atriði,
var grein mín rituð.
þiiRARinnJíinsson
IOGGIITUB SJUALAÞlTOANDI
• ogoomtoiwbienswj •
IIUJVBTQLI - úai 11655
Guðm. Guðmundsson: „Brúðuhúsið“.
Sýning Guðmandor
Guðmœndssonar
GUÐMUNDUR Guðmundsson er
ungur listamaður, sem dvalið
hefur erlendis undanfarin ár og
unnið þar af elju og áræði. Verk
hans hafa og vakið verðskuldaða
eftirtekt, þar sem þau hafa verið
sýnd.
Nú hefur Guðmundur efnt til
sinnar fyrstu sýningar hér heima
og sýnir fjölda verka í Lista-
mannaskálanum. Sá árangur, er
Guðmundur hefur þegar náð, er
eftirtektarverður og ánægjulegur.
Um það verður ekki deilt, að hér
er hæfileikamaður á ferð, sem
margt reynir og er óhræddur við
að láta tilfinningar sínar í ljós.
Skaphiti og gáski, vinnugleði og
áræði, einkenna beztu verk mál-
arans. Litameðferð Guðmundar
er heilsteypt og samstillt. Þar
getur hann náð sterkum áhrifum
og mýkt. Liturinn/virðist sterk-
asti þáttur verka hans. Skýr af-
staða eins litar til annars er oft
áberandi styrkur, sem víða kem-
ur vel fram. Ég nefni sem dæmi
No. 32 á þessari sýningu, en í
þeirri mynd tekst málaranum
furðuvel að skapa þrungið átak
milli sterkra lita og sannfærandi
heild. Sem andstöðu fyrrnefnds
verks má benda á myndina
„Manndýrið"; þar er slegið á
dökka og drungalega litasam-
stæðu, sem nær fyllilega tilgangi
sínum og nær dramatíslcu átaki.
Guðmundur er ágætur teikn-
ari, sem sjá má í mörgum mynd-
um hans. Vatnslitir eru einnig
mjög við hans hæfi, og með þeirri
tækni nær hann mjög skemmti-
legum áhrifum. Yfirleitt er tækni
Guðmundar örugg og ákveðin.
Kýr til sölu
Vegna landþrengsla er ákveðið að hætta rekstri
Kleppsspítalabúsins á þessu vori og selja allar kýr
búsins.
Sölu nautgripanna annast bústjórinn, hr. Tryggvi
Guðmundsson, og veitir hann frekari upplýsingar,
sími 5654.
Skrifstofa Ríkisspítalanna.
Enn sem komið er, vill sums
staðar fara svo, að formið virð-
ist honum ofviða. Þar vantar það
öryggi og festu, sem litameðferð-
in hefur náð. Er þetta einkura
áberandi í mörgum stærri verk-
um málarans, en þar kemur hug-
arheimur hans vel í ljós og tján-
ing hans á hinum dekkri hlið-
um mannlífsins, sem virðast hel-
taka hug listamannsins og örva
ríkt hugmyndaflug.
Oft eiga sér stað miklar og
snöggar hreyfingar á myndflet-
inum hjá Guðmundi, sem gefa
verkum hans leiftrandi blæ og
grípa athygli áhorfandans, og þar
er tækni hans algerlega óþving-
uð.
Eins og alltaf vill verða, er
listamenn koma fram með jafn-
umfangsmikla sýningu og hér er
á ferð, er ýmislegt, sem betur
hefði getað farið. Ef betur hefðl
verið til sýningarinnar valið,
hefði Guðmundur komið fram
enn sterkari og heilli, en við
skulum heldur fagna því, að hér
er eftirtektarverður málari á ör-
um þroskavegi, og láta misfell-
urnar eiga sig.
Mosaik Guðmundar er vel
gerð og hefur mjög aðlaðandi
svip. Það sést vel, hverja tækni
hann hefur á þessu sviði, og
vandvirknin er honum til mikila
heiðurs. Það er fengur í þessum
verkum fyrir íslenzka myndlist
og ánægjulegt, hve vel þessu
listformi hefur verið tekið í
fyrsta skipti, sem Mosaik hefur
verið sýnd hér að nokkru ráði.
Það stendur mikill gustur af
þessari sýningu Guðmundar, og
hún hefur vakið verðskuldaða
athygli. Hún er ágætt dæmi um
ungan og framsækinn listamann,
sem að vísu er enn í deiglunnl
og nokkuð óráðinn, en óhrædd-
ur við að notfæra sér þau áhrif,
er grípa hann. Guðmundur getur
komizt langt í framtíðinni, ef
áframhaldið í list hans verður að
sama skapi og sá áfangi, er hann
hefur þegar náð, og vonir verða
við hann tengdar.
Ég óska Guðmundi til ham-
ingju með þessa sýningu. At-
hyglisverð sýning, sem mikill
fengur er að!
Valtýr Pétursson.