Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 10
10 MORGVHJiLAnin Miðvikudagur 8. maí 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Hin mikla afhjúpunarathöin AL D R E I hefur nokkur stjórn málastefna eða stjórnmála- flokkur orðið fyrir öðru eins áfalli og hinn alþjóðlegi komm- únismi varð fyrir á 20. flokks- þingi rússneska kommúnista- flokksins, sem haldið var í Moskvu í febrúar 1956. í>ar lýsti Nikita Krúsjeff, aðalritari flokks ins, því yfir, að Jósef Stalin, sem verið hafði tignaður sem guð í nokkra áratugi af kommúnistum um allan heim, hefði verið ótínd- ur glæpamaður, harðstjóri og fjöldamorðingi. Aðalritari rússneska kommún- istaflokksins staðfesti síðan í ræðu sinni að allar þær sakir, sem blöð hins frjálsa heims hefðu borið á hinn látna einræðisherra Rússlands væru sannar. En hann gekk miklu lengra í fordæmingu sinni á Jósef Stalin en frétta- stofnanir hins frjálsa heims höfðu áður gert. Jafnframt upp- lýsti hann ýmsar staðreyndir um starfsháttu Stalins, sem vest- rænar lýðræðisþjóðir höfðu ekki haft hugmynd um áður. Af þeim má m. a. nefna að Krusjeff kvað Stalin bera höfuðábyrgðina á því, að Rússar vanræktu mjög að treysta varnir sínar eftir að aug- ljóst var orðið, að Þjóðverjar ætluðu að ráðast á Sovétríkin sumarið 1941. Þá skýrði Krúsjeff og frá því að Stalin hefði hagað sér eins og aumasta raggeit eftir ófarir hinna rússnesku herja fyr- ir þýzka innrásarhernum. Óhætt mun að fullyrða að þessi afhjúpun Stalins sé einhver hin hroðalegasta, sem um getur í sögunni. Maðurinn, sem tignað- ur hafði verið sem guð, hetja, spekingur, í stuttu máli sagt yfir- skilvitleg vera af kommúnistum um allan heim, og þá einnig í Rússlandi, var nú allt í einu lýst- ur glæpamaður, afglapi og rag- geit. Og það voru hans eigin fé- lagar og nánustu samverkamenn, sem þessar yfirlýsingar gáfu um hann! Beiskur sannleikur í áratugi hafa blöð kommún- ista um allan heim, einnig hér á íslandi, lýst allar frásagnir frjálslyndra blaða af ógnarstjórn Stalins og kommúnista í Rúss- landi hreinan uppspuna og iygi. Á hinum dimmu dögum „hreins- ananna“ í Rússlandi, þegar þús- undir manna í Sovétríkjunum voru hnepptar í fangelsi og siðan myrtar, lét „Þjóðviljinn" og önn- ur málgögn íslenzkra kommún- ista aldrei á sér standa að taka upp vörn fyrir blóðstjórnina. Þessir leppar Moskvu-valdsins átu upp hinar tilbúnu „játning- ar“, sem sakborningarnir í Moskvu voru látnir þylja upp fyrir gervidómstólum hins komm- úniska þjóðskipulags. Jafnhliða stöguðust þeir á því, að frásagn- ir lýðræðissinnaðra blaða af hreinsunum væru blekkingar einar. Nú verða þessir vesalings leppar að kyngja hinum beiska sannleika um Stalin af vörum sjálfs Krúsjeffs. Mál fölsuð í stórum stíl Nikita Krúsjeff dregur up/) glögga mynd af því í ræðu sinni, hversu botnlaus spillingin var undir stjórn Stalins, ekki sízt á dögum hinna miklu „hreinsana" Kemst hann þar m. a. að orði á þessa leið: „Mál voru fölsuð í jafnvel enn stærri stíl úti um héruð lands- ins-----.“ „Málskjöl frá þessum árum sýna, að í hér um bil öllum fylkjum, héruðum og lýðveldum áttu að vera til „samtök og mið- stöðvar hægrimanna og Trotzky- ista, til þess að reka njósnir og vinna hermdarverk, moldvörpu- starf og skemmdarverk", og for- ystumenn slíkra samtaka voru venjulega — hvers vegna veit enginn — aðalritarar flokksstjórnar eða miðstjórnar kommúnistaflokksins í viðkom- andi héraði eða lýðveldi. (Óró í salnum) “. — „Margar þúsundir ær- legra og saklausra kommún- ista létu lífið vegna þessara ferlegu falsana slíkra „mála“, vegna þess að hvers konar falsaðar „játningar“ voru teknar gildar og mönnum þröngvað til þess að ákæra bæði sjálfa sig og aðrar“. Hinar miklu ákæruskrár í áframhaldi af þessum lýsing- um á ástandinu í réttarfari Sov- étríkjanna undir stjórn Stalins, kemst núverandi aðalritari kommúnistaflokksins ennfremur að orði á þessa leið: „Þau svívirðilegu vinnubrögð voru látin viðgangast, að NKVD væri látin gera skrár um menn, sem stefna átti fyrir herrétt og dæma þar fyrirfram undirbún- um dómum. Jesjov var vanur að senda Stalin sjálfum þessar skrár til þess að fá samþykki hans til þeirra refsinga, sem fyrirhugað- ar vöru. Árið 1937—1938 voru 383 slíkar skrár sendar Stalin með nöfnum margra þúsunda meðal starfsmanna flokksins, ráðstjórnarinnar, æskulýðssam- bandsins, hersins og atvinnulífs- ins. Hann samþykkti þær“. Byltinpin etur börnin sín Þannig er sú blóðuga mynd, sem Krúsjeff dregur upp af Sov- étskipulaginu undir stjórn Stal- ins. Óhætt er að fullyrða að eng- inn hafi lýst því betur, hvernig rússneska byltingin hefur etið börn sín en einmitt Nikita Krú- sjeff í þessari dæmalausu ræðu. Kjarni málsins er þó sá, að með þessum orðum og lýsingum aðalritara kommúnistaflokks Sov étríkjanna, er Jósef Stalin, hinn látni harðstjóri, ekki aðeins af- hjúpaður. Hið kommúníska skipulag hefur kveðið upp yfir sér sinn eigin dauðadóm. Lenin- isminn og Marxisminn hafa ver- ið vegnir og léttvægir fundnir. Kenningar Karls Marx, sem Sov- étskipulagið er reist á, hafa reynzt fals og blekking. í stað lýðræðis sköpuðu þær einræði og harðstjórn, í stað mannúðar grimmd og blóðþorsta, í stað efnahagslegrar uppbyggingar kyrrstöðu og þjáningu. Leyniræða Krúsjeffs um Stalin og réttarfar stjórnar- tímabils hans er ægilegasta uppgjafaryfirlýsing, sem nokk ur stjórnmálaflokkur hefur gefið, ekki sízt vegna þess að flestir núverandi ráðamenn Rússlands, einnig Nikita Krú- sjeff, voru samstarfsmenn Stalins og auðsveipir þjónar blóðstjórnar hans. ÚR HEIMI _________ Kvefið er útbreiddasti sjúkdómur vorra tima og veldur jafnframt mestu tapi ÍVIeð hverju árinu sem líður fleygir vísindunum fram. Læknavísindin eru ekki neinn eftirbátur annarra vísindagreina. Á þeim vettvangi vinna tugþús- undir manna fórnfúst starf, sem miðar að því að létta og lengja líf okkar. Árangurinn hefur orð- ið mikill og margir stórir áfang- ar hafa náðst. Margir þeir sjúk- dómar, sem fyrr voru taldir ban- vænir, eru nú orðnir auðveldir viðureignar. Þökk sé hinum fjöl- mörgu undralyfjum, sem læknar okkar hafa yfir að ráða. e k/ á sjúkdómur, sem orð- ið hefur mannfólkinu til hins mesta ama um aldir, er kvefið. öll höfum við orðið fyrir barð- inu á þeim sjúkdómi, orðið mis- jafniega hart úti, misjafnlega oft. öll erum við sammála um það, að kvefið sé hin versta plága, enda þótt það sé reyndar mein- lausara en margar aðrar. Við, óbreyttir leikmenn, erum ekki einir þeirrar skoðunar, því að það eru læknarnir líka. A llt frá upphafi læknis listarinnar hafa sérfræðingar á því sviði einbeitt sér að því að finna einhverja úrbót. Fundizt hafa varnarlyf við mörgum mun skæðari sjúkdómum, en enn hef- ur ekki fundizt öruggt varnarlyf við kvefinu. Frá hagfræðilegu sjónarmiði er kvefið skæðasti sjúkdómur, sem hgfjar okkur nú á tímum. Af völdum kvefs fara fleiri vinnu stundir forgörðum en af völdum nokkurs annars sjúkdóms að tal- ið er. Hið mikla vinnutap er ef til vill meginástæða til þess, að undanfarin ár hefur meiru verið veitt til rannsókna á kvefi en til nokkurra þvílíkra rann- sókna í mörgum löndum heims. V.-Þjóðverjar, Bretar, Banda- ríkjamenn og Danir eru meðal þeirra, sem ötulastir eru taldir. Ef eitthvert öruggt lyf finnst munum við spara okkur 100—150 milljónir króna á ári — segja Danir. egar við tölum um að einn eða annar hafi kvefazt er það venjulega sett í samband við ytri kulda. „Hann hefur ekki gætt sín. Hann hefur verið illa klæddur, honum hefur kólnað — og hann kvefazt". Slíkar eru hin- ar vinjulegu röksemdir fyrir kvefi. Nú þykir hins vegar sannað, að kvefið er sjaldnast hægt að rekja til ofkælingar. Það þykir og sannað, að kvef er algengara með börnum en full orðnum. Þá er og sannað, að konur fá oftar kvef en karlmenn, en á unglingsaldrinum fá piltar það hins vegar oftar en stúlkur. E n þetta nægir ekki til þess að koma vísindamönnunum á sporið. Rannsóknir þessar og leyndardómar sjúkdómsins eru miklu flóknari en við gerum okk- I ur ef til vill grein fyrir. Bandarískir vísindamenn telja sig hafa fundið upp 150 mismun- andi vírusa af svonefndum APC- hóp, sem allir valda kvefi; Þetta er talin skýringin á því, að varn- arlyf þau, sem hingað til hafa verið framleidd,' hafa aðeins haft áhrif á tiltölulega fáa sjúkling- anna. Lyfið hefur aðeins unnið á fáum vírusanna. Nú er hins vegar unnið að því að framleiða varn- arlyf, sem hefur inni að halda mótvirkt efni gegn öllum þess- um sæg vírusa. Það, sem síðast kom í ljós, er það, að nokkrar tegundir baktería valda einnig kvefi. E n svo að við vendum okkar kvæði í kross — hvernig haldið þið að bezt sé að verjast kvefi? Sofa við lokaðan glugga? Ganga með hálsklút? Vera í síð- um nærbuxum? Enskur doktor, sem fengizt hefur við kvefrann- sóknir skýrði frá því fyrir skömmu, að hann hefði gert um- fangsmikla rannsókn á 18 mönn- um, sem hann valdi af handa- hófi úr miklum fjölda manna. Skipti hann þeim í þrjá hópa — 6 í hverjum. Fyrsti hópurinn fór í heitt bað. Voru mennirnir síðan lótnir standa fyrir opnum glugga í miklum súg, blautir og skjálf- andi — í hálfa klukkustund. Síð- an fengu þeir að klæðast, en sokkunum var díft niður í kalt STJÓRN Neytendasamtakanna samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 4. maí 1957: „Vegna þeirrar óónægju, sem ríkt hefur yfir þjónustu Bæjar- símans í Reykjavík, og komið hefur víða fram opinberlega og einnig í umkvörtunum, sem beint hefur verið til Neytendasam- takanna, vill stjórn þeirra hér- með láta í ljós álit sitt á því máli. Truflanir þær, sem orðið hafa í kerfi bæjarsímans að undan- förnu, eiga sér að sjálfsögðu eðli- legar orsakir vegna þeirra breyt- inga og aukninga á kerfinu, sem í framkvæmd eru. Hitt ber aftur á móti að átelja, að símanúmer eru gerð óvirk, án þess að símnot- endum sé tilkynnt það, og þeim þannig valdið óþægindum að óþörfu. Svo sem kunnugt er hef- ur það einnig valdið símnot- endum erfiðleikum og töfum, að sjálfvirka stöðin hefur skipt rangt, svo að fólk hefur fengið skökk númer æ ofan í æ og því orðið að hringja miklu oftar en eðlilegt var. Hefði það átt að vera sjálfsagt að fella niður gjald fyrir aukasamtöl meðan ekki var hægt að mæla þau með neinni sanngirni. Það var þó ekki gert, heldur var símnotendum gert að greiða þeim mun hærra gjald, sem þeim voru gerð meiri óþægindi. Þótt skiljanlegt geti verið, að bæjarsímann skorti fé, þá eru slíkar fjáröflunarleiðir með öllu óafsakanlegar. Stjórn Neytendasamtakanna vill jafnframt leyfa sér að gagn- rýna innheimtukerfi bsejarsím- ans. Það er algerlega óviðunandi, Kvefið ásæklr jafnt háa sem lága. Eisenhower er einn þeirra, sem oft hefur þurft að grípa til vasa- klútsins að undanförnu. vatn áður en þeir fóru í þá. Annar hópurinn fékk kvef- vírussprautu. Þriðji hópurinn fékk hvort tveggja: Baðið og dragsúginn — og kvefvírusana. Enginn hinna 18 kvefaðist hið minnsta, og þeg- ar þetta hafði verið endurtekið þrisvar var doktorinn orðinn úr- kula vonar um að nokkur þeirra mundi kvefast. Dæmi um slíkt sem þetta eru æði mörg. 20 Banda- ríkjamönnum voru gefnir kvef- vírusar. Var mönnunum áður skipt í tvo hópa og enginn sam- gangur leyfður á milli. Voru þeir í algerri einangrun. í öðrum hópnum kvefuðust allir, en í hin- um enginn. Þið sjáið af þessu, að vísindamennirnir eiga í býsna miklum erfiðleikum við þessar kvefrannsóknir. að bæjarbúum sé stefnt þúsund- um saman á einn stað mánaðar- lega til að greiða gjöld til bæjar- símans á alm. vinnutíma. Og til að herða á þessari smölun sím- notenda er síma þeirra lokað vægðarlaust vegna hinna óveru- legustu upphæða. Telur stjórn Neytendasamtakanna, að símnot- endur geti ekki látið bjóða sér slíkt öllu lengur og er reiðubúin að vinna að því, að kröfum sím- notenda verði fylgt eftir. Stjórn Neytendasamtakanna er þeirrar skoðunar, að lógmarks- kröfur símnotenda hljóti að vera, að inheimta símgjalda eigi sér stað á hentugri tímum og fleiri stöðum en nú er, að ekki sé lokað síma vegna ógreiddra smáupp- hæða, og að greiðslur, sem bæjar- síminn krefst af símnotendum, séu í samræmi við þá þjónustu, sem innt er af hendi. Má í því sambandi nefna kostnað við flutn ing á símatækjum milli íbúða og margt fleira. Að lokum leyfir stjórn Neyt- endasamtakanna sér að minna á það, að bæjarstjórn Reykjavikur samþykkti með samhljóða at- kvæðum 15. marz 1956 tillögu þess efnis, að gjaldskrár, tekjur og gjöld bæjarsímans yrðu tekin til athugunar með tilliti til hags- muna símnotenda í Reykjavík. Stjórn Neytendasamtakanna álítur þá athugun mjög tíma- bæra.“ Sveinn Ásgeirsson (formaður) Óónægja með bæjarsímann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.