Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 2
2 MORCUNBL 4D1Ð Miðvikudagur 8. maí 1957 Mynd þessi var tekin á flugvellinum í gær við komu Helen Keller hingað til lands. Er hún vinstra megin en með henni er fylgdar- kona hennar, Poliy Thompson. Frumvarpi um sjúkrahúsasjóð og talnahappdrætti vísað til ríkisstjórnarinnar FRUMVARP um sjúkrahúsasjóð og talnahappdrætti var til 2. um- rseðu í Efri deild í gær. Alfreð Gísiason hafði framsögu af hálfu meirihluta heilbrigðis- og félag- málanefndar, sem leggur til að frumvarpinu verði vísað til rikis- stjórnarinnar. Mælti hann gegn samþykkt frumvarpsins á þessu stigi. Taldi formið ekki heppilegt á happdrættinu, enda væru þrjú stórhappdrætti fyrir í landinu. Þetta happdrætti líktist happ- drætti íþróttahreyfingarinnar, sem ekki hefði gefizt vel. Sigurður Ó. Ólafsson talaði af hálfu minnihlutans. Benti hann á að happdrætti sem þessi hefðu gefizt vel í Þýzkalandi. — Taldi hann ekki rök fyrir frávísun máls ins að önnur 3 happdrætti væru fyrir. Það hefði einmitt sýnt sig að happdrætti væru vænleg fjár- öflunarleið, sem borið hefði góð- an árangur þótt þeim hefði fjölg- að. Benti hann á í því sambandi að á sl. 3 árum hefði happdrætti DAS gefið af sér í hreinan ágóða 1% milljón árlega. Ennfremur kvað hann reynsluna hafa sýnt að þótt ný happdrætti hefðu ver- ið stofnsett hefðu þau ekki haft skaðleg áhrif á rekstur þeirra, sem fyrir væru, enda væri það á engan hátt tilætlunin með þessu happdrætti. Hins vegar kvað Sigurður þetta frumvarp hafa borið já- kvæðan árangur þar sem meiri- hluti nefndarinnar viðurkenndi hugmyndina um stöfnun sjúkra- húsasjóðs, er afli tekna með ríkisreknu happdrætti, mjög athyglisverða og væri málinu því — Krúsjeff Framh. af bls. 1. orðið til að efla framtak. Rússar haía nú endanlega rekið sig á að sterk miðstjóm í atvinnumálum getur orðið dýrt spaug. Er ber.t á það, að fjölmargar af risaáætl- unum Stalins hafi runnið út í sandinn og orðið þjóðinni geysi- kostnaðarsamar. Sannleikurinn hafi verið sá, að hvorki Stalin né aðrir skipuleggjarar í Moskvu hafi verið nægilega kunnugir vandamálum atvinnugreinanna í hinum ýmsu héruðum. Slík hætta sé ætíð samfara of sterkri miðstjórn. Fréttamenn telja að uppsagnir ú ráðuneytum í Moskvu muni valda flutningum írá borginni og út í sveitirnar. Atvinnuleysi muni aukast í höfuðborginni og fólk vera tilneytt að flytjast til Sí- beríu. í raun og veru fylgjandi, en minnihlutinn hefði ekki trú á því að það væri vænlegt málinu til framdráttar að vísa því til ríkis- stjórnarinnar og legði því til að frumvarpið yrði samþykkt ó- breytt. Frumvarpinu var vísað til ríkisstjórnarinnar með 9 atkv. gegn 4. Flugskeyti á Formosa WASHINGTON, 7. maí — Ákveðið hefur verið í samráði við kínversku þjóðernissinna- stjórnina að staðsetja banda- rískar hersveitir búnar flug- skeytum á Formosa. Tilgang- urinn með þessu, segir banda- ríska utanríkisráðuneytið, er að hindra vopnaða árás kin- verskra kommúnista á eyj- una. Berast fregnir um það frá meginlandi Kína, að kommún- istar hafi eflt vopnabúnað sinn á ströndinni andspænis Formosa. —Reuter. iíðasfa „Tónaregn- ið” í kvöld „TÓNAREGN" SÍBS hefur nú verið sýnt 10 sinnum, ávallt fyr- ir fullu húsi og við mikinn fögn- uði áheyrenda. Þeim Crombie og félögum hans hefur verið tekið sérlega vel — og dæmi eru til þess, að fólk hafi sótt hljómleik- ana oftar en einu sinni. Nærri lætur, að hátt á áttunda þúsund manns hafi nú séð — og heyrt „Tónaregn", en í kvöld kl. 11,15 verður síðasta „Tónaregnið“ í Austurbæjarbíói þar eð Crombie og hljómsveit eru samnings- bundnir annars staðar og geta ekki dvalizt lengur hérlendis. Júgóslavar flýja land NÚRNBERG 7. maí: — Þýzka flóttamannastofnunin tilkynnti í dag, að 56 Júgóslavar hefðu í einu óskað eftir hæli í Þýzka- landi, sem pólitískir flóttamenn. Stofnunin skýrir frá því, að Jú- góslavar þessir hafi komið til Þýzkalands sem gestir á vöru- sýninguna í Hannover, en ætlun þeirra var fyrst og fremst að flýja stjórn kommúnismans í Júgóslav- iu. — Reuter. Dönsk blöð fagna komu ,Hrímfaxa6 FYRSTA koma „Hrímfaxa", annarrar hinna nýju Viscount flug- véla Flugfélags íslands, til Kaupmannahafnar vakti mikla at- hygli og var um hana skrifað í flestum, ef ekki öllum, Kupmanna- hafnar-blöðunum. Á því var vakin athygli, að „Hrímfaxi" væri fyrsta Viscount-vélin sem hefði áætlunarflug til Hafnar, og að hún væri mun fullkomnari en vélar þær, sem nú eru í förum frá Kaup- mannahöfn til Parísar og London, að því er „Poletiken" segir. Blaðamönnum var boðið í klukkustundar flugferð með „Hrímfaxa" yfir Danmörku og Svíþjóð sunnanverða, og þótti hún takast með ágætum. Eink- anlega voru þægindi vélarinnar rómuð, og svo hitt að farþega- klefarnir eru svo vel einangrað- ir, að þangað heyrist naumast hljóðið úr hreyflunum. NÁNARI TENGSL „Berlingske Tidende“ birtir mynd af „Hrímfaxa“ hjá danska og íslenzka fánanum á Kastrup- flugvelli og af forráðamönnum Flugfélagsins, sem fóru út með flugvélinni, þeim Bergi G. Gísla- syni og Jakobi Frímannssyni ásamt Birgi Þórhallssyn^ sem veitir skrifstofu Flugfélagsins í Höfn forstöðu. Yfirleitt er það mál dönsku blaðanna, að þessi bót á samgöngum milli íslands og Norðurlanda eigi eftir að tengja íslendinga enn nánar við bræðraþjóðirnar austan hafs. ★ ★ ★ NORÐUR YFIR HEIM- SKAUTSBAUG Frá Kaupmannahöfn fór „Hrím faxi“ síðdegis á laugardag til Glasgow og Reykjavíkur. Far- þegar í þessari fyrstu ferð, sem fæstir höfðu flogið áður í sams konar flugvél, voru hrifnir af öllum aðbúnaði og af því, hve fljótt ferðin gekk. Á sunnudag- inn flaug „Hrímfaxi" til Akur- eyrar og lenti á flugvellinum þar að undangengnu flugi norður yfir Grímsey. Flugstjórinn lét þess Dulles sagði m. a.: — Fundurinn var óformlegur í sniði og voru umræðurnar víð- tækar, en sýndu óvenjulega mik- inn samstarfsvilja. ♦ Mikið var rætt á fundinum um hótanir Rússa, en einróma álit allra fundarmanna var, að slíkar hótanir myndu ekki hvetja þjóðir Vestur-Evrópu til að draga úr styrkleika sínum. Við íslandsglíman í fösludaginn getið, að sennilega væri það í fyrsta sinn sem Viscount-flug- vél flygi norður fyrir heimskauts- baug. ÚTSÝN ÚR 14.000 FETA HÆB Flugfélag fslands bauð gest um með í þessa ferð. Rómuðu þeir hinn góða aðbúnað í vél- inni. Bjart var yfir norður- landi og naut fólkið útsýnis úr 14.000 feta hæð. Fjöldi fólks var saman kominn á Akur- eyrar-flugvelli og skoðaði flugvélina meðan staðið var við. Þetta er í fyrsta sinn sem Viscount-flugvél lendir hér á landi utan Reykjavíkur og Keflavíkur. Tókst bæði flugtak og lending með ágæt- vorum allir þeirrar skoðunar, sagði Dulles, að þjóð sem sjálf er sek um útþenslu með hernað- arársáum, og sem nýlega réðst á Ungverja, væri ekki til þess bær, að segja öðrum þjóðum fyrir um, hvernig þær skyldu haga landvarnarstefnu sinnL um. DuIJes ánæffður með Nato-iundinn í Bonn Washington, 7. maí. Einkaskeyti frá Reuter. DULLES utanríkisráðherra hefur lýst fundi NATO-ráðsins sem haldinn var í Bonn í síðustu viku svo: — Hann var að mörgu leyti bezti NATO-fundur, sem ég hef setið. Sagði hann þetta á blaðamannafundi í dag, nýkominn frá Evrópu. ~S>heuti florsetaná * til JleLJCJL NEW YORK, 7. maí — Þegar Helen Keller var að leggja af stað frá New York s. 1. nótt í vináttuför sína til Norðurlanda og Svisslands barst henni í skeyti persónuleg kveðja frá Eisenhower forseta. f skeytinu óskar forsetinn henni góðrar ferðar. Kveðst hann dást að þeim anda, sem hafi verið leiðarstjarna hennar og hrífast af vilja henn- ar til að styðja þá sem eru bæklaðir eða skortir heyrn og sjón, hvar sem þeir búa. Kveðst hann vona að för Helen Keller geti orðið til að hugga og hug- hreysta þá sem eiga við sömu örðugleika að stríða. —Reuter. Njósnarar dæmdir AÞENA, 7. maí: — Þrír félagar í hinum ólöglega gríska komm- únistaflokki voru í dag dæmdir til dauða af herrétti. Voru þeir sakaðir um njósnir og skemmdar starfsemi. Lögreglan handtók þá um miðjan desember, þar sem þeir höfðu i fórum sínum loft- skeytasendistöð. Tveir aðrir voru dæmdir í 10 ára fangelsi, en fjórir af átta ákærðum voru sýknaðir. —Reuter. Dagskrá Alk>ingis Sameinað Alþingi. 1. Lífeyrissjóður fyrir sjómenn og fleira. 2. Sumarstörf ungmenna á fiski- skipum. 3. Forgangsréttur sjómanna til fastlaunaðra starfa. 4. Jöfn laun karla og kvenna. 5. Nauðungarvinna. 6. Alþjóðasamþykkt varðandi at vinnuleysi Á FÖSTUDAGINN kemur ve-ð- ur Íslandsglíman háð hér í Reykjavík. Búist er við góðri þátttöku glímumanna úr Ár- manni og Ungmennafél. Reykja- víkur, en aðeins þessi tvö félög senda menn til keppninnar. — Þarna verður keppt um titiiinn glímukappi fslands og um hið fræga Grettisbelti, sem nú verð- ur glímt um í 47. skipti. Meðal keppenda eru núver- andi handhafi Grettisbeltisins, Ármann J. Lárusson, UMf'R, og Trausti Ólafsson, Ármanni, sem er handhafi glímuskjaldar Ár- manns. Þarna munu eigast við þessir glímukappar ásamt 14 öðrum ungum glímumönnum og eru þeirra á meðal nokkrir glímumenn, sem nú taka í fyrsta sinn þátt í Íslandsglímunni. — Glímt_ verður að Hálogalandi í húsi ÍBR og hefst keppnin kl. 8,30 og er talið fullvíst að keppn- in verði hörð og áhorfendur margir. Frá aðalfitndi lyfja- fræðingafél. Islands AÐALFUNDUR Lyfjafræð- ingafélags fslands var haldinn í Háskólanum þ. 13. apríl s.l. Á dagskrá voru venjuleg aðalfund- arstörf svo og lagabreytingar. Formaður flutti skýrslu stjórnar- innar og gat þess m.a., að s.l. sum- ar hefði félagið boðið hingað til lands rektor danska lyöafræð- ingaháskólans, dr. phil. Carl Faur holt og konu hans. Hefðu þau hjónin dvalizt hér í hálfan mánuð og ferðazt um landið i boði félags- ins. Hann gat þess og að á árinu hefði tekið til starfa „Lífeyris- sjóður apótekara og lyfjafræð- inga“ sem verða myndi til mikilla hagsbóta fyrir félagsmenn. Stjórn félagsins var endurkosin en hana skipa lyfjafræðingarnir Kjartan Gunnarsson form., Steinarr Björnsson ritari og Ásgeir Ás- geirsson gjaldkeri. Félagar eru nú um 50 talsins. Félagið verður 25 ára í haust. Tvær vasaorðabækur Útgáfufyrirtæki hér í b», er nefnir sig „Orð'abókarútgáfan“ vinnur nú að því, að gefa út vasa orðabækur fyrir tungumál ná- grannaþjóða okkar. Eru þær samdar af Arnold R. Taylor há- skólakennara í Leeds. Fyrir nokkrum mánuðum kom út ís- lenzk-ensk orðabók og nú í fyrra dag var að koma út ensk-íslenzk orðabók. Arnold R. Taylor. Hvor þessara bóka inniheldur orðalista með rúmlega 5000 orð- um. Getur það komið að mjög góðu gagni í samræðum og er stærð bókanna hentug til að hafa þær í vasa, ætíð nálægar, þegar á þarf að halda. Þess er og að vænta, að bækur þessar séu eink- ar gagnlegar fyrir enskumælandi sem hingað koma og langar til að reyna svolitið að gera sig skilj- anlega á hinu erfiða tungumáli okkar. Höfundurinn tekur þó fram að nauðsynlegt sé fyrir fólk jafnhliða að afla sér nokk- urrar þekkingar á málfræðiatrið. um. Aðalútsala á þessum bókum er í Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns- sonar. Hefur Orðabókarútgáfan næst í hyggju að gefa út þýzkar og danskar orðabækur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.