Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 1
20 síðuv 44. árgangur 101. tbl. — Miðvikudagur 8. maí 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsin* 20 ráðuneyti í Moskvu lögb niður skv. tillögu Krúsjeffs Hörð árás á hina sligandi skriffinnsku í Sovétríkjunum Moskva, 7. maí. Einkaskeyti frá Reuter. KOMMÚNISTAFORINGINN Krúsjeff talaði í dag á auka- samkomu Æðstaráðs Sovétríkjanna. í ræðunni bar hann fram tillögur um stórfelldar breytingar á skipulagi iðnaðar- mála Rússlands. Meginefni tiilagnanna er að dreifa yfir- stjórn iðnaðarins, leysa upp ráðuneytisskrifstofur í Moskvu og flytja þær til iðnaðarsvæðanna. SKRIFFINNSKAN Krúsjeff flutti snarpa árásar- ræðu gegn hinni ægilegu skrif- finnsku Ráðstjórnarríkjanna. — Eftirlit og skriffinnska ætlaði að sliga allt. Kom hann með það Hin hamingjusömu hjón koma til New York. Egypfum og Sýrlendingum hefir farizf illa við Jórdani Beirut, 7. maí. Einkaskeyti frá Reuter. AL L A R líkur benda til þess að Egyptar og Sýrlendingar segi upp samningnum sem þeir gerðu í janúar síðast- liðnum um efnahagsstuðning við Jórdaníu. — Efnahags- stuðningur þessi skyldi koma í stað stuðnings frá Bretum og var Saudi Arabía einnig aðili að honum. En svo hefur farið að hvorki Sýrland né Egyptaland hafa borgað grænan eyri til Jórdaníu. Aðeins Saudi Arabía hefur staðið við skuldbindingar sínar. ConnoUy og brúður hnns komin heim eftir lnngn ferð Nýlega ákváðu Bandaríkja- menn að veita Jórdaníu 10 millj. dollara efnahagsaðstoð til að rétta fjárhaginn við að nýju. Heyrist orðrómur um það frá Egypta- landi og Sýrlandi, að þeir Nasser og Kuwatly telji þessi fjárfram- lög frá Bandaríltjunum brjóta í bága við samninginn um efna- hagsaðstoð, þar sem það hafi ver- ið sett að skilyrði að Jórdanía yrði óháð öðrum ríkjum. Hafa þeir boðað Hussein konung til fundar og ætla að segja samn- ingnum upp. í dag réðust ýmis blöð Líban- ons harðlega á stjórnir Sýrlands og Egyptalands fyrir framkomu þeirra í garð Jórdaníu. Benda blöðin á það, að þessi tvö lönd hafi heitið Jórdaníu fjárhagsleg- um styrk. Síðan hafi þau svikið Ifali fellur í Túnis TÚNIS 7. maí. — Vopnaðir árás- armenn felldu síðastliðna nótt þrítugan ítalskan mann, er dvald- ist sem gestur á frönskum bú- garði skammt frá borginni Sbeitla í Túnis. Talið er árásar- mennirnir hafi verið skæruliðar frá Alsír, en staður þessi er skammt frá landamærum Alsír. —Reuter. loforð sín svo að efnahagur Jórdaníu hafi verið að hruni kom inn. Á sama tíma stunduðu Egyptar óhæfilegan stjórnmála- áróður í Jórdaníu. Blöðin segja að stjórnarstefna Sýrlands og Egyptalands skapi stórfellda hættu fyrir nágrannaþjóðir þeirra. ★ NEW YORK. — Nýlega komu hamingjusöm nýgift hjón siglandi inn í höfnina í New York. Var þeim fagnað af manngrúa. Þetta voru banda- ríski sleggjukastarinn Conolly og tékkneska íþróttakonan Oiga, áður Fikotova. ★ Þegar þau stigu á land a Manhattan, sögðust þau bæði vera mjög hamingjusöm. En nú eigum við aðeins 35 cent, um 7 krónur, eftir, sagði Con- olly. — Ég hafði að vísu keypt farseðil fram og til baka fyrir sjálfan mig. En þegar við vor- um gift, þá áttum við enga peninga til að borga farseðil fyrir Olgu. Svo að ég sendi aftur til Danmerkur sleggju, sem ég hafði keypt þar og var fyrirtækið reiðubúið að greiða kaupverðið, 40 dollara, aftur út. Og með þeim peningum komumst við áfram. ★ Ein ferðataska brúðhjón- anna var mjög þung. í henni voru læknisfræðibækur. Olga hefur verið nemandi í læknis- fræði og ætlar að halda náminu áfram í Bandaríkj- unnim. ★ Wagner borgarstjóri tók á móti hinum frægu brúðhjón- um. Þegar þau óku aftur frá ráðhúsi borgarinnar, bað Conn olly bílstjórann um að taka krók á sig svo að Olga gæti séð verzlunarhverfin miklu við fimmta breiðstræti og þótti brúðinni mikið til þeirra koma. dæmi, að meðan einn maður væri að sníða hálsbindi stæðu tveir eftirlitsmenn áð baki honum. Hann lagði til að meira en 20 ráðuneytisskrifstofur iðnaðarins í Moskvu yrðu lagðar niður. — Skriffinnarnir í Sovétríkjunum, sagði Krúsjeff, — eru 850 þúsund og kosta ríkið árlega 10 mill- jarða rúblna. Kvaðst hann vona, að niðurlagning ráðuneytanna yrði til að spara mikið fé. 92 NÝJAR HÉRAÐASKRIFSTOFUR Samtímis gat hann þess þó, að ætlunin væri að stofna 92 nýjar stjórnarskrifstofur víðs vegar úti um landið. Átta ráðuneytisskrif- stofur munu starfa áfram í Moskvu; það eru ráðuneyti eftir- taldra greina: flugiðnaðar, skipa- smíða, radíó-iðnaðar, efnaiðnað- ar, léttiðnaðar, vega- og járn- brautargerðar, vígbúnaðar og raforkumála. STERK MIÐSTJÓRN KOSTNAÐARSÖM Það er álit erlendra frétta- manna í Moskvu, að þessar til- lögur Krúsjeffs muni ekki hafa mikinn sparnað í för með sér, því dreifing iðnaðarstjórnarinn- ar, þýðir að fleira starfsfólk þarf. Hins vegar eru margir þeirrar skoðunar, að þetta geti Framh. á bls. 2 Helen Keller er heimskunnur rithöfundur. Helen Keller heimsækir Málleys ingjaskélcann i dag <s>- Einstætt salarþrek hennar yfirvann aifa erfiðleSka HINGAÐ kom í gær bandaríska konan víðkunna, Helen Keller. Hún er blind og heyrnarlaus frá barnæsku, svo sem kunnugt er, en með einstæðu sálarþreki hefir henni tekizt að yfirvinna svo Iíkamsgalla sína, að með eindæmum er og með starfi sínu í þágu blindra og mállausra um heim allan, hefur hún gefið þeim kjark og þrek til þess að sigrast á erfiðleikum sínum. Hingað er Helen Keller komin til þess að hvetja blinda og mállausa og styrkja og örva þá í starfi þeirra og mennt. FYRIRLESTUR FYRIR ALMENNING Helen Keller er hingað komin í boði Málleysingjaskólans, Blindravinafélagsins og Blindra- félagsins. I dag mun hún heim- sækja Málleysingjaskólann og flytja þar ávarp, og munu verða þar viðstaddir um 50 málleys- ingjar og allmargt blinds fólks. Þá mun hún á föstudagskvöldið kl. 8,30 flytja fyrirlestur fyrir al- menning í hátíðarsal Háskólans um starf sitt og líf. NAUT AFBURÐA KENNARA Brandur Jónsson skólastjóri Málleysingj askólans kynnti Hel- en Keller fyrir blaðamönnum í gær og Miss Polly Thompson vin- og lagskonu hennar. Skýrði hann svo frá, að eins árs gömul hefði Frh. á bls. 3. Kadar heldur affökum áfram BÚDAPEST, 7. mai. — Kadar stjórnin tilkynnir, að þrí meðlimir í skæruliðaflokk gagnbyltingarmanna hafi dag verið dæmdir til dauðí í leynilegu dómþingi. — Si fjórði fékk mildari dóm. — Reuter Stúdentor í Madrid óúnægðir Madrid, 7. maí. Einkaskeyti frá Reuter. nPVÖ ÞÚSUND stúdentar við tækniháskólann í Madrid fóru í dag í hópgöngu um borgina til að mótamæla nýrri skólareglugerð, sem léttir inntökupróf í tækniháskólann og gerir ráð fyrir stofnun nýrra tæknideilda í honum. Stúdentarnir mótmæltu þessum breytingum, vegna þess að þeir óttast að stéttin yfirfyllist og valdi það atvinnubresti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.