Morgunblaðið - 08.05.1957, Side 15

Morgunblaðið - 08.05.1957, Side 15
Miðvikudagur 8. maí 1957 MORGVTSBLAÐIÐ 15 Gagnfræðaskóla verknáms slilið GAGNFRÆÐASKÓLA Verk- náms var slitið hinn 30. apríl s.l. 94 nemendur luku gagnfræða- prófi. Hæstu einkunnir hlutu Þórunn Jónsdóttir, aðaleinkunn 8.90, Margrét Kristjánsdóttir, 8.79 og Helga Sveinsdóttir, 8,70. í fyrsta sinn síðan skólinn tók til starfa, var engin sjóvinnu- deild starfrækt við skólann. — Nemendur ráða sjálfir hvaða verklegt nám þeir stunda. Eins og áður sóttust stúlkur mest eft- ir saumum, en piltar vélvirkjun. Einnig lögðu margar stúlkur, að vísu einnig piltar, stund á nám til undirbúnings verzlunar- og skrifstofustarfi. Að loknu gagnfræðaprófi fóru gagnfræðingarnir í fjögurra daga ferðalag til Akureyrar. Kennar- ar voru 21 við skólann í vetur. Snjór að mestu og þunn ULLAREFNI tekin fram í dag Straubrettin meii „BLÁA BANDINl)“ má hækka'og lækka að vild svo að einnig er lægt að sitja við þau þegar strauað er. Erma- bretti fylgir hverju straubretti. Þessi vin- sælu straubretti eru nú fyrirliggjandi. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Vélo- og raftækjaverzlunin Bankastræti 10 ,sími 2852 í Keflavík, Hafnargötu 28. horfinn í Kjósinni Valdastöðum, 23. apríl. ÞEGAR litið er yfir liðin vetur, og veðráttan hugleidd, þá munu eftirmælin ef til vill nokkuð mis- jöfn, eftir því hvar á landinu menn hafa átt heima. Að mínum dómi hefur veðráttan ekki verið slæm á þessum vetri. Að vísu gerði hér nokkurn snjó, eins og víða annars staðar á landinu, en þó ekki nærri því eins og fréttir annars staðar frá hermdu. Að vísu "gerði héi hagleysu um urra vikna skeið, ætti slíkt ekki að vera neinum undrunar- efni um miðjan vetur. Ekki get- ur það heitið að menn séu vel undir veturinn búnir ef þeir þola ekki nokkurra vikna inni- stöðugjöf á öllum fénaði. Truflan- ir á daglegum flutningum voru varla teljandi vegna snjóa, nema á 2-3 fremstu bæjum í sveitinni. Nú er snjór að mestu horfinn á láglendi, og gæti ávinnsla á tún- um hafizt, enda sumir þegar byrjaðir. Nokkuð kvillasamt hefir verið í kúm á sumum bæjum í vetur. Einnig hefir orðið vart við bráða- pest. Vegir eru sæmilega þurr- ir, en aðkállandi, að þeir væru heflaðir. Verði vorið ekki mjög áfella- Bamt, er útlit fyrir að fénaður gangi vel fram, því heyforði mun nægur þegar um heildina er að ræða, þó að einstöku menn kunni að eiga með minna móti. . St. G. SlS-skóla í Bifrðst slilið FYRSTU nemendurnir, sem brautskráðust frá Samvinnuskól- anum að Bifröst, fengu próf- skírteini sín 1. maí og skólanum var slitið. Skólinn hefur nú starfað að Bifröst í tvo vetur og luku burtfararprófi 30 nemendur, en í 1. bekk skólans voru 33 nem- endur. Skólaslitin fóru fram með virðulegri athöfn í hátíðarsal skólans og voru margir gestir viðstaddir. Af nemendum, sem braut- skráðust, hlaut hæstu einkunn Marías Þórðarson frá Súganda- firði, 9.03. Magnea K. Sigurðar- dóttir frá Reykjavík hlaut 9.00 og þriðji varð Haukur Logason frá Húsavík með 8.67. í fyrsta bekk hlaut hæstu einkunn Hún- bogi Þorsteinsson frá Jörva í Dalasýslu, 9.16. límaritið Nýtt Helgafell — Bókaklúbbur Helgafells Framleiðslukostnaður bóka hefir hækkað gífurlega undan- farið, eins og allt annað, og nú alveg nýlega mjög veru- lega með hækkuðum tollum á efni til bókagerðar. Unn- endum bókmennta, lista og vísinda er því nauðugur einn kostur að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir samdrátt í útgáfunni, og það verður nú að- eins tryggt með nánu samstarfi útgefenda og bókafólks um allt land. Bókaklúbbur Helgafells er stofnaður með því markmiði að veita fólki víðsvegar um landið tækifæri til að eignast hinar beztu bækur á kostnaðarverði og iryggja sér jafnframt milliliðalaus viðskipti við fólk hvar sem það býr á landinu. Fyrsta hefti annars árgangs tímaritsins Nýtt Helgafell er komið út. Samtímis er stofnaður bókaklúbbur Helga- fells, sem allir áskrifendur tímaritsins eru félagar í, og engir aðrir geta orðið það. Áskriftai’verð ritsins, 120,00 kr., er þó hið sama og áður. Bókaklúbbur Helgafells er að því leyti frábrugðinn öðr- um bókafélögum, að meðlimir klúbbsins greiða engin ár- gjöld og taka ekki á sig skuldbindingar af neinu tagi. Hinsvegar mun klúbburinn bæði gefa út ódýra bóka- flokka og tryggja meðlimum sínum sérstakt verð á öll- ttm Helgafellsbókum og ennfremur gefa þeim kost á að fá lánaðar ýmsar úrvalsbækur, gegn vægu gjaldi, og leggja þær inn aftur í skiptum fyrir aðrar bækur, ef þeir að lestri loknum óska ekki að halda þeim áfram. Munu útlán þessara bóka hefjast 1. júlí n.k. enda snúi áskrifend- ur sér um það og raunar öll bókakaup í sambandi við klúbbinn til aðalafgreiðslu Helgafells, Veghúsastíg 7 (Sími 6837). A næstu 12 mánuðum koma út á vegum bókaklúbbs Helgafells fimm heimsfrægar klassískar skáldsögur, Uppreisn englanna eftir Antole France, Krapasnjór eftir Dostojewskí, Drottning fjallalandsins eftir Lion Feucht- wanger, Silfrið prestsins eftir Selmu Lagerlöf og De Profundis (Úr djúpunum) eftir Oscar Wilde, en hluti þessa verks kom út fyrir áratugum en í heild var ekki leyfð útgáfa bókarinnar fyrr en á sl. ári. Meðal þýðend- anna eru Magnús heitinn Ásgeirsson, Helgi Hjörvar og Tómas Guðmundsson, sem þýðir bók Wildes, er talin er til stórbrotnustu meistaraverka heimsbókmenntanna. — Áskrifendur tímaritsins (meðlimirbókaklúbbs Helgafells) fá þessar bækur á netto kostnaðarverði (50% afslátt frá bókhlöðuverði), en ráða því hins vegar sjálfir hvort þeir taka þær allar, eina þeirra eða fleiri eða enga. Á einu ári geta meðlimir bókaklúbbs Helgafells (áskrif endur tímaritsins Nýtt Helgafell) þannig fengið marg- falt árgjaldið endurgreitt beinlínis. Félagsskírteini bókaklúbbs Helgafells eru send öllum áskrifendum ritsins í bréfi sem fylgir póstkröfunni fyrir árgjaldi sl. árs, eða þeim hluta þess er þeir eiga ógreidd- an, og innheimt verður frá póststöðvum um allt land næstu daga. Til þess að njóta þeirra sérstöku kjara, sem kúbburinn veitir þeim, verða áskrifendur að sýna skír- teinið í afgreiðslu tímaritsins, Veghúsastíg 7, enda fást bækurnar hvergi annars staðar afgreiddar. Þeir, sem búa utan Reykjavíkur sendi klúbbnúmer sitt með bókapönt- unum sínum. Tímaritið Nýtt Helgafell kemur út á þessu ári með sama hætti og í fyrra, fjögur tímaritshefti og auk þess fá áskrifendur Árbók skálda sem fylgirit. í ráði er síðar að ritið komi út annan hvern mánuð. Alls verða ritin um 18 arkir, eða samsvarandi lesmáli 5—600 blaðsíðna bókar. Áskriftarverðið er eftir sem áður aðeins 120,00 og mun heftið aldrei taka meiri auglýsingar en mest 4 síður inn- an kápu. Áskriftargjaldið mun á þessu ári verða inn- heimt í tvennu lagi og þessum sáralitlu útgjöldum fylgja án aukakostnaðar og neinna skuldbindinga um bókakaup, réttindi þess að vera félagi bókaklúbbs Helgafells. Helgafell er eins og kunnugt er óháð tímarit, sem fjall- ar um bókmenntir, listir, vísindi og þjóðfélagsmál. Það er ætlað hverjum þeim, sem vill mynda sér sjálfstæða skolun um vandamál samtíðar sinnar. Án öfga og hleypi- dóma vill það berjast fyrir frelsi og menningu á öllum sviðum þjóðlífsins. Er það markmið rætt í forustugrein þess heftis ritsins, sem nú er nýlega komið út. Gerist í dag áskrifandi að tímaritinu Nýtt Helgafell og þér eruð samtímis félagi þess bókaklúbbs, sem veitir yð- ur betri kjör en áður hafa þekkst — og þó án allra út- gjala eða skuldbindinga. Undirritaður óskar að vera áskrifandi að tímaritinu Nýtt Helgafell (meðlimur bókaklúbbs Helgafells). Til Helgafells, Box 156, Rvk. 11. HLJÓMLEIKARIMIR ■ kvöld kl. 11,15 SÍÐASTA SINN Aðgöngumiðasala í Vesturveri og Austurbæjarbíói.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.