Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 8. maí 1957
ie
SA
ustan
i
Edens
eftir
John
Steinbeck
28 i
= I
_ J
tók Cathy stillilega. — „Ég fer
aldrei í skólann. framar“.
Móðirin starði á hana, nærri
orðlaus af undrun: „Hvað mein-
arðu eiginlega?“
„Aldrei!“ endui-tók Cathy og
hélt áfram að stara upp í loftið.
„Gott og vel. Við sjáum nú hvað
faðir þinn segir um það. — Eftir
allt það erfiði sem við höfum lagt
á okkur og allan þann kostnað og
tveimur árum áður en þú færð
prófskírteini þitt“. Svo gekk hún
nær rúmi dóttur sinnar og sagði
lágt: — „Þú ert þó líklega ekki
farin að hugsa um giftingu?“
„Nei“.
„Hvaða bók ertu að fela
þarna?“
„Héma! Ég er ekki að fela
hana“.
„Oh! Aliee í Undralandi! Þú
ert orðin alltof stór til að lesa svo-
leiðis bækur“.
Cathy sagði: „Ég get gert mig
svo Iitla, að þú sjáir mig ekki einu
sinni“.
„Hvað ertu eiginlega að tala
tmi, barn?“
„Það getur enginn fundið mig".
Móðir hennar sagði gremjulega:
□-
-□
Þýðing
Sverrir Haraldsson
□---------------------□
„Hættu þessu bjánalega masi. Ég
veit ekki hvað þú ert að hugsa um.
Hvað er það eiginlega sem þú
villt?“
„Ég veit það varla ennþá“,
sagði Cathy. „Ég held að ég vilji
helzt fara eitthvað í burtu“.
„Jæja, þú gerir svo vel og verð
ur kyrr í rúminu, þangað til pabbi
þinn kemur heim og þá segir hann
áreiðanlega nokkur vel valin orð
við þig“.
Cathy sneri höfðinu mjög hægt
og leit á móður sína. Augun í
henni voru köld og svipbrigðalaus.
Og skyndilega varð frú Ames
hrædd við dóttur sína. Hún gekk
hljóðlega út úr herberginu og lok-
aði á eftir sér. Frammi í eldhús-
inu settist hún með spenntar greip
ar í kjöltu sér og starði út um
gluggann, á veðrað vagnskýlið.
Dóttir hennar var orðin henni
framandi. Hún fann, eins og flest-
ir foreldrar finna einhvem tíma,
að hún var búin að missa valdið
og ráðin úr höndum sér. Hún
vissi ekki, að raunverulega hafði
hún aldrei haft neitt vald yfir
Cathy. Hún hafði alltaf gert það
sem Cathy vildi.
Að stundarkomi liðnu setti frú
Ames hatt á höfuðið og hélt til
sútunarhússins. Hún vildi tala við
mann sinn utan heimilisins.
Um kvöldið hélt hr. Ames þung-
orða áminningarræðu yfir dóttur
sinni. Hann talaði um skyldur
hennar og ábyrgð og þá ást og
undirgefni, sem henni bæri að sýna
foreldrunum. Er prédikuninni var
að ljúka, varð hann þess var að
hún hlustaði alls ekki á orð hans.
Við þetta blossaði reiðin upp í hon
um og hann fór að hafa í hótun-
um. Hann talaði um það vald, sem
guð hefði gefið honum yfir bami
sínu og þær uppeldisskyldur, sem
ríkið legði honum á herðar. Og
nú hlustaði hún á orð hans. Hún
starði beint í augu hans. Örlítið
bros lék um varir hennar og hún
virtist ekki einu sinni depla aug-
unum. Loks neyddist hann til að
líta undan og það jók reiði hans
um allan helming. Hann skipaði
henni að hætta öllum kenjum og
hótaði miskunnarlausri húðstrýk-
ingu, ef hún óhlýðnaðist boðum
hans. „Ég vil að þú lofir því að
fara í skólann á morgun“, sagði
hann að lokum, „og hættir öllum
heimskupörum".
Andlit hennar var svipbreyt-
ingarlaust með öllu og varimar
samanherptar: „Þá það“, sagði
hún.
Seinna um kvöldið sagði hr.
Ames við konu sína: „Það þarf
bara að beita ofurlítilli hörku, skil
urðu. Kannske höfum við ekki
verið alveg nógu ströng við hana.
En hún hefur verið gott bam.
Sennilega hefur hún gleymt því,
hver er húsbóndi hér á heimilinu.
Dálítill strangleiki skaðar eng-
engan“.
Um morguninn var hún farin.
Ferðatakskan var einnig farin og
öll beztu fötin hennar. Herbergið
var ópersónulegt — ekkert sem
benti til þess að þar hefði ung
stúlka verið og vaxið innan
veggja. Þar voru engar myndir,
engir minjamunir, engin leilcföng.
Cathy hafði aldrei leikið sér að
brúðum. — Herbergið bar í engu
svipmót hennar.
Hr. Ames var á sína vísu hygg-
inn maður. Hann setti upp svarta
hattinn sinn og hélt rakleitt til
járnbrautarstöðvarinnar. Stöðvar-
vörðurinn var ekki í neinum vafa.
Cathy hafði tekið sér far með
fyrstu morgunlestinni. Hún hafði
keypt farseðil til Boston. Hann
hjálpaði hr. Ames með að senda
lögreglunni í Boston símskeyti.
Svo keypti hr. Ames farseðil og
fór með lestinni kl. 9,50 til Boston.
Seint þetta sama kvöld sat frú
Ames í eldhúsinu. Hún var náföl
I í framan og hún kreppti báðar
Keramiksýningin
í Regnbogasalnum Bankastræti
Handunnir listmunir frá Funa. — Opið daglega frá
kl. 9—6. — Aðgangur ókeypis.
Sftúlka
með verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun ósk-
ast nú þegar eða síðar til skrifstofustarfa hjá stóru
fyrirtæki. — Tilboð er greini aldur og menntun
sendist afgr. Mbl. fyrr 10. maí merkt: Góð atvinna.
kápur
\Jor~ ocj SJumartizIan
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5 — Laugavegi 100
MARKÚS Eftir Ed Dodd
UNKNCWN TO MAEKt, THE
BEOKEN TIP OP A POECUPINE
QUILL HAS BEEN LEPT IN
HIS LE®, AND A SEeiOUS
INPECTION HAS SET IN
* SETTINS
WOESE...FEEL AWFUL...MAYBE
I BETTES TEV TO MOVE...
ESTTE8. THAN JUST STAYINS
1) Markús visi ekki að einn
broddur frá broddgeltinum fest-
ist í fóstleggnum, og veldur það
nú blóðeitrun.
2) Mér versnar stöðugt. Ég ætti
samt heldur að reyna að ganga
áfram, heldur en að sitja hérna
bjargarlaus.
3) Ég skal segja þér ,pabbi
hversvegna ég held áfram hjúkr-
unarstarfinu. Það er vegna þess
að mér fellur starfið og ég erein-
manna....
4) . .alveg eins og þú rekur
veðurathugunarstöðina þér til
afþreyingar.
hendur um borðbrúnina, til þess
að stilla skjálftann. Þótt dymar
væru lokaðar, þá bárust samt
hljóðin greinilega til eyrna henni
— fyrst höggin og svo snöktið og
sársaukaóp.
Hr. Ames fórst húðstrýkingin
heldur óhönduglega, vegna þess að
hann var alveg óvanur sliku verki.
Hann danglaði í fótleggina á
Cathy með mjórri svipuól og þeg-
ar hún stóð bara hin rólegasta og
starði á hann með kuldalega ró
í augum, rann honum í skap.
Fyrstu höggin voru hikandi og
máttlaus, en þegar hún kveinkaði
sér ekki hið minnsta, lét hann högg
in dynja á síðum hennar og herð-
um. Svipuóiin marði hörundið og
risti. í reiði sinni sló hann mörg
vindhögg, eða kom of nálægt, svo
að ólin varfðist utan nm grannan
líkama stúlkunnar. Cathy var
fljót að læra. Hún sá föður sinn
út og skildi skapgerð hans út í
æsar. Þess vegna byrjaði hún að
hljóða, engjast sundur og saman,
gráta og hiðja og sér til mikillar
sigurgleði fann hún brátt að
höggin urðu léttari og aflminni.
Hr. Ames skelfdist sína eigin
grimmd og hörku. Hann hætti
barsmíðunum og lét svipuna síga,
en Cathy hörfaði aftur á bak og
hné snöktandi út af í rúmið. Og
ef faðir hennar hefði gáð betur að,
þá hefði hann uppgötvað að engin
tár sáust í augum hennar og að
munnurinn var samanbitinn, aug-
un köld og svipurinn höikulegur
og þrár.
Hann sagði: „Jæja, ætlarðu svo
nokkurn tíma að gera þetta aft-
ur?“
„Nei, oh, nei! Fyrirgefðj mér",
sagði Cathy, en sneri sér um leið
til veggjar, svo að faðir hennar
sæi ekki þrjózkufullan kuldasvip-
inn á andliti hennar.
„Mundu svo eftirleiðis hver þú
ert og gleymdu ekki hver ég er“.
Cathy gerði sér upp ákafan
grátekka. „Nei, ég gleymi ekki",
sagði hún.
1 eldhúsinu sat frú Ames og
neri saman höndum í örvæntingu.
Maður hennar lagði hönd sína á
öxl henni: „Mér féll það þungt að
gera þetta", sagði hann. „En ég
mátti til. Og ég held að hún hafi
haft gott af því. Hún er alveg eins
og, allt önnur stúlka. Kannske höf-
um við ekki beitt vendinum sem
skyldi, fram til þessa. Kannske
höfum við breytt rangt“. Og hann
vissi að enda þótt konan hans hefði
krafizt húðstrýkingar — enda
þótt hún hefði neytt hann til þess
að refsa Cathy, þá hataði hún
hann nú fyrir að hafa gert það.
Honum fannst hann vera ham-
ingjulaus og hjáfparvana.
31tltvarpiö
Míðvikudagur 8. maí:
12,50—14,00 Við vinnuna: Tóhleik
ar af plötum. 18,45 Fiskimál: Jón
Axel Pétursson framkvæmdastjóri
talar um vertíðina og togarana-
19,00 Þingfréttir. 19,30 óperulög
(plötur). 20,30 Erindi: Egypta-
land; I: Pýramídarnir (Bannveig
Tómasdóttir). 21,00 Tónleikar
(plötnr). 21,20 Upplestur: Gunnar
Hall les úr bók sinni „Sjálfstæði
Islendinga". 21,45 Tónleikar (plöt
ur). 22,10 Þýtt og endursagt: Is-
aldarhellarnir á Spáni; I: Landið
umhverfis Altamira (Málfríður
Einarsdóttir). 22,25 Létt lög
(plötur). 23,00 Dagslcrárlok.
Fimmtudagur 9. maí:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 19,00 Þingfréttir. 19,30
Harmonikulög (plötur). 20,30 Nátt
úra Islands; IV. erindi: Hafís
(Jón Eyþórsson veðurfr.). 20,55
Tvísöngvar úr óperum (plötur).
21,30 Útvarpssagan: „Synir trú-
boðanna" eftir Pearl S. Buck;
XVII. (Séra Sveinn Víkingur),
22,10 Þýtt og endursagt: Isaldar-
hellamir á Spáni; II: Myndir ís-
aldarmannsins (Málfríður Einars-
dóttir). 22,25 Sinfónískir tónleik-
ar (plötur). 23,10 Dagekrárlok.