Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 13
Miðvikudagur B. maí 1957 MORCUNBL AÐÍÐ 13 Ólalur Guðmundsson — Mlnning ÓLAFUR Guðmundsson var fæddur að Blámýrum í Ogur- sveit hinn 14. marz 1876, en flutt- ist þaðan að Kirkjubóli í Langa- dal. I>ar ólst hann upp með for- eldrum sínum til fermingarald- urs en missti þá föður og móður á sama árinu. Fluttist hann þá ásamt bræðrum sínum Guð- mundi, Bárði og Jóhannesi, til móðurbróður síns, Guðmundar Bárðarsonar og konu hans, Guð- rúnar Ólafsdóttur, að Kollafjarð- arnesi í Btrandasýslu. Ég tel óefað að þar hafi Ólafur fengið staðgóða þekkingu í öllum verk- legum efnum, því heimilið í Kollafjarðarnesi var umsvifamik- ið, bæði til lands og sjávar, enda var húsbóndinn, Guðmundur Bárðarson, þjóðkunnur athafna- og dugnaðarmaður og langt á und an sinni samtíð. Oft heyrði ég Ólaf minnast þeirra tíma er hann var í Kollafjarðarnesi. Hefir og heimilið í Kollafjarðarnesi fóstr- að marga þjóðkunna menn svo sem þá Bárð G. Tómasson skipa- verkfræðing og Guðmund G. Bárðarson, náttúrufræðing. Ég sem línur þessar rita var svo heppinn aS hafa náin kynni af Ólafi frá því árið 1901 og þar til hann lézt. Ólafur var mikill at- orku- og dugnaðarmaður og alveg jafnt á sjó og landi. Um aldamótin réri hann á áraskipum frá Bol- ungarvík, og þá til skiptis með þeim Kristjáni frá Múla og Þorði frá Laugabóli, landskunnum dugnaðarmönnum. Og ég fullyrði að þessir menn sóttu sjóinn fast enda höfðu þeir báðir valda menn i hverju rúmi. Árið 1902 byrjaði Ólafur for- mennsku á áraskipum frá Bolung arvík. Kom þá fljótt í ljós að hann var góður stjórnari og með afbrigðum veðurglöggur. Var hann nú um skeið formaður, bæði á áraskipum og vélbátum, eftir að þeir komu til sögunnar, ýmist fyrir sjálfan sig eða aðra, allt til ársins 1912 að hann fluttist til Isafjarðar. Um þetta leyti fer að fjölga 15 til 30 lesta bátum frá Yfirlýsing FÉLAG blikksmiða í Reykjavík hefir sent blaðinu yfirlýsingu þess efnis að það hafi tekið full- an þátt í hátíðahöldum verkalýðs ins 1. maí og skrifað undir ávarp 1. maí-nefndar , Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenji. Þórshamri við Templarasund. ísafirði og var Ólafur mjög eftir- sóttur á þessi skip. Ég var svo heppinn að hafa Ólaf með mér þegar ég byrjaði mína for- mennsku og naut ég oft hans góðu ráða, enda vissi ég af gamalli reynslu að ráð hans voru örugg og traust. Samhliða sjómennskunni var Ólafur mörg ár fiskmatsmaður á ísafirði, og fór honum það starf mjög vel úr hendi, eins og annað. Um 1925 fluttist hann til Reykja- víkur. Tók þá þátt í ýmsum störf- um, var t.d. um mörg ár til sjós á togurum, lengi með aflamann- inum Jóni Birni Elíassyni og hefi ég oft heyrt hann dást að dugn- aði Ólafs og glöggskyggni. Ólafur var mikill gleðimaður og skemmtilegur í vinahóp. Hann tók á unga aldri mikinn þátt í alls konar aflraunum, var vel glíminn góður taflmaður og sund- maður. Ólafur var giftur Friðgerði Benediktsdóttur frá Kálfavík, mikilli myndarkonu. Þau eign- uðust þrjú börn, Kristínu, gifta Björgvini Finnsyni lækni, Óskar, sjúkling á Vífilsstöðum og annan dreng,Benedikt, sem dó í æsku. Ólafur missti konu sína eftir tæpra 40 ára farsælt hjónaband. Heimili þeirra var alla tíð mesta rausnarheimili. Þar ríkti sannar- lega hin rómaða íslenzka gest risni. Ólafur lézt í Landakotsspítala hinn 21. jan. s.l. eftir stutta legu. Hann hélt óskertum lífs- og sálar- kröftum fram til hinztu stundar, að undanskildu því að sjónin var tekin að daprast, og minnugri mann en Ólaf hygg ég vandfund- inn. Kæri frændi, af heilum hug óska ég þess að sál þín hafi nú fengið hagstæðan byr að strönd- um eilífðarinnar þar sem ástvinir þínir bíða þín og fagna þér er þú kemur í hina eilífu friðarhöfn. Guðmundur Magnusson. STIILKA OSKAST strax. — Venjuleg vaktaskipti. KJÖRBARINN, Lækjargötu 8. ífölsk borðstofuhú'sgögn og svefnherborglshúsgögn til sölu vegna brottfarar. Til sýnis frá kl. 5—9, Kjartans- götu 4, efri hæð. Síldarskip Ca. 2000 mála síldarskip óskast til leigu í sumar. Tilboð merkt „Síldarskip — 7784“ sendist Morg- unblaðinu fyrir 14. þ.m. Inntökupróf í Félag íslenzkra hljómlistarmanna fer fram dagana 20. til 25. maí n.k. Væntanlegir umsækjendur sendi bréflega umsókn til skrifstofu félagsins, Breiðfirðingabúð við Skóla- vörðustíg, eða í pósthólf 1338. Eldri umsóknir end- urnýist. Prófnefndin. SKOÐA -52. Varahlutir í model 1947- Hljóðdeyfarar og rör Spindilboltar, stýrisendar o. m. fl. SKODA-VERKSTÆÐIÐ við Kringlumýrarveg Röskur maður 20—30 ára óskast til vinnu við akstur og afgreiðslu, hjá gömlu fyrirtæki. — Upplýsingar um fyrri störf eða með- mæli. Góð rithönd nauðsynleg. Reglusemi áskilin. Tilboð sendist Mbl. merkt Framtíðaratvinna 2822. Síldarslúlkur Oss vantar allmargar síldarstúlkur til Raufarhafn- ar í sumar. Ennfremur ráðskonur að mötuneyti. Upplýsingar gefnar í dag kl. 5—7 á Hótel Vík (her- bergi nr. 1). Söltunarstöð Kaupfélags Norður-Þingeyinga og Raufarhafnarhrepps. — Borgir hf. AIR-WICK - MR-WICK Lykteyðandi og lofthreinsandi undraefni. Njótið ferska loftsins innan húss allt árið. Aðalumboð: ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H. F. Sími 81370 Átvinna Fatnaðar framleiðslu-fyrirtæki óskar eftir manni eða konu til að annast verksmiðjustjórn. — Til greina koma klæðskeri, eða maður eða kona, sem hefur reynzlu við hliðstæð störf. Umsóknir um starf ið með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt „Central — 2817“. Húseign við Hjallaveg er til sölu, kjallari og ein hæð. Grunnflötur 78 ferm., alls 5 herb. og tvö eldhús. Auk þess fylgir 40 ferm. bílskúr með tveimur herbergjum og eldhúsi. Nánari upplýsingar veita Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðm. Péturssonar, sími 2002, og málflutningsskrifstofa Harðar Ólafssonar, sími 80332. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 20., 22. og 26. tbl. Lögbirtingablaðsins 1957, á húseigninni nr. 6 við Túngötu í Keflavík, eign Sigríðar Marelsdóttur, fer fram að kröfu uppboðsbeið- anda, Jóns Skaptasonar, hdl. á eigninni sjálfri, föstudag- inn 10. maí 1957 kl. 4 e.h. Bæjarfógetinn í Keflavík, 6. maí 1957 Alfreð Gíslason. Húsgögn og lampar í miklu úrvali Gangaljós, Standlampar, vegglampar, Ijósakrónur, margar nýjar gerðir mjög smekklegt úrval. Stoppaðir armstólar, aðeins kr. 1.300,00 stk. Sófaborð meðal annars 3 nýjar gerðir sem ekki hafa sést hér áður. Svefnherbergissett, rúm ásamt 2 náttborðum kr. 4.700,00 Borðstofusett kr. 8.900,00. Settborð (innskotsborð) 3 stk. kr. 1.950,00. VERZLUNIN SKEIFAN, Horni Njálsgötu og Snorrabrautar. I dsig er næstsídasti söludagur í 5. ilokki Happdrætti Háskóla Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.