Morgunblaðið - 08.05.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 8. maí 1957
MORCVNBLAÐ1Ð
11
Oscar Wilde
NÝLEGA er komin út á íslenzku elsinu og kynnzt meðferðinni á
bók Hesketh Pearsons um Oscar j þeim. „Það á ekki að láta börn
Wilde og standa Helgafell og
Menningar- og Fræðslusamband
Alþýðu að útgáfunni, en Harald-
ur Jóhannesson og Jón Óskar
hafa þýtt. Það er mikill fengur
að hafa fengið þessa bók á ís-
lenzku, því að þótt margir hafi
skrifað um Oscar Wilde og marg-
ar ævisögur hans sé löngu komn-
ar út, þá getur enginn vafi á því
leikið, að þetta er langbezta bók-
in, sem skrifuð hefir verið um
þennan óvenjulega skemmtilega
mann.
Hesketh Pearson skrifar Eng-
lendingasögur og mun vera ein-
hver snjallasti ævisöguritari sem
nú er uppi. Hann skrifar ekki
um menn vegna líkamlegs at-
gervis þeirra, né vegna þess hve
mikið þeir hafa getað drepið af
mönnum, heldur nær eingöngu
um listamenn, einkum brezka
rithöfunda, sem hafa getið sér
frægð fyrir ritverk sín og haft
áhrif á samtíðina með ritum
sínum. Á bak við hverja bók
liggur mikil vinna með sjálf-
stæðum rannsóknum á bréfum
og ritverkum listamannsins, og
er kona hans honum til mikillar
aðstoðar í því. Síðan setur hann
saman sögu mannsins, sem gefur
heilsteypta mynd af honum, jafn-
aðarlega merkilegt listaverk, sem
gerir listamanninn lifandi
skemmtilegan fyrir lesandanum.
Bækur Pearsons um Charles
Dickens, Walter Scott, William
Hazlitt, Bernard Shaw, Oscar
Wilde og nú síðast um Beerbohm
Tree, eru sérstæðar í sinni röð.
Þær eru listaverk um listamenn,
sem skara langt fram úr vana-
legum ævisögum.
Og þó held ég að ævisaga
Oscars Wilde taki öllum verkum
Hesketh Pearsons fram. Senni-
lega er það vegna þess, að Oscar
Wilde hefir orðið honum hug-
stæðari en flestir aðrir menn sem
hann hefir skrifað um. Ýmsir,
sem ekki þekkja Oscar Wilde
nema af umtali, halda að hann
hafi veriS fyndinn yfirborðsmað-
ur, alvörulaus gárungi, kynvillt-
ur og gerspilltur. í raun og veru
var Oscar Wilde fluggáfaður
maður, elskulegur, góður og
skemmtilegur, flestum mönnum
vitrari. En hann var fyrst og
fremst fegurðardýrkandi. Hann
elskaði fegurð í öllum hennar
margvíslegu myndum og form-
um, ekki aðeins í ritlist, heldur
einnig í myndlist og mótlist.
Fagurt landslag var honum
mikill yndisauki og hann elsk-
aði að vera með fallegu fólki.
Ef fólkið var fallegt gat hann
sjálfur talað og lagt til skemmti-
legheitin. Og það var svo skemmti
legt að hlusta á manninn, að þeir
sem upplifðu að heyra til hans
þegar hann var vel upplagður,
gátu aldrei gleymt þeirri dásemd.
Hann var svo hugkvæmur, fynd-
inn og kunni svo vel að segja
sögur, sem hann bjó iðulega til
á stundinni, að menn sátu eins
og töfrum slegnir og óskuðu þess
að hann hætti aldrei að tala.
Hann varð mesta samkvæmisljón
Lundúnaborgar og allir sem eitt-
hvað voru og hétu kepptust um
að bjóða honum Og settu jafn-
vel á boðskortin „to meet Mr.
Oscar Wilde“, því að svo mikið
þótti varið í að fá að hitta þenn-
an óvenjulega mann.
En Oscar Wilde var líka mikill
listamaður. Leikrit hans, einkum
The Importance of being Earnest
og Lady Windermere’s Fan eru
enn með skemmtilegustu verkum
sem sjást á leiksviði. Og hann
var mikill mannúðarmaður. Þeg-
ar hann kemur út úr fangelsinu
eftir að hafa tekið út refsingu
fyrir kynvillu sína, er það hans
fyrsta verk að skrifa grein í
Lundúnablað og tala máli barn-
anna, sem hann hafði séð í fang-
í fangelsi" skrifar hann og lýsir
því hvernig þau sé veik af nið-
urgangi og hvernig fangavörður
var barinn fyrir að gefa barni
aukabita þegar það var soltið.
Vakti þessi grein hans marga til
umhugsunar og mun hafa átt sinn
þátt í því að þessu ómannúðlega
athæfi hins refsandi þjóðfélags
var hætt.
Mannúð og fegurð rann saman
í eitt hugtak hjá Wilde. Hið fagra
er gott, en hið ljóta er illt. Hann
gat fyrirgefið svo mikið því sem
fallegt var. „Young girls have
absolutely nothing to say. But
they say it charmingly" er eitt
af því marga sem eftir honum
er haft. Hann talaði oft í mót-
sögnum, en jafnan á þann veg
að það var skemmtilegt fyrir þá
sem heyrðu hann, jafnvel þótt
þeir væru oft hneykslaðir á skoð-
unum hans, sem voru ekki ávallt
í samræmi við það sem heiðar-
legir þegnar Viktoríu drottningar
höfðu alizt upp við. Fyrir hon
um var það dygð að vera
skemmtilegur, en höfuðsynd að
vera leiðinlegur og spilla gleði
annarra.
Öllum sem þekktu hann og
heyrðu hann segja sögur, kom
saman um, að sögurnar sem hann
hafði sagt þeim til skemmtunar
og sem allir sögðu honum að
hann yrði að birta, væru ekki
nærri eins skemmtilegar þegar
þær væru komnar á prent eins
Oscar Wilde.
og þegar hann sagði þær. Sann-
leikurinn var sá, að 1 góðum
vinahóp ljómaði hann af innri
gleði og gneistaði af honum
fyndnin, sem hann spann jafnan
inn í sögur sínar. En fyndni hans
var ekki illkvittin og sjaldan sögð
á kostnað annarra, heldur and-
rík og óvenjuleg. „Hann var ef
til vill mesti hugsuður og meist-
ari í samtalslist, sem mælt hefir
á enska tungu“, ritar Desmond
MacCarthy um Wilde og mun
það nú viðurkennt af öllum sem
kynntust honum.
Hesketh Pearson hefir safnað
meiri gögnum um Oscar Wilde
en nokkur annar maður hefir
gert áður, og ritað heilsteypta
lýsingu á manninum og lista-
manninum, þannig að engu er
undan sleppt, ekki heldur göll-
unum né kynvillu hans. Honum
hefir tekizt afbragðsvel að gefa
lesendum sínum góða hugmynd
um þennan óvenjulega mann,
einkum með því að safna saman
ýmsum samtölum, sem menn áttu
við hann, því að þau urðu mönn-
um minnisstæð og það sem eftir
Wilde var haft sagði til sín, því
að enginn maður talaði eins og
hann og enginn gat gert honum
upp orðin.
í þessari bók er ekki tilfærð
sagan sem sögð er um Oscar
Wilde þegar hann kom frá
Ameríku, en hún hefði vel mátt
vera þar. Hann kom til London
úr fyrirlestraferð í Ameríku og
mun hafa orðið fyrir vonbrigð-
um víða, því að hugur hinna
framtakssömu Ameríkumanna
var upptekinn af viðfangsefn-
um, sem voru æði ólík hugðar-
efnum fagurfræðingsins. Þegar
blaðamennirnir spurðu hann
hvernig honum hefði líkað í
Ameríku, gaf hann lítið út á það.
En er þeir gengu eftir ákveðnara
svari á hann að hafa sagt: Ég
held að íslendingar séu mjög vit-
ur þjóð“.
„íslendingar, hvað koma þeir
þessu máli við?“
„Jú“, sagði Wilde, „þeir urð
fyrstir til þess að finna Ameríku,
en þeir sögðu ekki nokkrum
manni frá því“.
Hver sem les bók Pearsons um
Oscar Wilde kynnist einhverjum
skemmtilegasta manni sem uppi
hefir verið í Evrópu og ég býst
við að flestum fari líkt og mér,
að þetta verði ein af uppáhalds-
bókum þeirra, sem þeir geta les-
ið aftur og aftur, sér til óbland-
innar ánægju.
Þýðingin er yfirleitt vel gerð,
þótt ýmsa smágalla megi á henni
finna, sem ég hirði ekki að tína
upp. En þýðendurnir eiga þakkir
skilið fyrir að hafa snúið þessu
ágæta verki á íslenzku.
Niels Dungal.
STAKSTEIMAR
„Svartasta afturhaldið“.
Fréttir úr Mývatnssveit
MÝVATNSSVEIT, 13. apríl: —
Tíðarfar er nú ágætt, mikið sól-
far svo snjó leysir ört. Silungs-
veiði er lítil, aðeins einn dag
var allgóður dorgarafli, en þá
voru þrír menn við veiðarnar.
Fengu þeir frá 88 upp í 96 sil-
unga hver.
RANNSÓKNIR Á BOTNLEBJU
MÝVATNS
Undanfarið hefur Tómas
Tryggvason jarðfræðingur dval-
izt hér í sveitinni við rannsókn-
ir á botnleðju í Mývatni. Rann-
sakaði Tómas þykkt leðjunnar og
tók sýnishorn af henni til nánari
athugunar. Vitað er að botnleðj-
an er rík af kísil og er nú í at-
hugun hvort ekki sé hagkvæmt
að dæla leðjunni úr vatnsbotn-
inum austur fyrir Námafjöll og
nota jarðhitann þar til að vinna
hreinan kísil úr henni.
Hreinsaður kísill er allverð-
mæt útflutningsvara, eða um eitt
þúsund krónur smálestin og auk
þess nota íslendingar um 800
smálestir vegna áburðarfram-
leiðslu sinnar. Auðvelt mun vera
að fá markað erlendis fyrir mik-
ið magn af kísil og feiknamikið
magn er að hráefninu í Mývatni.
Víða náðist ekki niður á fastan
grunn með 12 metra löngum bor,
og er þó vatnsdýpið ekki nema
einn til fjórir metrar.
15 MILLJARÐAR KRÓNA?
Mývatn er að flatarmáli 38
ferkílómetrar. Á um það bil 15
ferkílómetra svæði, þar sem
leðjan virðist þykkust, er mjög
varlega áætlað að vera muni 75
milljónir rúmmetra af kísil-
leir. Ef reiknað er með að svo
mikill úrgangur verði úr leirn-
um við hreinsun, að aðeins fáist
15 millj. smálesta af hreinsuð-
um kísil úr þessu magni af hrá-
efni, er samt augljóst hvert
feiknaverðmæti hér er um að
ræða. Það eru hvorki meira hé
minna en 15 milljarðar króna
með núverandi verðlagi. Auk
þessa er svo það hráefni sem fá
má úr öðrum hlutum vatnsins.
En'svo er eftir að athuga hver
áhrif það hefur á fuglalíf við
vatnið og silunginn í því, ef
vatnið verður dýpkað svo að það
verði 12 metra djúpt, eða meira,
Vitað er að vatnið mundi verða
til muna kaldara en það er nú
og þá virðist líka ástæða til að
ætla að skilyrði fyrir átu, bæði
fugla og silungs versni svo að
það hafi alvarlegar afleiðingar
í för með sér. Full ástæða virðist
til að á þetta sé bent og það at-
hugað vandlega áður en það er
um seinan.
Fyrir tveim vikum var að til-
hlutun Héraðssambands Þingey-
inga haldið skíðamót að Laug-
um. Keppt var í 10 kílómetra
göngu. Þátttaka var góð og ár-
angur var einnig góður. Ellefti
maður í göngunni lauk henni á 44
mín. og 39 sek.
• Töluvert hefur orðið vart við
minka við Laxá. Einnig hefur
orðið vart við þá á Mývatni, með-
al annars í Slútnesi. Meðan snjór
var mikill var vonlítið að fást
við þá, en nú þegar snjóinn er
farið að leysa og ísskarir eru að
hverfa við Laxá, er hafin öflug
herferð gegn þeim, því miklu
skiptir að ekki komist upp yrð-
lingar í mörgum grenjum í vor.
MÝVATNSSVEIT, 19. apríl: —
Nú er hér stöðug sunnanátt, heið
ríkt og sólbráð á daginn og all
mikið næturfrost. fs er enn á
meginhluta vatnsins en hann
þynnist ört því sunnanáttin veld
ur straumum í vatninu sem eyða
ísnum að neðan. Næturfrostin
valda því að sólin vinnur lítið
á honum. Undanfarna daga hef-
ur verið góð drogarveiði í Mý-
vatni og stundum ágæt. Miðviku-
daginn þann 17. þ. m. var aflinn
ágætur. Þá hafði mestan afla
Haukur Aðalgeirsson á Gríms-
stöðum. Hann veiddi 250 silunga.
Mun það vera mesti afli sem með
vissu er vitað um að einn maður
hafi fengið á einum degi í Mý-
vatni, þegar um dorgarveiði er að
ræða. Silungurinn var af ýms-
um stærðum, sumt var stórsil-
ungur en mikið af silungi var svo
smátt að honum þurfti að sleppa. í
Til dæmis taldi Haukur að það
mundi varla hafa verið minna
en 100 silungar sem hann þurfti
að sleppa þennan dag. Það hafa
því verið um 350 silungar sem
hann dró upp á ísinn. Allur sil-
ungur sem sleppt var, var ná-
kvæmlega jafnstór, um 30 cm að
lengd.
Þeir sem höfðu næstbeztan
afla, fengu fast að 200 silunga.
Töluvert verður nú vart við
minka meðfram Laxá á svæð-
inu frá Mývatni, norður undir
Laxárvirkjun. Töluvert er búið
að reyna við að vinna þá, en það
hefur gengið illa. Kemur nú í ljós
að vegna þess hvað Laxá er mik-
ið vatnsfall, væri nauðsynlegt að
hafa tvo hunda, sinn hvorum meg
in við ána, því minkarnir kafa
aftur og fram yfir hana og forða
sér þannig frá veiðimönnum, og
víða er mjög langt á milli þeirra
staða þar sem hægt er að komast
yfir. Áin er nú í vexti vegna
vorleysinga og gerir það aðstöð-
una erfiða.
Mikil óánægja var hér á mið-
vikudagskvöldið, vegna lélegs
fréttaflutnings útvarpsins af
skíðalandsmótinu. Allir nema
einn af þeim sem keppa þar fyrir
Héraðssamband Þingeyinga, eru
úr Mývatnssveit. Það var því að
vonum, mikill áhugi á því
hér að frétta um úrslit göngu-
keppninnar. Menn sátu því al-
mennt við útvarpstæki sín á þeim
tíma sem búið var að tilkynna að
fréttum af mótinu mundi verða
útvarpað. Búið var að senda
fréttamann norður til Akureyrar
og fréttunum átti að útvarpa
beint þaðan. Svo kemur frétta-
maðurinn í útvarpið eins og til
stóð en getur þá ekkert sagt af
árangri keppninnar nema gizkað
á hver hafi unnið gönguna í efsta
flokki, og lýkur svo móli sínu á
þann hátt að engum gat komið
til hugar að meiri frétta væri að
vænta það kvöld.
Þetta gramdist mönnum að von
um svo, að nálega allir skrúfuðu
fyrir útvarpstæki sín og opnuðu
þau ekki aftur það kvöld og
töpuðu því eðlilega af fréttaauka
af mótinu, sem kom seinna um
kvöldið öllum á óvart, því ekkert
Fi*h. á bls. 19.
Alþýðublaðið og Þjóðviljina
halda áfram að þræta um þátt-
tökuna í 1. maí hátíðahöldunum.
Þjóðviljinn í gær gefur af þessu
tilefni svofellda lýsingu á sam-
starfsmönnum sínum í Alþýðp-
flokknum:
„Það eru viðhorf svartasta aft-
urhaldsins sem einkenna þessa
menn, óttinn við samtök og sam-
heldni verkafólks."
Hrakyrði þessi eru þeim mun
íhugunarverðari sem það voru
sjálfir verkamennirnir innan Al-
þýðuflokksins, sem tóku ákvörð-
^ riin um ,hvað gera skyldi 1. maí.
’ |Þjóðviljinn mundi sjálfsagt vera
blíðari í máli, ef hann beindi
orðum sínum til sumra fínu
mannanna í forystunni.
„Útfararganga kommún-
ista 1. maí“
Með ofangreindri fyrirsögn
birti Alþýðublaðið hinn 5. maí
grein, sem hefst svo:
„1. maí 1957 mun er timar líða
verða minnzt sem þáttaskila í
sögu verkalýðshreyfingarinnar á
íslandi. Hlutverki kommúnista
innan þeirra er hér með Iokið,
þeir hafa sungið sitt síðasta vers.
Engum manni, er leit göngu
þeirra um miðbik höfuðstaðarins
1. maí gat dulizt, að þar voru
feigir menn á ferð“.
Síðan heldur áfram:
„t fararbroddi líkfylgdarinn-
ar var einmitt fyrrverandi for-
maður Iðju, Björn Bjarnason.
Má það heita táknrænt fyrir
gönguna, hann hefur þegar feng-
ið nábjargirnar hjá félagi verk-
smiðjufólks og var það einkar
smekklegt að hann og hans færu
þar í fararbroddi."
Og öll er greinin í þessum dúr.
„Ég skil ekki almenni-
lega“.
Þrátt fyrir tilraunir Þjóðvilj-
ans til að bera sig borginmann-
lega, skín eymdin í gegnum orða-
skvaldrið. Hinn 5. maí stóð þar
t. d. þessi klausa:
„Eins og venjulega hefur verið
1. maí, stóð mikill fjöldi fólks á
gangstéttunum, þar sem gangan
fór um. Ég skil ekki almenni-
lega hvers vegna fólk, sem á ann-
að borð fer út á götuna þennan
dag til þess að sjá kröfugönguna,
tekur ekki þátt í henni sjálft, en
vafalaust eru ýmsar orsakir til
þess“.
Til fróðleiks er rétt að bera
þetta tal um fjöldann á gang-
stéttunum saman við það, sem
Þjóðviljinn hafði hinn 3. maí sagt
um útifundinn á Lækjartorgi:
„Vegna regnsins héldu borg-
arastéttar-áglápendur sig fjarri,
og þar með var úr sögunni það
ráp undir ræðum manna, sem
stundum hefur orðið vart“.
„Aðeins herzlumuninnc<*
En því verr sem kommúnistum
vegnar því fremur reyna þeir
að hressa sig við með orðagjálfri.
Hinn 5. maí segir Þjóðvilj-
inn t. d.:
„Þess þarf þjóðin að minnast
nú, þegar aðeins vantar herzlu-
muninn tii þess að takast megi
að reka allan erlendan her af
íslenzkri grund“.
Þessi yfirlýsing er gefin ein-
mitt fáum dögum eftir, að verka-
iýðshreyfingin hefur neitað að
láta misnota sig í þessum efnum
og jafnvel Hannibal Valdimars-
son þorir ekki lengur að bera
fram á Lækjartorgi kröfuna um
„brottför hersins".