Morgunblaðið - 15.05.1957, Page 8

Morgunblaðið - 15.05.1957, Page 8
8 lUORVUPniLAM** Miðvikudagur 15. maí 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjórú Sigíús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr, 1.50 eintakið. ■ I Oflugur og einhugu flokkur ÞRIÐJA formannaráðstefna Sjálf stæðisflokksins, sem haldin var um síðustu helgi, bar greinlegan vott þess, að Sjálfstæðisflokkur- inn er í dag einhuga og öflugur. Ráðstefnuna sóttu forvígismenn flokksins úr öllum landsfjórð- ungum og umræðurnar á fundum hennar um skipulagsmál og stjórnmálaályktun sýndu vax- andi áhuga flokksmanna á áframhaldandi sókn flokksins. En eins og kunnugt er jók flokkur- inn kjósendafylgi sitt í síðustu kosningum, eða úr 37,1% í 42,3%. Til samanburðar má geta þess, að flokkur danskra jafn- aðarmanna fékk við síðustu kosningar nokkru minna fylgi eða rúmlega 41%atkvæða. Hefur sá flokkur þó farið með stjórnar- forystu í Danmörku s.l. þrjú ár, enda þótt hann hafi verið í minni- hluta í danska þinginu. Afstaðan mörkuð Jafnhliða því, sem þessi for- mannaráðstefna Sjálfstæðis- flokksins ræddi innri skipulags- mál flokksins, markaði hún af- stöðu hans í nokkrum höfuð- dráttum til íslenzkra stjórnmála í dag. í stjórnarályktun ráðstefn- unnar er dregin upp mynd af stjórnmálaþróuninni nokkur síð- ustu árin, rakin í örstuttu máli svik núverandi ríkisstjórnar við fyrirheit flokka hennar fyrir kosningar og við stjórnarmynd- unina og loks lögð áherzla á nokkur meginatriði í stefnu Sjálfstæðismanna í framtíðinni. í þessari stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðismanna er þetta mikil- vægast: Flokkurinn mun beita sér fyrir að haldið verði áfram uppbygg- ingu atvinnulífsins í öllum lands. hlutum. Hann telur byggingu stóriðjufyrirtækja og hagnýt- ingu vatnsaflsins eitt mikilvæg- asta framfaramálið og vill með því stuðla að auknum útflutn- ingi og traustari afkomugrund- velli þjóðarinnar. Jafnframt bendir hann á nauðsyn þess að gera þátttöku landsmanna í öðr- um atvinnugreinum almennari, ®g að tryggja þeim fullkomin og nýtízku tæki. Jafnhliða beri að vinna að því að ljúka fram- kvæmd þeirrar rafvæðingaráætl- unar, sem fráfarandi ríkisstjórn Ólafs Thors hafði forystu um. Áherzla sú, sem Sjálfstæðis- menn leggja á uppbyggingu stór- iðnaðar í landinu ber þess glögg- an vott að fiokkurinn lítur af meiri framsýni á íslenzk efna- hagsmál en flestir aðrir. Frurn- skilyrði þess, að íslenzka þjóðin geti tryggt sér góð og jöfn lífs- kjör er aukin framleiðsla, út- flutningur og gjaldeyrisöflun. — Efling landbúnaðar og sjávarút- vegs er auðvitað sjálfsögð. En nýr og öflugur þáttur verður að kotna til í þjóðarbúskapnum. Okkur vantar stóriðnað sem faer er um, að framleiöa fyrir erlendan markað. Efnahagslegt jafnvægi í stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðis- manna er áherzla lögð á að heil- brigður rekstur atvinnutækjanna verði tryggður með sköpun jafn- vægis í efnahagslífinu á grund- velli athafna, viðskiptafrelsís og aukningar framleiðslunnar,- Þá lýsir flokkurinn yfir þeirri afstöðu sinni til landhelgismál- anna að halda skuli áfram stöð- ugri sókn fyrir aukinni vernd fiskimiðanna. Er alþjóð nú senni- lega ljósari nauðsyn þess en nokkru sinni fyrr. Á það er bent í stjórnmálayfir- lýsingunni að núverandi ríkis- stjórn hafi lofað „vararilegri lausn efnahagsvandamálanna". Þetta fyrirheit hafi gersamlega verið svikið. Efnahagsmálin séu nú í meiri öngþveiti en nokkru sinni fyrr. Engar nýjar slóðir hafi verið troðnar en sligandi byrðar nýrra skatta og tolla lagð- ar á almenning, og allt athafna- líf þjóðarinnar lamað með hót- unum um sívaxandi skattaálög- ur. Kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags haldi áfram og sjálf ríkisstjórnin hafi forgöngu um kauphækkanir. Ný kjördæmaskipun Eitt af stærstu málunum, sem stjórnmálayfirlýsingin felur í sér er yfirlýsingin um að er.dur- skoða beri stjórnarskrá og kosn- ingalöggjöf með það fyrir aug- um að tryggja þjóðinni lýðræðis- lega skipun löggjafarsamkomu hennar og hindra að reglur stjórnskipunarlaga um kosning- ar og kjördæmaskipun séu snið- gengnar og misnotaðar. Hér er um að ræða rétt- lætismál, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar mun fylkja sér um. Svik þau og prettir, sem Hræðslubanda- lagið hafði í frammi við síð- ustu kosningar, verða ekki þoluð öðru sinni. Löggjafar- valdið kemst ekki hjá því að setja nýjar reglur, er tryggi lýðræðislegri skipun Alþingis, en þjóðin nú verður að búa við. Loks lýsti formannaráð- stefnan yfir stuðningi sínum við vestræna samvinnu og áframhaldandi umbætur í hús næðisvandamálum íslendinga. Ómerkingur i Skuggasundi TÍMINN hefur enn einu sinni orðið þjóðinni til minnkunnar með gaspri sínu. SI. sunnudag lét hann að því liggja, að ís- lendingar ætluðu sér að hafa sæti sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn autt, þar til Danir hefðu skilað íslenzku handritun- um. Þessi ummæli málgagns for- sætisráðherrans á íslandi vöktu þegar geysiathygli í Danmörku. Hafa dönsk blöð nú birt samtal við Hermann Jónasson, þar sem hann ber ummæli Tímans til baka og segir ekkert mark á þeim takandi. íslenzka stjórnin eigi engan þátt í þeirri hug- mynd, sem blaðið hafi sett fram sl. sunnudag um auðan sendi- herrastól í Kaupmannahöfn. Svo er nú komið fyrir Tím- anum að jafnvel formaður Framsóknarfiokksins verður að afneita ómerkingnum Skuggasundi. Má segja að það hafi ekki verið vonum fyrr!! UTAN UR HEIMI ] Langlíf ást — Eftir tilrœði Arið 1905 kom Anna Beck kornung frá Luxemborg til litla bæjarins Herbeuval, sem liggur við landamærin milli Frakklands og Belgíu. Þar hitti hún Camille Lambert, sem var tveim árum eldri en hún, og úr varð ást við fyrstu sýn. En svo var Camille kallaður í herinn, og Anna tók sér ferð á hendur til Bandaríkjanna. Þar ílentist hún og giftist. Þegar Camille kom heim úr herþjónustu fann hann sér líka aðra og kvongaðist. Bæði Anna og Camille lifðu maka sína. F yrir skömmu ákvað Anna, sem þá var orðin 72 ára, að taka sig upp frá heimili sínu í Iowa í Bandaríkjunum og heim- sækja æskustöðvarnar í Herbeu- val. Þar hitti hún aftur ástmög æskuáranna. Enn brann í gömlu glæðunum og þau ákváðu að fór fram í Herbeuval og þótti | sýnir nýgiftu hjónin, sem náðu ganga í hjónaband. Hjónavlgslan merkilegur viðburður. Myndin ' að eigast eftir 52 ára aðskilnað. x iTistm getur verið eins lífseig og hatrið, þegar því er að skipta. Hamsun segir einhvers staðar, að ástin sé eins og blóm- ið sem deyr á einni nóttu ef það er snert; en hún sé líka eilíf og óbrotgjörn, vaxi við hverja aýja raun. Hvað sem um það er, þá er víst óhætt að fullyrða, að gömlu hjónin á myndinni hérna til hliðar eigi harla óvenjulega ástasögu. N gyo Dinh Diem, for- seti Vietnams, er eins og stend- ur í opinberri heimsókn hjá Eisen hower Bandaríkjaforseta, og er tekið þar með kostum og kynj- um, enda er maðurinn mikilhæf- ur leiðtogi sundraðrar og að- þrengdrar þjóðar. Hann hefur oft staðið í ströngu, bæði í baráttunni við kommúnismann og við trú- arlega ofstækisflokka. Forsetinn er sjálfur kaþóliki og bróðir hans erkibiskup Vietnams. iWyndin hér að ofan er tekin fyrir skömmu, þegar forset- inn opnaði markað í litlum bæ nálægt höfuðborginni, Saigon. Hann situr rólegur á „kjaftastóln- um“ og fylgist með því sem fram fer. En aðeins nokkrum mínút- um áður en þessi mynd var tek- in, hafði honum verið sýnt bana- tilræði. Trúarlegur ofstækismað- ur, sem var á meðal áhorfenda og hlustaði á forsetann halda opnunarræðu sína, miðaði á hann vélbyssu, en einn áhorfenda ýtti við honum, svo skotið missti marks. Forsetinn var óskaddað- ur, en landbúnaðarráðherrann særðist hættulega. í VETUR voru auglýst allmörg prestaköll til umsóknar, en að- eins var sótt um tvö þeirra, Hvamm í Dölum og Kirkjubæj- arprestakall í Hróarstungu. Hin prestaköllin verða auglýst aftur næsta sumar, en reynt verður að útvega þangað presta sem settir yrðu ef þess er nokkur kostur, annars munu nágrannaprestar svo sem venja er til þjóna þess- um prestaköllum. D iem vlrðlst rólegutp þar sem hann situr þarna eftir tiiræðið, með sígarettu í hendi. Sumir áhorfenda virðast dálítið undrandi á sálarró hans. Að baki honum stendur erkibiskupinn, bróðir hans. Þrír prestar hafa sótt um Hvamm í Dölum, þeir Lárus Halldórsson á Breiðabólsstað á Snæfellsnesi, séra Ragnar Bene- diktsson, Reykjavík, og Rögn- valdur Finnbogason, Bjarnanesi í Hornafirði. Mun prestskjör fara fram seinast í þessum mánuði. Settur prestur Kirkjubæjar- prestakalls, séra Einar Þór Þor- steinsson, sótti einn um það * prestakall. Sótt var um tvö prestokallanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.