Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐ19 Miðvíkudagur 15. maf 1957 SA i i ustan Edens eftir John Steinbeck I 34 i -na lögregluna, ef þú reynir að beita mig ofbeldi!“ Hann glotti svo ógeðslega, að hún hörfaði frá honum. Æðarn- ar á gagnaugum hans þöndust út: — „Þú vildir kannske heldur fara heim á aeskustöðvarnar?“, sagði hann. — „Það var mikill eldsvoði þar fyrir nokkrum ár- um. Mannstu nokkuð eftir hon- um?“ Augu hennar litu rannsakandi á hann, í leit að einhverjum viðkvaemum bletti, en úr svip hans skein tilfinningalaus kuldi. — Hvað viltu að ég geri?“, spurði hún hljóðlega. „Bara komir með mér í ör- stutt ferðalag. Þú sagðist vilja vinna.“ Henni datt aðeins eitt ráð i hug. Hún varð að fara með hon- um og bíða eftir tækifæri. Það gat verið hættulegt að sýna hon- um ótþróa núna — bezt að vera auðsveip og bíða. Það myndi verða bezta ráðið. — Hafði allt- af verið það. En orð hans höfðu raunverulega skotið Catherine skelk í bringu. Um kvöldið í rökkurbyrjun stigu þau út úr lestinni í þorp- Þýðing Sverrir Haraldsson □--------------------□ inu, gengu niður einu, myrku götuna, sem þar var og áfram út í sveitina. Catherine var var- kár og aðgaetin. Hún vissi ekki hvert áform hans var, en ásetti sér að vera við öllu búin. í handtöskunni sinni hafði hún blaðþunnan, hárbeittan hníf. Hr. Edwards taldi sig vita hvað hann ætlaði að gera. Hann ætlaði sér að strýkja hana og koma henni fyrir í einhverju herbergi gistihússins, strýkja hana og senda hana til annars þorps og halda þannig áfiam, þangað til hún væri ekki lcngur til nokkurs nýt. Þá ætlaði hann að fleygja henni á dyr. Lög- regla staðarins myndi gæta þess að hún stryki ekki. Hnífurinn olli honum engum áhyggjum. Hann vissi vel um hann. Það fyrsta sem hann gerði, er þau námu staðar á afviknum stað, á milli steinveggs og sedrus- viðarrunna, var að hrifsa hand- töskuna af henni og kasta henni yfir vegginn. Þar með var hníf- urinn úr sögunni. En hann þekkti ekki sjálfan sig, vegna þess að hann hafði aldrei fyrr á ævinni elskað konu. Hann hélt að hann ætlaði að- eins að refsa henni. En eftir tvö fyrstu svipuhöggin fannst hon- um slíkt ekki nægja, heldur fleygði frá sér svipunni og not- aði hnefana. Andadráttur hans var þungur og slitróttur. Catherine neytti síðustu orku til að verjast. Hún reyndi að bregða sér undan krepptum hnefum hans, en loks greip skelfingin hana og hún reyndi að flýja. Hann stökk á hana, skellti henni flatri og nú nægðu honum ekki einu sinni hnefarn- ir. Með titrandi hendi greip hann stein sem lá þar rétt hjá honum .... Seinna horfði hann niður á blóðugt og misþyrmt andlit hennar. Hann laut niður og hlust- aði eftir hjartslætti hennar, en heyrði ekkert nema þung, hröð slög í eigin brjósti. Tvær ólíkar hugsanir vöknuðu samtímis innra með honum. Önnur sagði: — „Ég verð að grafa holu og kasta henni þar niður!“. En hin kjökraði eins og úrræðalaust barn: — „Ég get það ekki! Ég gæti ekki svo mikið sem snert hana með einum fingri!“ Svo greip hann ógleðin, sem fylg- ir í kjölfar reiðinnar. Hann hljóp eins og fætur toguðu eitthvað út í myrkrið og skildi allt eftir — ferðatöskuna, svipuna, eikarkist- ilinn.. Hann var aldrei spurður neins um atburði þessa kvölds. Hann lé sjúkur nokkurn tima eftii heimkomuna og konan hans hjúkraði honum af mestu nær- færni. Þegar hann svo komst á fætur, tók hann aftur til við störf sín, eins og ekkert hefði í skorizt, en gætti þess æ síðan, að láta engar slíkar óheilbrigð- ar tilfinningar ráða gjörðum sín- um. — „Sá, sem ekki getur lært af reynslunni, er heimskingi“, sagði hann. Upp frá þessu bar hann jafnan óttablandna virðingu fyrir sjálf- um sér. Hann hafði aldrei grun- að, að hann bæri sHka morðfýsn í brjósti. Það var aðeins tilviljun að hann skyldi ekki ganga af Cat- herine dauðri. Hverju höggi hafði verið ætlað að mola hana og merja. Hún lá lengi algerlega meðvitundarlaus og svo í hálf rænulausum dvala. Hún fann að annar handleggurinn var brot- inn og að hún yrði að fá hjálp sem allra fyrst, ef hún ætti að halda lífi. Svo dróst hún meira af vilja en mætti af stað, eftir veginum. Hún skreið inn um hlið og komst upp á húsatröppurnar, áður en hún missti meðvitundina aftur. Hani heyrðist gala úti í hænsna stýju og á austur-loftinu boðaði gráönd komandi dögun. 10. KAPLI 1. Þegar tveir menn búa í sama húsi, myndast venjulega vopnað afskiptaleysi á milli þeirra, til | þess að breiða yfir vaxandi óvild. Adam hafði ekki verið lengi heima, þegar slíkt samband tók að myndast milli þeirra bræðr- RÚDUGLER allar þykktir fyrirliggjandi Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Er kaupandi að fokheldu einbýlis eða tvíbýlishúsi. — Tilboð sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Hús—2935“. Verzlttnarhúsnæði óskast Vil kaupa eða taka á leigu kjötverzlun eða gott verzl- unarhúsnæði. Lysthafendur sendi nafn sitt og heim- ilisfang eða símanúmer á afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtu dagskvöld, merkt: „Þagmælska —2936“. MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) Jæja þá veit ég hver þú ert, ókunni maður. Þú ert hús- bóndi Anda. Það er enginn vafi & því lengur. 2) Seinna. Betur. Hann nær sér ábyggi- 3) Veiki maðurinn er húsbóndi Jæja, hvernig líður sjúklingn. lega, en ég þarf að segja þér Anda. um góða mín. nokkuð. Hæ. Hvað segirðu! anna. Þeir höfðu of mikið saman að sælda, en oí lítið við aðra menn. Fyrstu mánuðina höfðu þeir nóg að gera við að rannsaka pen- ingamál föðurins. Þeir brugðu sér til Washington, til þess að sjá gjöfina og minnisvarðann —- Stóra granítsúlu, með járnstjörnu á endanum og gati, þar sem hægt var að festa litla fána- stöng, á Degi hinna föllnu. Bræð- urnir stóðu langa stund við gröf- ina, en gengu svo frá henni aftur, án þess að nefna Cyrus á nafn. Hafi Cyrus verið óheiðarleg- ur, þá hefur hann kunnað að leyna því og beitt mikilli bragð- vísi. Enginn bar fram spurning- ar viðvíkjandi fjármálum hans, en það mál lá Charles þungt á hjarta. Þegar þeir voru komnir heim aftur, spurði Adam: — „Hvers- vegna kaupirðu þér ekki eitt- hvað af nýjum fötum? Nú ertu ríkur maður. Það lítur helzt út fyrir að þú sért hræddur við að éyða einu einasta penníi." „Ég er það líka“, sagði Charles. „Hvers vegna?“ „Ég þarf kannske að skila því aftur“ „Ertu ennþá að hugsa um það? Heldurðu að við værum ekki búnir að heyra ávæning af því, ef eitthvað hefði verið athuga- vert við arfinn?“ „Ég veit það ekki“, sagði Charles. — „Og ég vildi helzt ekki þurfa að tala um þetta“ En sama kvöldið færði hann það aftur í tal: — „Það er eitt sem ég get alls ekki sklið“, byrjaði hann. „Varðandi peningana?“ „Já varðandi peningana. Ef maður græðir svona mikið fé; þá hljóta að fylgja því margvís- leg plögg“ „Hvað áttu við?“ „Jú, skjöl og reikningsbækur og söluvottorð og verðlagsskrár og — Nú, við höfum rannsakað allt og hvergi fundið neitt slikt“ „Hann hefur kannske brennt allt ruslið“ „Já, kannske hefur hann gert það“, sagði Charles. Bræðurnir lifðu samkvæmt föstum reglum, sem Charles hafði sett og hann vék aldrei hárs- breidd frá þeim í neinu. Charles vaknaði alltaf á slaginu klukk- an hálf fimm og raunar andar- taki fyrr, því að hann var búinn að opna augun og depla þeim nokkrum sinnum, þegar klu.kkan byrjaði að slá. Hann lá kyrr eitt andartak, staitði út | myrkrið og klóraði sér á magan- ajlltvarpiö Miðvikudagur 15. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 19,00 Þingfrétt- ir. 19,30 Öperulög (plötur). 20,30 Erindi: Egyptaland; II: Þeba (Rannveig Tómasdóttir). — 21,05 Tónleikar (Hljóðritað í Austur- bæjarbíó 5. f.m.). 21,30 Upplestur: (Svava Fells les kvæði úr bók- inni „Heiðin há“ eftir Grétar Fells. 21,45 Tónleikar (plötur). — 22,10 Þýtt og endunsagt. „Á fremstu nöf“ eftir Marie Hackett, I. (Ævar Kvaran leikari). 22,30 Létt lög (plötur). 23,10 Dagskrár- lok. — Fimnitudogur 16. mai: Fastir liðir eins og venjulega, 12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó- mannaþáttur* (Guðrún Erlends- dóttir). 19,00 Þingf réttir. — 19,30 Harmonikulög (plötur). — 20,30 Náttúra íslands; V. erindi: Úr sögu íslenzkra grasarannsókna (Ingimar Óskarsson grasafræðing ur). 20,55 Tónlist úr óperum eft- ir Puccini (plötur). 21,30 Útvarpa sagan: „Synir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; XIX (Séra Sveinn Víkingur). 22,10 Þýtt og endur- sagt: „Á fremstu nöf“ eftir Marie Hackett; II. (Ævar Kvar- an leikari). 22,30 Tónleikar (plöt- ur). 23,06 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.