Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. mai 1957 MORGUNBl AÐ1Ð 9 Ra.Lin.ir ferbaíangs í Reykjavík Við íslendingar gerum okkur tíðrætt um, hvað gera beri til að laða ferðamenn til landsins, en ▼ið hugsum e.t.v. minna um það, hvernig þeim ferðamönnum muni vera innan brjósts, sem verið hafa á tslandi og kynnzt viðurgemingi okkar. Fara þeir ekki heim til sín og hvetja vinina til að eyða næsta sumarleyfi á íslandi? Er annað hugsanlegt, eins og gisti- og veit- ingamálum okkar er háttað? KOM TIL, AÐ EFLA SKILNIG hJÓÐA Á MILLI • Mér kom þetta í hug, þegar ég hitti vin minn einn útlendan, sem kom til Keykjavíkur á sunnu- dagskvöld og fór af landi burt á þriðjudagsmorgun. Eftir þessa stuttu dvöl hafði hann frá mörgu að segja, ekki öllu fögru, en því miður alltof sönnu. Maðurinn er Erik J. Friis, einn af kunnustu forvígismönnum nánari sam- skipta milli Bandarikjanna og Norðurlanda. Hann er Norðmað- ur búsettur í New York og rit- stjóri „The American-'Scandina- vian Kewiew“. sem er fremsta tímarit Bandaríkjanna, þeirra er fjalla um norræn málefni. ANNIK AFGREIÐSLUNNAR Þegar hann kom til landsins á sunnudagskvöld fékk hann inni á Hótel Borg. Hann kom sér fyrir í herberginu og gekk síðan út. Við afgreiðsluborðið ætiaði hann að afhenda lykilinn að herbergi sínu, en þar var þá bara eitt stúlkubarn, sem var upptekið í simanum. Honum var síðar sagt að önnur stúlka, sem var á kvöldvakt, hefði verið í kaffi. Eftir' langa bið ákvað hann að skilja lykilinn eftir á afgreiðsluborðinu, þar eð hann hefði þegar gert telp- unni í símanum aðvart um hann. 75 ára: lngibjörg Jóhanna 75 ára var í gær Ingibjörg Jó- hanna Jóhannsdóttir, Laugaveg 137 í Reykjavík. Hún er fædd að Hanhóli | Bolungarvík í Norður ísafjarðarsýslu mánudaginn 22. maí 1882. Faðir hennar var Jó- hann Jóhannsson fyrrum óðals- bóndi á Hanhóli. Fæddur var hann á sama stað 3. september 1842, og dó á Hanhóli 10. októ- ber 1915. Honum var þannig lýst af þeim tem þekktu hann bezt: Prúðmennska, ádráttur eins og bezt haldinn skriflegur og þing- lesinn samningur, afburða kraft- »r, dugnaður, tryggð, hjálpsemi við munaðarlausa og við skyld- menni sín og vandalausa, skepnu vinur sérstakur, minni með af- brigðum trútt fram á gamals- aldur, ef hann ias bók þá virtist hann kunna hana orðrétta. Móður hennar var Herdís Jónsteinsdótt- ir, Jónssonar, sem var bústýra hans. Hún var vönduð og sérstak- lega hjálpfús og vildi hvers manns vandræði leysa. 2. júlí-1905 kvæntist Ingibjörg Jóni Tómassyni, Eirikssonar sem jafnframt bjó að Hanhóli og stundaði lika formennsku, enda var hann talinn góður formaður og sérstakur heimilis- faðir. — Hann drukknaði á m.b. Öldin 27. nóvember 1915. Þau hjónin áttu sjö börn, sex þeirra búa í Reykjavík og eitt á Akranesi. Um vorið 1916 hætti Ingibjörg búskap á Hanhóli, hún var dugleg við gveitastörf og við ýmsa aðra vinnu. Til ísafjarð- ar fluttist Ingibjörg 1924 og það- an til Reykjavíkur 1948 og dvelst nú hjá Alexöndru dóttur sinni. Minni hennar er mjög trútt. Akranesi 22/5 ’57 Ingibjartur Jónson. RÆNDUR Eftir einn eða tvo tíma kom hann á hótelið aftur og fékk sinn lykil, eins og vera bar. En þegar hann kom upp í herbergið á annarri hæð, var allt hans góss horfið. Hann hafði verið rændur. Einhver þekktur lassaróni hafði náð í lykilinn og farið upp i her- bergið, látið greipar sópa um það og gengið síðan út af hótelinu hinn rólegasti með ránsfenginn undir hendinni. En einn af bif- reiðastjórum BSR sá manngarm- inn rogast með stóru ferðatösk- una upp Amtmannsstíg og þótti grunsamlegt, svo hann gerði lög- reglunni aðvart. Eftir nokkra leit fannst ræninginn, en þá hafði hann komið nokkru af þýf- inu undan t.d. öllu áfengi (það var ekki mikið). Ferðataskan hafði verið læst, en hann gerði sér lítið fyrir og skar hana upp! ÁRVÖKUL VARZLA Ánægður yfir því að farang- ur hans var fundinn, þó í slæmu ásigkomulagi væri, ákvað Friis að fá sér bita í veitingasal gistihússins. En því var ekki að heilsa. í vegi hans urðu tveir einkennisbúnir bel- jakar sem gerðu honum skilj- anlegt, að hann hefði ekkert í veitingasalinn að gera. Þar væri dans og fjör, en gestir hótelsins gætu snáfað inn í herbergi sín og étið þar í friði, ef þeir endilega þyrftu að éta. „Eg vildi bara að þessir verðir hefðu verið jafn árvökulir við að verja hótelið þjófum og þeir voru við að varna mér inngöngu", sagði Friis síðar og brosti góðlátlega. S UNNUDAGSKVÖLD I HÖFUÐSTAÐNUM Jæja, hann var búinn að fá nóg af raunum hótelsins og tók sér göngu í góða veðrinu. Það var komið undir miðnætti þegar hann kom á hótelið aftur, en hann hafði orðið vitni að sunnu- dagskvöldi i Reykjavik, sem seint mun liða honum úr minni. Bílar fullir af drukknum ungl- ingum hringsóluðu á „rúntinum“ og hljóð þeirra voru ófögur. Sum- ir gerðu sér það til dundurs í leiðindum kvöldsins að mölva flöskur á akbraut bílanna, aðrir voru tæplega sjálfbjarga og gcrðu flestar sínar þarfir á almanna- ('æri. íslendingar virðast veraí frjálslyndir og umburðarlyndir! Hann sá hvergi lögreglumann! FLUTNINGUR Daginn eftir varð Friis að fara á lögreglustöðina vegna þjófn- aðarins og tafðist þar alllengi. Þegar hann kom aftur á hótelið, brá honum heldur en ekki í brún. Farangur hans lá í hrauki á gang- inum fyrir utan herbergi hans; hafði sýnilega legið þar einn eða tvo tíma. Þegar hann spurði hverju þetta sætti, var honum svarað með annarri spurningu: „Vissuð þér ekki, að þér áttuð að flytja í herbergi á hæðinni fyrir ofan?“ Nei, hann vissi nú heldur lítið um það. VANTAR IIILTON Hótel Borg greiddi Friis 30 dollara í skaðabætur fyrir skemmdir á ferðatösku og fötum, en hann var dálítið hissa á við tökunum, sem hann fékk þessa stuttu stund, sem hann hafði hér viðdvöl. „Þegar ég kem heim“, sagði hann, „ætla ég að tala við landa minn, Conrad Hilton (hann er af norskum ættum), og vita, hvort hann er ekki til með að hyggja eitt af hótelum sinum hér í Reykjavík. Þið þarfnizt þess“. Eftir reynslu sína hér fannst mér Friis hafa lög að mæla. s-a-m. Nú á tímum er það næsta sjaldgæf sjón að sjá börn að Ieik með Iegg og skel, sem áður fyrr voru nær einu leikföng íslenzkra barna, sem þá oft bjuggu stórbúi í hlaðvarpanum. Suður í Garðahreppi að Dysjum búa börn hreppstjórans Guðmanns Magnússonar ágætu búi svo sem faðir þeirra. Þau eru hér að sinna skepnum sínum, kúm og hestum og una sér hið bezta úti í vorinu. (Ljósm. Gunnar Rúnar). Norðmenn ráðgera að veiða Islands- BERGEN 21. maí. — í dag kom stjórn samtaka útgerðar- manna þeirra, er gera út síld- veiðiskip á íslandsmið, saman til fundar til þess að ræða væntanlega vertíð. Á fundi þessum kom það fram, að leggja verður áherzlu á að gæði síldarinnar séu sem mest — og ekki má slaka til í neinu hvað það snertir. Ákveðið var, að skipin mættu ekki fara fyrr til veiða en í fyrra, og láta þau því ekki úr höfn fyrr en 1. júlí. Gilda sömru reglur um báta, sem veiða í snurpu- síld til brœðslu nót og reknet. Ekki má hefja söltun síldar, sem veidd er í snurpunót, fyrr en 5. júlí. — Rætt var um möguleika á því, að snurpunótabátarnir gætu flutt síldina heim til Noregs til bræðslu. Lítil reynsla hef- ur fengizt á slíkn — og ekki er ljóst, hvort töku eru á því. Heflur náðst samkomulag við síldarverksmiðjur um verð á Íslandssíld til bræðslu, en þar Adenauer ráðgast við iMorstad Bonn, 21. maí: 4DENAUER kanslari og Norstad, yfirmaður herafla NATO •f*- ræddust við í dag. Ekki er vitað um niðurstöðu viðræðn- anna, en hins vegar er víst, að Norstad hefur gert Adenauer grein fyrir núverandi styrk og þörfum NATO — og þá sérstak- lega hvað V-Þýzkalandi viðkemur. Álitið er, að viðræðugrundvöll- ur hafi verið fregnir þær, er borizt hafa þess efnis, að Rússar hafi búið a-þýzka herinn kjarn- orkuvopnum — og hafi í hyggju að búa heri leppríkjanna í A- Evrópu slíkum vopnum. Álitið er, að Adenauer hafi orðið við- ræður þessar mjög gagnl. þar eð hann mun í næstu viku ræða við Eisenhower og Ðulles í Washing- ton um málefni er lúta að þátt- Hafa Brefar skákað Banda- ríkjamönnum og Rússum! LUNDÚNUM: — Ýmislegt þykir benda til þess, að Bretum hafi tekizt að gera vetnissprengju, sem hægt er að skjóta í eldlínu óvina án þess að það hafi hættu í för með sér fyrir þá, sem sprengjunni skjóta. Þá herma fregnir, að útlit sé fyrir, að brezkir vísinda- menn séu í þann veg að gera vetnissprengjur, sem eru svo litlar, að unnt verður að koma þeim fyrir í eldflaugum. Ef þessi er raunin á, þá eru Bret- ar komnir mun lengra í fram- leiðslu vetnisvopna en bæði Bandarikjamenn og Rússar. Þær vetnissprengjur, sem hing- að til hafa verið gerðar, eru ónot- hæfar á vígvöllum vegna þess, að þeir, sem nota þær, eiga alltaf á hættu, að eyðileggingin bitni á þeim sjálfum ekki siður en óvin- inum. — Birgðamálaráðherra Breta, Aubrey Jones hefur til- • kynnt, að ekki hafi verið um nein geislaáhrif að ræða eftir vetnissprengjutilraun Breta yfir Jólaeyju og m. a. af því draga menn þá ályktun, að Bretar geti framleitt vetnissprengjur, sem eru án geislaverkana og því not- hæfar á vígvöllum. 2 herbergi, eldhús og bað TIL LEIGU eftir mánuð. Lítil skemmti- leg íbúð í risi í nýju húsi við Melana. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Risíbúð —- 7796“. töku V-Þjóðverja í NATO og framtíðarstöðu þeirra í bandalag- Finnarmr fengii bólusótt HELSINGFORS, 20. maí. — Ell- efu manna sendinefndin frá Finn landi, sem undanfarið hefur dval- izt í Napolí, er lögzt í bólusótt. Finnarnir, sem voru í Ítalíu á vegum finnsku stjórnarinnar, hafa allir verið sendir heim og liggja þeir nú í sjúkrahúsi í Hels- ingfors. Þeir bjuggu allir í sama hótelinu í Napolí og nú hefur verið gengið úr skugga um það, að Indverji nokkur, sem þar bjó um tíma, hafi fengið bólusótt. Veikin hefur því borizt austan úr Asíu. Vörubifreið til sölu. — Bedford, model 1946, 4ra tonna með vélsturt tun. Til sýnis að Nýbýla- vegi 6 í dag kl. 15—21. Vil lána 35-40 búsund gegn góðri 2—3 herbergja íbúð, helzt í kjallara. Tilboð óskast strax merkt: „Lán — 5346“.— sem engin reynsla er fyrir hendi þykir líklegt, að þvílík- ar veiðar gætú með engu móti borið sig á tilraunastigi, hefur þess verið farið á leit við ríkið að það veiti styrk, sem nenri 5 kr. á hvern hektólitra — og reiknað er með 200,000 hL Nýr bíll Höfum til sölu nýjan Mosk- witz ’57 model. Bílasalan Klapparst. 37. Sími 82032. FORD girkassi, 5 gíra, sem nýr, til sölu. — Dverghamar, sími 4 um Brúarland. Oska eftir góðu sveitaplássi fyrir 2 drengi sem eru að verða 10 ára. Vildi gjarna borga eitthvað með þeim. — Tilb. .endist fyrir mánaða- mót, merkt: „Suðurland — 5342“. — Ausfin 10 í góðu lagi, er til sölu. Bíll- inn er til sýnis hjá bifreiða- verkstæði Hálfdáns Hannes sonar við Grensásveg, kl. 6 —8 í kvöld. Kleppsspifalann Vantar stúlkur til að leysa af í sumarfríum. Upplýsing ar í síma 2319. Chevroléf '51 vel með farin einkabifreið til sölu. — Síimi 7056.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.