Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 10
10 MORWlSBLATHn Fimmtudagur 23. maí 1957 Wftinttlritafrife Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Tveir hópar o ÞAÐ hefur orðið mikið fjaðra- fok í herbúðum stjórnarliðsins út af yfirlýsingu eins þingmanns Alþýðuflokksins, Áka Jakobs- sonar, um afleiðingar af stefn- unni í þjóðmálum. Áki fór ekki dult með að gengislækkun — ógrímuklædd — hlyti að verða afleiðingin af stefnunni í fjár- málunum. Þingmaðurinn gerði einnig upp reikningana við stjórn arstefnuna á víðari grundvelli. Þetta varð til þess að stjórnar- liðiðliðið neyddist til að taka nokkra afstöðu til þess, sem þíng- maðurinn bar fram, sérstaklega varðandi gengislækkunina og kom þá í ljós að formaður Al- þýðuflokksins, Emil Jónsson, þorði síður en svo að þvertaka fyrir, að gengislækkun gæti kom- ið til greina. Hér komust stjórn- arflokkarnir í mikla úlfakreppu. Þeir hafa hátíðlega lýst því yfir, að gengislækkun væri sízt af öllu meðal þeirra úrræða, sem þeir mundu beita. Kommúnistar hafa sérstaklega stært sig af því að þeir hafi forðað frá gengis- fellingu en innan hinna stjórn- arflokkanna hafi gengisfelling átt ýmsa talsmenn. Á það er svo auðvitað ekki minnzt í ræðum og skrifum þeirra stjórnarmanna að með stórálögunum um ára- mótin var framkvæmd stórkost- leg gengisfelling. Þær „ráð- stafanir" hétu að vísu ekki þessu nafni en eðlið og tilgangurinn er hinn sami og ef um gengisfell- ingu, undir réttu nafni, hefði verið að ræða. Ræða Áka Jakobssonar á Al- þingi kom mjög við kauninn á kommúnistum og hafa þeir síð- an ekki sparað stóryrðin. f for- ustugrein blaðsins í gær kemur fram athyglisverð játriing af hálfu kommúnista. Segir blaðið, að Alþýðuflokkurinn sé raun- Enn græðir LÚÐVfK Jósefsson olíumálaráð- herra kommúnista upplýsti á Al- þingi í fyrradag að eigendur „Hamrafellsins" hefðu. gefið eft- ir 45 sh. af okurleigunni í síð- ustu ferð skipsins. Sú „eftirgjöf“ nemur 1 millj. og 600 þús. krón- um og segir Lúðvík að S. í. S. hafi gert samkomulag um þetta „góðfúslega". Þetta á víst að vera til að friða almenning, sem fordæmt hafði hið skefjalausa okur S. f. S. og samspil kommúnista og Fram- sóknarbroddanna um þessa fé- flettingu. En Lúðvík hélt ekki sögunni áfram. Hann hefði mátt geta þess, að nú hefur verið samið við „Hamrafellið“ um olíuflutninga fyrir 65 sh. á smál., en það er 10—15 sh. hærra en markaðs- verð er nú. Þessi samningur gild- ir allt til áramóta og hirðir S.í S. þar 3 millj. og 250 þús. krónur allt umfram það sem markaðs- verðið er nú. Eftirgjöfin „góðfús- lega“ kemur því væntanlega til baka, með góðum vöxtum. oðeins tveir verulega klofinn í afstöðu sinni til ríkisstjórnarinnar. Annars vegar sé hópur manna sem vilji samstarf lýðræðissinna og hafi þessa sérstaklega gætt innan verkalýðsfélaganna. Nefnir blað- ið kosningar til einstakra verka- lýðsfélaga og þá sérstaklega í Iðju, sem dæmi um þetta. Hins vegar kemur fram hjá Þjóðvilj- anum, að þessi vilji til samstarfs lýðræðissíftna hafi náð minni hljómgrunni meðal pólitískra ráðamanna Alþýðuflokksins. Það merkir að það er hið óbreytta fólk, sem vill lýðræðis-samstarf en „kratabroddarnir" ekki. — Þannig eru kenningar Þjóðvilj- ans um afstöðu Alþýðuflokksins til kommúnistastjórnar Her- manns Jónassonar annars vegar og samstarfs lýðræðissinna hins vegar. Þetta er mjög athyglis- verð játning af hálfu Þjóðviljans en hvort skyldi nú reynast líf- vænlegra, vilji hundraða eða þúsunda af óbreyttum kjósend- um eða pólitísk „stundarspekula- sjón“ kratabroddanna? En játning Þjóðviljans gefur tilefni til þess að athuga þá staðreynd, sem hér liggur að baki og er að verða meira og meira áþreifanleg eftir því sem kommúnistastjórn Hermanns lif- ir lengur. En þessi staðreynd er sú, að í landinu safnast nú fólk- ið í tvo hópa — annan sem er fylgjandi lýðræðislegu samstarfi og hinn, sem vill fylgilag komm- únista og þeirra, sem þeim eru tengdastir. Sá hópur innan verka- lýðssamtakanna, sem felldi komm únista í hverju félaginu á fætur- öðru var lýðræðissinnaðir kjós- endur, sem afneituðu kommún- istum. Þannig er viðhorfið um land allt. Menn skipa sér með eða móti kommúnistúm og fylg- ismönnum þeirra, með lýðræðis- legu samstarfi eða gegn því. ’HomrafeiIið” Lúðvík gat heldur ekki um að Rússar buðust til að taka að sér flutningana fyrir sama verð gegn greiðslu í ísi. krónum. „Hamra- fellið“ þarf hins vegar stórfé í erl. gjaldeyri til síns rekstr- ar. Hér hefði verið leið til gjald- eýrissparnaðar en hún var ekki farin. Á það má líka minna, að þegar okursamningurinn var gerður gengu S.Í.S.-menn fram af sinni venjulegu skinhelgi, og sögðu að „Hamrafellið“ mundi græða miklu meira með því að sigla á frjálsum markaði og væri það einungis þegnskapur við landið að sigla hingað. Það er svo aftur augljóst að Hamrafell- ið kærir sig nú ekki um að sigla á frjálsum markaði en kýs held- ur öryggið og hagnaðinn af samn- íngunum við Lúðvík Jósefsson. Hin „góðfúslega" eftirgjöf er því ekki annað en áframhaldið af því sama og áður. Þó landið og fólkið tapi, þarf S.Í.S og „Hamrafellið" að græða. ÚR HEIMI ___ ^ Oedijer, hinn “opinberi ævisdguritari Titós“ segir Rússa hafa sannað, að þjóð- nýting bindur ekki endi á arðrún Þegar þeir félagar Búlganin og Krúsjeff voru í London í fyrra, heimsóttu þeir vaxmyndasafn Madame Tussauds og hlttu þar fyrir sinn gamla húsbónda, félaga Stalín. Virðast þeir hafa haft nokkra skemmtun af endurfundunum, enda höfðu þeir nú í fullu tré við einvaldann. Krúsjeff hló upp í opið geðið á honum og Búlganin sýndi V-merki Churchills, líklega til að sýna umheiminum, að nú hefðu þeir félagar sigrazt á anda Stalíns. En upplýsingar Dedijers, sem er nákunnugur rússneskum málefnum, gefa annað til kynna. Hefði Karl Marx verið uppi nú á tímum, er lítill vafi á því, að hann hefði skrifað höfuðrit sitt „Das Kapital“ gegn því arðráni og þrælkun, sem nú á sér stað í Sovétríkjunum. Með þessum orðum lýsti dr. Vladimir Dedijer, kunnur júgóslavneskur stjórnmálamaður, árangrinum af 40 ára stjórn kommúnista í Sovét- ríkjunum. Dedijer gekk í lið með Tito árið 1939. Hann var í mið- stjórn júgóslavneska kommún- istaflokksins. Þegar helzti hugsuð ur eða fráeðimaður flokksins, Milovan Djilas, féll í „ónáð“ í janúar 1954, vegna þess að hann lét í Ijós samúð með stefnu vestrænna jafnaðarmanna, var Dedijer eini maðurinn, sem tók upp varnir fyrir hann. Þegar flokkurinn ákvað að hefja rann- sókn á skoðunum Dedijers, var honum bannað að verja sig opin- berlega. Hann reit bréf til rit- stjóra hins kunna bandaríska blaðs The New York Times, og fyrir það var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir að „breiða út áróður óvinarins“. Á árun- um 1954—56 helgaði Dedijer sig einkum lestri og lögfræðinámi. í maí 1956 varð hann doktor í lög- um. JL viðtali sem danski blaðamaðurinn Hans Edvard Teglers átti við Dedijer fyrir blað sitt, Berlingske Tidende, ræddi hann um þróunina í Sovétríkj- unum: „Hið gamla ríkisskipulag var eyðilagt árið 1917, fram- leiðslutækin þjóðnýtt. En hið nýja ríkisskipulag varð ekki þjónn þjóðfélagsins, heldur hús- bóndi þess. Starfsemi ríkisskipu- lags, sem er í höndum svo íárra manna, hlýtur fyrst og fremst að velta á þeim kúgunartækjum, sem fyrir hendi eru“. Vladimir Dedijer sagði ennfremur: „Til að halda slíku skipulagi við lýði verða þeir, sem hafa það með höndum, að fá mjög há laun sem hvatningu. Á þann hátt fá þeir virðingarsess í þjóðfélaginu og verða arðræn- ingjar þess. Hinir beinu fram- leiðendur, t. d. verkamennirnir, eiga engan þátt í þessari þróun. Þeir hafa ekkert að segja. Mun- urinn á hæstu og lægstu laun- um í Sovétríkjunum er meiri en í mörgum auðvaldsríkjum. Þeir sem hafa kúgunartækin með höndum fá sérstaklega há laun. Þannig hefur því höfuðtakmarki sósíalismans að örva framlag einstaklingsins til framleiðslunn- ar ekki verið náð. Lífið í Sovét- ríkjunum sýnir það Ijóslega, að þjóðnýting bindur ekki endi á arðrán. Hinn raunverulegi sósíal- ismi hefst aðeins eftir þjóðnýt- ingu. Dedijer vék síðan að þróuninni í vestrænum lýðræðis- ríkjum og sagði m. a.: „Miðstétt- irnar hafa vaxið. Verkalýðurinn í velferðarríkjunum hefur bætt kjör sín að miklum mun á allan hátt. í þessum ríkjum er munur- inn á ríkum og fátækum ekki mikill. Ríkið er þar ekki lengur tæki einnar stéttar til að kúga aðra“. E igi að síður hélt Dedijer því fram, að sósíalismi væri nauðsynlegur til frelsis og lýðræðis á sama hátt og frelsi og lýðræði væru nauðsynleg frum og lýðræi væru nauðsynleg frum- skilyrði sósíalismans. Hann sagði það þannig: „Sósíalismi er það þjóðfélagsskipulag þar sem einij maður er ekki arðrændur af öðr- um, þar sem einstaklingurinn losnar úr hlekkjum ríkisins, þar sem hver maður nýtur fullkomins frelsis efnahagslega, félagslega og stjórnmálalega“. I sambandi við atburð- ina í Ungverjalandi lagði Dedijer áherzlu á það, að Sovétríkin hefðu beitt valdi til að koma í veg fyrir, að Ungverjar veldu sína eigin leið til sósíalisma, en þeim hefði ekki tekizt að brjóta á bak aftur anda mótspyrnunnar. Hann kvað Júgóslava nú eiga í nýjum erfiðleikum við Rússa, sem væru að reyna að þvinga þá inn í hinar svonefndu „sósíal- ista-búðir“. „f þessum nýja árekstri nota Rússar nákvæmlega sömu að- ferðir og notaðar voru á tíma Stalins", sagði Dedijer. „Við finnum, að Molotov stendur á bak við þetta, og hann hefur ekki fundið upp neitt nýtt. Nú er Júgóslavía beitt efnahagsþving- unum. T. d. hafa Rússar „frest- að“ byggingu stórrar alúmíníum- verksmiðju í Montenegro, sem þeir höfðu lofað. Á sama tíma eiu Rússar að reyna að etja saman ýmsum hópum áhrifamanna inn- an júgóslavneska kommúnista- flokksins". Dr. Vladimir Dedijer lét í ljós trú sína á „öfl sögunn- ar“ með þessum orðum: „Allar leiðir liggja til sósíalismans. Það er ekki hægt að snúa hjóli sög- unnar aftur. Þróun er ákjósan- leg, en bylting kann i sumum til- fellu mað reynast nauðsynleg. Það var þetta sem gerðist í Júgó- slavíu í styrjöldinni. Hins vegar skiptir það öllu máli, að bylting- in er aðeins leið, en aldrei mark- mið út af fyrir sig. Hver sú bylt- ing, sem brýtur þetta grundvall- arlögmál, grefur sér gröfina. Til- raunin í Sovétríkjunum hefur kennt okkur öllum einn stór- mikilvægan hlut: Hvernig fram- kvæmdin á ekki að vera“. egar Dedijer var spurður, hvernig bæri að túlka síðustu tilraun Krúsjeffs til að gera rússneska ríkisbáknið starf- hæfara, svaraði hann: „Þessi við- leitni mun ekki færa Sovétríkj- unum aukinn sósíalisma. Ekkert bendir til þess, að þeir (leiðtog- arnir) muni segja skilið við kenni setningar flokksins og kverktak hans á öllum sviðum mannlífs- ins. Að því er ég fæ bezt séð, er þessi dreifing aðeins tilslökun við valdamenn í iðnaði á hverj- um stað, því hún leiðir til þess að í stað eins skrifstofubákns, sem hefur öll völd, kemúr mikill fjöldi af yfirlénsherrum, sem fá meiri völd en þeir höfðu, þó þau verði ekki miklu meiri. Þessi „dreifing" hefur ekki í för með sér aukin lýðræðisleg réttindi fyrir hinn beina framleiðanda. Hún stefnir í áttina að einhverju, sem líkist „hlutafélags-ríki“, en ekki sósíalista-ríki. Hann hafnaði ekki þeim möguleika, að Sovétskipu- lagið kynni að breytast í ótt sósíalismans, en ekkert í stefnu Rússa inn á við eða út á við gæfi slíkt til kynna. En hann bætti við: „Hver einasti rússneskur hermaður í Búdapest, sem neitaði að skjóta á ungverska verka- menn, er sönnun þeirrar stað- reyndar, að grundvallaratriði evrópskrar menningar hafa ekki enn verið upprætt í Rússlandi — og það þrátt fyrir þá staðreynd, að þar hefur ekki aðeins ríkt „tveggja mínútna hatrið“, sem Orwell skrifaði um, heldur „25 ár af hatri og ógnum“ Stalin- tírnans".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.