Morgunblaðið - 28.05.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 28.05.1957, Síða 1
44. árgangur 118. tbl. — ÞriSjudagur 28. maí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Mikið var um dýrðir í Stokkhólmi á dögunum, er Júlíana Hallands- drottning og Bernhard prins voru þar í opinberri heimsókn. Myndin er tekin við það tækifæri af gestunum. Lengst til hægri stendur Gustaf Adolf Svíakonungur. Ný stjórn H. C. Hansen formlega við í dag Yfirburðir Sjálfstæðismuimu í eldhusdagsumræðunum Stjórnarliðið í vörn allt kvöldið ENDA I>ÓTT stjórnarflokkarnir hefðu þrefaldan ræðutima á við Sjálfstæðisflokkinn í eldhúsdagsumræðunum í gærkvöldi, har þó málflutningur Sjálfstæðismanna af í umræðunum. Allir ræðu- menn flokksins, þeir Ólafur Thors, Jón Pálmason og Sigurður Bjarnason héldu uppi rökstuddri og markvísri sókn á hendur vinstri stjórninni, sem átti það eitt úrræði, að kenna fyrrvérandi ríkisstjórnum öll vandkvæði, sem nú steðja að þjóðinni. Kvað svo rammt að þessu, að sjálfur forsætisráðherrann reyndi að tala sem minnst um aðgerðir og stefnu stjórnar sinnar en fjölyrti því meira um stjórnarframkvæmdir Sjálfstæðismanna á undanförnum áratugum. SVIKIN KOSNINGALOFORÐ Ein ræðuumferð var í umræð- unum í gærkvöldi. Kom það í hlut Sjálfstæðismanna að tala fyrstir. Var Ólafur Thörs, for- maður Sj álfstæðisflokksins fyrsti ræðumaður kvöldsins. Rakti hann í þróttmikilli ræðu, hvern- ig vinstri stjórnin hefði svikið hvert kosningaloforð sitt á fæt- ur öðru, bæði á sviði efnahags- mála, varnarmála og atvinnu- mála. Undir lok ræðu sinnar komst hann þannig að orði, að stjórnin væri sjálfri sér sundurþykk, úr- ræðalaus og máttvana. Hún nyti tekur arsamb.) ráðherra án stjórnar- deildar. ★ ★ ★ lítils trausts, jafnt erlendis sem hérlendis. Ræða Ólafs Thors er birt á öðr- um stað hér í blaðinu í dag. ENDEMISLEG FJÁRMÁLASTJÓRN Jón Pálmason talaði næstur. Ræddi hann aðallega landbún- aðarmál og fjármál. Hann kvað ríkisstjórnina í hvívetna hafa borið hagsmuni bændastéttarinn ar fyrir borð. Fjármálastjórn Ey- steins Jónssonar, sem Framsókn- armenn hældu sér ákaflega af væri með endemum. Rakti ræðumaður síðan hinar gífurlegu hækkanir á fjárlögum, undir for- ystu Eysteins Jónssonar. ÞEIR, SEM SVÍKJA ALLA UM ALLT Sigurður Bjarnason talaði síð- astur af ræðumönnum Sjálfstæð- isflokksins. Hann kvað það hafa sannazt á því langa þingi, sem setið hefur s.l. 8 mánuði að þeir flokkar, sem undanfarin ár hafa lifað á því að lofa öllum öllu hefðu í vetur haft það helzt fyrir stafni að svíkja alla um allt. Ræddi hann síðan nokkuð um uppgjöf stjórnarinnar í efnahags- málum, húsnæðismálum, ofsókn- ir hennar á hendur bönkunum, svikin í landhelgismálinu og loks afstöðu Sjálfstæðisflokksins til nokkurra þýðingarmikilla þjóð- mála. RÆÐUR STJÓRNARLIÐSINS Af hálfu Framsóknarflokksins töluðu Hermann Jónasson, Sigur- vin Einarsson, Hannibal Valde- marsson, Björn Jónsson, Guð- mundur í. Guðmundsson, Friðjón Skarphéðinsson og Bragi Sigur- jónsson. Var það mjög áberandi í þess- um umræðum, að ráðherrarnir og stuðningsmenn stjórnarinnar voru í stöðugri vörn allan um- ræðutímann. RÆBUMENN SJÁLFSTÆÐISMANNA í KVÖLD I kvöld fer fram seinnihluti eldhúsdagsumræðnanna. Tala þá af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins þeir Bjarni Benediktsson, Ingólfur Jónsson og Gunnar Thoroddsen. Kaupmannahöfn, 27. maí. IVLUKKAN 18,30 í dag gekk H. C. Hansen á fund Friðriks konungs og lagði fyrir hann ráðherralista hinnar nýju ríkisstjórnar, sem hann hefur myndað með samvinnu jafn- aðarmanna, róttækra og Réttarsambandsins. Áður höfðu stjórnir flokkanna þriggja haldið fundi og samþykkt verka- skiptingu ráðherranna. Stjórnin hefur að baki sér 93 þing- sæti af 179. Minnihlufasfjórn mynd- uð i Finnlandi Helsingfors, 27. maí. OTJÓRNARKREPPAN í Finnlandi var leyst í dag með myndun minnihlutastjórnar, sem Bændaflokkurinn, Sænski og Finnski flokkurinn styðja. Forsætisráðherra í hinni nýju stjórn er Sukselain- en úr Bændaflokknum, en flokksbróðir hans Virolainen er utan- ríkisráðherra. Ráðherrar Bændaflokksins eru sjö, Sænski og Finnski flokkurinn eiga þrjá ráðherra hvor og auk þess hefur einn óháður þingmaður tekið við ráðherraembætti. Hin nýja stjórn er skipuð 16 mönnum, 9 jafnaðarmönnum, 4 róttækum og 3 frá Réttarsam- bandinu. H. C. Hansen er sjálfur forsætis- og utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra er Kampmann (jafn.), menntamálaráðherra J. Jörgensen (rótt.), varnarmála- ráðherra P. Hansen (jafn.), við- skiptamálaráðherra K. Philip (rótt.), Dahlgaard (rótt.) fer með efnahagsmál og norræna sam- vinnu, S. Olsen (Rréttars.) er innanríkisráðherra, Bomholt (jafn.) félagsmálaráðherra, Sund vand (jafn.) atvinnu- og hús- næðismálaráðherra, H. Hække- rup (jafn.) dómsmálaráðherra, J. O. Krag (jafn.) fer með utan- ríkisverzlun, B. Koch (jafn.) kirkjumálaráðherra, Pedersen (Réttars.) fiskimálaráðherra., K. Skytte (rótt.) landbúnaðar- málaráðherra, K. Lindberg (jafn.) samgöngu- og Grænlands- málaráðherra, V. Starcke (Rétt- WASHINGTON, 27. maí — Richards, sérstakur sendimað- ur Eisenhowers forseta, sem fór til V-Asíu-landanna til þess að kynna stjórnum þeirra Einn nýr jafnaðarmaður er í stjórn H. C. Hansens. Meðal þeirra, sem voru í fyrri stjórn H. tC. Hansens, en ekki eiga sæti í þessari, eru Ernst Christiansen (aðstoðarutanríkisráðh.), Lis Gro (verzlunarmálaráðh.), sem ekki er meðlimur þingsins og lætur af ráðherraembætti samkv. eigin ósk. Nokkrir þeirra, sem sitja áfram í stjórninni, hafa fengið Frh. á bls. 2. NEW YORK, 27. maí. — Birt hefur verið afsökunarbréf, er Sjang Kai-Shek hefur sent Eisenhower vegna atburðanna á Formósu undanfarna daga. „Eisenhower-áætlunina“, gaf öldungadeild Bandaríkjaþings í dag skýrslu um för sína. Á ferð sinni ræddi hann við stjórnir 15 ríkja og ferðaðist Af ráðherrunum í þessari nýju stjórn eru 11 nýir, en aðeins þrír af ráðherrum hennar sátu í stjórn Fagerholms. 30 þús. mílur. Kvað hann för sína hafa borði mikinn árang- ur, sem nú þegar væri sýni- legur. Þessar þjóðir óskuðu ekki eftir því að verða komm- únismanum að bráð og för hans hefði miðað að því að rétta þeim hjálparhönd. Lengi var ekki séð hvort Sænski flokkurinn hygðist styðja Sukselainnen til stjórnar- myndunar, en eftir mikil funda- höld og umræður var ákvörðun- in tekin, en Sænski fiokkurinn hefur ekki átt fulltrúa í ríkis- stjórn nú nokkur síðari árin. Þessi nýja stjórn hefur að baki sér 79 af 200 meðlimum þingsins. Meinander fjármálaráðh. hefur verið skipaður aðstoð- arforsætisráðherra, en kjósa verður nýjan þingforseta í stað Sukselainen, hins nýja forsætisráðherra. Víst þykir, að jafnaðarmönnum muni . Frh. á bls. 2. Lögin eða þjóðin ákveða ekki lengur hvaða þingmenn eru réttkjörnir Gunnlaugur Þórðarson látinn þingi. Hefði dr. Gunnlaugur Þórð Saka sendiráðsmenn nm njósnir Richards ánœgður með Asiu-tÖrina atsala sér þingmennsku ÁÐUR en gengið var til dagskrár á fundi Sameinaðs þings í gær svaraði forseti, Gunnar Jóhanns- son, fyrirspurn sem Bjarni Bene- diktsson hafði beint til hans um þingsetu dr. Gunnlaugs Þórðar- sonar s.l. miðvikudag á fundi Sameinaðs þings. Forseti las upp allanga greinargerð, þar sem að- alefnið var, að bæði þeir dr. Gunnlaugur og Bragi Sigurjóns- son hafi löglega tekið sæti á arson síðan vikið af þingi vegna þess að aðalmaður, Guðmundur í. Guðmundsson, kom aftur til þings. Hinsvegar væri sá maður, sem Bragi Sigurjónsson sseti fyr- ir, Pétur Pétursson, enn ókominn til þings. Varamaður virðist eiga að sitja, sagði forseti, þar til að- Frh. á bls. 2. WASHrNGTON, 27. maí — Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna tilkynnti í dag, að ung- verska stjórnin hefði sakað starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins í Ungverjalandi um njósnir og hefði farið þess á leit við utanríkisráðuneytið, að starfsliði sendiráðsins yrði fækkað. Hefur því heyrzt fleygt, að Bandaríkjastjórn hyggist kalla heim hluta sendi ráðsstarfsmannanna í Ung- verkalandi og krefjast þess jafnframt, að jafnmikill hluti ungverskra sendiráðsstarfs- manna í Baudaríkjunum hverfi heiin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.