Morgunblaðið - 28.05.1957, Side 3
Þriðjudagur 28. maí 1957
MORGVTSBLAÐIÐ
f
Nokkrir ieikarar í skrúðgöngunni á sunnudaginn.
Skemmtileg iþrótta-
revya í vonsku veðri
iÞRÓTTAREVÝA blaðamanna og
leikara fór fram á íþróttavellin-
um á laugardaginn samkvæmt
gerðri áætlun og urðu þar ekki.
neinar tafir eða breytingar á aðr-
ar en þær að sleppa varð gaman-
vísnasöng, þar eð leikkonan er
ayngja skyldi hafði veikzt á laug-
ardaginn. Það mun hafa verið hin
almenna skoðun hins mikla
mannfjölda, sem saman var
kominn á Iþróttavellinum til þess
að horfa á íþróttarevýuna, að hún
hafi heppnast ágætlega, en sunn-
anstrekkingur og rigningaskúrir
var, og. í slíku veðri er heldur
óskemmtilegt að vera á íþrótta-
Vellinum.
Stjórnendur þessarar revýu
lögðu á það áherzlu með góðum
árangri að gestir þurftu aldrei að
bíða eftir neinu skemmtiatriði, þar
rak hvert annað og fór allt fram
eftir gerðri áætlun.
Af einstökum mönnum, sem
þátt tóku í þessari miklu hátíð
og einkum vöktu hlátur og gleði
meðal áhorfenda voru Frænka
Charles, en allir þátttakendur
gengu í leikbúningum ýmsum frá
Þjóðleikhúsinu og suður á íþrótta
völl og voru þá leikarar í ýms-
um þeim gerfum, sem þeir hafa
komið fram í á leiksviði.
Frænka Charles sýndi sig í að
vera liðtæk er hún gekk með sig-
ur af hólmi í lyftingum og eins
í boðhlaupskeppninni. — Einnig
sveitamaður einn, sem kom á hesti
inn á leikvöllinn er knattspyrnu-
keppnin stóð sem hæst, og tók að
Þorsteinn Ö., með „höfuðregn-
hlífina“, og Vignir blaðamaður
eigast við.
bjóða keppendum £ nefið og brenni
vínstár. Þorsteinn Ö. Stephensen,
sem var meðal fótboltamanna,
hafði allra manna beztan höfuð-
búnað, höfuðregnhlíf sem kom sér
vel er skúr gerði í miðjum leik.
Þá þótti lýsing Hauks Óskars-
sonar á kappleiknum fjörleg og
voru menn á einu máli um að hann
ætti að taka sér að lýsa fótbolta-
leikum, almenn„ fyrir útvarpið.
Lauk íþróttarevýunni með loka-
söng, en áhorfendur.tóku undir og
að síðustu hrópuðu leikarar og
blaðamenn, er þátt höfðu tekið í
hátíðinni, ferfallt dynjandi húrra
fyrir áhorfendum.
Haraldur Guðmundsson
kominn til Ösló
STÓRBLAÐIÐ Aftenposten í
Osló birti þessa mynd á laugar-
daginn af hinum nýja ambassador
íslands í Noregi, en hann kom
til Osló á föstudaginn ásamt fjöl-
skyldu sinni með skipinu Kron-
prins Olav, frá Kaupmannahöfn.
Blaðið getur þess að koman til
Osló hafi verið sérlega ánægju-
leg fyrir hinn nýja ambassador
þar eð hið fegursta veður hafi
verið þar. Þorleifur Thorlacius
og frú, ásamt aðalræðismanni ís-
lands í Osló, Ivar Giæver-Krogh
tóku á móti fjölskyldunni.
Haraldur Guðmundsson sagði
við fréttaritara Aftenposten, að
sér væri ekki kunnugt um nein
stórkostleg vandamál í sambúð
íslendinga og Norðmanna, sem
hann þyrfti að vinna við lausn
á. Hann lýsti ánægju sinni yfir
því að vera kominn til Noregs.
Blaðið getur þess í sambandi
við afskipti Haraldar Guðmunds-
sonar af stjórnmálum á íslandi,
að hann hafi tekið ákveðna af-
stöðu gegn kommúnistum og hafi
alla tíð verið í hægri fylkingar-
armi Alþýðuflokksins.
Haraldur Guðmuudssou og fjöldskylda haus við komuua til Osló.
Stjórnarsinnar neita að
bankafrumvarpinu til
vísa Lands-
nefndar
Þr'ir Jbingmanna Jbeirra greiddu
atkvæði móti tillögu Hermarms
í GÆR voru bankamálin til
umræðu í Efri deild Alþingis.
Gerði Jón Kjartansson það að
tillögu sinni við lok fyrstu
umræðu að framvarpinu um
Landsbankann yrði vísað til
fjárhagsnefndar svo sem þing-
leg venja er. Hermann Jónas-
son hafði í framsöguræðu
sinni með frumvarpinu lagt
til að því yrði ekki vísað til
nefndar heldur afgreitt sam-
stundis. Fór fram atkvæða-
greiðsla um tillögu Jóns Kjart
anssonar og klofnuðu stjórn-
arsinnar um máhð.
Greiddu þeir Bernharð Stef-
ánsson, forseti deildarinnar, Al-
freð Gíslason og Páll Zóphanías-
son atkvæði með því að þinglegri
venju yrði fylgt og málinu vísað
til fjárhagsnefndar. Þó fór svo að
tillagan féll á jöfnum atkvæðum
7:7, en þrír voru fjarstaddir. Hér
er um einstakan atburð að ræða
og sýnir það hve mjög stjórn-
inni er í mun að fá bankafrum-
vörp sín samþykkt, að hún svífst
þess ekki að brjóta út af þeirri
venju um meðferð mála á Al-
þingi sem gilt hefir þar. Hingað
til hefir það verið venja, sagði
Jón Kjartansson í ræðum sínum
um málið að nefndir fái þau frum
vörp, sem fyrir Alþingi liggja til
athugunar og réttilegrar af-
greiðslu. En í þetta sinn er málið
hespað af án þess að þessari föstu
reglu sé fylgt og málið fær ekki
formlega meðferð.
Mikla athygli vakti á fundi
deildarinnar, að þrír þingmanna
stjórnarflokkanna sem áður eru
taldir, töldu sig ekki geta greitt
beiðni Hermanns Jónassonar at-
kvæði og brotið með því þær
starfsvenjur sem á þingi hafa
gilt.
Alfreð Gíslason gerði grein fyr
ir atkvæði sínu, en nafnakall var
haft um tillöguna. Kvað hann
beiðni hafa fram komið um það
að vísa málinu til nefndar, og
teldi hann rétt að verða við
þeirri ósk.
Hermann Jóiiasson tók aftur
til máls og sagði, að hann hefði
farið fram á það við formenn
beggja fjárhagsnefnda, að þeir
rannsökuðu í sameiningu frum-
varpið á fundum sínum. Því sæi
hann enga ástæðu til þess að vísa
málinu *iú til fjárhagsnefndar
Efri deildar, þar sem hún hefði í
raun og veru áður haft tækifæri
til þess að athuga málið.
Gunnar Thoroddsen kvaðst
furða sig mjög á þeim vinnu-
brögðum Hermanns Jónassonar,
að neita að vísa málinu til nefnd-
ar. Kvað hann hér um mjög mik-
ilsverð frumvörp að ræða og
varðaði annað stjórn sjálfs þjóð-
bankans. Kvað hann með fádæm-
um að ætla að reyna að knýja
málið í gegnum deildina, án
þess að vísa því til nefndar.
Sigurður Ólafsson upplýsti að"
fjárhagsnefnd Efri deildar hefði
setið á þremur fundum með fjár-
hagsnefnd Neðri deildar um mál-
ið, þegar það var til umræðu í
Neðri deild. En ljóst var, að þar
var ekki um neina fullnaðarat-
hugun að ræða. Var frumvarpið
aðeins lesið yfir og nokkrar at-
hugasemdir gerðar, enda athug-
aði fjárhagsnefnd Neðri deildar
frumvarpið miklu ýtarlegar á
öðrum fundum. Á því stigi hefði
fjárhagsnefnd Efri deildar líka
verið útilokuð frá því að gera
nokltrar breytingartillögur um
málið, og ætti hún því eftir að
ræða það miklu nánar. Fór at-
kvæðagreiðslan síðan fram um
að vísa Landsbankafrumvarpinu
til fj árhagsnefndar, og urðu úr-
slit hennar þau sem fyrr segir, að
tillagan var felld á jöfnum at-
kvæðum, enda þótt stjórnar-
sinnarnir þrír gengju á móti
stjórninni við atkvæðagreiðsl-
una.
Síðan fór fram atkvæða-
greiðsla um Útvegsbankafrum-
varpið og var fellt með 8: 5 að
vísa því til fjárhagsnefndar. —
Frumvörpin eru til annarrar um-
ræðu á fundi deildarinnar í dag.
Kleppur
50 ára
IGÆRDAG voru liðin 50 ár
frá því að geðveikrahælið að
Kleppi — elzti spítali ríkisins —
tók til starfa undir stjórn Þórð-
ar Sveinssonar, sem fyrstur ís-
lenzkra lækna gerði geðsjúk-
dóma að sérgrein sinni. Sjúk-
lmgur sá er fyrstur var skráður
á sjúklingaskrá spítalans, var
þar samfleytt í kringum 48 ár,
og þar eru enn nokkrir sjúk-
lingar er verið hafa þar í ára-
tugi. Gamli spítalinn að Kleppi
var upphaflega ætlaður fyrir um
70 sjúklinga. Árið 1929 var
Kleppssspítalinn stækkaður með
mikilli viðbótarbyggingu, Nýja
spítalanum.
V
Efri myndin er tekin af Kleppsspítalanum eins og hann er í dag
og er myndin tekin í holtinu fyrir ofan spítalann. Þessa mynd
tók Ragnar Vignir. — Neðri myndin er af Kleppsspítalanum
árið 1908, ári eftir að hann tók til starfa. Myndin er einnig tekin
ofan af holtinu fyrir ofan spítalann, en nokkuð frá þeim stað
sem efri myndin er tekin.
Adenauer onnum kafinn
Fram til ársins 1940 voru þeir
yfirlæknar þar dr. Helgi Tómas-
son og próf. Þórður Sveinsson
er þá lét af störfum fyrir aldurs
sakir. Þá var dr. Helgi Tómas-
son gerður að yfirlækni og spít-
alarnir sameinaðir og þá sú skip-
an gerð að hafa þar til starfa
með dr. Helga aðstoðarlækna og
er Þórður Möller nú fyrsti að-
stoðarlæknir, en Skúli Helgason
annar. Nú eru á Kleppi alls nær
300 sjúklingar.
WASHINGTON, 27. mai. —
Adenauer ræddi um helginá
við Eisenhower forseta að
sveitasetri hans í Gettysburg.
í morgun komu þeir til Was-
hington og héldu viðræðunum
áfram þar. Einnig tóku þátt í
viðræðunum utanríkisráðherr-
arnir Dulles og von Brentano,
auk sérfræðinga.
Aðallega snúast viðræðurn-
ar um sameiningu Þýzkalands
og afvopnunarmálin og mun
Adenauer leggja mikið upp úr
því að niðurstaða viðræðn-
anna verði slík, að hann og
flokkur hans megi hagnast á
þeim í kosningunum, sem fara
tium í haust.