Morgunblaðið - 28.05.1957, Side 9

Morgunblaðið - 28.05.1957, Side 9
Þriðjudagur 28. maí 1957 MORGVIVBT AÐtÐ 9 Þjóðleikhúsið: Sumar í Tyrol Óperetta eftir Hans Miiller og Ralph Benatzky. Leikstj. Sven Áge Larsen. Hljómsveitarstjóri: Dr. Victor Urbancic. ÓPERU- eða óperettusýningar Ljóðleikhússins á vorin bregðast nú orðið aldrei fremur en koma kríunnar í Tjarnarhólmann. — Og eins og hún, eru þessar sýn- ingar sannkallaður vorboði, — fyrirheit um líf og fjör um ljósa daga eftir drunga vetrarins. — Þess vegna er það Reykvíking- um jafnan gleðiefni, er það berst um bæin nað ný ópera- eða óper- etta sé í uppsiglingu. — Þeir vita, sem er, að þá er ekki langt undan, að mönnum gefist kostur á að gleyma önn og striti dags- ins eina kvöldstund við söng og gleði í salarkynnum Þjóðleik- hússins. Að þessu sinni er það „Sumar i Týrol“, sem brosir við leikhús- gestum og býður þeim flest það, sem hugurinn girnist og augað kætir. — Óperetta þessi er eftir austurríska tónskáldið Ralph Benatzky (f. 1887), en hann er talinn með fremstu óperettutón- skáldum, sem nú eru uppi. Upp- runalegt heiti óperettunnar er „I Hvíta hestinum (Im weissen Rössl), en það er nafn á gisti- húsi í Týrol. Fer leikurinn fram úti fyrir dyrum gistihússins í fögru umhverfi, nokkrum árum fyrir heimsstyrjöld. — Fyrir mikla rausn og snilli Lárusar Ingólfssonar, sem gert hefur leik- tjöld og teiknað búninga, getur þ.arna að líta tign og fegurð austurrísku Alpanna, blátært fjallavatn og ungt fólk í litrík- um þjóðbúningum, er svífur um sviðið með söng og dansi. Ást og afbrýði eru uppistaða og ívaf leiksins, — gömul og góð „tradition“ í þessari listagrein. — í fyrstu horfir þunglega um þróun málanna, meðal annars fyrir ofstopa Ævars Kvarans, eða réttara, Giesecke, verksmiðju- eiganda, — og tilkomu mála- fóerslumanns nokkurs, Siedlers að nafni, sem er slóttugur og varasamur náungi eins og kolleg- ar hans bæði hér og annarsstað- ar, svo sem kunnugt er. — Þó endar allt iens og í sögu, sem sjá má af því, að leiknum lýkur með ekki minna en þreföldu trúlof- unargildi. Leikstjórinn danski, Sven Áge Larsen, hefur sett óperettuna á svið og annast leikstjórnina. Ber sýningin það með sér, — eins og sýningin á „Kátu ekkjunni", sem Larsen stjórnaði hér í fyrra, að hann er mikilhæfur kunnáttu- maður um leikstjórn. En auk þess er hann balletdansari og ballet- skáld og hefur samið dansana í óperettunni og æft þá.—Óperetta þessi gerir miklar kröfur til leik- stjórans. — Hún er mannmörg og því margs að gæta, og þar er allt á stöðugri hreyfingu. Varðar því miklu að staðsetning- ar allar séu eðlilegar og stöðu- skiptingar hraðar og árekstrar- iausar. Þennan vanda hefur leik- stjórinn leyst með ágætum. — ur, enda ber sýningin þess nokk- ur merki. — Að vísu gera flest hlutverkin meiri kröfur til leiks en söngs ,en nokkur þó ekki síð-% ur til söngsins. Svo er t.d. um aðalhlutverkin tvö, Josefinu Vogelhuber, húsmóður í „Hvíta hestinum", sem sænska leikkon- an frú Evy Tibell leikur og Leo- pold Brandmeyer, yfirþjón, sem Bessi Bjarnason fer með. — Frú Tibell hefur hlutverkið fullkom- lega á valdi sínu, er fríð sínum og leikandi létt og glettin, svo sem vera ber. Rödd hennar, sem að vísu virðist ekki mikil, er blæ- fögur og frúin beitir henni af kunnáttu og athyglisverðri smekkvísi. Leikur Bessa í hlut- verki yfirþjónsins er yfirleitt mjög góður, bæði þegar hann gefur sér lausan tauminn í gleði og gáska og ekki síður þegar hann er sem þyngst haldinn af vonlausri ást og afbrýði. — Eyk- ur hann nú hróður sinn með hverju nýju hlutverki. — En þó er sá ljóður á ráði hans nú, að hann leikur meira með fótunum, ef svo mætti segja, en góðu hófi gegnir. Hann beitir þessu leik- bragði á mjög skemmtilegan hátt í Tehúsinu enda vakti það mik- inn fögnuð áhorfenda. En hann skyldi vera minnugur þess, að það er ekki hættulaust að endur- Yfirlitsmynd yfir sviðið. Sviðið tæmist á svipstundu, þrátt taka slík brögð þó vel hafi gef- fyrir fjöldann og allir eru aftur komnir á sinn stað hávaðalaust og svo fljótt sem veifað sé hendi. En margur annar vandi hefur orðið á vegi leikstjórans og þá fyrst og fremst sá að skipa heppi- lega í hlutverk með tilliti til hvortveggja, leiks og söngs. En í því efni er því miður ekki um auðugan garð að gresja hjá okk- Bessi Bjarnason og Evy Tibell ist á sínum tíma. — Bessi er vissulega fyrsta flokks þjónn bæði um framkomu og hugarfar? en því miður er hann þess ekki umkominn að „servera“ okkur fyrsta flokks sönglist — sem reyndar er ekki tiltökumál. Eins og áður er sagt, leikur Ævar R. Kvaran Giesecke, verk- smiðjueiganda, efnaðan náunga og uppstökkan, sem allt hefur á hornum sér, en er þó til í tuskið við konurnar ef svo ber undir. Er leikur Ævars mjög skemmtilegur, fullur glettni og ágætri kxmni. Hefur Ævar sýnt það áður, að hann er bráðsnjall gamanleikari. — Þá er Helgi Skúlason hreint furðuverk í hlut- verki ,,kvennagullsins“ Sigis- munds Súlzheimers. — Fer þar saman afbragðs leikur og skemmtilegt gerfi. — Auk þess fer Helgi prýðilega með gaman- vísurnar sem han syngur. — Leikur Baldvins Halldórssonar í hlutverki Hinzelmanns prófess- ors, er einnig ágætur. Túlkar hann af nærfærni og næmum skilningi þennan hógværa og lítilsiglda kennara, sem ber ut- an á sér þreytandi stílaleiðrétt- ingar og langar innisetur. — Og gerfi hans hæfir persónunni eink- ar vel og er með þeim ágætum að einna helst minnir á listilega gerða pennateikningu eftir Kjarval. Ólafur Jónsson leikur Siedler málaflutningsmann, ekki ólaglega og hann hefur auk þess dágóða söngrödd. Hið sama má segja um Hönnu Bjarnadóttur, er leikur Ottillie, dóttur Giesecke. Sólveig Sveinsdóttir leikur póst- þernu og gerir hlutverkinu all- góð skil, syngur laglega og fer vel með jóðlið. Þá sómir Gest- ur Pálsson sér vel í gerfi hins aldurhnigna keisara, Franz Jósefs. — Sérstök ástæða er til að nefna hér Helga Tómasson, hinn unga ballettdansara, sem — Bezt að ouglýsa i Morgunblaðinu — Miðstöðvarkatlar o*g oHíugeymar fyrir húsaupphitun sTAÍSM I'ÐJa H/F Símar: 6570 og 6571. fer með töluvert hlutverk og stendur sig prýðilega, auk þess sem hann dansar sólódans með hinni heillandi litlu dansstjörnu Önnu Guðnýju Brandsdóttur. — Ballettmeyjarnar eru hver ann- arri fallegri og dans þeirra mjúkur og svifléttur. — Þar ber þó af sólódansmærin Bryndís Schram, með fögrum hreyfingum sínum og yndisþokka. Tónlistin í óperettu þessari er létt og skemmtileg og mörg lög- in gamlir og góðir kunning'jar. Á einstaka lagi og ljóði er nokkur revíubragur og var því vel tekið af áheyrendum. Leikhúskórinn syngur þarna með sínum góðu röddum og Sinfoniuhljómsveit Islands leikur undir stjórn Dr. Urbancic. Er leikur hljómsveitar- innar hinn ágætasti, en nokkuð bar á ósamræmi milli hljómsveit- ar og kórs ,en það stendur vit- anlega til bóta. Ljósameistarinn, Hallgrimur Bachmann, á sinn mikla þátt í því hve skemmtilegt og fallegt leiksviðið er. Loftur Guðmundsson hefur þýtt óperettuna og leyst það verk af hendi með sóma, enda er hann manna orðhagastur og ljóðasmið- ur góður. Leikhúsgestir tóku sýningunni forkunnar vel. Sigurður Grímsson. Skúli og Anna Brandsdóttir. Framköllun Kopiering Fljót og góð vinna. — Afgr. í Orlof sbúðinni, Hafnarstræti 21. Sven Age Larsen leikstjórL InnfButningsleyfi fyrir bifreið á Þýzkaland, óskast. Tilboð leggist inn á afgr. Morgbl. merkt: 10.000 —5187. Stúlka óskast til starfa í sveit á Norðurlandi í sumar. Fríar ferðir og hátt kaup í boði. Uppl. í síma 1373, eftir hádegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.