Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 10
10 MOnaVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. maí 1957 Ingvar Guðmundsson skrifar Keflavíkurbréf Ljósm.: Sverrir og Einar. hafa .við hana haft og ekki þekkja neitt til hinna erfiðu aðstæðna hér. En það er ekki rétt að sKella allri sökinni á afgreiðslustúlkurn ar, sem þúa við svo léleg vinnu- skilyrði sem raun ber vitni. Félagslíf hefur verið hér mikið og gott í vetur, þótt erfiðleikar hafi verið miklir hjá ýmsum félögum með húsnæði fyrir starf- semi sína. Leikstarfsemi er nú að glæðast hér aftur. í fyrravetur starfrækti Heigi Skúlason hér leikskóla og þá um vorið sýndu nemendur hans gamanleikinn Penelope við mikla hrifningu. Nú hefur þetta unga fólk stofnað með sér félagsskap er nefnist Kefla- víkurleikhúsið og er fyrsta við- fangsefni þess gamanleikurinn Er nokkur æfing var fengin, voru þau fáu hljóðfæri sem til voru, tekin fram en þeir hljóðfæra- lausu urðu að notast við bekki og borð og á þann hátt halda taktin- um. Með samskotum bæjarbúa og framlagi bæjarins rættist úr hljóðfæravandamálinu og allir fengu sitt hljófæri, borð og bekk- ir fengu að vera í friði og æfing- ar hófust fyrir alvöru. Var þá komið fram í aprílmánuð og ákveðið að hljómsveitin skyldi leika fyrsta sinni opinberlega 17. júní. Fannst mörgum um hlægi- lega bjartsýni að ræða, en svo var ekki því kl. 2 17. júní, hóf Lúðra- sveit Keflavíkur göngu sína í broddi fylkingar og lék göngulög engu síður en lúðrasveit sem æfð hefur verið að kappi langt skeið. Síðan hefur lúðrasveitin komið fram 15 sinnum og skemmt bæjar búum með leik sínum. Yngsti meðlimur sveitarinnar er 13 ára gamall en sá elzti 43 ára. Með- limir hennar eru tuttugu og æfa þeir nú af kappi fyrir væntan- legt landsmót lúðrasveita, sem haldið verður í júní á Akureyri. Ég leit snöggvast inn á æfingu þeirra fyrir nokkru og verð ég að segja að þar er ekki slegið slöku við. Stjórnandinn Guðmundur Norð dahl stóð fyrir framan sveitina með taktstokkinn í hendi og stjórnaði. Líkaði honum ekki eitt- hvað barði hann í borðið og lét endurtaka. Og þeir endurtóku það sem hann sagði fyrir aftur og aftur með mestu þolinmæði. Það er líka þoiinmæðin sem giid- '**v a *k* y ir" *■$”'** sn' s ■“ y'' Póst- og símahúsið við Hafnargötu. NÚ ER LOKIÐ eini þeirri léleg- ustu vertíð, er hér hefur komið um langt árabil. Allmargir bátar hafa nú tekið reknet um borð og hafið rek.netjaveiðar. Hafa þeir aflað vel og er síldin fryst fyrir erl. markað. Á vertíðinni réru héðan 46 bátar og var heild- arafli þeirra 15,274 lestir. Meðal- afli hjá bát var 332 lestir eða 4,7 lestir í róðri. Aflahæstu bátarnir voru Kópur, sem var með óslægt 691,5 lestir eftir 91 róður og Hilm ir með 571,6 lestir af slægðu eftir 92 róðra. Er afli þessara báta svipaður og er erfitt að gera upp á milli þeirra. Hásetahluturinn á Kóp var 27,288,00 krónur, en á Hilmi 26,400,00 krónur. í fyrra var heildarafli þeirra 44 báta er vertíð stunduðu 18,500 lestir og var þó sú vertíð talin fremur lé- leg, enda höfðu á vertíðinní þar áður (’55) borizt á land 22,005 lestir af 38 bátum. Mikil bjartsýni ríkir nú hjá mörgum varðandi komandi síld- arvertíð. Nú þegar í byrjun maí- mánaðar mun vera fullráðið á flest síldarskipin. Er það óvenju- legt, að minnsta kosti nú seinni árin, að menn hafi svo mikinn fyrirvara með ráðningu sína á síldarskipin og er vonandi, að þetta viti á mikla síld. Nú þegar fiskiskipin halda úr höfn á hin fjarlægu síldarmið og kyrrð færist yfir í höfninni, er hin rétti tími kominn til að vinna að endurbótum á mannvirkjum þar og bæta iendingarskilyrðin, því vægast sagt eru þau afar lé- leg. Þótt hér sé um að ræða eina af þýðingarmestu höfnum lands- ins, hefur lítið verið gert til að bæta úr því öngþveiti, sem jafn- an skapast á hverri vertíð, vegna þrengsla. Það var sumarið 1955, sem síðast var að nokkru ráði unnið í höfninni, en þá var ein bátabryggjan lengd um 35 metra. Það er næsta furðulegt, hversu lítið er unnið að hafnarbótum hér, þegar tillit er tekið til þeirra verðmæta, sem hér fara um höfn- ina. Þessi höfn er ekki aðeins fyr 37000 tunnur af söltuðum hrogn- um og saltsíld. Þess má geta hér, að samkvæmt frétt Mbl., hlóðu Fossarnir um 13 þúsund lestir af fiski af höfnum kringum landið, eftir að þeir komu úr verkfallinu í vetur. INFLUTNINGUR: Ca. 6000 lestir af salti og sem- enti. Ca. 30 þúsund lestir af benz- íni, flugvélabenzíni, þrýstilofts- vökva og brennsluolíu. Á vertíð- inni hafa haft fastaviðlegu í höfn inni um 50—60 fiskiskip, en í höfn ina hafa komið um 80 fiskiskip að meðaltali á mánuði með sam- tals 6300 viðkomudaga á þessu fyrrnefnda tímabili. Þessi fiski- skip lönduðu um 13000 lestum af fiski. ★ Og enn jókst skipakoman í aprílmánuði, en þá komu hér við 103 fiskiskip, þar af 20, sem ekki höfðu komið áður á vertíðinni. Það var ekki svo lítill floti, er hingað leitar bæði til löndunar á afla sínum eða þá undan Sveðri. Og í höfninni geta aðeins 16 fiski- skip landað afla sínum á sama tíma og er þá reiknað með að fyr- ir sé eitt flutningaskip. Vegna þess hversu skip eru hér mörg og fá lendingarrúm, verður að skipu leggja mjög nákvæmlega alla af- fermingu, en skipin eru af- greidd eftir þeirri röð, sem þau koma af miðunum. Einn maður er í þessu starfi og fylgist hann nákvæmlega með allri löndun. Þegar skipin koma í höfnina hef- ur hann samband við skipstjór- ana og segir þeim til um ástand- ið. Hefur hann gjallarhorn eitt mikið, sem tengt er rafhlöðu, og getur hann borið það með sér eftir bryggjunum. Án þessa ágæta verkfæris væri þetta starf bryggjuvarðarins næstum óvinn- andi. Oft lenda þeir í því, sem seint koma að landi, að bíða all- langa stund, þar til þeir, sem fyr- ir eru, eru búmr að landa sínum afla. Þetta getur komið mjög ilia við þá, sem seint eru á ferð og Hluti bátaflotans í höfn að ræða hina opinberu þjónustu. Einstaklingar og félög hafa aftur á móti fylgzt vel með vextinum og reist ýmis fyrirtæki til þjón- ustu fyrir íbúana. Opinberum stofnunum hér mætti helzt líkja við brúðguma, sem klæðist ferm- ingarfötum sínum. Við höfum hér t.d. lögreglu- stöð, sem byggð var í síðustu heimstyrjöld af hernum. Póst- og símaþjónusta, er enn í húsi, sem hyggt var 1937, en það er einlyft steinhús 117 fermetrar að stærð með niðurgröfnum kjallara. Upp- haflega var þetta hús einnig byggt sem íbúðarhús símstöðvar- stjóra, en þá voru simnotendur heldur ekki fleiri en um 50. Nú hefur allt húsið verið tekið undir þjónustu póst og síma. Á þessum stað er mikið annríki og verða viðskiptavinir umfram allt að temja sér mikla þolin- mæði. Nú eru skráðir hér 480 símnotendur og skal engan undra þótt afgreiðsla sé ekki góð ef litið er á þau vinnuskilyrði, sem af- greiðslustúlkurnar búa við. Á stöðinni vinna 27 stúlkur og þegar flestar eru á vakt eru þær 12. Stúlkurnar vinna í herþergi, sem er um 30 fermetrar að stærð, en á þessum gólffleti er fyrirkomið ýmsum tækjum símans svo sem 10 símaafgreiðsluborðum, rítsíma borði (teleprinter), fyrirferðar miklum microbylgjutækjum, er gefa frá sér mikinn hita og á veggjum eru skápar miklir, sem hafa að geyma símatengingar, en við þær starfar að jafnaði einn maður. Með öll þessi tæki í vinnusalnum gefur að skilja, að ekki er mikið svigrúm eftir fyrir stúlkurnar. — Þær hafa sína kaffistofu og mætti halda, að þar gætu þær hvílt sig í næði, í kaffitímanum en því mið ur er ekki ávallt svo. Fyrir kemur að pósturinn verður að taka þetta herbergi fyrir geymslu, þá er mik ið berst að af póstbögglum, það er einkum um hátíðar. Símanum er skipt niður i tvær deildir A og B. Þeir notendur, sem númer nafa fyrir neðan 600, eru í A deild og eru þeir því leyti betur settir en hinir, að ein stúlka getur afgreitt samtöl þeirra, svo framarlega sem þeir biðja ekki um númer yfir 600, en viðskiptanúmer eru flest öil í þeirra deild. Þeir, sem eru í B deild, þurfa oftast að fá afgreiðslu á tveimur borðum og er það ákaflega tímafrek af- greiðsla, þegar mesta álagið er á símanum. ★ Því er það, að þegar þeir, sem hingað koma frá höfuðstaðnum, rekur í rogastanz, er þeir þurfa að nota okkar síma. Er það orðið aðkallandi að fá hér sjáltvirka símstöð. Keflavík mun nú vera kominn allmikið upp fyrir þann notendafjölda, er var á Akureyri, þa sjalfvirka stöðin var þar sett upp og var ástandið þá talið þar með öllu óviðunanlegt. Ég hef að- eins skrifað hér um innanbæjar símann, en að sjálfsögðu afgreið - ir stöðin hér fjöldann allan af langlínusamtölum. Fyrir nokkru var settur upp hér mikill turn og eftir að hann var tekinn í notkun getur stöðin haft 24 símsambönd við Reykjavík þráðlaust. Vissu- lega er bót í því hversu mikið er hægt að bæta við stöðina eins og er búið að henni nú. Því miður hefur stöðin fengið á sig óorð af þeim, sem viðskipti- Gimbill, er Leikfélag Reykjavík- ur sýndi á sínum tíma. Það er Helgi Skúlason sem setti leikinn á svið og stjórnar honum. Ég get ekki látið hjá líða að lokum að minnast örlítið hér á tvö ung og þróttmikil félög og á ég þar við Karlakór Kefla- víkur og Lúðrasveit Keflavíkur. Segja má að starfsemi þessara fé- laga hefjjst með komu Guðmund ar Norðdahl er hann flutti hingað. Er Guðmundur mikill áhugamað- ur um tónlist, enda er hann vel menntaður á því sviði. Vakti hann brátt áhuga söngmanna á stofnun karlakórs og fór svo að kórinn var stofnaður 1. desem- ber 1953 og hafa verið reglu- bundnar æfingar síðan. Bæjar- búar tóku þessum félagsskap þegar tveim höndum, enda var tala styrktarfélaga þegar komin upp í 200 er kórinn hélt sinn fyrsta samsöng annan í hvíta- sunnu 1955. Síðan hefur kórinn ferðazt all- mikið um og haldið söngskemmt- anir og hvarvetna hlotið lof áheyrenda. Nú um næstu mán- aðamót heldur kórinn samsöng fyrir styrktarfélaga sína og gesti. Viðfangsefni kórsins að þessu sinni er það erfiðasta, sem hann hefur ráðizt í til þessa. Með kórn- um syngja þau Þuríður Pálsdótt- ir og Kristinn Hallson, en undir- leikari verður Fritz Weisshappel, en þeir Kristinn og Weisshappel hafa starfað með kórnum allt frá því hann hélt sinn fyrsta sam- söng. Frá stofnun kórsins hefur Guðmundur Norðdahl verið stjórnandi hans. Næsta viðfangs- efni hans var lúðrasveit og eftir að hafa náð saman nokkrum áhugasömum mönnum var sveit- in stofnuð, en það var 15. janúar 1956. Ekki nema örfáir stofnenda höfðu lært að lesa nótur og var því hafizt handa með kennslu í nótnalestri. ir, því án hennar væri árangurinn ekki mikill. Að hlusta á lúðra- sveit innan 4ra veggja er stór- kostlegt. Ég bjóst við því þá og þegar að rúðurnar myndu brotna eða þá þakið fjúka af. En þá brá svo við að hávaði utan frá var nærri búinn að yfirgnæfa þá lúðrasveitarmenn hversu hátt sem þeir blésu. Þessi miklí háv- aði, sem barst að utan, er okkur bæjarbúum mjög vel kunnugur. Hann var frá 4 þotum, er voru að lyfta sér af Keflavíkur- flugvelli. Þær fljúga svo lágt hér yfir bæinn, að gler nötra í glugg- um og ekki mun það vera óal. gengt að fólk innandyra beygi sig niður, eins og það hafi það á tilfinningunni að þoturnar lendi á húsþökunum. Svo mikill háv- aði er frá þessum vélum, að ekki er reynandi að tala saman meðan þær fara hjá og í skólum verða kennarar að leggja niður kennslu. Einkum er þessi hávaði nvim- leiður á nóttunni og eru margir sem ekki geta sofið fyrir hvinin- um. Ástæðan til þess að vél- arnar fara svo iágt hér yfir, mun vera, sú að flugbrautin sem þær nota, þegar vindur er af norðri, stefnir á Keflavík. * í flestum tilfellum, eru þær þotur, sem hér hefja sig til flugs á leið í æfingarflug og er sá hátt- ur hafður á, er þær hefja sig til fflugs, að þær fara upp með stuttu millibili. Því getur þessi geigvænlegi hávaði staðið all. langa stund. Séu engar aðrar brautir til fyrir fyrrnefnda vind- átt, hlýtur að mega haga flugi þessara óhugnanlegu véla þannig, að þær þurfi ekki mikið að vera á lofti að nóttu til, svo fólk fái að hafa svefnfrið. Lúðrasveit Keflavíkur. Stjórnandinn Guðmundur Norðdahl i miðju (bak við stóru trommuna). Keflavík, heldur fer allur út- itningur sjávarafurða af Suður- sjum um hana. Hér ferma skip- afurðir frá nokkrum stærstu rstöðvum landsins s.s. Sand- rði og Grindav. Er fróðlegt að a í skýrslur varðandi þá starf- mi sem hér fer fram í höfninni. Mun ég hér aðeins nefna tíma- lið frá janúarbyrjun til marz- ka, en á því tímabili komu hing- 79 flutningaskip, sem samtals iru 46 þúsund nettólestir. TFLUTNINGUR: Ca. 16500 lestir af fiskimjöli, :reið, saltfiski, hraðfrystum iki, kjöti, kavíar, söltuðum mnildum og frosinni sild. Ca. getur svo farið að þeir nái ekki róðri í tæka tíð, en eins og allir vita er róðratíminn fyrirfram ákveðinn. En þrátt fyrir mikil þrengsli í höfninni, hafa sjaldan orðið slys og er það að þskka hinum öruggu skipstjórum, sem sigla skipum sínum af mikilli ná- kvæmni um höfnina, enda hafa þeir öðlazt mikla reynsluáundan förnum árum, frá því skipunum hér fór að fjölga svo mjög ★ Öllum er það kunnugt hversu geysilega Keflavík hefur vaxið á síðustu árum. Nú er íbúatala Keflavíkur orðin 4063. Hinn hraði vöxtur bæjarins hefur skapað ýmsa erfiðleika varandi þjónustu við íbúana og er þar einkum um

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.