Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 11
Þriðjudagur 28. maí 1957
MOKGVUBLAÐIÐ
11
Átfræður s.l. surmudag:
Halldór Stefánsson
tyrrv. alþingismaður
HALLDÓR STEFANSSON, fyrr-
verandi alþingismaður og for-
stjóri Brunabótafélags íslands,
varð áttræður hinn 26. þ.m.
Halldór fæddist að Desjarmýri
í Borgarfirði eystra hinn 26. maí
1877. Foreldrar hans voru Stefán
Pétursson, sem þá var prestur að
Desjarmýri og kona hans Ragn-
hildur Metúsalemsdóttir. Eru
ættir þeirra alkunnar á Austur-
landi. Halldór gekk ungur í
Möðruvallaskóla, var síðan verk-
stjóri á Skriðuklaustri hjá Hall-
dóri bónda Benediktssyni, sem
þá var talinn einn merkastur
bænda austanlands. Síðan gerðist
Halldór verzlunarmaður, en síð-
ar bóndi í Fljótsdal og í Vopna
firði og var hann bóndi, þar til
hann gerðist framkvæmdastjóri
Tryggingarstofnunar ríkisins,
sem þá náði yfir Brunabótafélag-
ið og Slysatryggingar ríkisins, en
því starfi hélt hann á árunu
1928—1936, en varð þá for-
stjóri Brunabótafélags íslands og
var það, þar til hann hætti störf-
um nú fyrir nokkrum árum.
Halldór var vinsæll og vel met-
inn maður í þeim byggðarlögum,
þar sem hann starfaði ogþarkom
að hann bauð sig fram til Alþing-
is árið 1923 og náði hann þá kosn
ingu ásamt Árna Jónssyni frá
Múla. Halldór var þingmaður til
ársins 1934 og gegndiýmsumtrún
aðarstörfum, sem Alþingi kaus
til.
Halldór var miklu fremur mað
ur gætni og rólegrar athugunar
heldur en að hann væri það sem
kallað er bardagamaður í stjórn-
málum og ekki mun honum ætíð
hafa þótt verið lagið að fylgja
endilega flokksmeirihlutanum, ef
honum fannst það striða á móti
því, sem hann taldi hyggilegt,
landa síns vegna. Sýndi hann
sjálfstæði í skoðunum og stefnu-
festu við það, sem hann taldi rétt
og hyggilegt.
Á síðari árum hefur Hatldór
fengizt allmikið við fræðistörf.
Hefur hann staðið framarlega
við útgáfu „Austurlands“, sem
Bjartmar Guðmundsson á Sandi:
Við eigum ekki að lóta
Alþiogi ótatýma erninom
er safn ritgerða um austfirzk efni,
og ennfremur hafa birzt eftir
hann þættir og greinar í blöðum
og tímaritum.
Halldór kvæntist Björgu dóttur
Halldórs bónda á Skriðuklaustri
en missti hana, en síðar kvæntist
hann Halldóru Sigfúsdóttur frá
Hofströnd í Borgarfirði eystra.
Vinir og kunningjar árna Hall-
dóri Stefánssyni alls hins bezta
á þessum tímamótum og vona að
hann megi enn lengi lifa, enda er
langlífi mikið í ætt hans. Vafa-
laust á Halldór ýmislegt eftir
óunnið við hugarefni sín, enda er
hann ern vel og hress.
Kgr.
Öskjuhlíðin
ALLIR Reykvíkingar gleðjast
yfir því sem gert hefir verið til
þess að græða Öskjuhlíðina, nú
síðast yfir því sem gert var í
fyrra í brekkunni sunnan við
Skeljungsstöðina, þar sem komin
er græn þakslétta. Þeir eiga mikl-
ar þaltkir skilið sem þar eru að
láta búa til grasbrekku, tilvalinn
leikvöll barnanna í nokkrum
hluta Hlíðanna og víðar. En þetta
mun vera dýrt verk og því eðli-
legt að því miði hægt áleiðis.
En hér þarf meira að gera og
er hægt meira að gera — miklu
meira — með litlum tilkostnaði.
Þau úrræði eru vonandi ekki
lakari fyrir því, þó þau kosti ekki
nema brot af því sem það kostar
að græða landið með grasþökum.
Mikinn hluta af Öskjuhlíðar-
öræfunum á að græða, og er auð-
velt að græða, á ofur einfaldan
hátt og mjög ódýran og hrað-
virkan. Á þetta hefir verið bent
oft áður — ég kem hér ekki með
neitt nýtt — t.d. benti dr. Björn
Jóhannesson á það mjög greini-
lega á sínum tíma, varðandi mela
og hrjóstur hér í nágrenni borg-
arinnar yfirleitt, en þessu hefir
ekki verið nægur gaumur gef-
inn.
Málið er ofur einfalt. Þar sem
ekki liggur neitt við að fá án
tafar eggsléttan völl, á að vinna
með sól og sumri og náttúrunni,
að því að græða hrjóstrin. Það á
ekki að byrja á því að rífa upp
grjót oð beita jarðýtu, sem skef-
ur til og eyðileggur þá litlu gróð-
urtó, sem til er í landinu og jarð-
ar þá mold, sem helzt getur borið
gróður. Jarðýta á ekki að koina
þarna nærri.
Það á að byrja á því og engu
öðru, eð bera vel á landið 2—3
ár í röð, á réttum tíma árs. — Þá
mun gróðurinn koma. Að þeim
tíma liðnum má fara um landið
með bíl og tæki t.d. að haustinu
á frosinni jörð og taka upp allt
grjót, sem næst til auðveldlega
Þau sár sem myndast við þær að-
gerðir gróa fljótt og vel, við
áframhaldandi aðhlynningu með
áburði.
Þar sem verið er að græða á
þennan hátt, til þrifnaðar og um-
gangs fyrir fólk, er ekkert keppi-
kefli að ryðja svo að hvergi sjáist
steinn. Jarðfastir steinar eru ekk
ert lýti á landinu fullgrónu, síður
n svo.
Ég vil stinga upp á því við þá
sem hafa með þessi mál að gera
hjá Reykjavíkurbæ að gera nú
tilraun strax í vor, og
engum tíma spilla, og bera vel á
spildu þá á Öskjuhlíð sunnan-
verðri, sem verður á miili túns-
ins í Leynimýri og veitustokksins
— frá Hafnarfjarðarvegi, suð-
vestur á móts við hitaveitugeym-
ana.
Land þetta liggur ágæta vel
við og getur orðið hið bezta
dvalarsvæði fyrir börn og full-
orðna á sólríkum dögum. Sá gróð
urstofn er þarna, að ég er sann-
færður um, að ríflegur skammtur
af tilbúnum áburði, sem borinn
væri á nú án tafar, myndi í
haust skila þeirri auknu grósku,
er nægði til þess að sannfæra
marga vantrúaða um hversu auð-
velt er að gera Öskjuhlíðina og
önnur holt umhverfis borgina
okkar græn, með hóflegum til-
kostnaði og á hraðvirkan hátt. En
hér má ekkert dragast á langinn,
ef þessi tilraun á gerast á þessu
sumri.
Við þá sem trúa ekki á annað
en „fullkomnari“ aðferðir, við
að græða Öskjuhlíðina og önnur
svæði svipuð, vil ég aðeins segja
þetta:
Það eru engin „rök“ gegr. til-
lögu minni, og þeirri aðferð að
græða með áburði fyrst og
fremst, svo sem margir fróðir
menn hafa bent á, að aðferðin er
ódýr.‘ En því segi ég þetta, að það
vill víða brenna við, að auðveld-
ara er að fá stóra og dýra hluti
gerða, heldur en það sem ódýrt
er, þótt verða megi að drjúgu
gagni. Reynum nú þetta að græða
Öskjuhlíðina, jafnhliða þvi að
notaðar eru dýrar og „fullkomn-
ar“ aðferðir. Þakka ber það sem
er gert og sjá má að til góðs horf-
ir, en eigi ber að loka augunum
fyrir því, að þær framkvæmdir
verða útsvarsgreiðendur í Reykja
vík að borga. Ef til vill er ekki
of snemmt að átta á því, að það
geti skipt nokkru máli hvað fram
kvæmdir kosta, hversu góðar og
þarfar sem þær eru.
20. maí 1957.
Á. G. E.
Enn ber nokkntð á milli
EINHVER „kollega" minn lýsir
því með fögrum orðum í Tíman-
um sunnudaginn 26. maí, að hann
telji engan búning of góðan „til
þess að fara í honum í fjós“, ekki
kardínálaskikkju né kjól og
hvítt, sem kallað er. Ég er þess-
um „kollega" algerlega sammála
um þetta. En svo ber á milli, ég
tel nefnilega að það leysi engan
vanda bænda, um fólkshald við
bústörfin, þó að einhver blaða-
maður frá Tímanum fari í fjós í
kjól og hvítu, til þess að votta
fjósverkunum virðingu sína. Ég
ræði um það að vinna í fjósi —
vinna fjósverkin. Ég virði það
starf, en tel að kjóll og hvítt sé
ekki heppilegur fjósbúningur og
að gefnu tilefni hjá Tímanum, tel
ég ekki sennilegt að danskir
bændur telji það sæmilegt að
ganga að fjósverkum í einkennis-
búningi hers eða flota, og að yf-
írleitt sé óþarft að ætla dönskum
sjóliðum þá notkun á einkennis-
búningi sínum.
Tíma-bóndinn hofir áhuga á
því að vita hvað ég á stórt fjós
og margar kýr, og lætur þannig
í það skína að stærð fjóss og
fjöldi kúa segi til um það hver
hefir betri málstað og hefir rétt-
ara fyrir sér. Hér ber einnig mik-
ið á milli. Ég er ekki vanur því
að bústærð ráði atkvæðum í mál-
þá má efnum bænda, en ef til vill er
slíkt ný lína hjá vinstri stjórn-
inni, sem við bændur eigum nú
að fara að búa við.
Bóndi.
Óánægður
lávarður
LUNDÚNUM, 23. maí. — Brezki
stjórnmálamaðurinn, Salisbury
lávarður, sagði í ræðu, sem hann
flutti í Lávarðadeildinni í dag, að
hann væri þess fullviss, að hin
frjálsu lönd heims hefðu slegið
skjaldborg um stefnu Breta
Súezmálum, ef þeir hefðu ekki
látið undan síga fyrir Nasser. —
Hann sagði, að sú ákvörðun
stjórnarinnar að fallast á skil
yrði Egypta mundi hafa hinar
verstu afleiðingar í för með sér.
Lávarðurinn var einn áhrifa-
mesti ráðherra í stjórn Mac-
millans, þegar hann sagði af sér
á sínum tima í mótmælaskyni við
þá ákvörðun stjórnarinnar að
láta Makarios erkibiskup lausan
úr haldi. — Hann hefur síðan
gagnrýnt stjórnina fyrir að leyfa
brezkum skipum að hefja aftur
siglingar um Súezskurð.
'lT'
FYRIR skömmu afgreiddi Al-
þingi lög um fuglafriðun. Og þó
þau lög gengu ekki nógu langt í
sumum greinum til verndunar
okkar fáliðaða fuglalífi og leyfi
og mikið fugladráp, einkanlega
að því er snertir andir síðari
hluta sumars, jafnvel ófleyga
unga, þá eru þau sum til mikilla
bóta frá því, sem áður var. Eitt
með öðru og þó tvennt, sem þau
banna og leggja þungar fésektir
við, er að drepa erni og vali.
Þetta er nauðsynlegt, því aleyð-
ing vofir yfir þessum fuglateg
undum, nema miklar aðgerðir
komi til af hálfu stjórnarvalda.
Flestir munu vera sammála um
að mikill sjónarsviptir yrði á
dýraríki þessa lands, ef svo tígu-
legir fuglar hyrfu þaðan og sæ-
ust aldrei framar. Þó eru að vísu
til menn, er segja sem svo: Hvaða
skaði er að slíkum ránfuglum,
sem lifa á því að drepa aðra fugla
og leggjast auk þess í vörp, sem
manninum eru nytsamleg? Þetta
er sjónarmið, sem hlýtur að vera
víkjandi, þegar útrýming heillar
dýrategundar vofir yfir. Hitt
sjónarmiðið að halda henni aft-
ur á móti ríkjandi.
í friðunarlögunum segir, að
það geti kostað mig 5 þús. kr.
sekt að verða erni að bana. Og
víst má það ekki minna vera
eins og nú er komið fyrir kon-
ungi fuglanna, svo sem hann hef-
ur tíðum verið nefndur.
En svo eru líka til önnur lög,
eða hafa verið, sem skylda fjölda
manna til að drepa þessa sömu
fugla og leggja einnig 5 þús. kr.
sekt við, ef út af þessu er brugð-
ið. í lögunum frá 1949, 25. maí,
um eyðingu refa og minka, er
svo fyrir mælt að allar sveitar-
stjórnir skuli eitra og bera út
fyrir þessi dýr. Að vísu er ekki
fram tekið að þar skuli eitra fyr-
ir erni eða vali. En hvert barn
veit þó, nema ef vera skyldi í Al-
þingishúsi, að um leið og borið
er út fyrir refinn er og út borið
fyrir örn og val. Villifuglar eru
sem sé enn lítt þjálfaðir í borð-
siðum jarðarherrans og hirða því
góða bita, þó gjafari þeirra segi
einungis við refi og mink: Gjörið
svo vel að borða þetta!
Refi og minka, segja þeir og ég.
Tökum eftir. Nú vita menn að
minkar drep'a sér til matar og
láta aðra ekki hafa fyrir því að
gera það. Þeir hirða ekki hræ.
Þá hlýtur þeirra hlutur að liggja
eftir óétinn og lenda máske í öðr-
um svöngum munni. Engin veru-
leg óráðvendni þarf því að koma
til þó örn og valur hirði þær
vængstýfðu, sem enginn annar
hirðir.
Svona er nú það, sem okkur er
sagt að gera og þó ógert að láta.
Og eiga ýmsir menn örðugt með
að koma þessu tvennu heim og
saman. Margt er skrýtið í kýr-
hausnum sagðikarlinn.Löggjafar
menn telja sér vonandi enga niðr
un gerða þó handaverkum þeirra
sé líkt við kýrhausa, því hausar
þeirra eru í hópi mestu dásemda-
gripa sköpunarverksins.
Lög þessi hin síðarnefndu hafa
flestir oddvitar virt að vettugi
um 8 ára skeið, þ.e. 10. gr. þeirra
1 og held ég að það sé mjög þakk-
arvert, þó fésektir oddvitanna
verði að vísu harla þungar, ef að
þeim á að ganga. Á annað hundr-
að hreppsnefndaroddvitar hafa
þannig bakað sér fésektar-áhættu
um a.m.k. 5 þúsund kr. hver —
ef ekki 40 þúsund, þegar búið er
að margfalda 5 með 8. Mér hefur
verið bent á, að 10. gr. þessara
laga hafi verið breytt 1954, en
það hafi ég ekki getað fundið. Og
óbreytt er hún prentuð í Hand-
bók fyrir sveitastjómir 1955.
Þeir hafa heldur viljað hætta
þessu til en að vinna skemmda-
störf í náttúruríki lands síns,
— Reuter. sem 10. gr. laga þessara þó skyld-
ar þá til. Þeir hafa sem sé látið
hana ólesna og óframkrvæmda
flestir hverjir, þó hún sé prentuð
með svörtu á hvítt og varðveitt
með virktum inni í Stjórnartíð-
indum. Þessir góðu menn haáa
þannig með ólöghlýðni firrt þá
fáu haferni, sem enn lifa í land-
inu því að lenda á eitraðri rjúpu
eða öðru ræi og drepa sig þar.
Slíkt hið sama hafa þeir og gert
fyrir valina, þó enginn geti tölum
talið hve þeir eru margir. En ern-
irnir eru um 20 að áliti fróðra
manna.
Um síðustu aldamót, bæði á
undan þeim og á eftir, og eitt-
hvað fram á 1. tug aldarinnar,
var mikið gert að því að eitra
fyrir refi. Auðvitað gat ekki hjá
þvi farið að eitruð hræ yrðu
fleiri dýrum að skaða en mel-
rakkanum, enda mun einnig hafa
verið til þess ætlazt. Loks var
þessari eitrun hætt alls staðar,
þar sem ég til þekki. Þá var
reynslan búin að kenna hinu
vitra dýri að vara sig á slíkum
klækjum. Reynslan hafði líka
innrætt flestum rótgróna óbeit á
þessari veiðiaðferð, svo tvíeggjuð
sem hún er og óhugnanleg. Eitr-
aðar rytjar lágu um heiðar og
heimahaga, jafnvel langar leið-
ir frá þeim stöðum, sem þær upp
haflega höfðu verið á lagðar. Ref-
ir og fuglar og hundar, og hver
veit hvað, höfðu fært þetta úr
einum stað í annan. Jafnvel ár-
um síðar, en þetta var út borið,
glöptust hundar á að naga bein
eða fuglaræfla og dóu t.d. í göng-
um. Vel má vera að eiturdauði sé
lítið eða ekki verri en sumur ann
ar, ef stórt er skammtað. En
hann er áreiðanlega argvítugur,
ef skammturinn er smár eða agn-
ið hefur legið lengi undir sól og
regni.
Ekki er að efa að eitrun þessi
fækkaði mjög refum á tímibili.
En reyndustu menn í sambúð við
skollagreyið telja hiklaust að
einungis heimskustu refagrey
glæpist á eitrinu. Og að þannig
myndist úrval skæðra meindýra
um leið og fækkar í hópi fá-
ráðlinganna.
Hitt er og engu síður víst að
um leið og melrakkanum fækk-
aði, hrundu líka niður ýmsar
fuglategundir, einkum hrafnar,
valir og ernir, ernirnir þó lang-
mest. Um 1920 var talað um í
blöðum að til væru að líkindum
4 pör arna á öllu fslandi. En fyrr
á tímum var þetta algengur fugl,
eins og fram kemur í kvæðum
og sögum og alls konar frásögn-
um. Engum dettur í hug að efa
að þessi gífurlega fækkun hafi
stafað fyrst og fremst af éitrun-
inni. Langminnugur maður og
mjög greinargóður skrifar ný-
lega í Lesbók Mbl. og segir átak-
anlega sögu af komu sinni að
eitruðum kindarskrokk fyrir 50
eða 60 árum. Sjö hrafnar og 5
ernir lágu þar nýdauðir. En mel-
rakkinn, sem bitann átti að fá,
hafið varað sig á vélunum. Ný-
lega eitraði maður fyrir hrafna
og refi á gilbarmi. Það var rjúpa.
Tveir valir hirtu rjúpuna og
þurftu ekki meira. Ég segi þetta
vegna þess að sumir menn vilja
neita því að fálkanum stafi hætta
af eitruðum rjúpum, því hana
éti ekki annað en það sem hann
drepi sjálfur.
* Framhald.
Síáfcoii &
gulUmiðb
'flilssölu <8 - Síml 8152«
Einar Ásmundsson
liæstaréllarlögmalSur.
Hafsteinn Sigurðsson
liéraðsdómslöginaður.
Skrifstofa Hafnarstræti 5.
Sími 5407.