Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 13
Þriðjudagur 28. maí 1957
MORCVTSBLAÐIÐ
13
Stjórnin hefur # öllum meginatriB-
um brugðizt fyrirheitum ssnum
Lengsta og ómerkasta þing
í sögu íslands
Úfvarpsræba Ólafs Thors, formanns
Sjálfsfæbisflokksins i gærkvöldi
HÉR FER á eftir útvarpsræða
Ólafs Thors, formanns Sjálf-
stæðisf lokksins:
Við þessar umræður er stjórn-
arliðum ætlaður þrefaldur tími á
við okkur Sjálfstæðismenn. En
því meiri er þörfin á að menn
festi sér orð okkar í minni og
veiti því athygli, hvort stjórnar-
liðar svara með rökum eða að-
eins út í hött.
SVIKIN KOSNINGA-
ÉOFORÐ
Rétt fyrir áramótin fluttu
Sjálfstæðismenn þingsályktunar-
tillögu, þar sem skorað var á
ríkisstjórnina að rjúfa þing í því
skyni að þjóðinni gæfist kostur
á því að sýna hug sinn til vald-
hafanna. Rök Sjálfstæðismanna
fyrir þessari kröfu voru þau, að
þá þegar hefði ríkisstjórnin van-
efnt þau fyrirheit, er hún gaf
kjósendum fyrir kosningarnar í
júnímánuði síðastliðnum í slík-
um höfuðefnum, að menn spyrðu
þá ekki lengur um, hvað stjórn-
in ætti eftir að efna, heldur hvað
hún ætti eftir að svíkja af kosn-
ingaloforðunum. Vitna ég um
þetta til málflutnings Sjálfstæð-
ismanna við útvarpsumræðurnar,
sem fram fóru um nefnda þings-
ályktunartillögu í febrúarmán-
uði síðastliðnum.
Rétt þykir þó aðeins að minna
á, að eins og kommúnistar
kyngdu öllum stóryrðunum um
stjórnarskrárbrot og þingmanna-
rán Alþýðu- og Framsóknar-
flokksins, þannig sviku líka þess-
ii flokkar alla eiða um, að þeir
myndu aldrei vinna með komm-
únistum. Allir þessir menn mátu
meira ráðherrastólana og völd-
in en orð sín og eiða. Þykir mér
ekki ólíklegt að svikin, sem fram-
in voru með samstarfinu við
kommúnista,, eigi a. m. k. sinn
þátt í því, að einn hinn fremsti
stjórnarliða, hefir nú sagt af sér
formennsku Alþýðuflokksins og
þingmennsku.
DVÖL. VARNARLEÐSINS
Alveg sama máli gegnir um
dvöl varnarliðs Bandaríkjanna á
Islandi. Fyrir kosningar hétu
þessir menn að senda varnarliðið
tafarlaust úr landi og ákváðu
með því að svíkja samninga ís-
lands við vestrænar þjóðir, gera
ísland að varnarlausri bráð hugs-
anlegs árásaraðila, og veikja
þannig varnir frjálsra og frelsis-
unnandi þjóða. Síðastl. haust var
strikað yfir öll þessi stóru orð.
Ber að vísu að fagna því, en at-
ferlið er engu að síður svik við
þá, sem kosið höfðu stjórnarliða
ýmist vegna móðursýki eða bein-
línis af þjónkun við þau öfl, sem
vilja að ísland sé óvarið. Sú
Bfsökun stjórnarliða gagnvart
þeim, sem þeir hafa svikið, að
friðarhorfur séu nú mikið óvæn-
legri en áður, er auðvitað hrein
tyllirök. Hvorttveggja er, að fyrr
sem nú og nú sem fyrr logar
ófriðareldurinn alls staðar undir,
þótt enginn viti og sízt við, hvort,
hvar eða hvenær bálið brýzt út,
sem og hitt, að sumir stjórnar-
liðar sækja því fastar, að ísland
sé óvarið sem þeir telja ófriðar-
eldinn færast nær okkur. Lýsa
orð Einars Olgeirssonar við um-
ræður í Neðri deild sl. haust um
áframhaldandi dvöl varnarliðsins
hér á landi vel hugarfari og
innstu þrá þessara manna. Hann
sagði efnislega þetta: Það er
hætta að hafa varnarliðið hér á
landi á friðartímum, en það er
lífshætta, ef til ófriðar dregur.
Svik stjórnarinnar gagnvart
þeim, sem vilja, að ísland sé
varnarlaus bráð, eru efnislega
fagnaðarefni, þótt svik séu auð-
vitað alltaf vítaverð.
„VARANLEG <JRRÆÐI“
Miklu verra er, að hin gullnu
loforð varðandi efnahagsmálin
hafa líka reynzt innantómt hjal
og helber brigðmælgi.
Kemst ég ekki hjá að minna
enn á, að undir forystu hæstv.
forsætisráðherra, Hermanns Jón-
assonar, rauf Framsóknarflokk-
urinn samstarfið við Sjálfstæðis-
flokkinn og færði fram sem rök,
að nú dygðu ekki framar nein
vettlingatök. Á síðustu árum hefði
eingögu verið beitt bráðabirgða-
úrræðum, sem leiddu til beinnar
glötunar, ef ekki yrði nú þegar
snöggt við brugðið, snúið við af
braut tortímingar og efnahags-
vandinn leystur með varanlegum
úrræðum eftir nýjum leiðum.
Eru um þetta ótal skjalfest um-
mæli, skýr og ótvíræð, en öllum
svo kunn, að óþarft er að rekja
þau.
Stjórnin tók að því leyti rétt-
um afleiðingum þessara kosninga
loforða, að forsætisráðherrann
kvaddi hingað erlenda sérfræð-
inga, sem hann sagði óyggjandi.
Skyldu þeir taka út þjóðarbúið,
svo sem ráðherrann kvað að, því
íslendingar yrðu nú að velja eða
hafna, en slíkt mætti enginn
krefjast, að þjóðin gerði í blindni.
Hún ætti réttmæta kröfu á að
fá vitneskju um sannleikann, —
sannleikann einan og allan, og
þá vitneskju skyldi hún nú loks
fá, og það tafarlaust.
ÚTTEKTINNI LOKIÐ
Nú leið og þjóðin beið. Hinn
7. okt. sl. komu fyrstu gleði-
fréttirnar. Forsætisráðherrann
tilkynnti, að hinir óyggjandi sér-
fræðingar hefðu lokið úttektinni.
Ennþá væri að vísu ekki alveg
tímabært að sýna þjóðinni fram-
an í sannleikann allan, en svo
mikið kvaðst hann þó geta sagt
þá þegar, að sérfræðingarnir
hefðu staðfest dóm hans og ugg
allan um nauðsyn varanlegrar
úrlausnar eftir nýjum leiðum, því
ella gengi þjóðin fram af glötun-
arbarminum. Við þessi geigvæn-
legu og alvöruþrungnu aðvörun-
arorð bætti forsætisráðherra —
öllum þeim fjölda, sem nokkurt
mark taka á honum, til mikillar
gleði —• þeim boðskap, að eftir
nýju leiðunum og með varan-
legu úrræðunum væri auðvelt að
ná fyrirheitna landinu. Enginn
skyldi missa spón úr aski sínum.
Einskis lífskjör þyrfti að skerða.
Sjálfur myndi hann stýra förinni
og opna hlið hins nýja sæluríkis.
Einnig þetta man þjóðin, Svo
óþarft er að rekja það frekar.
ÁTTA MÁNUÐIR LIÐNIR
Síðan þetta skeði eri nú liðnir
nær 8 mánuðir. En ennþá hefir
þjóðin ekki fengið að skyggnast
inn fyrir hlið sæluríkisins. Ennþá
fá menn ekkert að heyra um hin
nýju varanlegu úrræði hinna ó-
yggjandi sérfræðinga, þrátt fyrir
mikla og ítrekaða eftirgangs-
muni okkar Sjálfstæðismanna.
Og ennþá virðist foringinn ekki
reiðubúinn að hefja gönguna til
fyrirheitna landsins.
En því betur hefur þjóðin feng-
ið að kynnast muninum á orðum
og efndum. Stjórnarliðar, sem
fastast fordæmdu fyrri úrlausnir,
Ólafur Thors
hafa nú pískað þjóðina með
hnútasvipum miklu lengra inn á
þessa „glötunarbraut", sem þeir
svo nefndu, en nokkur dæmi eru
til í sögu hennar. I stað þess að
leysa efnahagsvandann án fórna,
eins og lofað var, var þjóðin kag-
hýdd með 400 milljón króna nýj-
um sköttum og lífskjör alls al-
mennings skert meira en nokkur
dæmi eru til um að gert hafi
verið af mannavöldum hérlendis.
Þannig hafa jafnt fyrirheitin
sem og forystan brugðizt.
BVAÐ SÖGÐU
SÉRFRÆÐINGARNIR
Nú spyrja menn og krefjast
svars:
Hvað var það, sem sérfræðing-
arnir sögðu? Hér duga engin
undanbrögð, og sízt þau að segja,
að þeir hafi engar beinar tillög-
ur gert.
Hvað fólst í umsögn þeirra?
Á hverju byggði forsætisráð-
herra orð sín 7. október, er hann
sagði, að sérfræðingarnir hefðu
í meginefnum staðfest þann boð-
skap hans og annarra stjórnar-
liða, að án nýrra leiða blasti
glötunin við?
Þessu verður forsætisráðherra
að svara, vilji hann njóta nokk-
urs manns trausts.
Ef sérfræðingarnir dæmdu
,fyrri úrræðin, sem forsætisráð-
herra fordæmdi og klauf stjórn-
arsamstarfið út af, en beitti þó
sjálfur um síðustu áramót, far-
sælust, bar forsætisráðherra auð-
vitað að skýra frá því, biðja af-
sölcunar og beiðast lausnar.
GETUR EKKI KEYPT SÉR
AFLÁT
En ef sérfræðingarnir töldu
þær leiðir lokaðar, og önnur var-
anlegri úrræði óumflýjanleg,
hvernig í ósköpunum getur þá sá
maður, sem rýfur stjórn í því
skyni að breyta um stefnu, geng-
ur síðan til kosninga með það
loforð sem kjarna síns máls,
vænzt trausts nokkurs manns
eftir að hafa svikið eiða sína alla,
sannfæringu sína, ráðleggingar
sérfræðinga og þörf þjóðarinnar,
— þetta eitt og allt? Heldur
hann, að hann geti keypt sér af-
lát með kjarkleysinu einu — með
því einu að segja: Ég vildi, en
kommúnistar vildu ekki? Eða
getur hann kannske vænzt þess
að leyna vanmætti sínum með
því að segja: Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur ekki bent á nein -ný
úrræði; af hverju skyldi ég þá
gera það? Heldur hann að kjós-
endur hafi gleymt því, að það
var hann, en ekki við, sem bauðst
til að leiða þjóðina til farsældar
eftir nýjum leiðum, án þess að
skerða lífskjör nokkurs manns,
svo vanhugsuð sem slík fyrirheit
eru?
Nei, hér er allt á eina bók lært.
Mikil loforð. — Mikil brigðmæli.
Verst er þó kannske að vissu
leyti hvernig stjórn, sem kallar
sig „stjórn hinna vinnandi stétta“
hlunnfer verkalýðinn og laun-
þega alla, dyggilega studd í starfi
af þeim kommúnistum, sem enn
hafa völd í sumum verkalýðsfé-
lögunum.
ÓSÆMILEGT ATHÆFI
Að sjálfsögðu standa enn í gildi
forn og ný ummæli okkar Sjálf-
stæðismanna um, að kauphækk-
anir séu ekki kjarabætur, heldur
krónulækkun, meðan hallarekst-
ur er almennur, enda þótt komm-
únistar og Alþýðuflokksmenn
mótmæltu kenningum okkar allt
þar til þeir settust að völdum.
En það afsakar ekki ósæmilegt
athæfi alls stjórnarliðsins gagn-
vart launþegum landsins. Blöð
stjórnarliðsins hamra stöðugt á
því, að kaupmáttur launanna sé
óbreyttur. Forsætisráðherrann
sagði, að ekki þyrfti að skerða
kjör nokkurs manns. Við síðustu
útvarpsumræður staðhæfðu flest-
ii ráðherranna þetta. Sumir gáfu
jafnvel í skyn, að verðlagið
myndi lækka. Þessir menn vildu
víst nú fegnir kjósa sér að þeir
hefðu þá haft vit á að tala var-
lega. En enn eru þeir þó svo
óskammfeilnir að þverskallast
gegn sannleikanum. Lítið á vísi-
töluna, segja þeir. Og ætla með
því að þvo hendur sínar. Vísital-
an hefur hækkað. Það er auð-
vitað óæskilegt. En frá einhliða
sjónarmiði launþegans er það þó
sök sér. Fyrir það fær hann bæt-
ur. Svikin liggja í því, að það
eru eingöngu vísitöluvörurnar,
sem ekki eru lótnar hækka í
verði.
ALLT ANNAÐ HÆKKAR
í VERÐI
Allt annað — og það eru tveir
þriðju hlutar alls þess, sem til
landsins flyzt — stórhækkar í
verði vegna þess að stjórnin hef-
ir lagt á þær vörur 300 millj.
kr. nýja skatta. Auðvitað notar
allur almenningur meginhlutann
af þessum vörum og auðvitað er
það þess vegna allur almenning-
ur, sem greiðir stjórninni þessar
300 millj. kr. nýju skatta í hækk-
uðu verðlagi. Það er af þessum
ástæðum, sem húsmóðirin finnur,
að kaup bónda hennar endist
orðið miklu ver en fyrr. Hér eru
rætur þeirra örðugleika, sem nú
eru að gera vart við sig og fara
munu versnandi, jafnvel þótt tak
ast mætti að afstýra því atvinnu-
leysi, sem farið er að segja til
sín. En fólkið hefir fengið kaup-
bæti, eða finnst mönnum það
ekki? Það hefir eignazt yfir sig
„stjórn hinna vinnandi stétta",
sem heldur niðri vísitölunni.
Kannske finnst sumum það nóg.
Aðrir munu telja sig fá steina
fyrir brauð og blekkingar í ofan-
álag.
SKATTÞEGNARNIR FÁ
EKKERT AÐ VITA
Ég viðurkenni hiklaust, að eitt
hvað varð að gera til að forðs
því þjóðarböli, að útgerðin stöðv
aðist. Og úr því stjó’rnin þver-
braut loforðin um ný varanleg
úrræði, varð ekki hjá skötturr
komizt. Áður sætti ég árásuir
fyrir að draga taum útvegsmann:
Frh. á bls. 14.
STAKSTEINAR
4uðmannasvnir“
Alþýðublaðið kemst svo að orði
s.I. sunnudag.
„Það er nú komið á daginn, að
auðmannssynirnir í Heimdalli
eru á móti skyldusparnaði
ungmenna. Þeir telja sig ékki
þurfa að spara fé til húsbygginga,
piltarnir þeir. Ekki eru menu
hissa á því, þeir telja sig sjálf-
sagt hafa önnur ráð en leggja
ögn til hliðar af vinnulaunum
sinum hvern dag.“
Ileimdallur er fjölmennasta
stjórnmálafélag ungra manna á
íslandi. Hinn mikli fjöldi Heim-
dellinga er í samræmi við kjós-
endafjölda Sjálfstæðisflokksins.
Við . síðustu Alþingiskosningar
fékk Sjálfstæðisflokkurinn einn
meira en 35 þúsund atkvæði,
þar sem samanlagður kjósenda-
fjöldi Alþýðuflokksins og Fram-
sóknar nam ekki meira en lið-
lega 28 þúsundum.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins
eru því miður ekki allir auðmenn
fremur en kjósendur Alþýðu-
flokks og Framsóknar eru sem
betur fer ekki allir fátæklingar.
Fátækir og ríkir menn eru í öllum
flokkum og bræður Benedikts
Gröndals verða t. d. ekki „auð-
mannssynir" við það eitt að vera
bróður sínum ósammála.
^narifjársöfnun ungs
fólks“
Síðar í sömu grein segir Al-
þýðublaðið:
„Á sama tíma og Sjálfstæðis-
hetjurnar eru að blása sig út á
móti sparifjársöfnun ungs fólks,
ætla þeir alveg að rifna út. af
sparifjárleysinu í innlánsstofnun-
um landsins. Það er ekki að
spyrja að samræminu í mátfiutn-
ingi hjá þeim kempum! Það hef-
ur aldrei á marga fiska verið“.
Auðvitað eru Sjálfstæðismenn
ekki á móti „sparifjársöfnun
ungs fólks“. Þvert á móti hafa
Sjálfstæðismenn stöðugt haft for
ustu um að hvetja menn til
sparnaðar. Almenningur hefur
og sýnt í framkvæmd, að hann
hefur sparað mest, þegar áhrif
Sjálfstæðisflokksins hafa verið
ríkust í landsmálum. í þcssum
efnum trúa Sjálfstæðismenn
meira á frelsið en þvingunina.
Þvingun er ætíð neyðarúrræði og
er það harður dómur yfir núver-
andi stjórn, ef hún hefur þegar
skapað slíkt neyðarástand, að
þvingun í þessum efnum sé
óhjákvæmileg.
Heimdellings*
framkoma“
En fleirum en Alþýðublað-
inu stendur ógn af Heirn-
dellingum. í Sunnudagsblaði
Þjóðviljans segir að eftir ræðu
Hannibals Valdemarssonar um
bankamálin hafi, þar sem Jóhann
Hafstein var, staðið eftir:
„Heimdcllingurinn, sem í mátt
lausri heift hafði skifti á Heim-
dellingsframkomu og þingsköp-
unum“.
í hverju lýsti sér svo hin ótta-
lega Heimdellingsframkoma? —
Frásögn Þjóðviljans er þessi:
Hannibal hafði í tilefni lánveit-
inga til ýmissa aðila sagt:
„Væri rétt að fá samanburð-
artölur um þau atriði.
Þá var það að Jóhann reiddist
og fann að hann var orðinn svo
aðþrengdur að aðeins eitt svar
var frambærilegt. Kvaðst hann
•'ilja að slík athugun færi fram
:>g samanburður gerður“.
Þessi er frásögn Þjóðviljans af
Heimdellingsframkomunni.
Já, sér er það nú hver „heift-
n“ og „reiðin“ að samþykkja það
amyrðalaust, að sá tölulegur sam
mburður sé gerður, sem Sjálf-
jtæðismenn stöðugt hafa óskað
eftir!