Morgunblaðið - 28.05.1957, Side 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. mai 1957
- Ræða Ólafs Thors
Framh. af bls. 13 *
úr hófi fram. Núverandi stjórn
hælist um í hópi útgerðarmanna
yfir að hafa gert miklu betur við
þá en fyrrverandi stjórn og ég.
En skattþegnarnir fá ekkert um
þetta að vita, ekki um þörfina
og ekki um hvað mörgum millj-
ónatugum þessar umfram-bætur
nema. Þetta er vítavert. Menn
eiga kröfu á að fá allar þessar
upplýsingar. En kannske telur
stjórnin sér hagkvæmast að
þegja þunnu hljóði við þá, sem
borga, en tala því meira við hina,
sem bæturnar fá.
— o —
Ég skal ekki ræða meira um
þetta. Ég held líka þess sé tæp-
lega þörf. Sá veit bezt hvar
skórinn kreppir, sem sjáifur ber
hann, og fólkið finnur orðið hvað
að því snýr.
SKRATJTFJAÐRIR
PÁFAGAUKSINS
En við höfum málsbætur, segja
stjórnarliðar, og sýna skraut-
fjaðrirnar eins og páfagaukar.
Lítið á stóreignaskattinn, bygg
ingalánin og bankalöggjöfina.
Þarna tökum við duglega í
lurginn á auðvaldinu. Við hjálp-
um efnalitlu fólki til að eignast
þak yfir höfuðið, sem er nauð-
synlegt og gott. En auk þess
þjörmum við að þeim efnuðu,
sem er ennþá betra.
En bíðum nú við. Við skulum
líta dálítið nánar á þessi djásn.
Það á að taka 80 milljónir
króna af velstæðum mönnum.
Sum ákvæði þeirra laga eru ó-
sæmileg og hefir þó tekizt að lag-
færa það versta. Auk þess eru
það út af fyrir sig hæpin hygg-
indi af fátækri þjóð, sem ríður
lífið á að safna fé, að leggja
slíkan skatt á þrisvar á áratug,
eins og íslendingar nú hafa gert.
Engin önnur þjóð leyfir sér slíkt.
Allir aðrir telja það stefna til
ófarnaðar. En sleppum því. Þeir
efnuðu standast áfallið. En þess-
ar 80 milljónir verða teknar af
rekstrarfénu. Af því leiðir sam-
drátt, minnkandi atvinnu, vax-
andi atvinnuleysi. Þá skuld
stjórnarinnar greiðir svo almenn-
ingur að lokum með verri lífs-
kjörum.
Þar með er sú skrautfjöður
plokkuð úr' stjórnarstélinu.
Um aðstoðina til húsbygginga
er óþarft að ræða mikið, svo vel
sem málið hefir verið skýrt í
blöðum Sjálfstæðisflokksins.
SÝNDARLÖG
Stjórnin veit, að þetta eru að
langmestu leyti sýndarlög, mest
gömul ákvæði. Þess vegna er
reynt að fegra þá vesæld með
fullyrðingum um, að fyrrv. stjórn
hafi í þessum efnum ekkert gert.
En „þá var mörgu logið“, eins
og Gröndal sagði. Aldrei hefir
nokkur stjórn á íslandi komizt í
námunda við fyrrverandi stjórn í
þeim efnum. Við tryggðum fé og
létum lána í þessu skyni hvorki
meira né minna en 230 millj. kr.
Hver getur bent á eitthvað, sem
minni á slíkt í byggingarmálum
íslendinga? Að við svo ekki skild
um eftir digra sjóði, svo íslend-
ingar gætu fullnægt aliri sinni
byggingalánaþörf, er varla vita-
vert. En kannske hefðum við
þó gert betur, hefðum við vitað,
að jafnráðlausir og getulitlir
menn tækju við af okkur.
ÞVINGUN ER ALLTAF
ÓGEÐÞEKK
Um skyldusparnaðinn segi ég
það eitt, að þvingun er alltaf
ógeðþekk og oftast gagnslítil. En
auk þess er svo óviturlega um
þá hnúta búið, að vart má ætla
að meira en tíundi hver maður,
sem skyldan er á lögð, geti notið
þeirra hlunninda, sem henni áttu
að fylgja.
Bankalöggjöfin verður rædd
nér af öðrum. Ég læt nægja þau
ummæli, að hér er hvorki stefnt
að því að efla hag bankanna né
þjóðarinnar. Hér er með ógeð-
þekku athæfi ætlað að svipta þá
yfirráðum peningamálanna, sem
enginn getur með rökum ásakað
um rangsleitni, og allir kunnugir
vita, að reynt hafa eftir megni að
þjóna hlutdrægnislaust hagsmun-
um almennings. Þetta er gert til
þess að fá þeim yfirráðin í hend-
ur, sem vænzt er að vilji fremur
þjóna flokki en þjóð, þótt þær
vonir geti brugðizt. En hvað sem
um það reynist, þá er víst, að
hér er upp tekinn sá háttur að
reka menn frá störfum vegna
stjórnmálaskoðana. Varðandi
bankana mun af því leiða vax-
andi öryggisleysi í peningamál-
um þjóðarinnar, þverrandi trú á
verðgildi krónunnar og Versn-
ar.di horfur á að erlend lán verði
fáanleg vestan járntjalds.
Stjórnin veit þetta allt. Og
þjóðin veit orðið flest af því.
Minni fjaðrirnar virðast líka
foknar.
VINIR AUSTAN JÁRNTJALDS
Eða hvar eru 15 togararnir?
Enn aðeins rís af pappír. Lög.
Dauður bókstafur. Heyrzt hefir,
að stjórnin njóti lítils trausts er-
lendis og verði því illa til fjór.
Sé nú verið að bauka við að slá
peninga fyrir einum aumum 5
togurum, hvernig sem það nú
gengur. Þess vegna sé nú fjölgað
smáskipunum, þ. e. a. .s 150—200
smálesta bátunum úr 6 í 12. Þá á
að byggja austan járntjalds. Þar
eiga sumir vini, njóta þar óskor-
aðs trausts og virðingar fyrir
gott innræti og örugga þjónkun
og geta því fengið lán þar þótt
treglega gangi annars staðar. Hefi
ég þó sannar sagnir af því að
erlendis hafi mönnum fallið ágæt
lega ýmis' ummæli Guðmundar í.
Guðmundssonar, utanríkisráð-
herra, bæði um tryggð íslend-
inga við NATO og nauðsyn á
dvöl varnarliðsins hér á landi
o. fl. Veit ég ekki til fulls hvað
hann hefir sagt, en ekki virðist
það þó endast stjórninni til láns-
trausts í bili.
Virðist og hafa orðið minna en
til stóð um lánveitingar frá
Bandaríkjunum, er aðeins hafa
fengizt 4 millj. dollara umfram
lánið til Sogsins, sem fyrrverandi
stjórn átti kost á, og hefir þó sér-
stakur erindreki stjórnarinnar
dvalizt í Ameríku í nær % ár til
að reyna að útvega lán.
HVAÐ UM VINNUFRIÐINN?
Já, öll er stjórnarásjónin ósköp
visin og vesæl, hnarreist loforð
og afturlágar efndir.
Stjórnin veit þetta og þjóðin
veit það líka.
En, segir stjórnin:
Vinnufriðinn höfum við þó
tryggt.
Jæja, er það?
Látið er eins og einsdæmi sé,
að róðrar hefjist um áramót, eins
og nú var. Sannleikurinn er, að
þetta hefir yfirleitt verið venja.
En hvernig er það, — var ekki
stutt verkfall um áramót á Akra-
nes-bátunum, sem endaði með
kauphækkun?
Var þá ekki líka 2—3 vikna
verkfall á Grindavíkur-bátunum,
sem endaði á sama hátt?
Var ekki verkfall á öllum
flugflotanum, sem endaði með
stórfelldum kauphækkunum?
Var ekki nær mánaðarverkfall
á öllum kaupskipaflotanum, sem
líka endaði með kauphækkun-
um?
Hafa bændur ekki fengið 7
aura hækkun á mjólkurlítra?
Fengu ekki sjómenn á báta-
flotanum hækkun um síðustu
áramót?
Fengu ekki blaðamenn 10%
kauphækkun rétt fyrir áramót?
Fékk ekki Iðja 6% kauphækk-
un nýlega?
Fengu ekki yfirmenn á togur-
um nýverið hækkanír allt upp í
40 %?
Heimta ekki yfirmenn á kaup-
skipaflotanum hækkanir frá
25—37% og allt upp í 52%, auk
margvíslegra annarra fríðinda?
Logar ekki allt í deilum og
kauphækkunum daglega?
SÍS REIÐ Á VAÐIÐ
Hófst þetta ekki allt með því
að S.Í.S. hækkaði kaupið hjá
starfsfólki sínu um 8% um síð-
ustu áramót og sýndi þá rausn
að láta þessa hækkun ná heilt
ár aftur fyrir sig?
Og endar svo ekki sagan á því,
að ríkisstjórnin hælist um af
stórfelldum kauphækkunum, sem
hún segist ætla að tryggja kven-
fólki, með því að sjá um, að það
fái sama kaup fyrir sömu vinnu
og karlmenn?
Og hafa ekki kommúnistar hót-
að því, að strax og þeir fari úr
stjórn, skuli kné fylgja kviði?
Jú, svona er vinnufriðurinn og
svona óbreytta kaupgjaldið, þótt
kommúnistar hafi keypt sér ráð-
herrastóla með því að fá þá lægst
launuðu með blekkingum um
óbreytt verðgildi krónunnar, til
þess að sitja hjá, meðan þeir
bezt launuðu fá sér 30—40%
kauphækkanir.
ÚRRÆÐALAUSIR FÁLMARAR
Og svo leyfa þessir stjórnar-
herrar sér að reyna að hylja nekt
sína með því að freista þess að
óvirða Sjálfstæðisflokkinn fyrir
að það sé hann, sem rói undir
kauphækkunum.
En ég spyr:
Voru það við, eða voru það þið,
sem hækkuðuð kaupið hjá SÍS.
Voru það við, eða voru það þið,
sem með stórkostlega auknum
gjaldeyrisfríðfndum tryggðu flug
mönnum bætur, sem þeir sam-
tals telja jafngilda 30—40%
kauphækkun?
Voru það við eða voru það þið,
sem leyfðu farmgjaldahækkanir,
sem almenningur og þ. á. m. auð-
vitað Dagsbrúnarmenn borga,
gegn því að farmenn fengju 8%
kauphækkanir?
Voru það við eða þið, sem um
áramótin sömdu um 15—18%
hækkun til sjómanna á bátaflot-
anum, eftir því sem Lúðvík
Jósefsson löngu seinna skýrði
frá?
Voru það við eða þið, sem út-
hlutuðu bændum 7 aura á mjólk-
urlítrann, eftir að þið höfðuð
sjálfir fellt slíka tillögu á Al-
þingi?
Það voru þið en ekki við, sem
allt þetta gerðu. Sumt til góðs,
annað til ills.
Þegar stjórnarliðar nú reyna að
skjóta sér bak við okkur, sýnir
það aðeins auma og úrræðalausa
fálmara, sem ekki einu sinni þora
að meðganga það góða, sem þeir
hafa gert, kannske líka af því,
að þeir kunna varla skil á réttu
og röngu, góðu og illu.
SUNDURÞYKK STJÓRN
Ég stytti nú mál mitt. Ég minni
enn einu sinni á, að stjórnin hef-
ir í öllum meginefnum brugðizt
fyrirheitum sínum. Skrautfjaðrir
hennar eru nú foknar út í veður
og vind, því þjóðinni hefir skil-
izt, að málefni stjórnarinnar eru
ýmist sýndarmennska eða flokks-
leg togstreita.
Stjórnin er sjálfri sér sundur-
þykk, úrræðalaus og máttvana.
Hún nýtur lítils trausts, jafnt
erlendis sem hérlendis. Kjósend-
ur hennar eru vonsviknir og sár-
ir. Lýðræðissinnar bera kinnroða
fyrir samstarfið við kommúnista
og fyrirverða sig fyrir að bera
ábyrgð á lengsta og ómerkasta
þingi í sögu íslands, og kommún-
istar bölsótast yfir brigðmælgi í
varnarmálunum, aðgerðarleysi í
landhelgismálinu, svikum for-
ingjanna í sambandi við kaup-
gjaldið, fallandi verðgildi krón-
unnar og stórfelldari kjaraskerð-
ingu en áður hefir þekkzt.
Af þessu einu og öllu leiðir að
við Sjálfstæðismenn munum
veita stjórninni vaxandi and-
stöðu.
Við munum berjast öfluglega
fyrir því að sem fyrst verði að
nýju tekin upp hin mikla fram-
farastefna okkar, sem leitt hefir
þjóðina til meiri velsældar, jafn-
ari og betri lífskjara en nokkur
dæmi eru um í sögu íslendinga.
Líkan af vinnusölum hinnar nýju byggingar verður til sýnis fyrir
starfsmennina.
New York Times hefur smíði nýrrar
bækistöðvar á bakka Hudson-fljóts
BANDARÍSKA stórblaðið New York Times mun bráðlega hefja
smíði nýrrar bækistöðvar í New York. Verður bygging þessi
mikið stórhýsi og mun setja svip á borgina. Miklu rýmra verður
um starfsemi stórblaðsins á þessum nýja stað. Munar þó sérstak-
lega um hve dreifing þlaðsins verður auðveldari, en sakir mikillar
umferðar og rúmleysis í hinum gömlu bækistöðvum Times við
43. stræti, var hún farin að ganga illa, einkanlega á laugardags-
kvöldum.
Á VESTURBAKKA
MANHATTAN
Mál þetta hefur verið í undir-
búningi í fjölda ára. Hópar húsa-
meistara hafa unnið í nokkur ár
að teikningum og blaðstjórnin
lét kjósa sérstaka nefnd til að
gera athugasemdir um fyrirkomu
lagsatriði. Byggingin á að standa
á vesturbakka Manhattan, við
Hudson fljótið, skammt frá Coli-
seum-sýningarhöllinni. Hún verð
ur um 300 metrar á lengd.
FYRSTI ÁFANGI
Athuganir hafa farið fram á
grunninum og sýna boranir, að
undir öllu þessu svæði er traust
berg. Byrjað verður að grufa
grunninn í sumar, en hann þarf
að grafa all djúpt, því að allar
prentvélar verða í einum og sama
kjallara. Húsið verður byggt í
nokkrum hagkvæmum áföngum
og verður fyrst í stað byggður
véla- og afgreiðslusalur. Er ætlun
in, að í þessum fyrsta hluta bygg-
ingarinnar megi eftir tvö ár
prenta 250 þúsund eintök af
sunnudagsútgáfunni.
SUNNUDAGSÚTGÁFAN
New York Times er prentað í
120 prentvélum. En í þessari nýju
bækistöð er búizt við að koma
megi fyrir 240 prentvélum. Eins
og kunnugt er, gefur New York
Times út stórkostlegt blað á
hverjum sunnudegi, sem er allt
að 500 bls. Það er útgáfa þessa
risablaðs, sem hefur orðið erfið-
ust í gömlu húsakynnunum við
Times-torg. Vegna rúmleysis hef-
ur orðið hörgull þar á öllum þeim
tækjum sem tii þarf, bæði á setj-
aravélum, prentvélum og af-
greiðslusvæði hefur verið alls-
endis ófullnægjandi. Er það al-
. Framh. á bls. 23.
Þannig lítur New York Times-byggingin út.