Morgunblaðið - 28.05.1957, Qupperneq 16
16
MORCUNfír AfílÐ
Þriðjudagur 28. maí 1957
Sfemgnmur Davfösson, kennari, Blönduósi:
STJÓRNMÁLARABB
SEINNI hluta þessa liðna vetrar
voru samgöngur um dreif-
býlið erfiðar og póstgöngur
strjálar, þó loftferðirnar bættu
þar nokkuð úr. Þegar póstberinn
loks kemur með fullt fangið af
„blöðum“ frá höfuðstaðnum með
öllum tegundum stjórnmála, þá
svelgjum við langsoltnir dreif-
býlismenn í okkur þessa andans
fæðu, stundum tormelta, svo
okkur verður oft bumbult af.
Unga fólkið fær líka síníi kjör-
rétti, framhaldssögurnar og brúð-
kaupsdálkana. En þó við eldri
mennirnir höfum smáskammta
Hjörvars frá þinginu, nægir okk-
ur það ekki — við teygum vís-
dóminn af nægtabrunni stjórn-
málamannanna, en þeir úthella
sínum anda yfir allan lýðinn í
gegnum „leiðara" blaðanna. Og
ekki þarf roskna menn til. .Allir
þeir sem annast þurfa hús og
heimili, konur og börn lifa hvern
dag og margar andvökunætur
yfirspenntir og uggandi um
hvernig stjórn og þing (stjórn-
arliðið) bregst við vandamálum
liðandi stundar. Fer nú svo flest-
um, til hvaða stjórnmálaflokks,
sem þeir töldust á síðasta kjör-
degi. Aðeins ofstækisfullir komm
únistar og blindtrúaðir Fram-
sóknarmenn sofa rólegir á sínu
þykka eyra, eftir að hafa lesið
bænir til Hermanns, Hannibals,
Krúsjeffs og Stalíns sál. og beðið
þá um daglegt brauð og bölvun
yfir íhaldið. En eftir nýjustu Þjóð
viljafréttum, sem sennilega hafa
verið skoðaðar í smásjá stjórn-
arinnar, var Stalín reyndar mesti
ágætiskarl og heilsteyptur komm-
únisti, þó honum væri lýst af
valdhöfunum í Kreml, sem brjál-
uðum fjöldamorðingja. Þá þurfti
þetta tvennt heldur ekki að stang
ast. Verður hann endurreistur og
tekinn aftur í dýrðlingatölu. Hlýt
ur að vera sætt að eiga slíka
bjargvætti að, beggja megin
grafar og beggja megin járntjalds
ins. Eiga þessir trúuðu og vísan
einn samastað, handan við hvaða
tjald hann kann að vera.
Okkur körlunum verður auð-
vitað tíðhugsað um efnahagsmál-
in og viðreisnaráform stjórnar-
innar. Þess vegna erum við svo
sólgnir í allt, sem útgengur af
munni og penna okkar spöku
valdhafa.
„JÓLAGJÖFIN“ OG FLEIRA
Já, margt hefur stjórnin okkar
vel gert, eða svo finnst gæð-
ingum hennar, síðan hún settist
í stólana, enda er hún úr góðum
frumefnum gerð. Vegir hennar
eru órannsakanlegir og sannast
það bezt á jólagjöfinni — lögum
um útflutningssjóðinn, því enn
hafa frægustu sérfræðingar ekki
fundið hvernig framkvæma beri
sum ákvæði þeirra.
Auðvitað eigum við alþýðu-
mennirnir ekki að hnýsast í leynd
ardóma stjórnarinnar, eða brjóta
bjargráð hennar til mergjar. Það
hefur mörgum fyrr og síðar orð-
ið til ógæfu að opna bannaðar
dyr, þó þeir hefðu lyklana, eða
leggja sér til munns ávexti skiln-
ingstrésins. Við fáfróðir eigum
að lifa í trú en ekki skoðun. Þeg-
ar Hermann og Hannibal segja
okkur að svart sé hvítt, þá er það
hvítt. Þegar forsætisráðherrann
segir okkur að nýju álögurnar
séu ekki tollar eða skattar, held-
ur bara millifærsla, sem öllu
bjargi en engum íþyngi, þá er
það millifærsla, sem ekkert kem-
ur við okkar pyngju og þegar
„Tíminn“ rökstyður það, að yf-
irfærslugjaldið 16% og allar hin-
ar álögurnar — hvað þær nú
heita, hækki ekki vöruverðið, þá
er það sjálfsagt rétt. Og þegar
því er haldið fram af stjórnar-
liðinu að þjóðin græði tugmill-
jónir á að greiða Hamrafellinu —
(Olíufél.) 160 sh. per tonn í stað
65 sh. eins og hægt er að semja
um nú við aðra aðila, þá er þetta
líka rétt, enda gerði samninginn
kommúnistinn Lúðvík Jósefsson.
Þessar litlu 20%, sem olían hækk
aði er eftir þessum bókum óvið-
komandi yfirfærslugjaldi og farm
gjaldshækkunum. „Bara ef lúsin
íslenzk er, þá er þér bitið sómi“,
stendur einhvers staðar. Ýmsar
aðrar vörur hafa hækkað án þess
að heimsmarkaðsverðið hafi
breytzt.
Mörg þjónusta hefur stór-
hækkað allt upp í 33%. Munaðar-
vara, sem ríkið selur hefur og
verið mikið hækkuð, og er þó
ekki kunnugt að markaðsverð
(innkaupsverð) þeirra hafi
breytzt. Ef yfirfærslugjaldið
kemur þarna ekkert við sögu, þá
er hér um að ræða svo dularfullt
fyrirbrigði að rannsókn sérfræð-
inga eða dulvísindamanna þarf
að koma til. Meðan þetta er ekki
upplýst hvarfla að okkur efa-
semdir um óskeikulleik „Tím-
ans“, þrátt fyrir hans alkunnu
sannleiksást.
„SAMKOMULAGIÐ"
VIÐ VERKALÝÐINN
Þegar stjórnarblöðin segja okk-
ur, að stjórnin hafi náð algjöru
samkomulagi við verkalýðinn um
vinnufrið og stöðvun á launa-
hækkunum, þá er náttúrlega
ekkert að marka þessar fréttir
af verkföllum og kauphækkun-
um. Annars var okkur að detta
snjallræði í hug, þegar við heyrð-
um að sætzt þefði verið á, að
flugmenn fengju verulegan hiuta
af kaupi greiddan í erlendum
gjaldeyri, n.l. það að biðja stjórn-
ina að láta okkur fá, þó ekki
væri nema 30% okkar launa
greitt með dollurum. Það gæti
orðið drjúgt búsílag, ef vel væri
á haldið.
RÆTT VIÐ HEITTRÚAÐAN
FRAMSÓKNARMANN
Nýlega kom til mín heittrúað-
ur Framsóknarmaður. Hann er
dugandi bóndi og rekur stórt bú.
Við erum gamlir skólabræður og
glímufélagar, en þá var oft far-
ið í eina bröndótta í frístund-
um. Ég hafði oftast betur, en
þóttum samt mjög jafnir. Nú um
stund höfðum við glímt við grjót
og mold og torráðnar gátur lífs-
ins og enn orðið nokkuð jafnir.
Berst tal að nýju álögunum. Ég
gat þess að matvörur og fóður-
bætir væru að mestu undanskild-
ar millifærslunni hans Hermanns.
Þessi ágæti Framsóknarmaður
sagði þá: „Ég býst við að þessar
nýju álögur, sem komu fram í
ýmsum myndum auki útgjöld
mín minnst um 10—15 þúsund
krónur, án þess ég hafi nokkra
von um tekjuauka á móti. Skipt-
ir mig engu máli á hvaða vöru-
teg. þessi upphæð er lögð, hvort
hún kemur fram sem aukið álag
á matvöru eða aðrar nauðsynj-
ar, er ég kemst ekki hjá að kaupa,
svo sem byggingavörur alls kon-
ar, vélar og varahluti þeirra,
olíur til vélarekstrar og eldsneyt-
is, heimilistæki, vefnaðarvörur,
sokka og silki á konu og börn,
eða símaþjónustu og póstgjöld,
svo nokkuð sé talið. Hins vegar
tel ég það hyggilegt, þó ekki sé
eins réttlátt í garð launþega, að
undanskilja hækkuninni vissar
vörur, sem mest áhrif hafa á
hækkun vísitölunnar, meðan svo
er, að margar nauðsynjar manna
koma ekki til greina við útreikn-
ing vísitölunnar.“
Um allt þetta vorum við hjart-
anlega sammála. „Kommarnir
eru samþykkir því að falsa vísi-
töluna á þann veg, sem þá lystir
og þá er það réttlátt, því ekki
er hætt við að þeir standi ekki
vörð um hagsmuni launþega",
skaut ég inn í samræðurnar.
Okkur kom einnig saman um
að fyrrverandi stjórn og þáver-
andi þingmeirihluti, Framsókn-
armenn og Sjálfstæðismenn,
hefðu af illri nauðsyn hækkað
svo álögur á þjóðina að lengra
hefði ekki verið fært að fara. En
nú væri hundruðum milljóna
bætt ofan á drápsklyfjarnar, svo
aldrei í sögu okkar unga ríkis
hefði stefnan jafnaugljóst verið
tekin fram af bjargbrún gjald-
þrotagjárinnar.
En þegar viðræður okkar komu
inn á önnur svið stjórnmálanna,
féllu skoðanir okkar fyrst um
sinn ekki í sama farveg. Kunningi
minn kvað það satt vera, að
Hræðslubandalagið svonefnda
hefði heitið því fyrir kosningar,
jafnframt því að afneita öllu sam
neyti við kommúnista, að brotið
skyldi blað í efnahagsaðgerðum,
ef þeir fengju stjórnvöldin í sín-
ar hendur, þá skyldu nýjar leiðir
fundnar, og sáu þá margir kjós-
endur haugelda mikla, sem log-
uðu glatt og vísuðu til ótæmandi
fjársjóða, er nú skyldu úr jörðu
grafnir og útgefnir til hins „vinn-
andi fólks“. En þetta hefði allt
óneitanlega brugðizt. En eins og
og Tíminn sagði, þá stöfuðu allir
erfiðleikarnir frá arfi íhaldsins.
Þessi vinur minn kunni belur
en sinn barnalærdóm þær ein-
stæðu kennisetningar Tíma-
manna, að allar framfarir í at-
vinnuvegum til lands og sjávar,
vélvæðing, ræktun, byggingar o.
s. frv. væri að þakka Framsókn,
en fjárfestingarglapræðið og
gjaldeyrisvandræðin, sem stöf-
uðu af þeim miklu og skjótu
framkvæmdum væri einvörð-
ungu sök Sjálfstæðismanna. Ég
sagði honum það eitt, að hver
heilskyggn maður sæi gegnum
þennan blekkingavef.
KOSNINGASVIKIN
Eftir nokkrar orðahnippingar
um þessi sannleikskorn Tíma-
manna vék ég umræðunum að
kosningasvindli Hræðslubanda-
lagsins, varnarmálunum, stjórn-
lagabrotunum og uppvakning-
unni nýju. Kunningi minn brást
hart við og varð í fyrstu óðamála.
Ég rifjaði upp stjórnmálasögu
okkar frá 28. marz 1956, þegar
bandalag Framsóknar og komma
með aðstoð hinna svokölluðu
vinstri flokka, samþykkti á Al-
þingi uppsögn hervarnarsamn-
ingsins. En með uppsögninni voru
íslendingar berir að svikum við
Atlantshafsbandalagið og allar
lýðræðisþjóðir heims, og lýstu
þjónkun sinni við valdið í
Moskvu, sem fagnaði ákaft sam-
þykktinni og taldi það sinn fyrsta
stórsigur í kalda stríðinu. Þessi
samþykkt var fyrsta glíman, sem
Hermann hafði unnið um langt
skeið. Nú var Framsókn að búa
sig undir stjórnarskiptin, sem
fram fóru nokkru síðar. Var á
allra vitorði, að hún hafi verið í
tygjum við krata og fjölgaði
stefnumótum er á leið veturinn.
Gaf hún og kommum hýrt auga
í laumi. En það er svo með Fram-
sókn, þó það stríði móti lögmáli
lífsins, að hún gerist því fjöl-
iyndari sem hún eldist.
Næst stofna Framsóknarmenn
og kratar algert kosningabanda-
lag, þannig að í hverju kjördæmi,
er aðeins frambjóðandi annars
hvors flokksins. Og flokksmönn-
um skipað að kjósa þann fram-
bjóðanda, hvort sem þeim líkar
betur eða verr. Allt þetta ráða-
brugg er gert án samráðs við
flokksfélagana í kjördæmur.um.
Þessa særandi móðgun við frjálsa
menn bar þeim sjálfum að dæma,
og gerðu það sumir, sem mann-
dóm áttu nægan og ekki voru
blindaðir af blekkingunni. Slík
vinnubrögð miðstjórnanna sýna
augljóst siðferðiskennd á lægsta
stigi mannlegs sálarlífs en lýsa
hins vegar frekri einræðishneigð
og eftiröpun á kúgunarvaldi
kommúnista. Bandalag þetta var
þó kannske ekki bókstaflegt
Steingrímur Davíðsson
stjórnarskrárbrot, þótt það bryti
bág við anda laganna. En hér var
ekki staðar numið. Til þess að
fyllsti árangur næðist, var ekki
skirrzt við að brjóta stjórnarskrá
og kosningalög með því að krefj-
ast viðurkenningar tveggja lands
lista og uppbótarsæta Alþýðu-
flokksins á nokkur þúsund at-
kvæða Framsóknarmanna, í
fyllsta ósamræmi við ákvæði 31.
gr. stjórnarskrárinnar, og var
augljóst brot á henni. Og d-liðúr
nefndrar greinar tekur af öll tví-
mæli en fyrsta málsgrein hennar
hljóðar svo: „Allt að 11 þingmenn
til jöfnunar milli þingflokka svo
hver þeirra hafi þingsæti í sem
fyllstu samræmi við atkvæða-
tölu sína við almennar kosning-
ar“. Við sem ekki erum staur-
blindir skiljum þessi ákvæði á
þann einn veg, að Hræðslubanda-
laginu bæri einn landslisti og upp
bótarsæti, samkvæmt því, annað
var freklegt stjórnlagabrot. Enda
var meirihluti landskjörsstjórn-
ar sömu skoðunar, þó einum úr
meirihlutanum glapnaðist sýn um
framkvæmdaratriði. Löggjafinn
hefði og sett ströng viðbótar-
ákvæði, ef þá hefðu þekkzt á
þingi slíkir ósvífnir ævintýra-
menn, að líklegt þætti að tilraun
yrði gerð til að brjóta stjórnar-
skrána af sjálfum þingmönnun-
um.
Hins vegar má telja vítavert
af’ stjórnmálaflokkunum, og er
þar enginn þeirra undanskilinr.,
að hafa ekki í öll þessi ár síðan
1944 samið og sarnþykkt full-
komna stjórnarskrá fyrir lýðveld
ið, en bjargast í þess stað við kar-
bætta stjórnarskrá frá konungs-
tímanum. En stjórnarskráin er
jafnfriðhelg fyrir því. í nýrri
stjórnarskrá hefði að sjálfsögðu
verið varnarskorður reistar við
hvers konar kosningasvindli ___
fjöregg þjóðfrelsisins tryggilega
varðveitt.
f sumum lýðræðisríkjum
var stjórnlagaákvæði um að
hæstiréttur ríkisins skuli skera
úr, ef ágreiningur verður um
kjör þingmanna eða hvort lög
eða frumvörp brjóta í bága við
stjórnarskrána. Er nauðsynlegt
að slík ákvæði séu sett. Það
stangast við heilbrigða skynsemi
og siðgæðiskennd, að meirihluti
þings geti aukið þingmannatölu
sína, að eigin vild á kostnað ann-
arra flokka eða lög séu sett er
þverbrjóta stjórnarskrána, og
gefa þannig einræðisöflunum byr
í seglin.
BROTTFÖR HARALDS
Þessu næst berst talið að flótta
Haralds og að Rannveig hefði
látið laust varaþingmannasæti
sitt, eftir að vera hrakin
milli flokka, sitt á hvað eftir því
sem henta þótti. Flótti Haraldar
er vel skiljanlegur. Hann er í
eðli sínu heiðarlegur maður.
Hann var alinn upp hjá strang-
trúuðum foreldrum, sem kenndu
honum að elska föðurlandið,
virða orð og eiða, og helga dóma.
Sú andartaksyfirsjón að sam-
þykkja kosningasvindlið, hefur
við rólega yfirvegun orðið honum
ofraun og samvizkan bitið hann
svo sárt, að hann dæmdi sjálfan
sig til útlegðar. Hefur svo fleir-
um farið, er vegna skyndigeð-
hrifa eða veikleika holdsins hafa
framið glapræði. En vegna iðr-
unar hans og útlegðar mun sagan
fara um hann mjúkum höndum.
„Skýzt þó skýrir séu“. Með svona
áföllum hafði „bandalagið“ ekki
reiknað. „Nú voru góð ráð dýr“
og þau voru til. Hermann hefur
sem kunnugt er um mörg ár rýnt
í fornar skræður Strandamanna.
Skortir því manninn hvorki þekk
ingu, áræði eða glímuleikni, en
allt þetta þurfti til, samkvæmt
gömlum sögum. Hann gekk bara
í valinn og vakti upp einn fallinn
frambjóðanda. Volgur var sá
ekki, því hann hafði legið meira
en sex mánuði í valnum. Verður
þá þessi nýtízku „móri“ ekki eins
þurftarfrekur og kemur það sér
vel fyrir stjórnina, því fjöldi
komma gleypir hvert bein, sem
Framsókn hefur ekki áður undir
jöxlum.
Þó Þjóðviljinn teldi í fyrstu
þessa uppvakningu ólöglega ó-
hæfu ,þá varð þinglið þeirra
fljótt við óskum Hermanns og
köruðu sendinguna. Því hverju
skipti þá hvað er löglegt, bara
ef tilganginum er náð? Er og
þeim flokki skemmt, þegar iýð-
ræðisflokkar fótum troða stjórn-
lög ríkisins ,því þau vilja komm-
ar feig. Eða hvað eru mörg skref
til algerðs einræðis þegar svo er
að farið? En að því stefna sam-
herjar Kadars. Okkur leikmönn-
um finnst á því lítill munur,
hvort stjórnin útnefnir einn þing-
mann eða fleiri og er það í átt-
ina til þess að kosningar verði
brátt óþarfar. Er hér jafnvel
lengra gengið en í Ráðstjórnar-
ríkjunum, því þar er þó að nafni
til kosið. En kunnugt er að þing-
meirihluti samþykkti að fyrir-
skipa yfirkjörstjórn að veita
ólöglegum manni kjörbréf, en
kjörstjórn hafði áður neitað. En
ekki skyldi við þetta sitja. Næst
leggur stjórnin fram frumvarp
fyrir þingið, sem löghelga á
stjórnlagabrotið. Vitanlega er
frumvarpi þessu tryggt fylgi og
þar breytt úrslitum kosninga
er fram fóru sl. vor. Hefur slíkt
nokkurn tímann þekkzt í lýð-
frjálsu landi? Frumvarp þetta er
og ótvíræð breyting á stjórnar-
skránni og á því að hljóta með-
ferð sem slíkt .
En þegar varaforseti Neðri-
deildar hikaði við að þóknast
stjórninni með því að fella rang-
an úrskurð, var beðið eftir Ein-
ari Olgeirssyni ,sem fyrir náð
Hermanns skipar næstæðsta sæti
þingsins. Kommúnistann klígj-
aði ekki við að fella úrskurðinn
svo sem bezt hentaði.
ER EKKI MÆLIRINN FULLUR?
Þetta allt og margt fleira sagði
ég við kunningja minn, Fram-
sóknarmanninn og undraðist
hvað hann þoldi mér. Þó hann
skipti oft litum og ókyrrðist í
sæti, fór hann ekki. Ég spurði
hann hvernig honum félli það,
sem væri alinn upp í guðsótta
og góðum siðum og líklega hefði
ótruflaða siðgæðishugsjón alda-
mótamannsins, að þingmenn, sem
hefðu unnið eið að stjórnar-
skránni gerðust sekir um slíkt
athæfi. Ekki vildi ég feta í þeirra
spor, sagði vinur minn. En Her-
mann og Tíminn segja, að hér sé
ekki um brot að ræða. I fvrra
tilfellinu vantaði skýr ákvæði,
sem bönnuðu kosningasvindlið en
uppvakningin væri gerð í anda
laganna, þó lagagreinin bannaði.
„Þessi hausavíxl hentuðu þeim
brotlegu" bætti ég við. „Þetta
er útúrsnúningur“, sagði kunn-
ingi minn og bjóst til ferðar. Ég
bað hann staldra litla stund,
enda kæmi kaffið bráðum. Ég
spurði hvort hann héldi að ?lda-
mótamennirnir, Steingrímur,
Bernharð o. fl. slíkir, fengjust til
að samþykkja umrætt frumvarp
og gerast skósveinar Moskvu-
valdsins, því varla misskilja þeir
þetta mál. Eða finnst nú ekki
hverjum heilbrigðum manni og
sjáandi mælirinn þegar fullur?
Geta þeir kinnroðalaust horft á
niðurlægingu okkar þúsund ára
Alþingis? Sbr. uppsögn varnar-
sáttmálans, er samþykkt var á
Alþingi 28. marz 1956, er komm-