Morgunblaðið - 28.05.1957, Side 19
Þriðjudagur 28. maí 1957
MORGVNBLAÐIÐ
19
Ekki eru menn einliuga
um val íslenzka landsliðsins
l/ANDSLIÐSNEFND hefur nú
valið lið það er leika á fyrii Is-
land í fyrri leikum okkar í und-
ankeppni heimsmeistarakeppninn-
ar í knattspvrnu. Mjög greinir
menn á um það hvernig nefndinni
hefur tekizt valið. Meiri vandi var
henni á höndum en oft áður, þegar
velja hefur þurft landslið, því eft-
ir leikum vorsins og sem af er
sumri, virðist sem geta ísl. knatt-
spyrnumanna sé heldur minni en
undanfarin ár, þó illt sé að færa
óyggjandi rök fyrir því.
! ! !
Landsliðsnefnd beið eftir
„pressuleiknum“ til þess að velja
liðið endanlqga, en þó virðist af
valinu, að sá leikur hafi litlu máli
skipt, enda er meðal landsliðs-
manna og varamanna þess menn
sem alls ekki léku í þeim leik, en
aðrir sem stóðu sig með afbrigð-
um vel í „pressuleiknum" virðast
ekki koma til greina, jafnvel ekki
meðal varamanna. Af hvaða á-
Stæðum vitum vér leikmenn ekki,
en fróðlegt væri að heyra rök
landsliðsnefndar fyrir valinu.
! ! !
"í'msar stöður landsliðsins eru
þannig skipaðar að enginn styr
stendur um valið. Má þar fyrst
telja stöðu markvarðar sem Helgi
Daníelsson heldur án þess nokkur
ógni honum. Sama er að segja um
Kristinn Gunnlaugsson í stöðu
bakvarðar. Einnig eru sjálfsagðir
menn í liðið Guðjón Finnbogason,
Bíkharður Jónsson, Þórður Þórð-
arson og Þórður Jónsson ýmist
vegna yfirburða sinna eða vegna
þess að aðrir betri menn eru ekki
til. Þá eru eftir stöður v. bak-
varðar, miðframvarðar, h. fram-
varðar, h. útherja og vinstri inn-
herja. Um tvær fyrstu stöðurnar
koma ýmsir til greina s.s. Einar
Halldórsson, Halldór Halldórsson,
Ólafur Gíslason, Magnús Snæ-
björnsson, og enda Kagnar Jóns-
son eftir tvo ágæta leiki í stöðunni.
Tveir þeirra komast í liðið og
enn til vara, og að mínum dómi
Stendur Ólafur Gislason ekki þess-
um mönnum á sporði, og þó skal
engri rýrð varpað á Ieik hans.
Gunnar Leósson er valinn vara-
maður i vörn, og þó hann sé ágæt-
ur og traustur leikmaður er hann
enn fjær stöðu í landsliði en Ól-
afur.
! ! !
Sveinn stendur vel að vígi til
vals í stöðu framvarðar enda er
hann reyndur leikmaður og van-
ur að vinna með Guðjóni. En eftir
„pressuleiknum" að dæma ógnar
Einar Sigurðss. honum alvarlega
að flestra dómi, en þó er Einar
ekki einu sinni valinn varamaður,
heldur maður sem aldrei hefur
leikið framvarðastöðu í ár!! Að
vísu er það Jón Leósson sem er
traustur og getur Ieikið víða, en
hver eru launin fyrir að sýna
góðan leik í einhverri stöðu, ef aðr-
ir sem alls ekki leika hana eru
teknir fram yfir? Mætti þá segja
að slíkt mætti gera um ýmsar aðr-
ar stöður í liðinu.
! ! !
Sennilega e± vandfundinn betri
maður en Dagbjartur er nú í stöðu
hægri útherja, en í stöðu vinstri
innherja hefði án hiks átt að taka
Albert Guðmundsson í stað Gunn-
ars Guðmannssonar. Gunnar hef-
ur það fengizt úr leik hans þá,
unni í stærri leikum, en aldrei hef-
ur það fengist úr leik hans þá,
sem hann sýni. í leikum KR. Um
fimi hans efast fáir en misdug-
legur er han í leikum, og einna
síztur þegar erfiðast gengur, en
einmitt slíkum leikum má búast
við í Frakklandi og Belgíu.
! ! !
Þó liér séu látnar á framfæri
skoðanir sem landsliðsnefnd aðhyll
ist auðsjáanlega ekki er það ekki
gert í illum tilgangi. Svo mikið er
um knattspyrnu rætt, svo margir
fylgjast með henni og svo margir
unna þeirri íþrótt, að gagnrýni
er vissulega þörf. Héðan af verður
fáu eða engu breytt, enda er allt
á síðustu stundu, allt komið í ein-
daga og liðrð sem heild ekki valið
fyrr en fáum dögum fyrir broltför.
Þetta verður að hreytast. Landslið
þarfnast samæfingar ekki síður en
önnur lið. Ýmislegt við undirhún-
ing liðsins hefði mátt fara betur,
ekki sízt það að afla hefði mátt
meiri fræðslu um mótherjana og
um aðstæður allar, ekki sízt þar
sem þær upplýsingar voru auð-
fengnar, þar sem einn af leikmönn
um í fyrstu deild hefur um 10 ára
skeið leikið í Frakklandi,, jafnvel
í franska landsliðinu. En hann
kom ekki til greina, livorki sem
aðalmaður eða varamaður, en það
er önnur saga!
— A. St.
Þidttoi Víkingw
3:0
A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ fór
fram í Reykjavíkurmótinu leikur
milli Þróttar og Víkings. Þróttur
sigraði með 3:0 og komst þar með
upp fyrir Víking í endanlegum
úrslitum mótsins. Leikurinn var
heldur daufur en sigur Þróttar
verðskuldaður.
Önnur samsýning Sýningarsalarins
á myndlist og listiðnaði.
Opin alla daga frá kl. 10—12 og 14—22.
SÝNINGARSALURINN,
Alþýðuhúsinu.
[ý I. '$&k* líifiÉidmi'
Opið á hverju kvöldi
TJARNARCAFÉ
«?/ Þuorro/?
rG00D BOCS£KEEPWG !NSnTDTE>
c M IMÍ
ttnuo « BOttl 0t IttUCMitl
Cloznne heflr hlotið sérstölc
meðmœli sem gott þvotta-
duft I þvottavélar.
M/NMQ EKF/D/
Heildsölublrgðir
Eggert Kristjánsson & Co hf.
Nœlongallar
Margeftirspurðu amerísku
nælongallarnir komnir.
Upphoðið
á Lynghaga 13, hér í bænum fer fram á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 29. maí 1957, kl. 2 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Kínverskur
barskápur
sófaborð og smáborð, allt mjkið útskorið, til sölu.
Upplýsingar í síma 7684.
LOFTPRESSUR
2ja og 3ja hamra
væntanlegar frá A-Þýzkalandi
Einkaumboðsmenn á íslandi.
tHHKIIimillJOIIIHIII
............. ... jnwiiiBiiMinwmniiiMiMwujLi^
Grjótagötu 7 — Símar: 3573 og 5296.
Vandaðar íbúðir til sölu
3ja herbergja íbúð á hæð með 4. herbergi í kjallara í húsi
við Laugarnesveg. íbúðin er tilbúin undir tréverk. Lán að
upphæð kr. 50.000.00 fylgir á 2. veðrétti.
Fyrsti veðréttur er laus. Sanngjarnt verð.
Einbýlishús í byggingu. Húsið er kjallari, hæð og rishæð,
7 herbergi, eldhús o. fl. Hægt er að hafa 2ja herbergja íbúð
í kjallaranum. Búið er að steypa upp kjallarann og hæðina
og slétta lóðina.
Glæsileg 5 herbergja hæð við Rauðalæk. Tilbúin undir
tréverk. Stærð 137.9 ferm. auk eignarhluta í kjallara. —.
Steypt bílskúrsplata fylgir. Lág útborgun.
Skemmtileg 5 herbergja risíbúð tilbúift undir tréverk við
Bugðulæk. Stærð ca. 115 ferm. auk eignarhluta og geymslu
þar.
Fasteigna og Verðbréfasalan,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4.
Símar: 3294 og 4314.