Morgunblaðið - 28.05.1957, Page 24

Morgunblaðið - 28.05.1957, Page 24
Veöriö Suðvestan kaldi. Dálítil rigning eða súld. origvmTblíiíitrö 118. tbl. — Þriðjudagur 28. maí 1957. Sumar í Týról Sjá blaðsíðu 9. Gteymdi svisslyklinum og ó meðun vnr bílnum stolið ÞAÐ getur vissulega orðið af- drifaríkt að gleyma „svisslyklin- um“ í bíl sínum. Maður nokk- ur varð fyrir þessu á sunnudag- inn. Bílnum var stolið og næst fékk maðurinn fregnir af honum nokkrum klukkustundum síðar, stórskemmdum uppi við Svana- staði. Var þetta bíllinn R-3372. Maðurinn hafði brugðið sér frá inn í Hafnarhús í 3—4 mín., um klukkan 10 á sunnudagsmorgun- inn. Er hann kom út aftur var bíllinn horfinn. Fréttist það næst af honum, er Jónas vegaverk- stjóri og bóndi í Stardal hringdi til lögreglunnar, er hún hafði lýst eftir bílnum í útvarpi. Hafði Jónas komið að bílnum þversum á veginum við brúna hjá Svana- stöðum. Hafði hann rekizt á brúna og var óökufær á eftir. Sá Jónas, hvar ungur maður var á rjátli í kringum hinn skemmda bíl. Nokkru síðar kom þaraðlang ferðabíll með skátastúlkum í. Með öllum þessum liðsafnaði tókst að koma bílnum út af veg- inum. Ungi maðurinn fékk far áfram austur með skátabílnum. Það fréttist svo af ferðum hans, að hann hafði farið úr bílnum við Grafningsveg og kvaðst ætla nið ur í sumarbústaðalöndin þar. Er þetta barst til lögregl- unnar lagði hún þegar af staB þangað. Hafði hún þær fregnir af manninum, að hann væri farinn, en hefði ætlað niður á Þingvoll. Er lögreglan kom upp á þjóð- veginn aftur og stöðvaði fyrsta bílinn sem frá Þingvöllum kom sat ungi maðurinn í honum. Hann hafði verið tekinn upp í Almannagjá og beðið um far til bæjarins. Það er svo af manni þessum að segja að hann hafði verið ölv- aður alla nóttina. Hann hefur aldrei áður komizt í kast við lög- regluna og er aðeins 21 árs að aldri. Hreyfilsmenœ sigursælir ytra Ein af barnamyndunum á sýningunni í Þjóðminjasafninu. Siglufjarðarskarð aftur bílfært Siglufirði, 27. maí: — Lokið var í dag að moka Siglu- f jarðarskarð, en sagt er að alnienn umferð um það verði ekki fyrr en á miðvikudag fyrir stærri bíla. Þrjár ýtur hafa unnið að mokstr- inum að vestanverðu og sóttist vei-kið fyrr en vonir stóðu til, því snjór var þar mikill á veginum. — Guðjón. Lýsl eitir sjónarvoltum RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur beðið blaðið að lýsa eftir sjónarvottum að umferðaslysi er varð 8. þessa mánaðar á horni Egilsgötu og Barónstígs. Eldri kona varð fyrir reiðhjóli, sem drengur var á. Konan meiddist við að falla í götuna og hefur verið rúmliggjandi síðan. Þarf rann- sóknarlögreglan að fá sem gleggst ar uppl. um málið og hafi einhverj- ir sjónarvottar verið að þessu eru þeir beðnir að gefa sig fram hið fyrsta. T.d. er vitað að maður í litlum bíl ók konunni í slysavarð- stofuna í Heilsverndarstöðinni. Boðsimd lögregl- unnar f ór fram í gær 1 GÆRDAG fór fram í sundlaug- unum hin árlega boðsundskeppni milli lögreglusveita götulögregl- unnar og sundsveitar frá saka- dómaraembættinu. Tóku alls 80 menn þátt í sundkeppninni en sveit irnar voru fjórar. Yar keppnin afarhörð og það svo að eldri met úr þessari sundkeppni fuku. Lauk sundkeppninni með sigri sveitar Pálma Jónssonar varðstjóra í götu lögreglunni og Var tími hennar 4:44,4 mín. Þá kom sveit sakadóm aramanna undir forustu Sveins Sæmundssonar yfirmanns rann- sóknarlögreglunnar, og skakkaði aðeins 1,2 sek. á tímum þessara tveggja sveita, þriðja var sveit Matthíasar Sveinbjörnssonar varð stjóra og fjórða Magnúsar Sig- urðssönar og munaði 0,4 sek. á þessum tveim sundsveitum. ■^EINS og frá hefur verið skýrt í fréttum, fór 4 manna skák- sveit frá Taflfélagi samvinnufél. Hreyfils, til Helsingfors, til keppni um norræna sporvagna- meistaratitilinn í skák. Skák þessi fer fram í fjögurra manna sveitum milli borga Norðurlandanna. Þær fregnir hafa nú borizt, að sveit Hreyfils tefldi í efsta flokki, og vann meistaratitilinn með 6 stigum — vann alla sína keppinauta. Úrslit í einstökum umfeðrum voru þau að í fyrstu umferð tefldi sveit Hreyfils við Gauta- borg og fékk 3 vinninga, Gauta- borg 1, Kaupmannahöfn 3% og Stokkhólmur V2. í annarri umferð tefldi Hreyfill við Kaupmannahöfn og hafði 3 vinninga en Kaupmannahöfn 1 vinning. Gautaborg 3 vinninga og Stokkhólmur 1 vinning. í þriðju umferð tefldi Hreyfill við Stokkhólm og vann með 3 vinningum, en Stokkhólmur 1 vinning, Kaupmannahöfn 2% og Gautaborg IV2 vinning. Eins og fyrr var sagt vann sveit Hreyfils meistaratitilinn með 6 stigum, Kaupmannahofn hlaut 4 stig, Gautaborg 2 og Stokkhólm- ur ekkert stig. From Heybja- víkarmeistari sigraði Val 2:0 REYKJAVÍKURMÓTINU í knatt spyrnu lauk í gærkvöldi. Til úr- slita léku Fram og Valur. Leikurinn var frá upphafi spennandi og á köflum brá fyrir mjög góðum leið hjá báðum lið- unum. Fyrra hálfleik lauk án þess að mark yrði skorað. Fyrra mark Fram kom úr vítaspyrnu er um stundarfjórðungur var til leiks- loka og skoraði Skúli Nielsen. Síðara markið skoraði Karl Berg- mann skömmu fyrir leikslok. Þetta er í níunda sinn, sem Fram- arar vinna Reykjavíkurméistara- titilinn, en síðast sigruðu Fram- arar mót þetta 1950. Umsögn um leikinn birtist í blaðinu á morg- un. Ferðaþjónusta stúdenta tekur til starfa ‘Veitir helmingi ódýrari ferðalög en ella STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands hefur nýlega ákveöið að ger- ast aðili að samtökum, sem stúdentasamböndin á Norður- löndum hafa myndað með sér. Samtök þessi nefnast Scandinavian Student Travei Service (S.S.T.S.) eða Ferðaþjónusta stúdcnta á Norðurlöndum. Samtök þessi sem hafa starfað í nokkur ár eru þegar orðin mjög öflug og hafa skrifstofur í flest- um löndum Evrópu svo og í Bandaríkjunum. Þess má m.a. geta, að í höfuðstöðvum samtak- anna, sem eru í Kaupmannahöfn starfa á sumrin um hundrað manns. Með ágætu samstarfi við ýmsa aðila hefur samtökum þessum tekizt að skipuleggja ferðir fyrir stúdenta um alla Evrópu og víðar um heim. Ferðir þessar eru mun ódýrari en alment gerist, enda er það eitt markmið samtakanna að gera skólafólki kleift að ferðast á sem ódýrastan hátt. T. d. má geta þess, að venjuleg fluggjöld með flugvélum milli Kaupmanna- hafnar og Parísar eru 403,00 kr. með flugvélum milli Kaupmanna- ar og London 437,00 kr. danskar, en þeir sem ferðast á vegum S. S. T. S. þurfa aðeins að greiða 190.00 kr. danskar sömu leiðir. Svipuð kjör veitir S.S.T.S. á öðrum flugleiðum. Auk þess skipuleggur S.S.T.S. hópferðir og ferðir einstaklinga um alla Evrópu (einnig Austur- Evrópu). Stúdentaráð Háskóla Islands hefur nú með stuðningi S.S.T.S. opnað skrifstofu, þar- sem veittar verða allar upplýsingar um ferð- ir og starfsemi S.S.T.S., og mun verða leitazt við að aðstoða á allan hátt þá sem hug hafa á að not- færa sér þau kostalcjör, sem sam- tök þessi bjóða. Liggja þar frammi bæklingar, þar sem ýtarlega er skýrt frá þeim ferðum, sem fyrirhugaðar eru í sumar. Ferðaþjónusta stúdenta hefur aðsetur í herbergi Stúdentaráðs, Háskólanum og er opin á þriðju- dögum, miðvikudögum, fimmtu- dögum, föstudögum kl. 5—7 e.h. Sími skrifstofunnar er 5959. Krist mann Eiríksson stud. jur. veitir henni forstöðu. Ferðaþjónustu þessarar geta notið háskólastúdentar og kandi- datar innan 35 ára, og auk þess nemendur í Menntaskólanum, Kennaraskólanum og Verzlunar- skólanum eldri en 17 ára. Ástæða er til að hvetja skóla- fólk til að notfæra sér þau kosta- kjör, sem Ferðaþjónusta stúdenta býður. Gyðmundur á Hvítárhakka lézt á laugardayinn BORGARNESI, 27. maí. — Á laugardagskvöldið andaðist hér í Borgarnesi einn mesti bænda- höfðingi Borgfirðinga og helzti atkvæðamaður þeirra í félagsmál um byggðarlagsins, Guðmundur Jónsson á Hvítárbakka, aðeins 67 ára að aldri. Á laugardaginn hófst hér aðal- fundur Búnaðarsambands Borg- arfjarðar, en íormaður þess var Guðmundur heitinn. Um klukkan 10 um kvöldið, er fundurinn stóð enn yfir, leið Guðmundur skyndilega út af í sæti sínu og var hann meðvitundarlaus. Hafði hann átt vanda til þessa. Jón bóndi, sonur hans, var með hon- um á fundinum. Eftir nokkra stund hafði Guðmundur jafnað sig og komst til fullrar rænu. — Sagði harin við fundarmenn: — Haldið þið bara fundinum á- fram. Var Guðmundur siðan lagður fyrir, í hótelinu, en þar fór fundurinn fram. Læknar voru ekki nærstaddir, læknafund ur var á Akranesi. En yfirlið Guðmundar var alvarlegra en í fyrstu virtist, og að einni klukkustund liðinni var hann látinn. — Hann mun um nokkurt skeið eigi hafa geng- ið heill til skógar, hjartað farið að gefa sig, þó hann léti ekki á því bera í daglegum störfum fyr- ir sveit sína, sem voru mörg og margháttuð. Guðmundur á Hvítárbakka lætur eftir sig konu, frú Ragn- heiði Magnúsdóttur frá Gils- bakka og tvo syni, Jón, er bjó með föður sínum á hinni miklu bújörð, og Magnús, sem er verzl- unarmaður í Reykjavík. Ríkisstjórnin er að stöðva íslenzkan iðnað Yfirlýsing frá Gubjóni Sigur&ssyni, formanni Iðju VEGNA ummæla hæstv. forsætisráðherra, Hermanns Jón- assonar, og Hannibals, ráðherra Alþýðubandalagsins, í útvarpsumræðunum um fjárlagafrumvarpið i gærkvöldi um að iðnrekendur „hafi boðið kauphækkun“ til Iðju, vil ég taka fram eftirfarandi: Hæstv. forsætisráðherra fer þar með vísvitandi ósannindi og hæstv. félagsmálaráðherra endurtók þau, því stjórn Iðju fór fram á lagfæringu á kaup- og kjarasamningi Iðju og F.Í.I., og náðist loks samkomulag eftir nær þriggja vikna fundi samninganefnda þessara aðila. Hefur Iðja þá loks, eftir áralanga óstjórn og misnotkun kommúnista og Framsóknarmanna á félaginu náð jafnfætis öðrum verkalýðsfélögum í kjaramálum. Og þess má geta, í þessu sambandi, að efalaust hefðu iðnrekendur gengið lengra til móts við kjarabótakröfur iðnverkafólks, ef nú- verandi ríkistjórn gerði iðnaðinum ekki jafnerfitt fyrir og raun ber vitni, því beinlínis fyrir efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnar Hermanns Jónassonar fara nú fram stórfelldar upp- sagnir í verksmiðjum og mörgum verksmiðjum er sumpart búið eða er verið að loka. — Hráefni hafa stórhækkað á erlendum mörkuðum eins og ýmsar aðrar nauðsynjavörur og með því að gefa ekki iðnaðinum tækifæri til að mæta þessum erlendu hækkunum, er ríkisstjórnin að stöðva íslenzkan iðnað. form. Iðju, félags verksmiðjufólks, Rvík. GUÐJÓN SIGURÐSSON,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.