Morgunblaðið - 09.07.1957, Side 2
2
M6RGVNBL 4Ð1Ð
Priðjudasur 9. júii 1957
Sigur Norðmanna 3:0 var verðskuldaður
rTM EÐA YFIR 13 þúsund manns komu í hítíðaskapi til hins nýja og glæsilega íþrótta-
^ svæðis Reykjavíkur í Laugardal í gærkvöldi. Allt var hvítt, hreint og fágað, vel unnið
verk margra handa. Nær 2000 tylltu sér í góð sæti í stúku vallarins og fyrir framan var
fagur grasvöllurinn útbreiddur, baðaður kvöldsólargeislum. Umhverfis allan hringinn á
steyptum pöllum voru um 11 þúsund manns, allir sáu hvað fram fór eins og bezt var á
kosið. Það er munur að búa í stórhorg, þar sem til er nýtízku íþróttasvæði.
En því er ekki að leyna, að eítir því sem á leið leikinn
brá nokkrum skugga á ánaegju fólks. Það var ekki út af
svæðinu, heldur því, að Norðmenn voru að þjarma heldur
betur að íslendingum. Þeir höfðu yfirburði á vellinum og
úrslitin, sem talan 3:0 lýsir eru ekki ósanngjöm, þó 0 sé
heldur harður dómur yfir íslenzka liðinu, sem nokkrum
sinnum skapaði sér ágæt tækifæri. Leikurinn var heldur
hægur í heild og rólegur fyrir Guðjón Einarsson, sem dæmdi
í stað Skotans, sem komst ekki til landsins í tæka tíð vegna
flugskilyrða.
Leikurinn í tölum
Mörk ............ 3 0
Vítaspyrna ...... 1 0
Skot á mark ..... 7 4
Skot framhjá..... 14 4
Hornspyrnur ..... 4 6
Aukaspyrnur ..... 6 7
Aukasp. v/rangst. 2 B
Úthlaup markvarðar 6 7
Misst yfir endam. 4 1
Þegar tekin eru saman mörkin, skotin á mark, skotin fram-
hjá, hornspyrnu, og „misst yfir endamörk" sést hve liðin
hafa oft verið í sókn. Tala Norðmanna verður 32, þ. e. 32
í sókn misjafnlega nálægt íslenzka markinu, en tala íslenzka
liðsins verður 15. Þetta gefur góða mynd af gangi leiksins.
— /jbrófíasvæð/ð
Norðmenn tóku leikinn i upp-
hafi sterkari tökum, og þreifuðu
fyrir sér á báðum köntum. Það
var áberandi strax hve vel þeir
notuðu kantana og
þegar 5 min. voru af leik lék
Björn Borgen upp hægri kant,
komst framhjá Jóni Leóssyni,
lék upp að endalinu og með-
fram henni, en þá var Jón
kominn aftur, setti fyrir hann
fótinn og dómarinn dæmdi
vítaspyrnu. Úr henn skorar
Legernes framvörður (4) ör-
ugglega. 1:0 eftir 5 mín, sumir
voru ekki mættir til sæta og
voru furðu slegnir við slæmar
fréttir.
Eftir þetta jafnaðist leikurinn
og varð barátta um yfirráð á
miðjunni. Hvorugt liðið vann sig-
ur í þeirri baráttu, en leikur
Norðmanna var öruggari, það
var meiri samvinna í liði þeirra,
stöðuskiptingar og uppbygging
betri, þeir voru allir með
og léku allir jákvæðan leik. 1 ísl.
liðinu var á þessu misbrestur, þó
einum eða tveimur tækist að
byggja upp sókn, var það þriðji
eða fjórði hlekkurinn sem brast
og allt fór út í sandinn, fyrr en
vonir stóðu til. Það skapaðist um
lengri tíma ekki hætta við norska
markið.
Kjeld Kristiansen og Dybwad
áttu báðir góð skot, sem Helgi
varð i,síðan Kristiansen skot rétt
framhjá, og hættan var við ísl.
markið, upphlaup landanna voru
stöðvuð af öruggri norskri vörn
áður en þau urðu hættuleg utan
tvívegis að til kasta markvarðar
kom,
þar til á 38. mín. að Þórður
Þórðarson hleypur upp með
knöttinn, upp að endalínu og
meðfram henni, vippar að
marki svo snögglega að As-
björn Hansen var ekki reiðu-
búinn, hafði heppnina með
sér, knötturinn lenti í höfði
hans og hrökk út.
Örskömmu síðar eru Norð-
menn í sókn, er lýkur með skoti
Kjeld Kristiansen — þrumuskot
af 15 m færi í hornið. 2:0 í hálf-
leik var staða, sem gerði áhorf-
Mörkin
A 1 EFTIR 5 minútna leik
V«JL eru Norðmenn í hættu-
legu upphlaupi. Borgen veður
upp kantinn og Jón Leós á
eftir. Hann bregður Borgen
og dómarinn dæmir víta-
spyrnu, sem Legernes fram-
vörður skoraði örugglega úr.
A n 40 mín. eru liðnar af
leik. Norðmenn eru í
sókn upp hægri kant. Það eT
gefið fyrir inn á vítateig til
Kjeld Kristiansen, sem fær
tíma til að „stilla upp“ og
skorar í bláhornið.
Borgen tekur hom-
spymu frá hægri, er
25 mín. eru af síðari hálfleik.
Kristofersen skallar að marki
af 10—12 m færi. Dybwad
kemnr á milli, skallar knött-
iim óverjandi í netið.
enda þúsundirnar vonlitlar og
vonsviknar að nokkru leyti.
Fyrstu min. síðari hálfleiks var
meiri hraði í ísl. liðinu en áður
en það varði skammt, og um tíma
varð svo að vörn íslands mátti
hafa sig við að hreinsa frá, og
kæra sig kollótta um uppbygg-
ingu. En það jafnaðist aftur og
nokkrar tilraunir til sóknar náð-
ust að norska markinu, en án alls
þunga.
Á 25. min. fá Norðmenn
hornspyrnu á ísiand sem Borg
en framkvæmir og síðan fer
boltinn af tveimur norskum
höfðum (Kristofersen og Dy-
wad) í mark íslands.
Raunverulegri baráttu með
samstilltu liði var lokið í leikn-
um. Norðmenn höfðu vegna
meiri getu í leiknum tekið völdin
að mestu. Þó átti ísland eftir sitt
opnasta marktækifæri..
Það kom er Helgi spyrnti
út á 37 mín., fram yfir miðju
til Þórðar. Hann komst fram
hjá Svensen og nú brunuðu
þeir móti hvor öðrum Asbjöm
Hansen og Þórðuir. Þórður
skaut, en Asbjöm snerti
knöttinn en hélt ekki. Þórður
reyndi að sækja, en Svensen
kom aðsvifandi og spyrati frá
— það var sárt, því markið
var mannlaust.
Möguleikarnir voru búnir.
Noregur hafið sigrað 3:0.
Sigur Noregs í leiknum var
verðskuldaður. Leikur þeirra var
allur annar og betri en hins ísl.
liðs. Framlínan náði virkum
samleik og oft hættulegum upp-
hlaupum. Skemmtilegastar voru
sendingarnar milli miðherjans
Per Kristofersen og Björn Borg-
en á hægri kanti, en þeir eru
báðir kornungir leikmenn. Inn-
herjarnir Kjeld Kristiansen og
Gunnar Dybwad, sem nú lék sinn
25. landsleik og fær þá afhent
Framh. af bls 1
azt hafði. Þetta nýmæli mæltist
mjög illa fyrir í Moskvu, segir
Deutscher, en það voru þó eink-
um Kaganovitsj og Molotov, sem
gengu í berhögg við þessar áætl-
anir Krúsjeffs. — Þegar mið-
stjórnin kom saman til fundar
22. júní s.l. var loftið lævi bíand-
ið. Molotov-klíkan hafði tryggt
sér stuðning ýmissa málsmetandi
manna í Moskvu og hugðist láta
til skarar skríða gegn Krúsjeff.
Töluðu Molotovsmenn t. d. um
svik Krúsjeffs.
ZHUKOV
I miðstjóminni eru yngri
menn en í Æðstaráðinu og
þar átti Krúsjeff meíri ítök.
Þó var það engan vegmn svo,
að miðstjórnarmenn fylktu
sér einhuga um stefnu hans.
Þegar til úrslita kom, gekk
Zhukov hershöfðingi og land-
varnaráðherra í lið með Krú-
sjeff og það dugði. Ef Zukov
hefði ckki komið til skjalanna,
er sennilegt, að Krúsjeff og
fylgismenn hans hefðu orðið
undir í þessari harðvítugu
valdabaráttu.
frá norska knattspyrnusamband-
inu, gullúr að norskum sið, voru
mjög uppbyggjandi og má er á
leikinn í heild er litið telja Kjeld
Kristiansen bezta mann sóknar-
línunnar.
Vörn liðsins er þó betri helm-
ingur þess með Svensen sem
brimbrjót en Falck og Bakker
hina hörðu vamarmenn er aldrei
brugðust. Legernes byggði vel
upp, en samt var miðjan veik-
ust hjá Norðmönnum, því And-
ersen var síztur hinna norsku
gesta. Á Hansen í markinu reyndi
ákaflega lítið.
ISLENZKA LTÐID
Vörnin var heilsteyptari hluti
þess, einkum áttu Helgi og Krist-
inn góðan leik. Vörnin brást þó
ekki, en var hart keyrð af Norð-
mönnunum og megnaði ekki að
standast sókn þeirra. Framverð-
irnir áttu stöðugt í baráttu um
vallarmiðjuna, unnu hvorki né
töpuðu þeirri baráttu. Framlínan
var sundurleitust. Einstaka sinn-
rnn átti hún góð upphlaup, en
vann aldrei saman í heild. Rík-
harður var þar með mestan dugn
að og mesta uppbyggingu, Albert
var sjaldnar með en afgreiddi
vel það sem til hans kom og gaf
oft góðar sendingar. Skúli Niel-
sen, nýliðinn í liðinu, stóð sig
mjög sæmilega, og vel af nýliða
miðað við framlínuna í heild.
Þórður og Halldór voru mistæk-
ir og áttu afleitar sendingar á
stundum, einkum var Þórður illa
standandi á grasinu.
ÝMIS BÖND tengja þjóðir sam-
an, t. d. bönd erfða og skyldleika.
Trúarbrögð, skyld tunga og náin
tengsl skapa einnig samræmi í
hugsunarhætti og lífsskoðun.
Ekki má gleyma böndum efna-
hags og viðskipta, sem eru menn-
ingarþjöðum, einkum hinum
smáu, ómissandi.
íslenzka og tékkneska þjóðin
er ágætt dæmi þessa. .
Tékkneski þjóðarbúskapurinn
byggist að miklu leyti á fram-
leiðslu iðnvarnings, sumpart úr
aðkeyptum efnum, en okkar á
Zhukov hafði oft reynt að
miðla málum milli hinna and-
stæðu klíkna, en að því kom, að
hann varð að taka afstöðu með
annarri hvorri þeirra. Þegar
hann hafði talað fyrir munn
Rauða hersins, þorði enginn að
hræra legg né lið til andsvara.
HERINN SÉR UM ÞAÐ
Deutscher heldur áfram: Hin
nýskipaða miðstjórn, sem telur
15 meðlimi í stað 11 áður, er
alls ekki skipuð skósveinum
Krúsjeffs eingöngu. Fylgismenn
hans eru sjö eða átta og dugar
það ekki til þess, að hann hafi
meirihluta-aðstöðu. Stalinistarn-
ir svonefndu hafa enn nokkur
ítök í miðstjórninni og eru með-
al þeirra Shvernik og Suslov.
Mikoyan er og hefur verið hlut-
laus í þessum átökum. Það mun
Bulganin einnig vera nú. Enn
mun Zhukov sennilega reyna að
miðla málum, hvernig sem það
fer.
Loks ber greinarhöfundur sam-
an aðferðir Stalins og Krúsjeffs,
en álítur, að ólíklegt sé, að hinn
síðarnefndi geti orðið einvaldur
eins og Stalin á sínum tíma. Her-
inn muni sjá um það.
Frh. af bls. 1.
notkun þess og rekstur leik-
vangsins.
Knattsyprnusamband íslands á
sitt 10 ára afmæli á þessu sumri.
Af því tilefni skyldi efnt til
þriggja landsleika í knattspyrnu
milli hinna norrænu frændþjóða,
Norðmanna, Dana og Islendinga.
Þess var óskað, að reynt yrði að
hraða svo framkvæmdum hér, að
landsleikimir gætu farið fram á
þessum leikvangi.
Frjálsíþróttasamband íslands
bar fram sams konar ósk varð-
andi landskeppni þá, sem nú er
nýlokið milli Dana og Islendinga
í frjálsum íþróttum hér í Reykja-
vík.
Það var úr vöndu að ráða. Hér
hefur verið unnið og þarf enn að
vinna ótrúlega miklu meira verk
en menn gera sér almennt grein
fyrir.
Fagur grassvörður hylur nú
öflun fisks fyrir erlendar þjóð-
ir, svo sem Tékkóslóvaka, er
hvergi búa við sjó.
Þegar litið er á landakortið sést
að nágrannaþjóðir okkar byggja
eyjar og vogskorið land vestur
úr meginlandi Evrópu og Asíu.
Þær eru fiskveiðaþjóðir eins og
við, flestar aflögufærar um fisk
og keppa við okkur á heims-
mörkuðunum.
Landfræðilega séð er því eðli-
legt að viðskipti okkar hafa
færzt austur á bóginn, og má gera
ráð fyrir að þau efnahagsbönd
sem hnýtt hafa verið, haldist,
nema aðrar utanaðkomandi ástæð
ur komi til.
Ég minntist á Tékkóslóvakíu
eitt þessara tiltölulega nýju
viðskiptalanda okkar, ef til vill
vegna þess að ég er kunnugastur
þessu landi. Eftir síðustu styrj-
öld margfölduðust viðskipti land-
anna, án efa sökum þeirrar stað-
reyndar að þau hæfa hvort öðru
Framh. á bls. 15.
Evrópumarkað-
urinn — Sam-
veldislóndin
LUNDÚNUM, 7. júlí. — Brezka
stjórnin hefir gefið í skyn, að
Bretar muni ekki geta gerzt aðil-
ar að væntanlegum Evrópumark-
aði, ef hann nær til landbúnaðar-
afurða Það mundi stórskaða verzl
un samveldislandanna. — Mac-
millan, forsætisráðherra hefir
sagt í ræðu, að ef Bretar verði að
gera upp á milli Evrópumarkað-
arins og samveldislandanna,
verði þeir að eiga samstöðu með
hinum síðarhefndu. Pineau, utan-
rikisráðherra Frakka, hefir lýst
því yfir, að ekki komi annað til
mála en Evrópumarkaðurinn nái
einnig til landbúnaðarafurða.
alla þá feikna framræsluskurði
og ræsi, sem gera varð í upphafi
til þess að þurrka það flóafen,
sem hér var, áður en nokkuð
frekar yrði aðhafzt.
Laugardalsnefnd gerði tilraun-
ir til þess að fá fjárframlög um-
fram venju frá bæ og ríki. Bæj-
arstjórn Reykjavíkur lét ekki á
sér standa, þó að fyrri fjárfram-
lög hennar hafi af sumum verið
talin eftir. Alþingi féllst ekki á
að veita aukaframlag og á þó
íþróttasjóður ríkisins vangoldnar
fleiri milljónir króna til þessara
framkvæmda.
Við urðum að synja beiðni
Frjálsíþróttasambandsins. Hver
mundi ekki hafa viljað sjá þá
landskeppni fara hér fram?
Hitt er orðið að veruleika:
Landsleikimir þrír í knattspyrnu
geta nú farið fram hér í kvöld
og næsíu kvöld.
Naumast hefði það getað orðið
nema fyrir einstæða stjórnsemi
og atorku Gísla Halldórssonar,
byggingarmeistara þessa leik-
vangs, en það bíður sins tíma að
geta þess nánar, sem og þeirra
annarra sem fyrr og síðar og nú
síðast hafa lagt nótt við nýtan
dag til þess að fá áorkað því,
sem nú er unnið.
Eins og þessi íþróttaleikvang-
ur nú er á hann að uppfylla allar
fyllstu kröfur. Hér á að vera gott
rúm fyrir 12—13 þúsund áhorf-
endur, en með síðari stækkun-
um er áætlað rúm fyrir allt að
30 þúsund áhorfendur.
Ég vil svo að lokum láta þess
getið að hér verður ekki rakin
nokkuð löng og líka merk saga
þeirra framkvæmda, sem hér
hafa átt sér stað. Það bíður vænt-
anlegrar vígsluhátíðar á næsta
sumri með allsherjar móti íþrótta
æsku þessa lands.
En mikið verður að aðhafast
til þess tíma og verður áreiðan-
lega ekki aðgert svo sem til er
stofnað, nema hin voldugu sam-
tök íþróttaæskunnar beiti áhrif-
um sínum réttilega til þess að
Alþingi og ríkisstjórn veiti það
liðsinni, sem með sanngirni og
rökum má til ætlast, en á það
hefur skort að mínum dómi bæði
fyrr og nú.
Um leið og grasið grær hér á
leikvanginum bíða sundlauga-
byggingarnar og enn er það í
fullkominni óvissu, hvar við get-
um fengið fé til framkvæmd-
anna. Eiga þó Reykvíkingar og
margir fleiri landsmenn ógoldna
skuld við gömlu sundlaugarnar
hér norðanvert íþróttasvæðisins,
— að endurbyggja þær í sam-
ræmi við breytta staðhætti og
fyllstu heilbrigðiskröfur.
Að endingu leyfi ég mér að
mæla þetta til íþróttamannanna,
sem nú og næstu kvöld fylkja
liðum til landskeppni:
Dani og Norðmenn bjóðum við
velkomna hingað til hinnar þre-
földu norrænu millilandakeppni.
Við þá og íslendingana einnig
segjum við öll:
Sýnið nú íþrótt ykkar og eigizt
við eins og drengir góðir.
- KRÚSJEFF
A. St.
E fnahagsbönd