Morgunblaðið - 09.07.1957, Síða 16
2-24-80
2-24-80
150 tbl. — Þriðjudagur 9. júlí 1957
Stórbruni í Reykjavík
á sunnudagsmorgun
Rishæð stórhýsis að Laugavegi
166 liggur í rustum og miklar
vórubirgðir brunnu til ósku
Snemma á sunnudagsmorgun brauzt út eldur í stór-
hýsinu Laugavegi 166, en þar er til húsa trésmiðjan og
húsgagnaverzlunin Víðir. Kunnugir menn telja, að bruni
þessi hafi verið, hvað við kemur tjóni á verðmætum,
einhver hinn mesti, sem orðið hefur í Reykjavík, ef
ekki sá mesti. Má lauslega áætla tjónið eitthvað á milli
3 og 5 milljónir króna.
Þegar eldurinn náði hámarki, stóðu snarkandi eldsúlur
hátt í loft upp frá allri þekju hússins og þar upp af
koldimmur reykjarmökkur, er sást víða að, svo að
mikill fjöldi áhorfenda safnaðist kringum brunastaðinn.
Má geta þess, að reykurinn sást glöggt ofan af Akranesi.
Um það er lauk var öll rishæð hússins, sem er mjög
stór að flatarmáli, fallin. Var allt í risinu, munir og
vörubirgðir brunnið til ösku. Neðri hæðir voru skemmd-
ar af vatni, en slökkviliðið hindraði, að eldurinn breidd-
ist út til birgðaskemmu Mjólkurfélagsins, sem er næsta
hús fyrir vestan, áfast trésmiðjunni.
smiðjunnar Víðis,
Guðmundsson, var fjarverandi úr
bænum þegar þetta gerðist. Hafði
hann brugðið sér aústur yfir fjall
og gist á býli einu austur í sveit-
um. Honum barst fréttin um
þessa atburði með hraðsímtali
um kl. 11 og var hann kominn
til bæjarins eftir hádegi. Þegar
Morgunblaðið talaði við hann í
gær, kvaðst hann ekki geta met-
ið tjónið, starfsemin hefði stöðv-
azt um sinn, en hann kvaðst gera
sér vonir um að vélar óg munir
á neðri hæðum hússins hefðu
ekki skemmzt mjög mikið og
þakkaði hann það framgöngu
björgunarmanna, sem unnu þar á
neðri hæðunum meðan eldurinn
brann uppi yfir þeim Guðmund-
Guðmundur ur t- d. að flestum vélum
yrði hægt að forða frá skemmd-
um. Sölubúðina, sem er á neðstu
hæð og snýr út að Laugavegi,
ætiar hann að opna aftur á morg-
un og býst við, að önnur starf-
semi geti hafizt innan skamms.
Húsið var vátryggt eins og önn
ur hús í bænum hjá Húsatrygg-
ingum Reykjavíkur, en birgðir
og vélar trésmiðjunnar Víðis
munu hafa verið tryggðar hjá
Almennum tryggingum.
UPPTÖK í MIÐSTÖÐINNI
Slökkviliðið fékk tilkynningu
um það símleiðis kl. 8,10, að dá-
lítill reykur sæist standa baka-
til upp úr trésmiðjunni Víði.
Það var augljóst að eldurinn
hafði komið upp í miðstöð húss-
ins, sem er í kjallara bakhússins.
Þar er stórt olíukyndingartæki,
sem bæði er notað til venjulegr-
ar húshitunar og til að þurrka
timbur. Hafði það verið í gangi
til þess að þurrka timbur að
þessu sinni.
Frá miðstöðinni hafði eldur-
inn stigið upp á næstu hæðir
meðfram leiðslum og uppeft-
ir veggjunum og var nú kom-
inn talsverður eldur í mið-
húsið. Samt virtist að þessi
eldur væri viðráðanlegur og
tók slökkviliðið sér fyrst fyr-
ir hendur, að slökkva eldinn
á neðri hæðunum og tókst það
eftir skamma stund og er lík-
legt, að með því hafi verið
bjargað öllum neðri hæðum
hússins.
KVIKNAR í RISINU!
En ekki varð svo skjótlega kom
izt fyrir eldinn ,að hindrað yrði
að hann læsti sig upp eftir stiga-
gati í rishæðina og þar með má
segja, að „fjandinn hafi verið
laus“, því að ris þessa geysistóra
húss var allt gert úr tímbri og
þar geymdar miklar birgðir af
mjög eldfimum efnum, svo sem
húsgagnaáklæðum, stoppi og dýn
um.
TRUFLUN VEGNA SÍMA-
BREYTINGA
Úr því eldurinn var einu
sinni kominn í risið breiddist
hann út ótrúlega hratt. Risið
er klætt aluminium plötum,
sem bráðnuðu við hitann og
stóðu eldsúlurnar hátt í loft
upp. En af sérstökum og mjög
óvenjulegum ástæðum var á
þessum morgni erfiðleikum
hundið að kalla alla meðlimi
slökkviliðsins út, þar eð verið
var að skipta um símanúmer-
in í Reykjavík og náðist ekki
í nema fáa úr varaliðinu gegn-
um síma. Þetta tafði bæði að-
flutninga á slökkvitækjum og
slökkvistarfið sjálft. Er þó
álítið, vegna þess hve mikið
var af eldfimum efnum í ris-
inu, að því hefði ekki orðið
bjargað.
Lagði slökkviliðið nú sérstaka'
áherzlu á að hindra að eldurinn
kæmist í risið á Mjólkurfélags-
húsinu, sem er samfast og tókst
það Vegna þess að steinveggur
var þar upp úr á milli bygging-
anna. Það varð og til mikillar
hjálpar, að slökkviliðið á Reykja-
víkurflugvelli kom samkvæmt
beiðni á staðinn með háþrýsti-
dælur.
VATNSSKEMMDIR
HINDRAÐAR
Miklu vatnsmagni var dælt á
eldinn, svo og til að kæla gólf-
plötuna undir risinu og fossaði
það niður stigana í húsinu.
Einnig byrjaði vatn að síga gegn-
um loftin. Er hætt við að miklu
meiri skemmdir hefðu orðið af
völdum vatns, ef starfsmenn
trésmiðjunnar og fulltrúar trygg-
ingafélagsins, Almennra trygg-
inga, hefðu ekki gert víðtækar
ráðstafanir til að bjarga munum
frá skemmdum, veita vatni út
um glugga með masónitplötum
og útvega dælur til að dæla vatni
af neðri hæðunum.
UNDANKOMA A KAÐLI
1 rishæð var íbúðarhúsnæði
fyrir húsvörð, Sigurdór Sig-
urðsson og fjölskyldu hans.
Þar bjuggu og Erla Eiríksdótt-
ir, skrifstofustúlka hjá fyrir-
tækinu Víði og einhleypur
maður, sem nýlega er farinn
að starfa hjá fyrirtækinu. Þau
komust öll út tímanlega áður
en eldurinn læsti sig í risið,
nema sá síðastnefndi, er varð
að flýja undan eldinum norð-
ur eftir húsmæninum. Náði
hann í kaðal og gat rennt sér
niður hann.
Öll búslóð þessa fólks ger-
eyðilagðist í eldinum og sama
er að segja um alla þá hluti,
sem geymdir voru í risinu, að
af þeim sést nú hvorki tangur
né tetur, allt brunnið til ösku.
Á loftinu var geysimikil birgða
geymsla trésnjiðjunnar Víðis,
einkum þó efni til bólstrunar
og í norðurhluta loftsins var
birgðageymsla full af tilbún-
um húsgögnum, sem hafa ver-
ið mjög verðmæt. Einnig var
þarna birgðageymsla fyrir
Körfugerðina, sem- hafði að-
setur í suðurhluta hússins,
fjærst Laugaveginum.
EIGANDINN FJARVERANDI
Farmanna-
deilan
ÞjOÐVILJINN fer á sunnudag-
inn mörgum orðum um þá „al-
varlegu detlu, sem nú slendur
yfir, farmannadeiluna44. Er þar
viðurkennt, að suinar kröfur
verkfallsmanna séu sanngjarn-
ar. Aðrar lýstar óeðlilegar. Ef
ríkisstjórnin ætlar að gera hér
upp á milli, má ekki seinna
vera að tillögur hennar komi
fram. Verkfallið hefur nú stað-
ið á fjórðu viku og v»r lengi
fyrirsjáanlegt. Enn hefur ríkis-
stjórnin þó ekkert raunhæft
gert til að leysa það og viður-
kennir fyrst síðustu daga að
deilan sé „alvarleg44. Þó hefur
hún haft málið til meðferðar
allan tímann, og lengst af lát-
ið svo sem ekki mundi standa
á lausninni. Er vissulega von,
að Timinn segi: „Gengur l»tt
að leysa vanda“.
Enoir sáttafuiulir
í farmanna-
deilunni
SEINT í gærkvöldi hafði blaðið
fregnir af því að enn hafa engir
fundir verið boðaðir í sátta-
nefndinni í Farmannadeilunni,
og ekki hefir heyrzt um að nein-
ar tillögur hafi verið lagðar
fram.
Þannlg var bruninn a Laugavegi 166 um kl. 9 á sunnudagsmorgun. Stóðu þá eldsúlur upp úr þakinu.
Sæmileg síldveiði í gær
Erfitt um söltun síldarinnar
sólarhring lönduðu þessi skip i
bræðslu á Raufarhöfn: Snæfugl
651 hektólítra, Stefán Arnason
423, Víðir II. frá Garði 564, Gló-
faxi 258, Fram 498, togarinn Jón
Þorláksson 558, Svanur, Reykja-
CJÆMILEG síldveiði var í gær, og fékkst síld bæði vestur vík 663, Helga, Húsavík 180.
við Horn, við Kolbeinsey og austur við Melrakkasléttu, „ kefur verið saltað á
v * ' •* f , . . ^ , Rauíarhofn, aðallega síld úr
alldjupt. Veður a miðunum þar fynr austan var gott 1 gær- Helgu frá Húsavík og Víði II.
kvöldi og veiðihorfur taldar góðar. Á miðunum út af Siglu- í gærkvöldi kom Víðir frá Eski-
firði var hægviðri í gærkvöldi en þokuslæðingur.
NOKKUÐ SALTAÐ
Á SIGLUFIRÐI
Fréttaritari Mbl. á Siglufirði
símaði í gærkvöldi: — Næstum
stanzlaus síldarlöndun hefur ver-
ið síðan fyrir helgi og í morgun
var búið að landa hjá Síldar-
verksmiðjum ríkisins á Siglufirði
172 þús. málum. Saltað var í gær
á flestum plönum, en frekar lít-
ið hjá hverjum, því síldin er
mjög misstór og þykir ekki öli
hæf til söltunar. í dag hefur ver-
ið minna um síld, en þó er vitað
að noklcur skip fengu stór og
mikil köst út af Horni og enn-
fremur út af Sléttu.
Frá Raufarhöfn símaði frétta-
ritarinn í gærkvöldi að í gær
hefði verið nokkur síldveiði aust-
an Kolbeinseyjar og norður af
tanga. Veður var mjög ákjósan-
legt og góðar horfur. Síðastliðinn
firði með fullfermi til Raufar-
hafnar og Víðir II. var væntan-
legur inn. Báðir höfðu fengið
síldina djúpt út af Hraunhafn-
artanga.
Eigandi þessa stórhýsis og tré- Melrakkasléttu og Hraunhafnar-
Bœrinn í Staffelli
brennur til ösku
Manntjón varð ekki
Héraði, 8. júlí.
GÆR kom upp eldur í gamla bænum á Staffelli í Fellum og
brann hann til grunna á stuttri stund, svo mörgu varð ekki
bjargað úr baðstofu, en þar mun eldurinn hafa komið upp.
Ekkert
i
Líklega hefur eldsvoðinn orð-
ið af neistum sem hafa fokið úr
eldavélarröri í þurra þekjuna.
Bæjarhúsin, önnur en baðstofan,
voru orðin forn. Baðstofan
þarna brann fyrir um það bil
30 árum, og var vel uppbyggð
að þeirrar tíðar hætti.
slys varð á fólki.
Tíðarfar hefur verið gott nú
um skeið og grasinu fer vel fram.
Sláttur er að hefjast og rúningu
sauðfjár að Ijúka. — G. H.