Morgunblaðið - 21.07.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.07.1957, Qupperneq 6
t MORGUNBLAÐ1Ð Sunntidagur 21. júlí 1957 / fáum orðum sagt: Pu sero suour aö Ijorn, en ég sé suður fyrir Tjörn, scgir sérfræðingur Þórbergs í prakt- ískri lífsfílósófíu TB) STRÁKARNIR kölluðum bann Júlla skóara. I>að var fyrir 16 árurn. Þá hafði hann verk- stæði í Aðalstrætinu, gegnt Bæj- arfógetagarðinum, sem þá var af- girtur hárri girðingu og engum ætlaður nema hinum dauðu sem lágu þar gleymdir og grafnir. Við klifruðum aldrei yfir þessa dular- fullu girðingu, höfðum engan áhuga á því að hitta draugana fyrir innan, vildum heldur ganga á fund Júlíusar skóara en rekast kannski á snaslið í garðinum. Júlíus var talsmaður lífsins. Vinnustofa hans var eins og sevintýraheimur, fullur af ráð- gátum sem hann einn kunni skil á. Og svo talaði hann svo skemmtilega við stúlkurnar sem komu með ónýta hæla, reigðu sig afgæðingslega og sögðu með naátulegu brosi: „Þú verður að hjálpa mér, Júlíus“. Þá brosti hann undirfurðulega, kinkaði kolli og sagði eins og sá sem hef- ur vald yfir tungli og stjörnum: „Við skulum sjá til, elskan. Komdu á morgun". Þá kvaddi hún blíðari á manninn, en Júlíus deplaði öðru auganu og sagði kankvíslega: „Þetta er leiðin, drengir, þetta er leiðin. Þið skilj- ið mig?“ Á þessum árum var verkstæði Júlíusar Jónssonar eins konar samkomustaður fyrir alla helztu spekinga bæjarins. Þangað kom Vilhjálmur frá Skáholti með heimspeki Hafnarstrætis í aug- unum, þangað kom séra Halldór Bjarnason frá Presthólum með allar áhyggjur heimsins í fram- úrlegu andliti og síðustu dag- skipun Hitlers í útréttri hendi og þangað kom Þórbergur Þórðar- son með stafinn á lofti og rauðar skellur í andliti til merkis um ódrepandi áhuga á því, að sá dag- ur rynni upp „þegar herir Stalíns hafa drekkt peningahórunni miklu í blóðbaði henpar eigin glæpa“. Á þessum árum var Júlíus skóari miðdepill alheims- ins, enda vissum við lítið um Kópernikus og ennþá minna um Stjörnu-Odda. En þó að hann væri hátt skrifaður hjá okkur fyrir sakir mælsku og fílósófiskr- ar andagiftar, þá höfðum við ekki enn gert okkur fullkomna grein fyrir því, hver merkismaður var hér á ferð, já hvílíkur áhrifa- maður það var sem barði nagla í skó án afláts. Hann var hvorki meira né minna en einn helzti hestamaður bæjarins og ekki nóg með það, heldur var hann líka sérfræðingur Þórbergs í prakt- ískri lífsfílósófíu, eins og hún birtist í Eddu. Þarna fór þá í senn andlegur og veraldlegur riddari, unz leiðir skildi. Annað hvort vorum það við sem eltumst og vildum heldur hlaupa á eftir stelpum en sitja yfir Júlíusi skó- ara, eða það var hann sem yngd- ist og vildi heldur njóta lífsins á annan hátt en prédika yfir okk- ur. En hvað sem það er, þá skil- ur leiðir, án þess að við gerum okkur það ljóst, og einn góðan veðurdag er æskuvinur okkar, Júlíus skóari, horfinn. Áhrif hans eru orðin lítil sem engin og Þór- bergi fer aftur með hverju ári sem líður.... ★ En jörðin hafði ekki gleypt Júlíus skósmið. Og nú fyrir skemmstu bar fundum okkar aft- ur saman. Við vorum báðir fimmtán árum eldri, en ekki var það að sjá á Júlíusi, þar sem hann sat í vinnustofu sinni og sólaði skó með sama áhuga og áður, en gaf mér nokkrar fílósífískar stað- reyndir þess í milli. Ég bað hann um stuttan „klerádíens" í tilefni af 65 ára afmæli hans í þessum mánuði og sá þá brátt, að þessi síungi eldhugi var ekki enn út- kulnaður, síður en svo. Hann sat á vinnustóli sínum allan tím- ann sem við röbbuðum saman, þ.e.a.s. allan tímann sem hann jós yfir mig heimspekinni, með gleraugun ýmist uppi á enni eða á nefinu — uppi á enni þegar mikla hluti bar á góma — og eins og vera bar, voru þau frá- brugðin öðrum gleraugum að því leyti, að þau voru fest með brún- um skóreimum sem voru bundn- ar saman aftur á hnakka. — Ég hélt þú værir dauður. — Nei, elskan mín. Ég er að byrja að lifa. Og rak nagla i leðrið til áherzlu. — Heyrðu Júlli, getum við rabbað saman hér, er ekki alltaf fullt af ungum stúlkum hjá þér, eins og í gamla daga? — Jú, en það er bara betra, svaraði Júlíus og ýtti gleraugun- um upp á enni, bætti síðan við: — Þær halda manni við efnið, þú skilur. Sjáðu bara muninn á fola og geltum hesti, ja það er nú eitt- hvað annað.... — Svo þú ert enn við sama heygarðshornið. Hestar og kven- fólk.... — Ja, hestar aðallega. Þú manst, hvað Einar Benediktsson segir um þá. Þegar maður er kominn á bak klárnum sínum og er í góðum félagsskap, þá gleym- ist allt veraldarvafstrið og erfið- leikarnir hverfa eins og dögg fyrir sólu. Og nýr heimur blasir við. Ég tala nú ekki um, ef mað- ur fær sér lögg og verður mátu- legur, þú skilur, glaður og reifur, eins og vera ber á hestbaki. Það er nauðsynlegt fyrir okkur gömlu mennina að smyrja okkur dálítið, við erum farnir að missa kjark- inn og linast upp. Þá er gott að hýrga sig svolítið. Þetta er eins og með gömlu vélarnar, það þarf að smyrja þær, svo að þær gangi. Ekki satt? Þegar ég er kominn á hestbak, finnst mér ég vera orð- inn strákur aftur. Ungur í annað sinn, fullur af fjöri og gáska. En ég er á móti öllu filliríi. Ég vil hafa þetta í hófi, bara í 'nófi. Lífs- reynslan hefur kennt mér, að það borgar sig ekki að eltast. við andartaksánægju sem veldur meiri sársauka og óánægju en ánægjan var. Slík ánægja er allt- af of dýru verði keypt. Eins og ég sagði áðan, eigum við gömlu mennirnir að smyrja okkur mátu lega, en ungu mennirnir þurfa ekkert brennivín. Heilbrigður æskumaður hefur nóga orku sjálf- ur. Brennivínsþamb unglinga er ekkert nema ónáttúra.... — Þú varst að tala um að verða ungur í annað sinn. Er það eftir- sóknarvert? — Já, auðvitað. Æskan er dá- semd lífsins. Hún lítur björtum augum á lífið, og yfirleitt bjart- ari augum en ástæða er til. Eins er um okkur, gömlu mennina, þegar við erum komnir á hestbak. Bjartsýnin lengir lífið. Það er kannski þess vegna sem hesta- menn eru langlífari en aðrir. Og hlær. Heldur svo áfram: — Á ég að gefa þér lykilinn að minni lífsspeki? Við eigum ekki að vera kvíðin, heldur bjartsýn. Ef við lifum svo vel í dag, að við getum verið ánægð í kvöld, þá er engin ástæða til að kvíða fyrir morgundeginum. Menn eiga ekki að kvíða því sem þeir vita, að þeir eiga fyrir höndum. Skiptir engu máli, þótt þeir haldi, að það verði erfitt. Reynsla mín er sú, að manni getur liðið ver af að hugsa um erfiðleikana en að ganga í gegnum þá. Það er því nauðsyn- legt að reyna að losna við kvíð- ann, hann eyðir orku sem við þurfum á að halda síðar, þegar erfiðleikarnir berja á dyr. Þetta á ekkert skylt við fyrirhyggju- leysi, siður en svo. — Þú varst að tala um hesta áðan, en hvað um kvenfólkið? — Blessað kvenfólkið, það er algjört aukaatriði. Sönn hesta- mennska er fólgin í því, að það sé gott samband milli hests og manns, en ekki manns og konu. Þar með var það mál útkljáð, enda ekki hægt að fara lengra út í þá sálma, því að í þessum svif- um kom inn roskinn maður með hnýttar hendur og barðastóran hatt. Hann var þunnur á vang- ann, en skarpleitur, og svipurinn bar vott um einbeitni. Hann bað Júlíus að setja nýja gúmmíhæla á skóna sína á meðan hann beið; og varð það úr. Júlíus sneri nú máli sínu að komumanni og ég dró mig í hlé. — Hvaðan ert þú maður minn? — Ja, ég er nýfluttur á Hrafn- istu. — Á Hrafnistu já. Mér líkar illa það nafn. Það er ekki ís- lenzkt, eins og þú veizt, það er norskt. — Ja, þeir hafa látið sér það lynda sem skýrðu heimilið. Sama er mér. — Ja, það er kannski ekki Ijótt, getur ugglaust gengið. En það er norskt. Annars er hún heldur undarleg tilveran með öllum sfn- um breytingum. Áður reistu þeir barnaheimili, en nú reisa þeir aðallega elliheimili. Bú var líka tíðin, að börnin ólust upp hjá for- eldrum sínum og gamalmennin dóu heima hjá sér. En þetta breyt ist, þetta breytist. Og áður en við vissum af, hafðl Júlíus sett nýja hæla á skó manna ins. — Það er svo sem sama, hvað þeir gera við peningana, ef eitt- hvað sést eftir þá, tautaði hann framan í varnarlausan viðskipta- vin sinn sem flýtti sér að spyrja: — Hvað á ég að borga? — Ætli það séu ekki tuttugu, það er gamla verðið, ég er orðinn svo gamall, annars er mér alveg sama, þótt þú borgir mér tvö þúsund krónur.... Gamli sjómaðurinn borgaði og kvaddi, tuldrandi í barm sér: Kátur karl þetta, kátur karl.... wTmWfyffllwAISPPl . sbrifar Xír ) aáÉ - daglega lífinu , ÆRI Velvakandi Þann 18. júlí birtir þú bréf frá konu í Vestmannaeyjum. Þar er tekið fram, að um svik- semi Moteforlaget Ella, í Oslo, hafa ekki fengizt viðunandi úr- slit frá minni hálfu. Ég vil í því sambandi benda á blaðaviðtal við mig í marz s.l. og þar að auki á bréf í Morgun- blaðinu þ. 7. júlí s.l. þar sem ég svara Sigríði Arnlaugsdóttur, þar stendur m.a. „Þér hljótið að vita að ég var aðeins starfsmaður hjá því fyrir tæki og þér hljótið að vita út frá samböndum sem þér hafið við ýmsar stofnanir að afgreiðsiu vörunnar er þannig háttað að ég gat hvorki gert til eða frá um það. Þér hljótið líka að vita að ég kærði Moteforlaget Ella fyrir hönd hinna sviknu viðskiptavina, að yður meðtalinni, í marz s.l. hjá sakadómara. 'Sakadómari fékk málið til meðferðar þann 18. marz s.l. kæran hljóðaði upp á fjársvik". Þvi skal bætt við að ég hefi tvisvar beðið norska dóms málaráðuneytið um upplýsingar varðandi málið en ekkert svar fengið. Um leið og svar kemur verður það birt í dagblöðunum. Varðandi Tízkuútgáfuna Char- lott bendi ég á ofangreint bréf í Mbl. 7. júlí sl. þar koma fram allar upplýsingar um það fyrirtæki og samband mitt Við það. — Arne. Mikil hátíð Ú fer brátt mikil helgi í hönd, verzlunarmannahelgin. Þann- ig hittist á, að Þjóðhátíðin í Vest mannaeyjum verður haldin um þessa helgi, en það er jafnan mikil hátíð og þangað koma marg ir menn héðan úr Reykjavík. Flugfélagið gefur þær upplýsing- ar, að nú séu menn farnir að panta sér far út á land um verzl- unarmannahelgina, ýmist til Vest mannaeyja á Þjóðhátíð, austur til Egilsstaða þar sem Sjálfstæð- ismenn hafa á hverju ári haldið geysifjölmenna hátíð um þessa helgi, eða þá eitthvað annað út í buskann í sumarleyfi dagana þrjá. Menn tala um það hér í Reykja- vík að önnur eins veðurblíða hafi ekki gengið yfir borgina síðan 1939, og flestir, sem vettlingi geta valdið, reyna að koma sér og sín- um á gras þessar góðviðrisvíkur minnugir liðinna rigningarsumra. Staðsetning barna- heimila LYS varð nýlega á barnaheim- ili hér nokkuð frá Reykjavík. Það var mjög sviplegt, og óvænt þar sem foreldrar gátu ekki að gert, en höfðu komið barni sínu í gæzlu hjá öðrum aðilum. En það vekur til umhugsunar um það, hvort ekki sé varasamt að reka stofnanir eins og barnaheimili í nánd við stórfljót, þar sem unnt er fyrir óvita að fara sér að voða. Það hlýtur að vera hægt að velja barnaheimilum í sveit staði, þar sem engar slíkar hættur af nátt úrunnar völdum eru fyrir hendi, fljót, klettabjörg, hamragil eða aðrir þeir staðir, þar sem börn geta farið sér að voða. Það er næstum því sama hve góð og sam- vizkusamleg gæzla er á börnum höfð, að aldrei er unnt að gæta þeirra svo að þau komist ekkl einhverju sinni úr augsýn barn- fóstranna. Og þá er voðinn vís, ef hætturnar leynast á næsta leyti. Fjölbreytt sýning IGÆR var opnuð sýning á mynd list margra gamalla nemenda Handíðaskólans í virðingar- og heiðursskyni við skólastjórann Lúðvík Guðmundsson, en hann á sextugsafmæli um þéssar mundir. Þetta er góð hugmynd að heiðra skólastjóra sinn á þennan hátt, og þegar maður les nöfn þeirra, sem sýna þá er það ljóst að fjölmarg- ir hinna kunnustu yngri málara hafa setið á bekk hjá Lúðvílc í Handíðaskólanum. Á sýningunni gefst gott tækifæri til þess að fá yfirlit yfir verk yngri málaranna okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.