Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. }úlí 1957 MORCVNBLABIÐ 1 Hann á áreiðanlega eftir að koma aftur. ★ ÞEGAR sjómaðurinn með barða- stóra hattinn var farinn, héldum við Júlíus áfram tali okkar, eins og ekkert hefði í skorizt. Hann sneri sér að umhverfinu og stöðu mannsins í því, og lét síðan nokk- ur orð falla um pólitík: — Það eru fáir menn svo and- lega sterkir, að umhverfið hafi ekki mikil áhrif á þá. Umhverfið og þær aðstæður sem maðurinn býr við ráða úrslitum um við- horf hans og breytni. Ég skal segja þér dálitla sögu, þó að hún komi ekki þessu máli beint við: Þegar ég var strákur, þekkti ég mann sem var svo gjöfull, að hann gaf mér alltaf tvær krónur, ef ég sótti hestana hans í haga. Það var mikill peningur í þá daga, en hann sá ekki í hann, enda hafði hann það sæmilegt, átti hvorki of mikið né of lítið Umhverfið hafði ekki spillt hon- um. Seinna komst þessi sami msð- ur í álnir og græddi á tá og fingri. Fór þá svo, að hann hafði meiri áhuga á að næla sér í tvær krón- ur en gefa þær. Síðar missti hann heilsuna og tapaði af einhverjum ástæðum mestum hluta eigna sinna. Þá gat hann komið til kunningjanna og beðið þá um að gefa sér tvær krónur. Með öðrum orðum: hann getur gefið, safnað og betlað, allt eftir þvi hverjar ytri aðstæður eru í það og það Skipti. Það eru ákaflega fáir sem eru svo andlega sterkir, að þeir geti boðið umhverfinu byrginn. En þeir eru þó til sem betur fer. Það eru til svo sjálfstæðir menn, að ekkert getur brotið þá á bak aftur. En heyrðu annars, veiztu hvað er sjáifstæði? Nei, mér datt það í hug, að þú vissir það ekki. Sjálfstæði er það, að sækja það eitt til annarra sem maður getur borgað fuliu verði. En það er varla hægt að segja, að það sé til lengur I ckkar þjóðfélagi. Nú fá allir styrki, ja nema fátækir skó- smiðir. Áður fyrr þótti það mikil og óbærileg niðurlæging að fara á sveitina, menn vildu heldur svelta en að lenda í þeim ósköp- um. En nú er þetta orðið öfugt. Nú eru menn fyrst orðnir sjálf- stæðir, þegar þeir eru farnir að lifa á styrkjum: þeir geta nefni- lega lagt þá til hliðar.... Nei, elskan mín, ég hef ekki minnzt á pólitík ennþá, vil helzt ekkert minnast á hana. Frá mínum bæj- ardyrum séð eru aðeins til tveir flokkar á íslandi,. Annar fylgir heimspólitík Rússans í einu og öllu, hinn Bandaríkjamanna. Já — já, þetta er svona einfalt. því miður. Ég er þeirrar skoðunar, að við eigum sem minnst að skipta okkur af heimspólitíkinni, a.m.k. í bili. Við eigum aðeins að sýna þessum stórveldum fulla kurteisi og taka ofan fyrir þeim báðum, eins lengi og við getum hagnazt fjárhagslega á þeim. Við erum ekki Þorleifur á Háeyri.... ★ — JÁ, ég hef alltaf lafað í leðr- inu, segir Júlíus skóari um ieið og hann stendur upp og setur gamlan pússrokk í gang. Við skósmiðirnir skiptum við margt fólk og verðum því með tímanum miklir heimspekingar og góðir mannþekkjarar. En nú er mér sagt, að enginn vilji læra skó- smíði. Þetta er víst ekki talið skemmtilegt fag. En það heíur þó marga góða kosti. Hugsaðu þér bara allt það fólk, sem hefur komið til mín og rabbað við mig á vinnustofunni. Ég hef haft tækifæri til að kyonast fjölda manna. Og á ég að segja þér, hverjum augum ég lít á þetta fólk? Það er miklu betra en við höldum. Það er aðeins undir okk- ur sjálfum komið, hversu gott það fólk er, sem við umgöngumst. — Hvernig starfið hefur gengið? Ég held það hafi gengið ágæt- lega. Ég man ekki eftir því, að nein af blessuðum frúnum hafi lltsala Útsalan hefst á morgun, mjög mikill afsláttur af okkar nýkomnu MODEL-HÖTTUM Hattaverzlunin ,„hjá BÁRU“ Austurstræti 14. NÝKOMIÐ Bremsuborðar í metravís Útvarpsstangir Samlokur Hljóðkútar í margar tegundir eldri bfla Bremsuhnoð margar teg. Koparfittings fyrir bíla Þvottabustar fyrir bíla Smursprautur Topplykla- og stjörnu- lyklasett Mottur í bfla Hjólbarðar 600x16 grófriflaðir ORKA HF. Laugavegi 166 — Reykjavík kastað í mig skó. Okkur hefur alltaf samið ágætlega. Ég kalla þær „elskurnar mínar", það kem- ur sér ágætlega, þú skilur.... Og Júlíus heldur áfram: — Annars eigum við að um- gangast menn með mikilli varúð, og nauðsynlegt er að virða skoð- anir annarra — í hófi. — Vinur minn nokkur, sem oft kom niður í Aðalstræti, var alltaf ákafiega ánægður með mig, þegar skoðanir okkar féllu saman. En þegar við vorum ósammála, sagði hann, að skoðanir mínar væru einber vit- leysa. Ég reyndi margoft að sann- færa hann um, að ég hefði rétt fyrir mér, en tókst ekki. Þá greip ég einu sinni til þess örþrifaráðs að segja við hann: Mínar skoð- anir eru ekki frekar vitleysa en þínar. Munurinn á okkur er að- eins sá, að þú sérð suður að Tjörn, en ég sé suður fyrir Tjörn. Og með það fór hann. Hestamaðurinn, skóarinn og sérfræðingurinn í praktískri lífs- fílósófiu hefur talað. M. Mikil nýiækt og vegobætur ÞÚFUM, 19. júlí — Nú er unnið að vegagerð hér í hreppnum. Var tekið lán til þess að bera ofan í Vestfjarðarveg þar sem rutt var með ýtu í fyrra. Er nú vinna byrjuð og batnar vegasambandið mikið við það í sveitinni. Jarð- ýta fer nú bæ frá bæ og vinnur að jarðabótum hjá bændum. Eru nú á hverjum bæ mikil lönd tek- in til ræktunar. —P. P. ÍBLÐ Tvð tfl þrjú herbergi, eldhús og snyrtiherbergi vtlja barnlaus, roskin hión leigja ífó 1. sept. eða 1. okt. — Tilboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins lyrir næsta þriðjudagskv. merkt: Skrifstofustjóri — 5Ö86. Til sölu ódýrt notað og nýtt timbur, krossviður, masonite, blómakassar og gler. — Einnig sýningarskápar með gleri og Ijósum. Uppl. í síma 15416. Aluminíum plöfur Báraðar 7, 8, 9, 10 feta langar Sléttar 0,6; 1,0; 1,2 og 1,5 mm þykkar ORKA HF. Gunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti og hæstarétt. ' Þingholtsstræti 8. — Sími 18259. Laugavegi 166 — Reykjavík Bananar innihalda mikið af alhiiða auðmeltanlegri fæðu, sem fullnægjir fljótt orkuþörf líkmans og byggir upp mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Bananar innihalda A, B, C, G-fjörefni, ávaxtasykur steinefm og fjölda annarra nauðsynlegra næringarefna. Kaupið Banana meðan verðið er lágt. — Kaupið fullþroskaða Banana frá Bananasölunni. MJÖLNISHOLTI 12 SÍMC I 98 80 daglego fullþzoskaðir til sælgætis og matar Knattspymumót íslands 1. deild í kvöld klukkan 20,30 keppa Fram og Hafnfirðingar Dómari: Ingi Eyvinds Línuverðir: Valur Benediktsson og Einar Hjartarson — Mótanefndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.