Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. Júlí 1957 A ustan Edens eftir John Steinbeck 86 o --a Samúel Hamilton kom tvisvar og reyndi að koma vitinu fyrir Adam, en þá skarst Liza í leikinn: „Ég vil að þú hættir að venja komur þínar þangað“, sagði hún. „Þú ert alltaf gerbreyttur mað- ur, þegar þú kemur þaðan. Samúel, þú getur aldrei haft nein áhrif á hann. Það er hann, sem hefur áhrif á þig. Ég get séð svip hans á andlitinu þínu“. „Hefurðu hugsað um litlu dreng ina, Liza?“, spurði hann. „Ég hef hugsað um þína eigin fjölskyldu", sagði hún meinyrt. — „Þú ert okkur til ama og áhyggju 1 marga daga, eftir hverja heim- sókn þína þangað". „Jæja, þá það, mamma“, sagði Samúel, en það hryggði hann, því að hann átti erfitt með að sinna sínum eigin málum, þegar einhver þjáðist. Það var honum ekki ljúft að ofurselja Adam einhverju og hörmum án þess að reyna að létta honum byrðina. Adam hafði goldið honum fyrir vinnu hans og jafnvel greitt hon- m fyrir það af vindmyllunni, sem fullgert var án þess þó að kæra sig lengur um mylluna sjálfa. Samúel seldi útbúnaðinn og sendi Adam peningana, en fékk ekkert svar. Samúel fann til gremju í garð Adams Trasks. Honum virtist Adam njóta harma sinna og dekra við þá. En það var hvorki tími né tsekifæri til heilabrota. Joe var far inn í skólann sem Leland Stan- ford hafði byggt á bújörð sinni nálægt Palo Alto. Tom varð föður sínum til áhyggju, því að hann sökkti sér æ dýpra og dýpra nið- Þýðing Sverrii Haraldsson □--------------------□ ur í bækumar. Hann leysti að vísu verk sín vel af hendi, en Samúel fann að hugur hans var bundinn við annað. Will og George komu sér vel áfram í viðskiptalífinu og Joe skrifaði bréf heim í bundnu máli og gerði eins snarpar árásir á öll hin viðurkenndu sannindi og hollt var. Samúel skrifaði Joe á þessa leið: „Ég er þá illa blekktur ef þú ert ekki orðinn alger guðleysingi. En ég bið þig þess af öllu hjarta, að þú reynir ekki að snúa móður þinni. Þegar húr. las siðasta bréfið þitt, þóttist hún viss um að eitt- hvað gengi að þér. Móðir þín trúir því statt og stöðugt að sá sjúk- dómur sé trauðla til sem ekki verði læknaður með góðri, sterkri súpu. Hún telur hinar djörfu árás ir þínar á byggingu menningar- innar sterka sönnun þess að þú sért alvarlega magaveikur. Þetta gerir hana hyggjufulla. Trú henn- ar er fjall og þú, sonur minn, hef- ur ekki einu sinni eignazt skóflu ennþá....“ Sú var tíðin að Liza leit á áætl- anir manns síns og spádóma sem staðlaust barnahjal, en nú áleit hún allt slíkt ósæmandi fullorðn- um manni. Þau þrjú, Liza, Tom og Samúel, voru nú ein eftir heima. Una var gift og flutt í burtu. Dessie stundaði fatasaum í Salinas. Olive var gift og sömu- leiðis Mollie, sem bjó — hvort sem menn trúa því eða trúa þvi ekki — í íbúð í San Francisco. Þar var hvítur bjarndýrsfeldur á svefn- herbergisgólfinu, framan við ofn- inn og Mollie reykti vindlinga með gylltu munnstykki — Violet Milo — með kaffinu á eftir mið- degisverðinum. Dag nokkurn ofreyndi Samúel s:g í baldnu, við að lyfta hey- bagga og það særði tilfinningar hans meira en bakið, því að hann gat ekki hugsað sér líf, þar sem Samúel Hamilton var ekki veitt leyfi til að lyfta heybagga. Hon- um fannst þetta eins mikil smán fyrir sig og ef eitthvert bama hans hefði verið staðið að óheið- arleika. 1 King City rannsakaði dr. Til- son hann. Læknirinn varð æ stygg- lyndari með hverju árinu sem leið. „Þér ofreynduð yður í bakinu". „J það er víst", sagði Samúel. „Og þér ókuð alla leið hingað til þess að láta mig segja yður að þér hefðuð ofreynt yður í bakinu og taka af yður tvo dollara?" „Hérna eru þessir tveir dollarar yðar“. „Og þér viljið fá að vita hvað þér eigið að gera?“ „Já, rétt til getið". „Ofreynið yður ekki aftur í hak- inu. Svona, ég vil ekki sjá þessa peninga yðar. Þér eruð enginn kjáni, Samúel, nema þá því aðeins að þér séuð g.nginn í barndóm". „En þetta er anzi sárt“. „Vitaskuld er það sárt. Hvernig gætuð þér vitað að þér hefðuð of- reynt yður í bakinu, ef það væri ekki sárt?“ Samúel hló: „Þér eruð mér mikils virði“, sagði hann. „Þér er- uð mér meira en tveggja dollara virði. Takið nú við peningunum". Læknirinn hvessti á hann aug- un: „Ég held að þér hafið rétt að mæla, Samúei". sagði hann. „Ég ætla að taka við peningunum". Samúel heimsótti Will í fínu, nýju verzlunina. Hann þekkti naumast son sinn aftur, því að Will var orðinn feitur og velsæld- arlegur útlits. Og hann var í jakka og vesti, með gullhring á litla fingri. „Ég er héma með pakka, sem ég ætla að senda mömmu“, sagði Will. „Það eru nokkrar litlar krukkur frá Frakklandi, ætisvepp- ir og lifrarkæfa og sardínur, svo litlar að þær sjást varla með ber- um augum*'. „Hún sendir Joe það bara allt saman", sagði Samúel. „Geturðu ekki iátið hana borða það sjálfa?" „Nei“, sagði faðir hans. „En það verður henni til mikillar gleði að senda Joe það“. Lee kom inn í búðina og það birti yfir svip hans. „Góðan daginn, hr. Hamilton", sagið hann brosandi. „Halló, Lee. Hvemig líður drengjunum?" „Þeim líður ágætlega". „Ég ætla að fá mér eitt bjór- glas héma í næstu krá“, sagði Samúel. „Mér væri það mikil ánægja, ef þér vilduð koma þang- að með mér, Lee“. Þeir Lee 5g Samúel settust við litla, kringlótta borðið í veitinga- stofunni. „Mig hefur lengi langað til að heimsækja ykkur Adam“, sagði Samúel. „En ég hélt bara að ég gæti ekki orðið að neinu liði“. „Ekki yrði koma yðar til neins ills“, sagði Lee. „Ég hélt nú að hann myndi komast yfir þetta. En han gengur ennþá um eins og svip ur manns". „Það er meira en ár síðan hann varð fyrir þessu, er það ekki?“, spurði Samúel. „Jú, þremur mánuðum betur". „Jæja og hvað haldið þér þá að ég gæti gert?“ „Ég veit það ekki“, sagði Lee. „Kannski gætuð þér rifið hann upp úr þessu sinnuleysi?" „Það efa ég stórlega. En, meðal annarra orða. Hvað lét hann tví- burana sína heita?“ „Þeir heita ekki neitt". „Nú eruð þér að gera að gamni yðar, Lee?“ „Nei, ég er ekki að gera að gamni mínu“. „Nú, hvað kallar hann þá?“ „Hann kallar þá bara: þá“. „Ég meina, þegar hann talar við þá“. „Þegar han talar við þá, þá seg- ir hann bara: „Þú“ og „Þið". „Ja, er það nú speki", sagði Samúel gremjulega. „Hvers konar fifl er maðurinn eiginlega?" „Ég hef lengi ætlað mér að segja yður það. Hann er dauður maður, nema ef þér getið vakið hann til lífsins". „Ég skal koma“, sagði Samúel. „Og ég skal hafa með mér hesta- svipu. Heita ekki neitt. Þér hafið alveg rétt fyrir yður, Lee. Ég skal koma“. „Hvenær?" „Á morgun". „Ég ætla þá að slátra kjúkl- ing“, sagði Lee. „Ég er viss um að yður lízt vel á tvíburana, hr. Hamilton. Það eru fallegir dreng'- ir. Ég ætla ekki að nefna lcomu yðar við Trask. Maður veit ekki hvernig hann kynni að taka því“. 2. Samúel sagði konu sinni frá því með hálfum huga, að hann ætlaði að heimsækja Adam Trask. Hann átti von á því, að hún myndi hlaða upp heilan múrvegg af mótmælum. En í þetta skipti ætlaði hann að bregða út af gömlum vana og ó- hlýðnast boðum hennar, hversu ákveðin sem þau yrðu. Liza staðnæmdist andspænis honum með hendur á mjöðmum og Samúel fa.nn kjark sinn þverra óðfluga. Þegar hann hafði talað út, hélt hún áfram að horfa á hann, kuldalega, að því er honum virtist. Að lokum s-gði hún: „Samúel, heldurðu að þú getir hnikað þessu mannfjalli?" „Ja, ég veit það ekki, mamma". Hann hafði ekki búizt við þessu. „Ég veit það ekki“. „Heldurðu að það sé svo mjög mikilvægt að þessir drengir fái nöfn, núna alveg strax?“ M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 1) — Lalli, þama er Jörp og núa er með fallegu folaldi. — Já, þetta er eitt fallegasta folald, sem ég hef séð. 2) Þau fara að elta þau. 3) En þá kemur óhappið íyrir. Folaldið rekst á trjástofn. — Hvað er að folaldinu? — Það er eitthvað undarlegt. Við skuium fara og athuga það. aHUtvarpiö Sunnudagur 21. júIL Fastir liðir eins og venjulega. — 9,30 Fréttir og morguntónleik- ar. — 11.00 Messa í Aðventkirkj- unni: Óháði söfnuðurinn í Reykjavík. (Prestur: Séra Emil Björnsson. Organleikari: Máni Sigurjónsson). — 15.00 Miðdegis- tónleikar (plötur). — 16,30 Fær- eysk guðsþjónusta. (Hljóðrituð í Þórshöfn): Séra John Weihe pré- dikar. 17.00 „Sunnudagslögin". — 18,30 Barnatími (Stefán Sig- urðsson kennari): a) Margrét Jónsdóttir rithöfundur les tvær stuttar sögur: „Einkennilegur lögregluþjónn" og „Drengurinn, sem ekki gat hlegið". b) Ævar Kvaran leikari les upphaf sög- unnar „Kóngurinn í Gullá“ eftir John Ruskin. c) Þriðji kafli úr endurminningum Antons Stieger. — 19,30 Tónleikar: Hilda Bor leikur á píanó (plötur). — 20.20 Tónleikar (plötur): „Dolly-svíta“ op. 56 eftir Fauré (Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur; Ana- tole Fistoulari stjórnar). — 20,35 í éföngum; V. erindi: Að fjalla- baki (Guðmundur Einarsson frá Miðdal). — 20,50 „Sitt af hverju tag“: Ýmis konar létt tónlist af plötum. — 21,25 „Á ferð og flugi". — Stjórnandi þáttarins: Gunnar G. Schram. — 22.05 Dans lög (plötur). — 23,30 Dagskrár- lok. Mánudagur 22. júli. Fastir liðir eins og venjulega. — 19,30 Lög úr kvikmyndum (pl.) — 20,30 Tónleikar: Hljóm- sveitin Philharmonia í Lundún- um leikur; George Weldon stj. (plötur): a) Ungversk rapsódía nr. 2 eftir Liszt. b) Forleikur að „Orfeus í undirheimurrv" eftir Offenbach. — 20,50 Um daginn og veginn. (Kristján Benedikts- son kennari). — 21,10 Einsöngur: Joan Hammond syngur óperuarí- ur eftir Puccini (plötur). — 21,30 Útvarpssagan: „Hetjulund" eftir Láru Goodman Salverson; I. (Sigríður Thörlacius). — 22,15 Fiskimál: Atvinna við siglingar (Friðrik Ólafsson skólastjóri). —■ 22.35 Nútímatónlist: Tónverk eft- ir Marius Milhaud (plötur). — 23,15 Dagskrárlok. Þriðjudagur 23. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. —• 19,00 Hús í smíðum; XIX: Gísli Jónsson verkfræðingur tal- ar um rafmagn og lýsingu. — 19,30 Þjóðlög frá ýmsum lönd- um (pl.) — 20,30 Erindi: Kyn- þáttavandamáliö í Bandaríkjun- um; III. (Þórður Einarsson full- trúi). — 20,55 Tónleikar (plötur): Rapsódía fyrir píanó og hljóm- sveit op. 43 eftir Rachmaninoff, um stef eftir Paganini (Artur Rubinstein og Sinfóníuhljómsveit in í Chicago flytja; Fritz Reiner stjórnar). — 21,20 íþróttir (Sig- urður Sigurðsson). — 21,40 Kór- söngur: Samkór Reykjavíkur syngur undir stjórn Jóns G. Þór- arinssonar. a) Tvö ísL þjóðlög í útsetningu Sigfúsar Einarsson, „Hrafninn flýgur um aftaninn" og „Keisari nokkur, mætur mann“. b) Tvö lög eftir Mendels- sohn: „Nýársljóð" og „Haust ljóð“. c) Dans eftir Lully. d) „Quando eorpus morietor" úr Stabat Mater eftir Rossini. e) „Vere Langueres" eftir Vittoria. — 22,10 Kvöldsagan: „ívar hlú- járn“ eftir Walter Scott; IX. (Þor steinn Hannesson les). — 22,30 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutning hans. — 23,20 Dagskrárlok. Sminn er: 22-4-40 BORGARBlLSTÖÐIN EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæbtaréUurlögmexin. Þórshamri við Templarasund. Hurðanafnspjöld Bréfalokur Skiidugvrðin, Skólavörðustíg 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.