Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 8
t MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 21. júlí 1957 wðtitiMitfrifr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Aðalritstjór£ir: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lei^þók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 1.50 eintakið. Hvar er íorysta rikisstjórnarmnar ? D ÓMGREIND stjórnarliðs- ins hefur alvarlega trufl- azt vegna tíðindanna, sem Þjóðviljinn sagði frá Hitt er svo ranghermi hjá Al- þýðublaðinu að þeir fáu, sem eft- ir eru þegar upptalningu þess lýkur, hafi engar kjarabætur átt í fyrradag. En þá var þar frá þvíj að fá. Kjarabæturnar munu hafa skýrt, að „hver, sem hlusta vill“ náð til allra, að vísu verið mis- heyri nú „hvíslað": Ríkisstjórn- ia. verður felld með farmanna- verkfallinu". munandi miklar, en jafnvel hinir hæstlaunuðu skipstjórar áttu að fá einhverja hækkun. Þeir skip- Enginn stjórnarandstæðingur j stjóranna, sem mest var ætlað, mun hafa gert ráð fyrir slíku né(áttu að fá allt að 8%. Það er talið æskilegt, að stjórnarfallj óskiljanlegt af hverju Alþýðu- blaðið er enn að streytast við að þegja um þessi sannindi. Hvernig fær það svo samrýmzt, að ríkisstjórnin skuli sjálf hafa beitt sér fyrir slíkum hækkun- um, jafnframt því sem stuðnings blöð hennar sömu dagana prédik uðu, að þessar stéttir „hefðu meir en nóg“, og töluðu um, að „bogi heimtufrekju og sérrétt inda“ væri of hátt spenntur? Og hvernig koma þessi tilboð ríkisstjórnarinnar heim við full- yrðingar Þjóðviljans í fyrradag, þar sem hann talar um „pólitískt verkfallsbrölt ....... sem þeg- ar hefur valdið miklu tjóni þjóðinni allri“ og „Pólitískt verk- fall, sem reyna á að nota til þess að ná pólitískum markmiðum"? yrði af svo óþingræðislegum orsökum. Frásögn Þjóðviljans sýnir hins vegar óttann, sem býr með stjórnarliðum sjálfum, enda er nú sjón sögu ríkari um glundroðann, er þar ríkir. í fyrradag sagði Alþýðubl: „Bent hefur verið á þá stað- reynd, að í hverju lýðræðisþjóð- félagi megi spenna boga heimtu- frekju og sérréttinda of hátt. Ennfremur sagði blaðið: „Hinu alettur AHþýðúWaðinu ekki í hug að neita, að verkfalls- rétturinn í hendi fárra vellaun- aðra starfsmannahópa, sem eru að meira eða minna leyti á valdi fjárplógsmanna og ábyrgðar- lausra pólitíkusa, getur verið þjóðfélaginu hættulegur og al- þýðustéttunum ekki síður en öðrum“. Fáum dögum áður hafði Hannes á horninu sagt í blaðinu: „Ég hef enga samúð með stífni í þessum málum — heldur ekki með kröfum flugmannanna í vetur. Þessar stéttir hafa meir en nóg handa sér og sínum“. ★ öll brjóta þessi ummæli mjög í bág við það, sem Alþýðublaðið hafði undanfarið haldið fram um, að verulegur hluti verkfalls- manna ætti sanngirniskröfu á kjarabótum. Enda er nú komið á daginn, að blaðið hefur mjög tal- að af sér með þessum ummæl- um því að í gær, laugardag, er á ný algjörlega kúvent í málinu. Þá segir blaðið: „Það er nú komið á daginn, að miðlunartillaga sú, sem lögð var fyrir deiluaðila í farmannadeil- unni fyrir viku, fól í sér all- miklar kjarabætur handa þeim hópum verkfallsmanna ,sem lægst eru launaðir. Ríkisstjórnin átti hlut að því, að þeim, sem dregist hafa aftur úr að und- anförnu, yrði bættur orðinn skaði. Þannig áttu undirvélstjór- ar, aðrir vélstjórar, stýrimenn og loftskeytamenn allir að fá sem svarar 6—20% kauphækkun sam- kvæmt tillögunni. Sömuleiðis var boðið að samræma kjör skipstjóra sem aftur úr hafði orðið, kjör- um hliðstæðra skipstjóra. Tillagan gerði hins vegar ekki ráð fyrir hækkun hjá þeim hæst- launuðu á skipunum. Ríkisstjórn- ia hefur aldrei neitað því, að j bera fram sáttatillögu en leggi bæta beri og samræma eigi kjör jafnframt fyrir sína eigin full- þéirra launastétta, sem sýnilegal trúa að greiða atkv. gegn henni. Með tilboðum sínum hefur ríkis stjórnin ótvírætt viðurkennt, að a. m. k. þangað til sáttatillagan kom fram, hafi verkfallið verið réttmætt. E. t. v. heldur hún því fram, að eftir fall sáttatillögu, sem svo mikil hlunnindi hafi boð- ið, sé verkfallið orðið pólitískt. En ekki styrkir sá málflutnnigur málstað stjórnarinnar. Eða kem- ur nokkrum til hugar í alvöru, að af þeim 200 launþegum, er greiddu atkvæði gegn sáttatillög- unni, hafi allir verið Sjálfstæðis- menn, en hinir 2, sem voru með, verið einu stjórnarliðarnir? Auðvitað vor.u það menn af öll- um flokkum, sem greiddu at- kvæði gegn tillögu ríkisstjórnar- innar. Ástæðan til þess, að þeir greiddu atkvæði á móti tillög- unni, er eflaust sú, að þeir telja, að miðað við aðra hafi kjarabæt- ur og samræming sú, sem fólst í tillögunni ekki verið nóg. En til- lögugerðin hvílir að sögn Alþýðu blaðsins á því að jafna hafi átt þessi met. Sú skoðun, að það hafi ekki verið gert, hlaut aukinn styrk við hina furðulegu fram- komu Lúðvíks Jósefssonar. Á sama veg lýsti afstaða at- vinnuveitenda því, að hjá þeim réðu ekki stjórnmálasjónarmið. Þeir voru allir sammála um synj- un tillögunnar. Fulltrúar SÍS og Ríkisskips ekki síður en aðrir. Má raunar segja, að einkenni- legt sé, að ríkisstjórnin skuli láta hafa dregizt aftur úr í launamál- um á undanförnum árum“. ★ Hér er berum orðum viður- Sú afstaða getur ekki helgast af öðru en því, sem Lúðvík Jósefs- son hafði látið uppi, að ríkis- stjórnin teldi ómögulegt fyrir at- kennt það, sem stjórnarblöðin j vinnurekendur að samþykkja hafa ekki fengizt til að játa áður, kauphækkun, nema þeir fengju að ríkisstjórnin „átti hlut að“'útgjöldin bætt upp fyrir tilstuðl- sáttatillögunni. Eftir frásögn Alþýðublaðsins an ríkisstjórnarinnar. Skrif Alþýðublaðsins í gær hefur stjórnin ekki gert tillögu ( sýna enn á ný það, sem vitað var, um neinar smáræðis hækkanir j að lausn deilunnar veltur í raun né til fárra aðila. og veru á ríkisstjórninni. Myndin er tekin fyrir utan fangelsið þar sem slökkvilið og lögregiumenn eru að verki. Fangarnir sátu ekki a&gerðarlausir, þegar fangaverBirnir féru í verkfall í VIKUNNI gerðu fangaverðir í fangelsi einu 1 París 48 stunda verkfall til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um bætt kjör, en þeir fóru fram á sömu laun og lögregluþjónar hafa. Svo sem geta má nærri komst mikil ó- regla á líf fanganna í fangelsi þessu. Þeir fengu ekki matinn á réttum tíma og varð það tilefni til þess, að þeir gerðu allsherj- aruppreisn, brutu allt og bröml- uðu og gerðu tilraun til þess að kveikja í fangelsinu. Brotnir stólar matar- áhöld og múrsteinar Kveiktu þeir í svefndínum sín- um og köstuðu þeim út um kefa- gluggana. Á svipstundu logaði eldur meðfram nær öllu þeim veggjum, sem fangaklefar lágu að. Var slökkvilið þegar kvatt á vettvang og tókst með herkj- um að forða stórtjóni. Ekki létu fangarnir við svo búið sitja. Brutu þeir upp hurðir, brutu húsgögn og unnu miklar skemmdir á öllu inanstokks. Var lögreglan þegar kvödd á vett- vang til þess að koma kyrrð á, en fangarnir tóku á móti lög- reglumönnum með hríð af brotn- um húsgögnum og mataráhöld- um sínum. Fjölmennt varalið var þá kvatt á vettvang, og um síðir tókst lögreglunni að koma kyrrð á meðal fanganna með því að beita táragasi. Nokkrum fanganna hafði tek- izt að komast upp á þak fangels- isins og áttu lögreglumenn í miklum erfiðleikum með að berja andspyrnu þeirra niður. Köstuðu fangamir múrsteinum niður á lögreglumennina, en um síðir tókst þó að hrekja þá nið- ur af þakinu. Alsírmennirnir hefndu sín Flestir fanganna í fangelsi þessu eru Alsírbúar — og meðal þeirra var Ahmed Ben Bella, einn af uppreisnarforingj unum í Alsír. I fangelsinu voru einnig all- margir Frakkar. Einn þeirra hafði um skeið gert sér það að skyldu að rakka Alsírmennina niður og kalla til þeirra ýmia ókvæðisorð úr klefa sínum. Að kvöldi þessa rósturdags tókst Alsírmönnunum að hafa hendur í hári Frakkans. Brutust þeir inn í klefa hans. Lögreglumenn komu strax á vettvang, en firndu fang- ann hvergi. Var klefi hans tómur, en á gólfinu voru blóðslettur — og var sýnt, að Alsírmennirnir höfðu myrt Frakkann. Þrátt fyr- ir ítrekaða leit þá um nóttina, fundu lögreglumenn ekki líkið. Ekki þarf að orðlengja það, að verkfall fangavarðanna náði skjótt til fangelsa um gervallt Frakkland — og hafði lögreglan sérstakan viðbúnað til þess að koma í veg fyrir, að þessir at- bm-ðir gætu endurtekið sig. RúBur brotnuBu í 250 mtílna fjarlœgB ÞESS var getið í fréttum ekki alls fyrir löngu, að misheppnazt hefði ein kjarnorkútilraun Banda ríkjamanna í Nevada-eyðimörk- inni. Sprengjan sprakk ekki við fyrstu tilraun svo að fresta varð frekari tilraunum um óákveðinn tíma. Sl. mánudag var önnur til- raun gerð til þess að sprengja Þegar kjarnorkusprengjan var sprengd. — Þið sjáið ljósleita kúlumyndaða hjúpinn, sem vakti hvað mesta undrun blaða manna. þessa sprengju — og þá gekk'®' allt samkvæmt áætlun. Lýsandi kúlumyndað- ur hjúpur Var hún sprengd í 500 feta háum turni og eldblossinn af sprengingunni, purpurarauður og geysi sterkur sást í 350 mílna fjar lægð. Blaðamenn, sem voru áhorf endur að sprengingunni, sögðu, að þessi hefði verið „sú fegursta" hingað til. Reykjarmökkurinn steig 30 þúsund fet til lofts og umhverfis blossann myndaðist við sprenginguna hjúpur, sem líktist geysimikilli kúlu. Lýsti þessi hjúpur eins og „fluores- cent“ og varði í um það bil eina mínútu. Virtist hann síðan leys- ast upp og hvarf á fáum sek- úndum. Eftir 20 mínútur Þetta var sjöunda tilraunin, sem Bandaríkjamenn gera með kjarnorkuvopn í Nevada-eyði- mörkinni á skömmum tíma. Eyði mörkin er mikil að flatarmáli og tilraunirnar fara fram það fjarri mannabústöðum, að sjaldan hafa þær valdið spjöllum á mannvirkj um í námunda við eyðimörkina. Þessi sprengin var hins vegar það öflug, að rúður brotnuðu í húsum í 250 mílna fjarlægð vegna hljóð- bylgjanna, sem bárust þangað um 20 mínútum eftir að spreng- ingin varð. jCjarndrkusprengjs í eldflaug NEVADA, 19. júlí. — í dag var í fyrsta sinn sprengd í Bandaríkj unum, kjarnorkusprengja, sem skotið var í eldflaug úr flugvél. Flugvélin sem flutti eldflaugina var þota af gerðinni „Scorpion" og flaug í 5000 metra hæð, er eldflauginni var skotið. Spreng- ingunni var stjórnað frá jörðu. Bandaríkjaher*hefur nú yfir að ráða nokkrum eldflaugum, sem borið geta kjarnorkusprengjur Meiga falla í ómegin LONDON: — Hermálaráðherr- ann brezki vinnur nú'að því að tryggja það, að framvegis verði hermönnum þeim, sem falla í ómegin í heiðursverði ekki hegnt. Það hefur komið alloft fyrir, að hermenn, sem þurft hafa að standa teinréttir langan tíma í heiðursverði við ýmis hátíðleg tækifæri, hafa fallið í ómegin. Hafa þeir jafnan fengið áminn- ingu fyrir slíka frammistöðu, og jafnvel eru þess dæmi, að or- lof þeirra hefur verið minnkað í hegningarskyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.