Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 13
Sunnudagur 21. júlí 1957 MORCVTiBL AÐIÐ 13 4 herbergfa íbúð í Hlíðunum, getur góður vélsmiður fengið leigða sem annast vill viðhald véla og verkfæra hjá traustu iðnfyrir- tæki í Reykjavík. Tilboð merkt: Samstarf — 7828 send- ist Morgunblaðinu fyrir 29. júlí. Tilkynníng til símanotenda í Reykjavík og Hafnarfirði Mánudaginn 22. júlí kl. 9.00 verður byrjað að taka á móti greiðslu afnotagjalda fyrir 3. ársfjórðung svo og annarra gjalda til Landssímans, sem féllu í gjald- daga í júlímánuði. Innheimta Landssímans er nú flutt í vesturálmu Landssímahússins, Thorvaldsensstræti 4, inngangur gegnum garðinn frá Aðalstræti og Kirkjustræti. í Hafnarfirði er tekið á móti greiðslu í landssíma- stöðinni, Austurgötu 11. Póst- og símamálastjórnm. ÚT S ALA á ULLARKÁPUM JÖKKUM KJÓLUM REGNKÁPUM LAUGAVEGI 116 tíTSALA BYRJAR X MORGLIM HATTAR frá kr. 50.00 DÖMUTÖSKUR frá kr. 50.00 SLÆÐUR frá kr. 20.00 MORGUNKJÓLAR frá kr. 95.00 BLÚSSUR, HANZKAR o. fl. ^Jlattalúk JJevtLiauili .eijtefavitear Laugaveg 10 AÐ GEFNU TILEFNI birfir útgefandi timaritsins „SATT" eftirfarandi ummæli 20 manna: HAIXDÓR KILJAN LAXNESS, rith. Saga Eiríks á Brúnum í heftum yðar er alveg einstaklega vel orðuð. Ég hafði ó- blandna ánægju af að lesa sögu Eiríks í þessu vandaða bókmenntalega formL ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON, rith. Margt af því, sem ég hef lesið í „Satt“ s. 1. þrjú ár, finnst mér með því skemmti- legasta sem ég hef lesið á íslenzku í seinni tíð. DR. GUÐNI JÓNSSON, skólastjóri: „Satt“ er skemmtilegt rit og vandað að efni og frágangi. Sumar greinar, sem þar hafa birzt, einkum um innlend efni, eru snilldarverk. Málið á ritinu er að mínum dómi mjög til fyrirmyndar. SIGRÍÐUR J. MAGNÚSSON, frú: Ég hefi lesið allmörg blöð af tímaritinu „Satt“ og ekki fundið neitt er kallast geti siðspillandi. Ritið flytur í hverju blaði, ásamt auðmeltu efni, íslenzkan fróðleik og afburða- vel ritaða þætti eins og t. d. frásagnirnar um baróninn á Hvítárvöllum, Eirík á Brúnum, Bólu-Hjálmar o. fl. BJÖRN ÞORSTEINSSON, sagnfr.: Ég vil einungis biðja háttvirtan útgefanda að hvika ekki af þeirri braut, sem hann hefur fylgt til þessa, og fá ísl. almenning til lestrar rit vandað að málfari og skemmtilegt, með listrænum frásögnum um íslenzka atburði. AGNAR ÞÓRBARSON, rlth.: 1 tímaritinu „Satt“ eru margir þættir, sem að stíl og frásagnarlist mættu vera öðrum ritum til fyrirmyndar. DR. PÁL.L ÍSÓLFSSON, tónskáld: Tímaritið „Satt“ hefur veitt mér marga ánægjustund. Þar birtast oft ágætar greinar um margvísleg efni og sumar snilldarvel ritaðar. GUNNAR EINARSSON, útgefandi: Ég álít tímaritið „Satt“ gott tímarit. Ritið hefur flutt fjölda greina um innlend og er- lend efni, sem skráðar hafa verið af nær- færni og smekkvísi, og yfirleitt er ritið skrif- að á svo góðu íslenzku máli, að þar standa ekki önnur íslenzkt rit framar. ÆVAR R. KVARAN, leikari: Sumt af því, er ég hef lesið og bezt þótt ritað um þjóðleg efni, hefur einmitt birzt í „Satt“. SIGURBUR ÓLASON, hæstaréttarlögm.: Tímaritið „Satt“ er að mínum dómi með betra lesefni til skemmtunar og fróðleiks, sem völ er á, og þó sérstaklega frásagnir þess af gömlum dómsmálum hérlendum og öðrum merkum atburðum liðins tíma. 'XÓMAS GUÐMUNDSSON, skáld: Sitthvað það, sem ég hef lesið í timarrtinu „Satt“, ber að mínum dómi af flestu því, sem hér er skrifað, bæði um listrænan frásagnar- hátt og vandað málfar. SIGURÐUR GRÍMSSON, lögfræðingur: Ég hef fylgzt með og lesið „Satt“ frá þvi að það hóf göngu sína, af þeim ástæðum, að mér finnst það yfirleitt fróðlegt og skemmti- legt og framúrskarandi vel ritað. ELÍNBORG LÁRUSDÓTTIR, rithöf.: „Satt“ er vel skrifað, skemmtilegt aflestr- ar, og flytur oft mikinn fróðleik. GUNNAR M. MAGNÚSS., rithöf.: Ég hef yfirleitt ekki lesið þýdda efnið í tímaritinu „Satt“, en íslenzku greinarnar hafa dregið mig að sér, m. a. þættirnir um Bólu-Hjálmar og Vogsósaklerkinn, og gefið ritinu mikið gildi í mínum augum. ÓLAFUR HANNSSON, menntaskólakennari: Ég tel tímaritið „Satt“ standa fyllilega jafnfætis hinum beztu erlendu tímaritum að fjölbreytni og fræðandi efni. Sérstaklega tel ég greinar tímaritsins um ýmis þjóðleg íslenzk efni hafa mikið menningargildL LÁRUS PÁLSSON, leikari: Það sem ég hef lesið í tímaritinu „Satt“, þykir mér bæði fróðlegt og skemmtilegt, sér- staklega íslenzku þættirnir, sem ritaðir eru á óvenju kjarnmiklu máli. RAGNAR JÓNSSON, forstjóri: Margar greinar í „Satt“ eru ritaðar af hreinni snilld. ÓLAFUR FRIÐRIKSSON, rithöf.: Mánaðarritið „Satt“ er að minu áliti fróð- legt og skemmtilegt. Það er ritað á liðugu og góðu máli, og hef ég ekki rekist þar á þá óþarfa bersögli, í glæpa- og kynferðismálum, sem nú tíðkast mjög á voru landi. JÓN P. EMILS, lögfr.: Sumir hlutar sakamálaréttarhalda eru þess eðlis, að ekki er æskilegt, að þeir fari út fyrir veggi dómsala. Önnur atriði í sakamálafiæð- um eru mjög hugleikin til fróðleiks og til þess fallin að birtast opinberlega. Tímaritið „Satt" hefur að dómi mínum fullkomlega tekizt að draga markalínuna milli þessara tveggja tilvika. LÁRUS JÓHANNESSON, hæstaréttarlögm.: Ég les tímaritið „Satt“ reglulega, því að mér finnst það vandað bæði til efnis og orð- færis. Sérstaklega hef ég ánægju af að lesa sakamálasögurnar, og eru þær, sem ég þekki til eftir öðrum leiðum, rétt með farnar og vandaðar. IPAISIA tannkrem inniheldur hið bakteríueyðandi WD-9 (Sodium Lauryl Sulfate), er varnar tannskemmdum og heldur munninum hreinum og frískum klukkutímum saman. — æit yðar að tannkremi, sen er bæði bakteríueyðandi o/ bragðgott, er nú lokið. ★ IPANA freyðir betur ★ IPANA hreinsar betur ★ IPANA er drýgra ★ IPANA er bragðbetra Heildsölubirgðir: O. Johnson & ICaaber h£ Bezf að auglýsa í MORGUNBLADINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.