Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 9
Sunmidagur 21. júlí 1957 MORGUNBLAÐIÐ 9 Blómaskrúðið á Austurvelli hefur aldrei verið fegurra en nú. REYKJAVÍKURBRÉF vísari en forsætisráðherrann ís- lenzki, Hermann Jónasson. Hann hefur þegið franskt heiðurs- merki, en neitað að taka á móti heiðurstákni síns eigin lands: Sú háttsemi er óskrljanleg. Enda er það furðulegt, að valdamenn skuli vera að sæma aðra merkj- um, sem þeir sjálfir þykjast of miklir til að bera. Segja má, að öll slík heiðurstákn séu hégómi. Fá ríki eru þó alveg án þeirra. Um þá, sem fram á eru, fer betur, að þeir sýni sinnar eigin þjóðar merkjum ekki minni virð- ingu en annarra, jafnvel þó að sunnan úr Frans sé. V-stjómin Einn stjórnarliða var á dög- imum að tala um „V-stjórnina' Þegar hann var að því spurður við hvað hann ætti, var svarið, að ríkisstjórnin kenni sig að svo mörgu leyti við orð, sem byrjuðu á v, að stuðningsmenn hennar væru nú búnir að stytta heitið ofan í þetta. Hún væri vinstri stjórn, sem hefði lofað vamarleysi landsins, vinnufriði og viðreisn atvinnuveganna. Satt er það, að öllu þessu var lofað, en hvemig fór um efndirn- ar? Varnarliðið er hér ennþá. Við- reisn atvinnuveganna fór út um þúfur og jafnvel ungir Fram- sóknarmenn, sem samþykktu að stjórnin hefði staðið við öll sín loforð, urðu að viðurkenna, að enn væri eftir að koma atvinnu- vegunum á réttan kjöl og vekja traust á gildi peninganna. Um vinnufriðinn fór svo, að sjaldan hafa verið meiri verkföll en ein- mitt nú. Ef stjórnin ætti skilið nokkurt kenningarnafn, væri það helzt „verkfallastjórnin“. Þetta heiti byrjar einnig á v, svo að nafngjöf stjórnarliðans sýnist að öllu athuguðu ekki svo fráleit. Betra að vanta brauð Laugardagur 20. júlí Veðurblíðan Veðurblíðan hér í Reykjavík er nú orðin svo langvinn og sam- felld, að mönnum virðist nær einsdæmi. í okkar misviðrasama og vetrarmyrkra landi er slík sólarbirta, sem hefur ríkt að und- anförnu, ómetanleg. Mundum við þó fremur kjósa minni veður- blíðu hér sunnanlands og meira væri um síldina fyrir norðan, ef við ættum um þetta tvennt að velja. Hvorugt er á okkar valdi og er að taka því, sem að hönd- um ber. Enn þá getur rætzt úr síldveiðinni en sú mikla bjart- sýni, sem gætti í upphafi er nú úr sögunni um sinn. Ríiðubrot Hinn mikli stjórnmálamaður Bismarck sagði einu sinni eitt- hvað á þessa leið: „Stjórnmála- mennirnir eru önnum kafnir við að setja í rúður í stað þeirra, sem blaðamennirnir brjóta í milliríkjaviðskiptum". Þessi ummæli fljúga manni í hug, þegar lesnar eru lýsingar sumra sænskra blaðamanna á konungsheimsókninni hér á dög- unum og viðtökum íslendinga. Á sínum tíma var vakin athygli á því hér í blaðinu, að Svíar væru ærið stórsnúðugir og þætt- ust um margt hafnir yfir aðrar Norðurlandaþjóðir. Þessi eigin- leiki hefur því miður komið fram hjá sumum þeirra, er skrifað hafa um íslandsförina. íslending- ar eru svo fámennir, að vind- belgirnir þora til við okkur. Eng- inn skyldi þó halda, að slík skrif væri að vilja hinna betri manna þar í landi. Konungshjónin sænsku áunnu sér og landi sínu sanna hylli meðal allra þeirra, sem þau hittu. Þau eru fulltrúar hins bezta hjá Svíum, þess, sem gert hefur þá að einni öndvegis- þjóð heimsins. íslendingar kunna að meta, þegar þeir gjá það, og þeir láta ekki neina glópalda rjúfa þann vegg vináttu og skiln- ings, sem reistur var með heim- sókn Svíakonungs. Skeytasenílingar til Kadars Félagið Frjáls menning hefur sent mótmæli til yfirráðamanna í Indónesíu og Kadars hins ung-' verska gegn kúgun þeirri, sem beitt er í löndum þessum. Hætt er við, að sumir telji, að þvílík mótmæli hafi ekki mikla þýð- ingu. Rétt er það, að kúgararnir munu ekki í skyndi láta af sinni ljótu iðju. En með þvílíkum mót- mælum víðs vegar að er skapað hollt almenningsálit í heiminum, sem -gerir aðra hrædda við að taka upp samsk. kúgunaraðferð- ir. Eins kann að vera, að smám saman takist að veikja ofurveldi kúgarana í þeirra eigin löndum. En því miður má búast við að það gangi hægt með orðsend- ingum einum saman. Kadar hefur t.d. nýlega af- numið þær hömlur er áður voru að lögum þar í landi, gegn fang-. elsun manna marga mánuði án dóms og laga. Þetfa gerir hann þrátt fyrir þá andúðaröldu, sem réttarmorð hans að undanförnu hafa valdið. Fleira þarf til en mótmæli Frjálsrar menningar eða skeyti frá Halldóri Kiljan Laxnes til þess að siða ofbeldis- herra kommúnismans. Engu að síður ber að meta viðleitni þess- ara aðila til að setja ofan í við kúgarann. Af blaðafregnum sést, að skeyti Halldórs vakti athygli i eiginlegan málstað lýðræðis, freki is og friðar 4 heiminum. Meia hefðu skilið, að íslendingar gætu. ekki mikið lagt af mörkum, en þeir hefðu metið trúnað þessar- ar litlu þjóðar við hinn góða mál- stað og skilnmg hennar á því, að einingu lýðræðisþjóðann. mætti ekki rjúfa. Því bitrari hefðu von- brigðin orðið, er íslendingar virV- ust ætla að verða hinir fyrstu til að skerast úr leik. Með því hefðu þeir sýnt skort á hollustu og ó- trúlegt skilningsleysi á raun- verulegu ástandi í alþjóðamálum Afleiðingin hefði orðið sú, að margir sem lítið vissu um landið teldu, að hér byggi þjóð, sem ekki rnæt-ti treysta, ea léti sin helgustu verðmæti f-öl, ef henni væri nógu vel borgað fyrir. Óskandi væri, að þessi ummæli fengju ekki staðizt. En því miður er of mikið til í þeim. Sjaldan hefur meiri fávizka sézt, en þeg- ar stjórnarblöðin ætla álitshnekki þann, sem íslendingar urðu fyrir, stafa af skeytasendingum sér ó- vinveittra manna ttl erlendra blaða. Það voru staðreyndimar sjálfar, sem sviptu íslendinga til- trú. Þær voru þess eðlis, að uto þær varð ekki þagað utan Islands jafnvel þó, að allir íslendingar hefðu skammazt sin fyrir að segja frá þeim. Vörusýning Tímans Enn annað mál er svo það, sem Vísir nýlega sagði frá, að komið er á daginn, að ritstjórum Tímans gengur ekki óeigingirnin ein til, þegar þeir kvarta undan fréttasendingum frá Islandi. Vís- ir skýrir frá því, að útsendari Tímans hafi nýlega komið á fréttaskrifstofur erlendis, boðið fram þjónustu sína og haft á sér eins konar vörusýningu, en var- an ekki þótt girnileg. Slíkar rógs- ferðir erlendis eru með ólíkind- um. Fyrirfram hefði því ekki víða utan íslands, því að Nóbels- verðlaunin gefa orðum hans auk- inn þunga. „Árnaðaróskir“ skáldsins að Gljúfrasteini „til sjötta heims móts æskulýðs og stúdenta“, lýsa hins vegar, að mjög skortir það enn raunsæi í stjórnmálum. Því að ekki verðui betur séð en Halldór láti þar uppi þá skoðun. að í Moskva, höfuðbóli kúgun- ar og ofbeldis, fái æskulýðurinn færi á að mynda samtök „gegn óvinum sínum, þeim stjórnmála mönnum á alþjóðavettvangi, sem hrópa á styrjaldir"!! Kiljan og krossarnir Blaðalesendur veittu því at- hygli, að Halldór bætti því aftan við undirskrift sína í skeytinu til Kadars, að hann væri hand- hafi Andersens Nexö orðu Heims friðarhreyfingarinnar. Þetta heið ursmerki vissu menn áður lítið um á landi hér. Austan járntjalds er það vafalaust mikilsmetið, úr því að skáldið taldi ástæðu til að prýða nafn sitt með þeim heiðri, enda er titlatogi og heið- ursmerkjum mun meira haldið á lofti í löndum kommúnista en víðast hvar annars staðar. Til gamans má geta þess, að til skamms tíma hafði Halldór neitað að taka við heiðursmerki Fálkaorðunnar. Skömmu áður en Svíakonungur heimsótti landið, þáði hann þó stórkross Fálkaorð- unnar, enda sæmdi Svíakonung- ur hann einum af stórkrossum sínum. Halldór kunni sig svo vel, að hann vildi ekki þiggja heið- ursmerki af erlendum þjóðhöfð- ingja, án þess að hafa þegið boð um sams konar djásn frá for- seta Islands. í þessu er Nóbels- verðlaunahöfundurinn mun hátt- Þó að stjórnin hafi í flestu brugðizt fyrirheitum sínum, þá ber að minnast þess, að eitt hefur Hermann Jónasson þó efnt. Fyrir kosningarnar í fyrra sagði hann, að „betra væri að vanta brauð“, en hafa erlendan her í landi. Úr brottrekstri hersins hefur' ekkert orðið. Hinu hefur for- sætisráðherranum tekizt að koma fram, að gera höfuðstaðarbúa brauðlausa. Það er eitt af fáu, sem Tíminn getur með sanni hælzt um yfir, að stjórnin hafi efnt. Hann var á dögunum mjög ánægður yfir, að bakaraverkfall- ið æfði húsmæðurnar í heima- bakstri. Ekki var ráð fyrir því gert, að þær hefðu miklu öðru að sinna né þótti orð hafandi á þeim mikla aukakostnaði, sem flest heimili hafa orðið fyrir vegna þessa verkfalls. Alþýðublaðið var og lengi vel sama sinnis. Áður en Hannes á horninu brá sér til útlanda, skrif- aði hann fjálglegaumheimabakst ur og skildu allir í hvaða skyni sú hugvekja var samin. Á með- an hann var í burtu, virðist svo sem Alþýðublaðið hafi vaknað til vitundar um, að flokkur þess teldi sig enn verkalýðsflokk og þess vegna var skyndilega tekin upp barátta fyrir kröfum bakara- sveina og heimtað að verkfallið yrði leyst. Ríkisstjórnin sýnist þó fara sér hægt um það, eins og margt fleira. Vandræðin eru þvert á móti látin aukast með því, að brauðbúðunum er nú alveg lokað. Tapað traust Islendingur, sem víða hefur farið og dvaldi erlendis í fyrra á meðan íslenzk stjórnarvöld létu svo sem þau ætluðu að reka varnarliðið brott, hafði nýlega orð á því, að þjóðin' hefði alls ekki gert sér grein fyrir hvílík- um álitshnekki hún hefði orðið fyrir af þessum sökum. Áður hefðu menn treyst íslendingum og talið þá hafa tryggð við sam- verið trúað, að blaðamenn fengi af sér að fara til erlendra stofn- anna til þess að baktala íslenzka stéttarbræður, og reyna að græða nokkra aura á því að svipta þá tiltrú. En við hverju er að búast af mönnum, sem verða að taka því þegjandi, að samstarfsmenn lýsa öðrum svo sem hann sé .ábyrgðarlaus pörupiltur", en hinn verður að þola það, að íslenzk yfirvöld tilkynna á er- lendum vettvangi, að blað hans beri enga ábyrgð á því, sem rit- stjórinn segist hafa sett í það? 5 vikna verkfall Nú hefur farmannaverkfallið staðið í 5 vikur. Ekki er enn vit- að, hvaða ráð ríkisstjórnin ætlar að hafa til að létta því af. Lengst af á þessu 5 vikna tímabili hafa ráðherrarnir verið meira og minna fjarverandi. Sumir erlend- is, aðrir í ferð um landið og sjálfur forsætisráðherrann við laxveiðar. Lúðvík Jósefsson heimtaði og að fá einn að vinna að lausn deilunnar. Sérstaklega harðbannaði hann að Hannibal og Guðmundur I. kæmu þar nokkurs staðar nærri. Aðferð Lúð víks var sú að fara á bak við sáttasemjara og sáttanefnd, gera aðilum boð, er ekki gátu staðizt og gefa í skyn að ekki gerði til, þó að sáttatillagan yrði felld, þvi að tvær myndu koma til viðbót- ar! Þvílíkt athæfi þykir að von- um ótrúlegt, en sönn er þessi frásögn engu að síður. Samstarfs- menn Lúðvíks ' í ríkisstjórninni áttu að vita frá því í vétur, að starfsaðferðir hans eru með þess- um hætti. Þess végna lýsir það einstöku ábyrgðarleysi þeirra og léttúð að láta málið í Lúðvíks hendur. Skyldi og engan undra, þó að upp kæmi, að hann hafi einmitt gefið í skyn, að á sam- starfsmönnunum stæði um lausn ina, því að sjálfur væri hann all- ur af vilja gerður til að leysa málið! Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.