Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. júlí 1957 MORCUNBLAÐIÐ 11 íslenzkir sí Dr. Guðni Jónsson, ísafoldarprentsmiðja. NÝLEGA er komið ut 11. og 12. hefti af íslenzkum sagnaþáttum eg þjóðsögum dr. Guðna Jóns- sonar. Getur hann þess í formála síðara heftisins að útgáfunni sé lokið með þessum heftum. Ég tel það skaða að dr. Guðni skuli hætta við þetta safn, því ég veit að hann á efni í mörg hefti enn *f alþýðlegum sagnafróðleik. En sú er raunabótin, að von er til að hann gefi út lík rit undir öðr- hn nöfnum, sem verða þá sjálf- stæð. íslenzkir sagnaþættir og þjóð- SÖgur eru eflaust merkasta safn þjóðsagna, sem út hefur komið á landi hér, síðan Jón Árnason lauk útgáfu sinni af íslenzkum þjóðsögum. Ber þar margt til. Fyrst og fremst það, að stíll, frá- sögn og frágangur allur er með þeim ágætum, sem bezt verð- ur ákosið. Frásögn dr. Guðna er lipur og málið snjallt og fagurt, eins og það er allra bezt hjá þjóðsagnamönnum. Hann hefur sérstaklega verði vandur að heimildarmönnum og heimildum. Margir af hinum mestu kunn- áttumönnum á þjóðleg fræði hafa látið honum i té sagnir. Sýnir það betur en nokkuð annað, hve mikils álits safn hans hefur not- ið hjá slíkum mönnum. Má þar ttl dæmis nefna: Þórð Sigurðs- soo. á Tannastöðum, Pétur Jóns- son frá Stökkum, Magnús Björns- son á Syðra-Hóli, Sigurð Guð- mundsson frá Gamla-Hrauni og Helga Guðmundsscai á Apa- vatni, svo ég telji nokkra. Allir þessir menn eru nafntogaðir fróð- leiksmenn og hafa birzt eftir suma þeirra sagnir og fróðleikur í mörgum ritum. Dr. Guðni Jónsson er fyrir löngu orðinn einn þjóðkunnasti fræðimaður landsins fyrir rit sín um ættfræði og byggðasögu. Safn hans ber þess mjög merki, að hann hefur rannsakað sunnlenzka byggðasögu betur en nokkur ann- ar. Margir þættirnir í safninu eru að innihaldi og gerð aliri brot úr byggðasögu. Munu þeir því verða verðmætir þeim, er slík fræði stunda í íramtíðinni. En eins og kunnugt er, er íslenzk byggðasaga enn lítið sem ekk- ert rannsökuð, en þýðing henn- ar er mikil fyrir atvinnusöguna eg landssöguna, Safnið ber þess glögg merki, að höfundur þess er ættfræðing- ur. Mikið er þar af fróðleik er snertir mannfræði og ættfræði. Má þar þó sérstaklega nefna þáttinn af Reykjakotsmönnum. Eru þeir drög að niðjatali Guðna í Reykjakoti og skráðar sagnir af honum. Er þáttur þessi einn hinn merkasti í safninu öllu. Jafnframt þessu er safn dr. Guðna óvenjulega ríkt af sögnum sem snerta gamlar minjar um horfna atvinnuhætti. Er því þar geymdur menningararfur, sem fræðimenn framtíðarinnar munu nota, þegar skráð verður saga þess tíma, sem þcir um ræðir. Ég tel hiklaust að slíkt sagnasafn, sem fslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur, sé eitt meðal þeirra merkustu rita, sem skrifuð hafa verið á síðustu árum. Ber þar sérstaklega til, að í hinum al- þýðlegu frásögnum, sem þessum er fólginn geysilega mikill sjóð- ur menningarminna, sem algjör- lega hefði glatazt, ef ekki hefði verið haldið til góða slíkum sögn- um. Munu því slík söfn sem þetta verða verðmætara eftir því sem stundir líða fram og þykja hin dýrmætustu, ekki einungis til lestrar og fróðleiks alþýðumönn- um, heldur einnig fyrir fræði- menn, sem fást við ýmiss konar fræði. íslenzkir sagnaþættir og þjóð- sögur eru ríkir af ýmiss konar við burðasögum, svo sem af slys- förum á sjó og landi, björgunar- afrekum og öðru þvílíku. Má þar til dæmis nefna: Hrakninga Þykk agnaþættir bæinga og björgun á Loftsstöð- um 1895, Drukknanir í Ytri Rangá, Frá Arnarbælisskipinu 1708, Skipstapanum í Þorláks- höfn 1840, Drukknun Jóns á Loftsstöðum 1870 og mörgum fleiri. Þessir frásagnaþættir eru allir hinir merkustu, og lýsa oft atvinnuháttum og venjum, sem ómögulegt væri að fá nokkra vitneskju um, ef þeir hefðu ekki verið til. Munu þeir því verða metnír meir í framtíðinni, þeg- ar fræðimenn hafa gert sér fulla grein fyrir, hve mikla þýðingu þeir hafa fyrir sagnaritun okkar. Einnig er í safni dr. Guðna um auðugan garð að gresja um hrein ar þjóðsögur. Bæði álfasögur og draugasögur. Eru þar fremstar sögur af draugum: Af Skerflóðs- Móra, Kots-Móra, Írafells-Móra, Leirubakkadraugnum, Mundakots draugnum og Stokkseyrardraugn um, sem er frægastur allra drauga á Suðurlandi. Þess má geta, kannske meira til þess að hrella þá, sem eru draughrædd- ir, að sumir þessir draugar eru við líði enn, og kann ég glænýjar sögur af sumum þeirra. En þeir eru komnir til aldurs og eru eftir gamallri trú gengnir upp að hnjám, og munu því brátt hverfa úr mannheimum. Sýnir þetta að daugatrú er ekki með öllu útdauð hér á landi sem betur fer. Eins og ég gat í upphafi er núna fyrir skemmstu komið út 11. og 12. hefti íslenzkra sagna- þátta og þjóðsagna. Þessi hefti eru hin fjölbreyttustu að efni. Hafa þau að innihaldi meðal ann ars úrval úr söfnum tveggja þjóð kunnra manna. Þeirra Eiríks Einarssonan, alþingismanns frá Hæli og Sæmundar Guðmunds- sonar, ljósmyndara í Hafnarfirði. Einnig eru þar síðustu frásagna- þættirnir, er Þórður Sigurðsson fræðimaður á Tannastöðum skrá- setti, en hann er einn merkustu stuðningsmanna dr. Guðna. Ég get ekki annað en lýst sér- stakri ánægju minni við lestur frásagna Eiríks frá Hæli. Ég vissi af persónulegum kynnum við hann, að hann hafði mikið yndi af fróðleik alþýðlegum og bjó yfir sérstaklega fagurri frásagn- argáfu, enda var hann gott skáld og gáfumaður mikill. En hitt vissi ég ekki, að hann hefði skrá- sett sögur alþýðlegar. Það er gam an að lesa fróðleiksgreinarnar- hans Eiríks, er hann skráði eftir ömmubróður sínum Páli Melsted sagnfræðingi, en hann var mikill fróðleiks og gáfumaður og lang- minnugur. Það verður enginn fyrir vonbrigðum, sem les úrvalið úr sagnakverinu hans Eiríks. Sög- urnar hans eru skemmtilegar. Frásögn hans er ljós, lipur og létt. Meðferð hans á efni er lif- andi og skýr. Hann dregur upp mynd skýra og fagra af minning- um liðins tíma. Frásagnir hans af gömlum Hreppamönnum er mjög gaman að lesa. Það væri gaman að eiga fleiri slíkar mynd- ir af fólki genginna kynslóða. Sama er að segja um sögur Sæmundar Guðmundssonar. Þó eru þær annars eðlis, því þær eru margar dulrænar. En slíkar sögur hafa alltaf verið uppáhald hjá alþýðlegum fræðimöhnum. Sæmundur var Flóamaður og eru sumar sögurnar þaðan að austan. Sögur hans eru vel sagðar og hinar merkustu. Og er vel farið að þær koma út svo almennmgur geti notið þeirra. Einning eru í þessum heftum nokkrir þættir, sem teljast mega mjög merkir. Má þar til dæmis nefna: Þáttur Þórðar Erlends- sonar á Tannastöðum, sem er skráður af Þórði Sigurðssyni fræðimanni. Er sá þáttur mjög fróðlegur og um leið skemmtileg- ur. Einnig má nefna Eldeyjarferð og margar fleiri sagnir þessara hefta en rúm er ekki til þess hér. Þátturinn af Jóni ríka í Móhús- um er snilldarlega. vel skráður. Sýnir hann betur en nokkuð ann- að, hvað dr. Guðni Jónss., er fróð ur um sunnl. byggðasögu, ætt- fræði og mannfræði og hvað hægt er að vinna úr þeim heimild um, sem til eru af kunnáttu- mönum, þó þær virðist leikmönn- um fátæklegar og lítið efni í sögu. Eins og ég hef getið áður tel ég að fræðaritun sem þessi sé eitt af því merkasta, sem fræði menn nútímans leggja til sagna- ritunar. Ég tel það sérstaklega liggja í þvi, að í slíkum þáttum og sögnum er mikið af horfn- um menningarminnum, sem ella hefðu glatazt með öliu. Verður því rit sem þetta drjúgur sjóður fyrir fræðimenn framtíðarinnar, sem leggja munu stund á athugun atvinnusögu og landssögu yfir- leitt. Jafnframt þessum tveimur heft um, sem út komu núna er endur- prentun á 1. og 2. hefti íslenzkra sagnaþátta og þjóðsagna. Hafa þessi tvö hefti verið uppseld með öllu i langan tima. Sýnir það vel að þjóðin hefur metið safnið að verðleikum. Ég ráðlegg öllum unnendum þjóðlegra fræða að kaupa þetta safn meðan það fæst allt, því ekki mun líða langt þangað til það slest upp. En svo er með margar mætar og ágætar bækur íslenzkar og ógerningur er að ná í þær, því eigendur þeirra vilja ekki láta þær, þó gull sé í boði, ég trúi því að svo verði einnig um safn dr. Guðna Jóns- sonar. Jón Gíslason. Minning: Jakob Soebetk ÞANN 8. þ.m. andaðist í Naust- vík við Reykjafjörð í Stranda- sýslu Jakob Söebeck og verður jarðsettur á morgun að Árnesi í Trékyllisvík. Jakob var fæddur að Kambi í Árneshreppi 13. maí 1880, sonur Friðriks Söebecks, er síðar bjó í Reykjarfirði, og konu hans Kar- ólínu. Hún var dóttir Jakobs kpm. Thorarensen í Reykjarfirði, sem víða frægur var fyrir mikla skapsmuni, orðkyngi og reið- mennsku auk annars höfðingja- brags. Hann fór aMt á hestum og hafði jafnan 8 til reiðar. Hann lét hvorki veður né torfærur hefta för sína. Eitt sinn reið hann urð- irnar ofan við Byrgisvíkurkleif, sem engum stórgrip né manni þóttu færar, en foráttu brim lamdi bergið fyrir neðan. Undir því er eini mannavegurinn um þær slóðir, en þó aðeins að lág- sjávað sé og stiMt. Margar sögur lifa enn á Ströndum um Thorar- ensen kaupmann. Þau KaróMna og Friðrik áttu 14 börn og eru nú 7 þeirra gengin með Jakob. Hann varð snemma mikiM vexti og sterkur og þótti einn glæsilegasti ungra manna í Víkursveit á þeirri tíð og þótt víðar væri leitað. En svo bar við er hann var rétt innan við tví- tugt, að hann var á ferð einn saman út með Reykjarfirði um vetur. Þá hljóp á hann snjóflóð og barst hann með því langt út á sjó. Hvorki hann sjálfur né neinn annar hefur getað skiMð, hvernig hann bargst af, tókst að krafa sig gegnum krapið til lands. Upp frá -þessu bar hann aldrei sitt barr. Hann, sem 'áður hafði verið hrókur alls fagnaðar, fjörmaður og félagslyndur, varð nú ómannblendinn og einrænn, fór að öMu með stakri hægð og varð aldrei við kvenmann kennd ur. Líkamsburðum helt hann ó- skertum þegar á reyndi. Ef hon- um rann í skap varð hann ekki einhamur, hvað örsjaldan mun hafa komið fyrir sem betur fór. Margir menn af Ströndum fóru í verið til Bolungarvíkur í þann tíð. Þaðan reri Jakob fjölda ver- tíða meðan áraskipin voru við lýði. Fáir eða engir munu hafa þótt hans líkar í andófi og barn- ingi. Dag nokkurn í landlegu voru ungir menn í verbúðinni að reyna kraftana í tuski. Langaði þá til að vita hvað hinn stóri, rólegi maður gæti. Jakob taldi þetta óþarfa. En er hann sá að þeim var alvara þokaði hann sér upp að vegg og kvað bezt að þeir kæmu allir saman, því að hann nennti ekki að fást við þá hvern um sig. Runnu þeir þá að hon- um margir í senn. En hann tók þá einn af öðrum og hlóð þeim fyrir framan sig líkt og maður hendir þorski í kös. Fengu þeir sig brátt fullsadda af þessum leik. Þetta mun eina sinnið, sem Jakob lagði hendur á menn. Enda var hann þannig innrættur, að ekki vildi hann gera flugu mein. Hann átti alla ævi heima við Reykjarfjörð og hafði 30 kindur á fóðrum, sem hann hirti og fóðraði með afbrigðum vel. Tók hann alltaf nærri sér að lóga nokkurri skepnu, fjárhundar hans fengu aMir að deyja úr elli. Síðustu árin var hann orðinn rúmfastur og naut aðhlynningar gæðahjónanna Guðmundar og Steinunnar í Naustvík. Vinir hans samgleðjast honum, að hin langa þraut er Mðin í þeirri trú, að honum hafi verið staður bú- inn, þar sem hið fyrra er farið og andi hans lifi þar sæll og hraustur undir náðarsól eilífðar. Guð blessi hann og minningu hans. Þ. BJ. Árbók íslenzka forn- leifafélagsins HEFTI árbókarinnar eru venju- lega ekki fyrirferðarmikil, og láta því Mtið yfir sér að ytri sýn. Það má því í flestum tilfellum segja, að þar séu „umbúðirnar lóð, en innihaldið vætt“. Ekki mun geta talizt, að Ar- bækurnar séu í margra hönd- um, sé miðað við fólkstölu okk- ar, aðeins nokkur hundruð fastir kaupendur, innlendir og erlend- ir. Þess utan mun eitthvað vera selt í lausasölu. Þetta er alltof lítill kaupendafjöldi, þar sem um jafn ágæta bók er að ræða. Ar- bækur Fornleifafélagsins eru barmafullar af fróðleik, sem all- ir íslendingar þurfa raunveru- lega að vita nokkur deili á, en sem við, í flestum tilfellum, fá- um ekki annars staðar. Nafn bókarinnar ber í sér inni- hald hennar. Þar birtist nýr og gamall fróðleikur, um flest það, sem að þjóðminjum okkar lýtur. Þar fáum við nýjustu fregnir af því, sem árlega kemur upp á yfirborðið, en sem jörðin hefur varðveitt í aldaraðir, margt frá fyrstu árum íslandsbyggðar. — Allt segir þetta sína sögu, og oft hina merkilegustu, og allt er þetta okkar saga. Fornleifafræð- in er margþætt og merkileg, sem á víða ítök, bæði í jörðu og á. Um margt af þessu fræðir árbók- in okkur. Það er fleira sem til fornminja telst heldur en það, sem jörðin fól í skauti sínu fyr- ir öldum, en smátt og smátt er að sjá dagsins ljós að nýju. Má þar til nefna örnefni landsins og eyðibýli. Hvort tveggja þetta er mikill þáttur í fornleifafræðinni og skemmtilegur, en sem of fáir virðast þó gefa sig að. Þó mun nokkuð að þessum þáttum unn- ið á vegum Fornleifafélagsins og þjóðminjavarðar, og er hér mik- ið verk og ekki vandalaust að vinna. Um margt af því, sem á- unnizt hefur í þessu efni, fáum við nokkra vitneskju í árbók- inni, og er síðasta árbókin, 1955—1956, engin undantekning í því efni. Þar skrifa ekki færri en sjö ágætir fræðimenn um margs konar efni fornminjafræð- inni viðkomandi. — Einn af þess- um sjö er hinn aldni fræðimað- ur Guðbrandur Sigurðsson að Svelgsá í Helgafellssveit. Guð- brandur skrifar þar mjög glögga og skilmerkilega grein um eyði- býli í Helgafellssveit, og er saga þeirra allt frá landnámsöld fram á þá tuttugustu. Þessi vinna Guðbrandar er mjög þakkarverð og ætti að verða til hvatningar og eftir- breytni. Fullvíst má telja, að með verki þessu hafi Guðbrand- ur bjargað frá eilífri glötun, nafni og staðsetningu margra hinna fornu býla þar í sveit, og ef til vill mátti ekki seinna vera, því óvist er, hvort nokkur núlif- andi maður þar í sveit, hefði aS öllu samanlögðu getað gert þetta jafnglæsilega, eins og ég tel að Guðbrandur hafi gert, og sé þó fjarri mér, að kasta nokkurri rýrS á Helgfellinga. Guðbrandur hef- ur sannarlega goldið hér Torfa- lögin fyrir sína sveit. Þetta, sem hér hefur verið sagt, er ekki skrifað sem bókarfregn né rit- dómur um Árbók Fomleifafé- lagsins, þótt sú bók væri þess makleg, að oftar væri vakin at- hygli á útkomu hennar og efni en ég held að gert sé. Þetta, að ég gerði hér lítillega að umtalsefni skýrslu Guðbrandar, án þess að geta annarra þeirra, sem skrifa í síðustu árbókina, er aðeins af því, að hann tekur þar fyrir efni, sem er mér mjög hugstætt, og ég nokkuð sett áður fram í ræð- um og riti, og bent á, svo sem Guðbrandur gerir í upphafi skýrslu sinnar, þá hættu, sem virðist búin, bæði ýmsum ör- nefnum landsins, svo og eyði- býlum, sem smátt og smátt hafa fallið úr tölu byggðra bóla á liðn- um öldum, þá hættu, að nöfn þessara staða íalli í gleymsku og dá. Ég tel að þessi hætta vaxi árlega, með auknum burtflutn- ingi fólks úr sveitum landsins, og þótt einhver kæmi einhvern tíma aftur, 1 stað þeirra sem fóru, öMum og öllu umhverfi óþekktur, er mjög hæpið, að sá aðkomni fái öll örnefni að vita í sinni nýju landareign. Þegar svona er komið, er jafnvel sú hætta fyrir hendi, að aðkominn maður, sem kemur á ömefna- lausa jörð, þ.e. þekkir ekkert ör- nefni, að hann þá grípi til ör- nefna frá sínu heimalandi og flytji þau á staði í sínu nýja um- hverfi, því örnefnalaust land unir enginn bóndi við til lengdar. Hve góð, sem þessi aðfluttu ömefni væru, tel ég samt, að hér hafi skaði skeð. Hér yrði glundroði í örnefnum landsins, sem ef til viil aldrei yrði hægt úr að bæta. Hér þarf því marga menn eins og Guðbrand á Svelgsá, bæði til að skrásetja fom og ný eyðibýli, sem líkindi en tii að byggist ekki meir, og ömefni landsins vítt og breitt. Rvík, 5. 7. 1957. Ólafur Þorvaldsson. Fylgdi litlumflug- vélum til Ellaey jar SJALDAN eða aldrei hefur ann- ríki verið meira hjá Flugfélagi fslands en að undanförnu. Auk áætlunarflugsins hefur töluvert verið flogið til Grænlands. Á fimmtudagskvöldið flaug annar Katalínabátur félagsins til Ella- eyjar. Fór hann til fylgdar tveim Norseman flugbátum úr leiðangri Lauge Koch. Þetta eru litlir ein- hreyfils flugbátar, sem um langt skeið hafa verið í geymslu í flug- skýli Flugfélagsins á Reykjavík- urflugvelli. KataMnaflugbáturinn kom aftur til Reykjavíkur á föstudagsmorgun. í gærkvöldi fór flugvélin í annan Grænlands- leiðangur. Flaug hún með aust- urríska leiðangursmenn til Alpa- fjarðar. Á þriðjudaginn mun Sólfaxi fljúga til Meistaravíkur með 28 menn úr leiðangri Lauge Koch svo og 11 menn á vegum „Det Nordiske Mineselskab“ auk margs konar varnings. 665 heyskapartíð í t.-Þing. ÞÚFUM, 19. júlí — Heyskapar- tíð er hin ákjósanlegasta. Byrj- aði sláttur um síðustu mánaða- mót og er sums staðar langt kom- ið með að hirða tún og allt hirt grænt og óhrakið jafnóðum. Gras spretta er víða afbragðsgóð en þar sem tún eru mjög harðlend hefur ekki sprottið eins vel en þó er alls staðar spretta í góðu lagi og heyskaparhorfur hinar beztu. —P. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.