Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 3
•öfwmdagur 21. í&Tí 1087 MORGVTVfíLABI9 9 Þórir Þórbarson, dósent: Starfsfrœði AMiirkjuhreyfingin hefir á liðn- um árum beitt sér mjög fyrir því, að kirkjurnar tækju til könn unar ýmisleg guðfræðileg, þjóð- félagsleg, söguleg vandamál, sem snerta líf og starf hverrar kirkju- deildar. Á alkirkjulegum þingum, í vinnuflokkum og námskeiðum, þar sem kristnir menn margra kirkjudeilda mætast, kemur ein- att í dagsljósið, að menn skilja ekki aðra til fullnustu af þvi, að þeir skilja ekki til fullnustu eigin hefð og gera sér ekki grein fyrir, hvað er frumkristilegt og hvað skapazt hefir við sérstæða sögu- lega hefð viðkomandi kirkju og lands. Það er ósjaldan, að menn koma frá alkirkjulegum þingum með nýjar hugmyndir um sjálfa sig og éigin kirkjudeild. Margar spurningar vakna, sem menn höfðu aldrei áður spurt sjálfa sig vegna þess, að siður eða trúar- setning var viðtekin í þeirra kirkju án þess að menn gerðu sér grein fyrir því, að ef til vill væri önnur kirkjudeild enn nær sannleikanum í sínum skilningi á viðkomandi atriði. Þegar ang- líkanar og lútherskir hittast er báðum þröngvað til þess að íhuga skilning sinn á kvöldmáltíðar- sakramentinu. Lútherskir eru minntir á það, að þeir hafa van- rækt sakramentið, sem í frum- kristninni var órofa böndum tengt guðsþjónustu safnaðarins og um hendur haft hvern helg- an dag, og var svo raunar framan af í lútherskum sið. Anglíkanskir standa andspænis lútherskri túlk- un. á þeirri þýðingu, sem „orðið“ hefir í hinni helgu þjónustu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Einnig mætti nefna sjálft guðsþjónustuformið. Annar legt form kemur mönnum ankannanlega fyrir sjónir. Þeir hafa vanizt háttum sinnar kirkju, og hafa ekki hugsað frekar út í það, hvort ytri hættir séu í fyllsta samræmi við eðli guðs- þjónustunnar að frumkristnum skilningi. Er menn hittast og tigna Guð saman á alkirkjulegum þingum, námskeiðum eða vinnu- flokkum, reka menn sig á þennan mismun, sem fær þá til þess að spyrja sjálfa sig: Hvað er biblíti- legt, frumkristilegt hjá oss, að hverju leyti getum vér af öðrum lært? Flest þing alkirkjuhreyfingar- innar hafa að nokkru verið rann- sóknarþing, þar sem tekin hafa verið til könnunar ýmis guðfræði leg og verkleg vandamál. Edin- borgarráðstefnan 1910, sem lagði grundvöllinn að hinu alþjóðlega kristniboðsráði (International Missionary Council) kannaði þau vandamál, sem kristniboðsfélög ýmissa kirkjudeilda áttu við að stríða. Stokkhólmsráðstefnan, sem haldin var árið 1925, var haldin til þess að kanna, á hvern hátt kirkjurnar gætu talað einni tungu til heimsins um vandamál eftirstríðsáranna fyrri. Eftír Stokkhólmsráðstefnuna var stofn uð fyrsta miðstöð alkirkjuhreyf- ingarinnar til könnunar og náms. Alþjóðlega kristniboðsþingið, sem haldið var í Jerúsalem árið 1928, élyktaði, að vegna „mismunandi skoðana manna á því, hvort og hvernig skyldi miða kenningu kristindómsins við þjóðfélags- skipan og efnahagsaðstæður" skyldi komið á fót stofnun er fjall aði um könnun á þjóðfélagshátt- uib og efnahagsmálum þeirra landa, þar sem kristniboð &r rekið, og skyldi hún veita upp- lýsingar um þau mál. Fjölmargar ráðstefnur hafa verið haldnar til þess að rann- saka kenningu hinna ýmsu kirkju deilda og efla þekkingu manna og framar öllu skilning á trú og siðum annrra kirkjudeilda. Þetta áratuga starf hefir fært kristna menn um allan heim nær hverja öðrum en einnig orðið til þess að veita nýjum straumum inn í líf hverrar kirkju fyrir sig. Hin tvö alheimsþing, sem haldin hafa verið, síðan alkirkjuráðið var stofnað, hafa bæði unnið merkt starf á sviði þessara rannsókna, og hafa merkir guðfræðingar og sérfræðingar ýmissa annarra fræðigreina leitt þar saman hesta sína til þess að komast að niður- stöðum um boðskap kristindóms- ins til nútímaþjóðfélagsins. Þar hafa verið tekin til meðferðar eining kirkjunar, kristinboð, þjóð félagsvandamál, heimsmál, kyn- þáttamál og mál, er leikmenn varða sérstaklega. Biblían og biblíuleg kenning hefir verið ofarlega á baugi, vegna þess að innan alkirkju- hreyfingarinnar hefir mönnum skilizt að Biblían er grundvöllifr- inn og mælikvarðinn. Hún er bæði grundvöllur guðfræðilegr- ar kenningar og þjóðfélagsiegrar siðfræði. Afrakstur undanfar- inna ára var gefinn út í allmik- illi bók, sem nefnist, „Biblical Authority for Today, og kom hún út árið 1951. Þeim vandamálum hefir verið gefinn sérstakur gaumur, sem snerta verkamenn og mennta- menn, þar sem þessar stéttir eru einna fjarst kirkjunni í mörgum löndum. Hafa menn þá kannað það, á hvern hátt kirkjan geti orðið að liði í samskiptum at- vinnurekenda og verkamanna hvernig bætt hag vinnandi stétta með beinni hjálp, og hvernig kirkjan geti talað því máli, að menntamenn skilji og svarað þeim spurningum um heimsskoð- un, er þeim eru sérstaklega mikil vægar. Til lítils væru þessi þing, ef ekki væri unnið að málum þess- um með einstökum kirkjum og í söfnuðum.. Alkirkjuráðið veitir því aðstoð þeim söfnuðum, er koma vilja upp námhringum umræðuflokkum eða sérstökum námskeiðum, sér mönnum fyrir lestrarefni og greiðir úr á annan hátt. Starf þetta er óþekkt hér á landi nema af afspurn, og mætt- um vér margt færa oss í nyt í þessu efni. Þjóðfélag vort er í örum vexti og hefir tekið breytingum, sem ekki eru þróun heldur stökk- breyting. Vér eigum því við vandamál að stríða, sem eiga ræt ur sínar að rekja til þessara öru þjóðfélagslegu stökkbreytinga og er mikil nauðsyn þess, að kirkjan líti upp frá stritinu, ef svo mætti að orði komast, og íhugi heiminn í kringum sig. Prestum og öðrum, er kynnast vilja þessum málum, bendi ég á nokkrar bækur, er gefnar hafa verið út á liðnum árum, eins og til dæmis „The Church and Its Function in Society" eftir Visser ’t Hooft og J.H. Oldham, „Christian Faith and the Modern State: An Ecu- menical Approach", eftir Nils Ehrenström, safnritin „The Chris- tian Un^erstanding of Man“, „The Kingdom of God and History", og „Christian Faith and the Common Life“. GRAFARNESI, 20. júlí — Ný- lega er hafin viðbygging við ver- búðirnar hér. Við það vinna 12— 15 manns. Yfirsmiður er Kristján Guðmundsson, byggingarmeistari frá Stykkishólmi. — 2—3 íbúð- arhús eru nú í smíðum hér. —Emil. Halla og David Thor í japönsk- um þjóðbúningi. Þau mæðgin koma oftast fram í þjóðbúningi viðkomandi landa í ferðaþátt- unum og vekur það mikla hrifningu innfæddra. Heimsókn forsetahjónanna Hmrrt Asgeir Asgeirsscnar og trú Déru Þórhallsáóttur til Ólafsvíkur 14. ftUí I9fl Velkotnin hingað hæstu tignargestir, sem heiðrið gömlu Ólafsvík í dag. Nú yðar fagna Ólsararnir flestir og yrkja í hjarta sínu dýran brag til heiðurs yður, ei þótt tunga megi því öilu lýsa, sem u«i hugann fer. Samt aMir breiða vilja á yðar vegi þá virðing, þökk, sem hátign yðar he*. Óiafur belgur byggði fyrstur manna hér bæ í fagri og unaðslegri vík. F.n Orm hinn mjóva átti hann fyrir granna því ui’ðu forlög hans í byrjun slík, að hrökklast burtu. Burt í aðrar sveitir; hann bragna fyrstur kom hér fars við staáa. Samt eftir nafni hans Ólafsvík enn höitir um aldaraðir ber hún sæmdarnafn. E-n víkin síðar vöskum byggðist mönaian, sam vildu ei láta hlut sinn nokkra stund, er studdir voru af stæltum hraustum svönww og styrk var mundin, þétt og traust var lund. Hér brirn og hættur hvöttu fólk til dáða, á haf var sótt, þó fleytan væri smá. Og bæn var lesin, látinn Guð var ráða, hvort landi væri unnt í dag að ná. Siónvarpsþœttir Hal Linkers mjog vinscel- ir vesianhafs FYRIR nokkru barzt blaðinu bréf frá bandaríska kvikmynda- tökumanninum Hal Linker, sem kvæntur er Höllu Guðmunds- dóttur frá Hafnarfirði. Eru þau hjónin nú orðin þekkt um gjör- völl Bandaríkin fyrir ferðakvik- myndaþætti sína, sem undanfar- ið hafa verið sýndir í sjónvarpi í Los Angeles. Er verið að undir búa að sýna þessa ferðaþætti sem eru 26 talsins á sjónvarpsstöðv- um víðs vegar um Bandaríkin. En tímar breytast, batnar hagur manna, er bátar stækka og vélarafls er neytt. Og önnur tæki efla velferð sanna. Samt Ormar mjóvir hafa margan þreytt. En enginn hvikar, eins á sjó og landi, er ölfug framsókn, húsin prýkka um leið. Því Drottinn verndar duftsins börn frá grandL í dag á Ólafsvík sitt blómaskeið. Á blómaskeiði vorrar kæru víkur, hún virðing fær af heimsókn forsetans. Því aldrei fyrri áður kom neinn slíkur í okkar þorp með tign hins fremsta manns. Og heimsókn hans skal hvöt til nýrra dáða, já herhvöt algild þess hins nýja dags, sem lætur kraft og kjarna fólksins ráða með kjarnaorku á leið til frægðarhags. TVÆR MYNDIR HÉDAN Ferðaþættir þessir eru frá fjöl- mörgum löndum, m.a. Pakistan, Kúbu, Noregi, Belgísku-Kongó, Egyptalandi, Englandi, Japan, Hawai-eyjum og mörgum fleiri stöðum. Tvær af myndunum eru frá íslandi. Önnur myndin sýnir vellandi leirhveri, gjósandi eld- fjöll og suðræna ávexti úr gróður húsunum og hin er frá hvalveiði för og sjóhrakningum Linker- fjölskyldunnar. Þau hjónin, Halla og Hal eru nú á förum í sumarfrí og hafa David Thor son sinn með sér, en hann hefur haft „sitt eigið vega- bréf“ síðan hann var 7 vikna gamall: David litli hefur vafa- laust ferðazt lengstu vegalengd- ina miðað við aldur sinn, en hann hefur jafnan fylgt foreldrum sín um er þau hafa ferðazt um heim- inn og tekið kvikmyndir. Fjöl- skyldan kemur sjálf fram í ferða þáttunum og vekur það mikla hrifni og athygli hvarvetna sem þeir eru sýndir. Sumarfríið notar Hal Linker til þess að taka fleiri kvikmyndir sem hann ráðgerir að komi fram í sjónvarpinu í október í haust. Dráttarvél hrapar á Flateyri FLATEYRI — S. 1. þriðjudags- kvöld vildi það slys til hér að dráttarvél valt fram af bökkum og 2—3 mannhæða háum kletti. Á vélinni var Greipur Guðbjarts- son með þriggja ára gömlum syni sínum. Slösuðust þeir feðgarnir mik- ið, Greipur á höfði og fékk sterk- an heilahristing og drengurinn litli meiddist á höfði og hendi. Læknirinn, Kjartan Ólafsson, kom á staðinn og flutti feðgana í sjúkrahúsið, gerði að sárum þeirra og flutti þá síðan heim. Sjúklingunum líður eftir atvik- um vel. —Baldur. 2-24-80 Nú heill sé yður; hjónin tignar mestu, sem hæstan skipið sess með vorri þjóð. Já, gætið hans með göfgi, trú og festu, svo gifta og menning fylgi í yðar slóð. Vor Drottinn hæstur gefi náð og gengi og gæfu sanna þjóð og Ólafsvík. Og forseti íslands lifi vel og lengi, og lifi frú hans. Hylling vor er slík. Sr. Magnús Guðmundsson, Ólafsvík. Sigur íslendingo i Stokkhólmi vnkti mikln hiifningu AFREK ÍSLENDINGANNA í frjálsum íþróttum á Stadion 1 Stokkhólmi á föstudagskvöldið vöktu mikla hrifningu. Yfir 20 þús. manns voru á áhorfendapöllunum á þessu stóra og mikla móti, en til leiks voru mættir keppendur frá mörgum þjóðuna, m. a. Zatopek og ýmsir kunnir Bandarikjamenn. Og á þessu móti sigruðu ís-^ lendingar í 2 greinum. Fagnaðar- lætin voru óskapleg er Valbirni tókst að komast yfir 4,40 m. Heiðar varð 4. með 4.00. Vil- hjálmur var öruggur sigurver- ari í þrístökki, stökk 15,41 (ekki 15,48 eins og misritaðist í gær). Sigurður Guðnason vakti hrifn ingu. Hann leiddi alla leið í 1500 m hlaupinu, en varð á endasprett- inum þriðji en tími hans var 3:58.0. Höskuldur Karlsson varð 4.'í 100 m hlaupi á 11,2 og Björg- vin Hólm 5 í 110 m grindahlaupi á 16,0. Kristján Jóhannsson var meðal mjög margra keppenda i 5 km hlaupi. Hann varð 10. skammt frá mettíma sínum, hljóp á 14:57,8 mín. Tvær skemmtiferðii i dag í DAG kl. 9 fyrir hádegi verður lagt af stað í tvær skemmtiferð- ir frá ferðaskrifstofunni Orlofi og Bifreiðastöð íslands. önnur er skemmtiferð að Gullfossi og Geysi, Skálholti og Þingvöllum. Hin ferðin er í Þjórsárdal. Verð- ur höfð viðkoma í Þjórsárdal, að Hjálp, Stöng, Gjá, Selfossi, Ira- fossi og Þingvöllum. Námssfyrkir veittir MENNTAMÁLARÁÐUNEYTK) hefur lagt til að eftirgreindir námsstyrkir verði veittir sem hér segir: Styrkur frá tækniháskólanum í Aachen, Sigmundi Freysteins- syni, til náms í byggingarverk- fræði. Tveir styrkir frá stjórn Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands, Adolf Guðmundssyni, gagnfræða- skólakennara, til náms í þýzk- um bókmenntum og tónlistarsögu og Frosta Sigurjónssyni, lækni, til framhaldsnáms í læknisfræði í Kiel. Styrkur frá spænsku ríkis- stjórninni, Þórði Erni Sigurðs- syni, til náms í spænsku, latínu o. fl. Styrkur frá menntamálaráðu- neyti Hollands, Geir Magnússyni, viðskiptafræðinema, t»l náms í viðskiptafræði. Styrkur frá norsku ríkisstjórn- inni, Magnúsi Stefánssyni, stúd- ent, til sagnfræðináms í Osló. Styrkur frá sænsku ríkisstjórn- inni, Erlendi Lárussyni, stúdent, til náms í tryggingafræði við há- skólann í Stokkhólmi. (Frá menntamálaráðuneytinw)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.