Morgunblaðið - 23.07.1957, Side 2
2
MORCV N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. júlí 1957
Nasser digurmæLtur
Kaíró, 22. júlí.
Frá Reuter—NTB
NASSER einræðisherra hélt
fyrstu ræðu sína á hinu „ný-
kjörna" egypzka þingi í dag, og
sagði m.a., að árás Breta og
Frakka á Egypta í fyrrahaust
hefði verið síðasta heimskubragð
heimsveldastefnunnar, og sem
slíkt yrði það munað í sögunni.
Nasser talaði við opnun þings-
ins, sem er hið fyrsta síðan 1952.
Hann kvað þetta þing vera upp-
hafið á eðlilegu þingræði í
Egyptalandi. Það er líka upphaf-
ið á vinnu okkar. Við verðum að
byggja án afláts, sagði hann.
Hann gaf dæmi um framfarirnar,
sem hefðu átt sér stað síðan 1952
Nefndi hann m.a. Aswan-stífluna,
sem yrði fullgerð innan 5 ára; og
mundi féð til hennar koma frá
Súez-skurðinum, sem nú væri
þjóðnýttur.
VIÐVÖRUN
Nasser ræddi líka ástandið við
austanvert Miðjarðarhaf og sagði
að heimsvaldasinnar hefðu ekki
lagt niður vopn sin ,enda þótt
þeir hefðu beðið hvern ósigurinn
eftir annan. Egyptaland, Sýrland
og önnur Arabaríki væru ekki
tryggð gegn nýjum árásum. Und-
irbúningur ísraeismanna til að
ráðast á Sýrlendinga væri við-
vörun til allra Araba, sagði Nass-
er.
GAGNSTSÆÐ SJÓNARMH)
Hann kvað Egypta og Vestur-
veldin hafa algerlega gagnstæð-
ar skoðanir á vörnum landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs. í
fyrsta lagi héldu Vesturveldin
fast við það, að stefna bæri varn-
arbandalögunum gegn Rússum,
þar sem Egyptar litu svo á, að
varnarbandalögum ætti að stefna
gegn öllum hugsanlegum árásar-
aðilum. í öðru lagi væru Egypt-
ar sannfærðir um, að engir nema
íbúar landanna við austanvert
Miðjarðarhaf gætu tekizt á hend-
ur varnir þeirra. Það er þetta
sem Bretar og Bandaríkjamenn
geta ekki skilið, sagði Nasser.
fSRAELSMENN HEIMS-
VALDASINNAR
Hann sagði, að árás ísraels-
manna á Egypta í fyrrahaust
væri ein sönnun þess, að ísraels-
menn væru forvigismenn heims-
vaidastefnunnar og hins alþjóð-
lega zíonisma.
Kallaðir heim
NEW YORK, 22. júlí. — Indó-
nesía hefur tilkynnt, að hún muni
kalla heim herliðið, sem hún
sendi til Egyptalands sem hluta
af öryggissveitum Sameinuðu
þjóðanna. Hún er fyrsta ríkið,
sem tekur þetta skref.
Nýlunda í Súez
SÚEZ, 22. júlí. — Egypzka stjórn
in hefur leyft danska skipinu
„Birgitte Toft“ að sigla um Súez-
skurð, en það var á leið til Haifa
í tsrael, og einn af hásetunum
er fsraelsmaður.
Sfórflóð
PEKING, 22. júlí — Geysileg
flóð hafa gengið yfir Sjantung-
héraðið í Mið-Kína, og hafa yfir
þúsund manns látið lífið af völd-
um þeirra. Flóðin hafa staðið yfir
í 4 daga og eru talin hin verstu
sem komið hafa síðustu 50 árin.
Trúlofunarfregn
New York, 22. júlí.
DAILY NEWS í New York þyk-
ist hafa það eftir áreiðanlegum
heimildum, að á föstudaginn kem
ur muni Margaret Bretaprinsessa
opinbera trúlofun sína. Hinn
hamingjusami er sagður vera
Patrick Beresford lávarður, sem
er 23 ára gamall og þannig þrem-
ur árum yngri en prinsessan. Á
fimmtudagskvöld verður haldinn
mikill dansleikur í Buckingham
Palace, og morguninn eftir verða
gleðitíðindin gerð heyrinkunn.
Daily News segir raunar, að sum-
ar heimildir álíti Beresford
lávarð ekki hafa nokkra mögu-
leika á að vinna hönd prinsess-
unnar, en mönnum hefur ekki
komið annað nafn í hug, bætir
blaðið við.
HesfaferSalag upp að
Tröllafossi
Nýjar ferðir FerBaskrifstofunnar
1 ÞESSARI viku og um næstu
helgi efnir Ferðaskrifstofan til
margra ferða og eru sumar þeirra
með allnýstárlegum blæ.
Á laugardaginn verður tekin
upp sú nýbreytni, að skrifstofan
efnir til ferðar á hestum og verð-
ur riðið frá Varmalandi upp að
Tröllafossi, sem er milli Skála-
fells og Esju.. Er þess að vænta
að menn hafi áhuga á að ferðast
á „þarfasta þjóninum", en fáir
hafa nú á dögum tækifæri til að
koma á hestbak nema þeir eigi
sjálfir grip í húsi.
Þá verður farin ferð út í Við-
ey á laugardaginn og sá sögu-
frægi staður skoðaður. Á sunnu-
daginn verður efnt til ferðalags
í sambandi við vígslu Saurbæj-
arkirkju á Hvalfjarðarströnd. —
Farin verður hópferð með Akra-
borginni upp á Akranes og það-
an með bifreiðum. Skrifstofan
efnir og til skemmtiferðar þann
dag með bifreiðum og verða fagr-
ir staðir skoðaðir í Kjósinni, en
síðan verður ekið um Dragháls
í Skorradal til Akraness og farin
sjóleiðin heim. Á laugardaginn
verður skemmtiferð til Akraness
og bærinn skoðaður, síðan ferða-
lag kring um Akrafjall og Hval-
stöðin skoðuð og komið í Vatna-
skóg. Þá verður og farið í Heið-
mörk og í Viðey á sunnudaginn,
stuttar skemmtiferðir.
Auk þess efnir Ferðaskrifstof-
an til venjulegra ferða, til Gull-
foss og Geysis, Krísuvíkur og
Kleifarvatns, Þingvallá og Sogs-
fossa, í vikunni, en þær ferðir
eru alltaf vinsælar, einkum með-
al útlendinga og ferðafólks utan
af landi.
Hvuð gerist í iaimannadeilunni ?
SUNNUDAGINN 21. júlí sendi
Vinnuveitendasamband íslands
og Vinnumálasamband Samvinnu
félaga frá sér eftirfarandi spurn-
ingu „Hvað gerist í farmanna-
deilunni?"
Út af spurningu þessari vilja
samninganefndir yfirmanna upp-
lýsa: Á samningafundum sjástl
fulltrúar útgerðarmanna aldrei.
Viðræður deiluaðila hafa legið
niðri í einn og hálfan mánuð.
Okkur er ekki kunnugt hvenær
fulltrúar útgerðarmanna ætla að
koma til samninga, meðan svo
er sjáum við okkur ekki fært að
eiga í neinum saineiginlegum
fréttatilkynningum með þeim.
Samninganefndir farmanna.
Kommúnisfar vinna á
London, 22. júlí.
í SVEITASTJÓRNARKOSNING
UM á eyjunni Java í Indónesíu
virðast kommúnistar vera að
vinna á. Á eyjunni búa yfir 40
milljónir manna, og er hún mikil-
vægust eyjanna í Indónesíu. —
Kommúnistar hafa verið næst
stærsti flokkurinn á Java síðan
í kosningunum 1955, en eru nú
í mörgum héruðum stærsti flokk .
urinn. Hingað til hafa kommún-
istar verið fjórði stærsti flokkur
Indónesíu og haft 6 millj. at-
kvæði, en nú er búizt við, að hann
fari fram úr einhverjum hinna
flokkanna, en þeir eru þjóðflokk-
urinn, masjumi og ulama.
Þannig mun hið nýja hús bænda við Hagatorg líta út fullbyggt.
Skákmótið: 8. umferð
Ferðir Orlofs og B.S.
í. um næsfu helgi
NÆSTKOMANDI föstudag hefst
8 daga sumarleyfisferð ferðaskrif
stofunnar Orlofs og Bifreiðastöðv
ar fslands. Farið verður um Norð
ur- og Austurland og gist á gisti-
húsum. Fararstjóri verður Brarid
ur Jónsson.
Laugardaginn 27. júlí verða
tvær ferðir. 8 daga sumarleyfis-
ferð um Snæfellsnes og Vestfirði
og 10 daga ferð um Fjallabaks-
leið.
Sunnudaginn 28. júlí verða 3
skemmtiferðir, farið á sögustaði
Njálu, — um Borgarfjörð og að
Gullfossi, Geysi, í Skálholt og á
Þingvelli.
Skipin halda jafn-
harðan úf affur
SIGLUFIRÐI, 22. júli. — í gær
komu hingað tvö skip með 300
tunnur af síld hvort. Önnur skip
komu með innan við 100 tunnur.
Síldin fór í salt.
í nótt fengu mörg skip síld hér
a vestursvæðinu eða norður af
Grímsey, frá 100—500 tunnur. —
Fór megnið af þeirri síld í salt og
íshús.
Yfir 30 skip eru komin hingað
inn og er nú saltað á öllum stöðv-
um. Hjá sumum plönum eru yfir
1000 tunnur. Talið er að þessi sild
verði öll söltuð.
Síldin var mjög víða uppi í
nótt og eins á austursvæðinu að
sagt er. Skipin fara því út aftur
jafnharðan og þau losna því ekki
er nema 4—5 tímar á miðin þar
sem síldin fékkst í nótt. í dag er
blíðuveður, sól og hiti. — Guðjón
RAUFARHÖFN, 22. júlí — All-
mikil síld sást vaða s. 1. nótt út
af Rauðanúpi og Langanesi.
Einnig sunnan Langaness, en þar
er síldjn smærri og lítt söltun-
arhæf. Allmörg skip hafa komið
að landi í dag, mest með bræðslu
síld en þó er nokkuð saltað á öll-
um söltunarstöðvunum.
Þessi skip hafa landað í dag í
bræðslu og söltun: Ágústa 700,
Mummi 300, Höfrungur 200, Kóp-
ur 400, Grundfirðingur II. 450,
Pétur Jónsson 400, Björg, Eski-
firði 500, Baldur 300, Glófaxi 300,
Stefán Árnason 350, Guðfinnur
400, Svanur 300, Sæbjörg 700,
ísleifur II. 70, Víðir II. 350, Helga,
Reykjavík 600, Jón Finnsson 200,
Hilmir 80, Ófeigur 170, Hrafn
Sveinbjarnarson 200, Ingólfur
400. —Einar.
ESKIFIRÐI, 22. júlí
kalt hefur verið í v
lega. —Gunnar.
ÓLAFSVÍK, 22. júlí — Einn
blíða hefur verið hér í Ólafs
undanfarið og um langan tíma.
Heyskapur gengur ágætlega.
—Einar.
Tékkóslóvakía: Danmörk: *
dr. Filip bið Larsen bið
Kozma 1 Ravn 0
Blatný % Andersen Yz
Vyslouzil 1 Dinsen 0
England: Mongólía:
Persitz 1 Tumubaator 0
Martin 1 Munhu 0
Davis 1 Tseveloid 0
Gray 0 Zhugder 1
Equador: Búlgaría:
Munoz 0 Kolorov 1
Ol. Yépez 0 Minev 1
Benites 0 Padevski 1
Os. Yépez 0 Tringov 1
Ungverjaland: Sovétríkin:
Benkö 0 Tahl 1
Portisch 0 Spassky 1
Forintos % Gurgenidz Yz
Molnar 0 Nikitin 1
tsland: Rúmenía:
Friðrik bið Mititelu bið
Guðmundur y2 Drimer Yz
Ingvar bið Ghitescu bið
Þórir 0 Szabo 1
Bandarikin: Austur-Þýzkaland:
Mednis Yz Dittmann y2
Fenerstein Yz Bertlholt Yz
Saidy 1 Liebert 0
Sobel 0 Júttler 1
Svíþjóff: Finnland:
Sönderborg V2 Lahti Yz
Haggquist Yz Rannanjarvi Yz
Sehlstedt 1 Kajaste 0
Palmkvist Vz Aaltio Yz
Áttunda umferð var tefld á riks og Ingvars fóru í bið aftur
sunnudaginn. Mættu íslendingar og þóttu jafnteflislegar. 8. um»
Rúmenum. Engri skák varð lok- ferð er lokið eins og hér að ofan
ið á 5 klst. Er til var tekið í gær getur að líta að þeim skákum
lauk skák Guðmundar með jafn- undanskildum og skák dr. Filips
tefli en Þórir tapaði. Skákir Frið- og Larsens.
9. umferð
Danmörk: Finnland:
B. Larsen Vz Rannanjarvi Yz
B. Andersen 1 Kajaste 0
Spalk bið Aaltio bið
Dinsen bið Samalisto bið
Austwr-Þýzkaland: Svíþjóff:
S. Dittmann Yz B. Sönderborg Vi
Bertholdt 1 Hággquist 0
H. Liebert bið B. Sehlstedt bið
H. Jiittler Yz S. Palmkwist Yz
Rúnrenía: Bandaríkin:
Mititelu Yz Lombardý Yz
Drimer Yz Mednis Yz
Gitezcu bið Feuerstein bið
Szabo 0 Saidy 1
Búlgaría: ísland:
Kolarov 1 Friðrik 0
Minev bið Guðmundur bið
Patevsky 1 Ingvar 0
Tringov 0 Þórir 0
Mongolía: Equador
Tumubaator bið Munoz bið
Munhu 0 Yépes 1
Miagmarsuren 1 Benites 0
Zuhgder Yz O. Yépes Yz
Sovétríkin: England:
Tal 1 Persitz 0
Gurgenidze Yz Martin Yt
Nikitin 1 Davis 0
Gipslis bið Gray bið
Tékkóslóvakía: Ungverjaland:
Dr. Filip Yz Benkö Yz
Kosma bið Portisch bið
Blatný Yz Navarovsky Yz
Marsalek 0 Molnar 1