Morgunblaðið - 23.07.1957, Page 9
Þriðjudagur 23. júlí 1957
MORCVNBLAÐ1Ð
9
í Rivedal í Dalsfirði, lieimkynnum Ingólfs Aruarsonar.
(Ljósm.: Á. G. E.)
/ fótspor Egils:
Margar nýjungar i búskap
Norómanna
Rahbað v/ð Árna G. Eylands
— Ert þú nýkominn frá Noregi?
Það er Árni Eylands með
alpahúfu á kollinum og hraðstíg-
ur að vanda. — Já, til þess að
gera, ég var með góðum mönn-
um að feta í fótspor Egils Skalla-
grímssonar.
— Var það ekki mikið og fróð-
legt ferðalag?
— Einn af prófessorunum, sem
var i ferðinni, lýsti því bezt, þeg-
ar hann sagði að leiðarlokum:
Þetta var dýrlegt
ferðalag
Ég segi hið sama, það var jafn-
dýrlegt fyrir mig þó að ég hafi
farið víða um þessar slóðir áður,
en fyrir vikið átti ég líka víða
vinum og kunningjum að mæta.
Móttökurnar voru bæði stórmann
legar og innilegar svo at bar. Ég
trúi ekki öðru en förin verði
öllum minnisstæð, sem þátt tóku
í henni.
.— Hvað um búskapinn á vestur
strönd Noregs?
— Þetta var nú ekki búnaðar-
ferð, það var menningar og sögu-
ferð, en hitt má nefna, að það er
blindur íslendingur, sem ekki sér
og skilur í slíkri ferð, hvert afrek
það er að byggja og búa sums
staðar í fjörðum Noregs, og halda
þar uppi athafna- og menningar-
lífi, eins vel og glæsilega eins og
gert er. Þar er mörgum steini
velt úr vegi og víða lagt á bratt-
ann bæði með samgöngur at-
vinnu- og félagslíf. — En um
þetta munu blaðamennirnir sem
voru í förinni vita margt áður,
og sumt er þegar sagt.
— En þú varðst eftir þegar
meginhópurinn hvarf heim.
— Já, ég skrapp á fornar slóðir
suður á Jaðar.
an hékk alls staðar á hesjum. Á
Jaðri er auðveldara með véla-
notkun heldur en í fjörðunum, og
er þó ótrúlegt hvaða tækni er
víða notuð í hinum brattlendustu
byggðahverfum, vélar dregnar á
streng við jarðvinnslu og hey-
skap, áburður og hey flutt „loft-
leiðis“ o.s.frv.
Ég skoðaði heymjölsverksmiðj-
una á Sóla, í þriðja sinn. Hefi áð-
ur minnzt á það fyrirtæki, og
mun enn gera því betri skil síðar,
Islendingarnir í Egilsför. A Askeyju nálægt Björgvin, þar sem
Berg-Önundur bjó.
— Er ekki alltaf eitthvað nýtt
þar í búskapnum?
— Víst er það svo, Rogalend-
ingar eru forgöngumenn í bú-
skap. Annars viðraði þar erfið-
lega. Þær tvær vikur, sem ég
dvaldist í Rogalandi var meiri og
minni úrkoma flesta daga og tað-
dropinn holar steininn og von-
andi tekst að vekja skilning á því
að hér þarf að koma upp hey-
mjölsverksmiðju, og fordæmið á
Sóla er tilvalið til fróðleiks og
fyrirmyndar. Nú er annars verið
að byggja aðra verksmiðju sams
konar við flugvöllinn á Heslandi
við Björgvin.
Á Sóla sá ég annars eina nýjung
við heyskapinn. Þar hefir verið
slegið með vagnsláttuvélum, en
nú höfðu þeir tekið í notkun einn
sláttutætir, það er vél sem tætir
grasið af rótinni og skilar því
tættu upp í vagn. Vélar af þessari
gerð skoðaði ég er ég var síðast
í Bandaríkjunum og Kanada, en
það var að vetri til, svo að ég
sá þær ekki að vinnu. Síðastl.
vetur tók ég notkun þeirra aftur
upp til umræðu í Morgunblaðinu
í sambandi við heyskap í vothey.
Sjón er sögu ríkari, nú er ég
ekki í vafa um að þetta er merki-
leg nýjung. Vonandi verður þess
ekki langt að bíða að full
reynsla fáist um þetta hér á landi,
því að einn sláttutætir mun vera
kominn'að Gunnarsholti á Rang-
árvöllum.
Ný sáðvél, nýr mykjudreifari og
ný vél til að taka upp kartöfiur,
eru einnig á döfinni frá búvéla-
smiðjunum á Jaðri. Mun mykju-
dreifarinn reyndur hér á landi í
sumar.
— Eru Norðmenn ekki farnir
að koma sér upp stofni af holda-
nautum?
— Jú, auðvitað. Ég heimsótti
einn bónda á Útsteini sem býr
eingöngu við sauðfé og holda-
naut, og nú er í ráði að hann og
fleiri fari til Englands í sumar
til að sækja nýtt blóð í stofninn.
Útsteinn er annars merkilegur
staður, þar var klaustur til forna.
Er nú verið að endurbyggja það
og færa til upphafs síns. Þar í
klaustrinu dvaldist nú Jan Peter
sen forleifafræðingur, er hér var
í vetur við doktorskjör Kristjáns
Eldjárns. Vorum við hjónri gest-
ir hans daglangt við fornar
minningar og margan fróðleik,
því að þar var einnig við upp-
gröft hinn kunni húsaméist-
ari og byggingarfræðingur,
Gerhard Fischer, en hann hefir
haft mestan veg og vanda af
endurbyggingu og viðgerð margra
miðaldabygginga í Noregi. — En
nóg um það, — förin í förin hans
Egils var mikil og góð för og
eiga allir, sem frumkvæði áttu
að henni, Oksvik fylkismaður
Andersen, Ryst sendiherra og
aðrir miklar þakkir skilið fyrir
það mikla spor, sem stigið var
með för þessari, hún verður ekki
metin til fjár né frægðar, en henn
ar mun gæta í minningum og
auknum skilningi.
Gott veður
SEYÐISFIRÐI, 22. júlí. — Tíðar-
far hér undanfarna daga hefur
verið ágætt, blíðalogn og sól-
skin. Heyskapur gengur vel, en
síðari spretta mun vera nær því
engin því aldrei kemur dropi úr
lofti. — B.
I
LfLValstilNoregs
í MORGUN, þriðjudaginn 23.
júlí, fór 2. flokkur Knattspyrnu-
félagsins Vals flugleiðis til Nor-
egs, í boði Brummundals I. F.
í förinni eru 18 leikmenn og
þriggja manna fararstjórn, en
hana skipa þeir, Frímann Helga-
son, Hólmgeir Jónsson og Guð-
mundur Ingimundarson. Vals-
menn munu leika 3 leiki í
Brummundalen og umhverfi, enn
fremur í Osló. Þá mun flokkur-
inn ferðast allvíða um mörg af
fegurstu héruðum Noregs. Ferð-
in varir um hálfsmánaðar tíma,
en heim koma Valsmenn aftur 6.
ágúst n.k.
För þessi er farin til að endur-
gjalda heimsókn Brummundals
I. F., sem hér dvaldi í fyrrasum-
ar í boði Vals.
Þetta er í fyrsta sinn, sem ung-
lingaflokkur í knattspyrnu fer
héðan til Noregs, en áður hefir
Valur sent 2. fl. sinn utan, það
var árið 1954 og þá til Þýzka-
lands.
Ólför Hildar Mar-
grétar Péfursdóftur
SAUÐÁRKRÓKI, 19. júlí. — Út-
för frú Hildar Margrétar Péturs-
dóttur fór fram í dag frá Sauðár-
krókskirkju að viðstöddu fjöl-
menni.
Þessi merka kona, sem átti hér
heima um 75 ára tímabil og lét
svo margt gott af sér leiða með
fórnfúsu mannúðar- og menning-
arstarfi sínu, var fædd 27. maí
1872 á Akureyri. Var hún rúm-
lega 85 ára að aldri, er hún lézt
9. þ.m. í sjúkrahúsinu hér.
Útförin hófst með bæn sóknar-
prestsins séra Helga Konráðs-
sonar prófasts á heimili Kristjáns
sonar frú Margrétar, en þar
dvaldist hún síðustu æviárin. Síð-
an var hin blómum skreytta
kista borin í kirkju, sem einnig
var blómum prýdd. Þar flutti
prófastur fagra minningarræðu
og eftirtektarverða um líf og
starf hinnar látnu heiðurskonu,
en kirkjukór söng þar, svo sem í
heimahúsum og við gröfina, und-
ir stjórn kirkjuorganista Eyþórs
Stefánssonar tónskálds. Enn-
fremur söng í kirkju ungfrú
Björg Ragnarsdóttir frá Vest-
mannaeyjum einsöng með undir-
leik kirkjuorganista.
Kistuna báru frá heimili í
kirkju og úr kirkju vinir hinnar
látnu konu ,en síðasta spölinn að
gröfinni báru hana synir hennar,
dóttur- og sonarsynir og nánustu
venzlamenn. Prófastur jarðsetti
í glaða sólskini blöktu fánar um
allan kaupstaðinn. — Jón.
Myndin er tekin á hófi íslendinga í New York, sem haldið var í tilefni af 17. júní á Hotel Piccadilly. Var þar margt manna, bæði Islendinga og bandariskra gesta
þeirra. Viðstaddur var Hannes Itjartansson ræðismaður í New York og Elín kona hans, og sitja þau við borðið í horninu yzt til vinstri.