Morgunblaðið - 23.07.1957, Blaðsíða 10
MORCVNR LAÐÍÐ
Þriðjudagur 23. júlí 1957
10
Kristmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNTIR
SÖGUR ÍSAFOLDAR:
Fórnarlambið.
Eftir Daphne du Maurier,
Hersteinn Pálsson þýddi.
Snjór í sotg.
Eftir Henry Troyat.
Hersteinn Pálsson þýddi.
Catalína.
Eftir W. Somerset
Maugham.
Andrés Björnsson þýddi.
Morðinginn og hinn myrti.
Eftir Hugh Walpole.
Sigurður Haralz þýddi.
ísafoldarprentsmiðja.
ísafoldarprentsmiðja átti ný-
lega stórt afmaeli og gaf þá út
fjórar sögubaekur, á svipuðu stigi
og Sögur ísafoldar hinar fornu:
Vel valdar skemmtisögur, er hafa
bókmenntalegt gildi. Frágangur
allur er útgáfufyrirtækinu til
sóma og þýðingarnar yfirleitt
góðar.
Fórnarlambið, eftir Daphne du
Maurier er veigamesta bókin í
þessum „fjögralaufasmára". Skáld
konan du Maurier varð fyrir all-
mörgum árum heimsfræg af sögu,
sem „Rebecca“ nefnist. En flest-
ar þær bækur, er hún birti næstu
árin á eftir, eru miklu léttvæg-
ari og sumar naumast annað en
vel gerðir reyfarar. Nú hefur hún
aftur á móti slegið þéttingsfast
í skáldhrossið og fengið úr þvi
kostasprett. Hugmynd sögunnar
er afbragð og meðferðin svo góð,
að hvergi skeikar. du Maurier
er ef til vill engin djúphyggju-
manneskja og sálfræðilegur skiln
ingur hennar fremur byggður á
útreikningi en lífsreynslu og
raunverulegri þekkingu. En hún
kann að segja sögu þannig, að
lesandinn fær ekkert tækifæri
til að láta sér leiðast, og í þetta
sinn er hún snjallari en áður um
margra ára skeið: — Einmana
piparsveinn, enskur, hittir tví-
fara sinn, franskan, á ferð
París. Þeir skiptast á hlutverkum,
fransmaðurinn fer til Englands
og Englendingurinn tekur við að-
'alstign og fjölskyldu Frakkans.
Allt er þetta gert af frábærri
leikni og þeim rómantísku sniðug
heitum, sem þessum höfundi eru
einkar lagin. Frásögnin er snilld,
umhverfislýsingar víða mjög góð
ar og persónulýsingarnar yfir-
leitt lifandi og hressilega gerðar.
„Snjór í sorg“ eftir Henry
„Snjór í sorg“ eftir Henry
Troyat er sérstæð og vel gerð
saga, en virðist þó ekki skilja
mikið eftir hjá lesandanum. Hún
er bersýnilega skrifuð í því skyni
einu, að búa til frumlega bók —
og það hefur höfundinum tekizt.
En hann hefur enga samúð eða
samkennd með persónum sínum,
sálarlífslýsingarnar eru köld
rannsökun. Þær minna á ýmis
rússnesk skáld, — höf. er rússi,
að uppruna, en ritar frönsku.
Hann hefur vakið mikla eftirtekt
með bókum sínum, sem allar eru
heldur leiðinlegar, en gerðar af
kaldri leikni og kunnáttusemi.
Umhverfis- og atburðalýsingar
hans eru t.d. ritaðar af mikilli
nákvæmni og á þeim vettvangi
nær hann alloft listrænum ár-
angri. Mannlýsingarnar eru aftur
á móti hæpnar, þótt mikið sé í
þær lagt. Fávitinn Jesaja, í bók
þessari, sem hér um ræðir, er
byggður upp af miklum dugnaði,
en persónulýsinguna skortir, sem
heild, sannfærandi líf. Góðar
glefsur eru í henni, t.d. tilfinning
ar fávitans gagnvart líki ind-
versku konunnar, og hugsanir
hans um kindurnar sínar. En
margt er kaldhamrað og skort-
ir trúverðugheit, — svo sem hug-
arfarsbreytíng hans á fjallinu og
samskipti bræðranna þar.
Spennandi er saga þessi og vel
byggð.
„Catalína" eftir Somerset
Maugham er ein af síðustu sögum
þessa ágæta rithöfundar, — sem
er meiri rithöfundur en skáld.
Hún er ekki bókmenntalegt af-
rek, verður að teljast nær hús-
gangi en bjargálnum á því sviði.
En flest, sem prýða má eina
skemmtisögu, ætlaða til ánægju-
legrar hvíldar og dægrastytting-
ar, hefur hún til að bera. Frá-
sögnin er góð, bygging sæmileg,
efnismeðferð eftir hætti lipurleg,
rómantískt umhverfi og aldarfar
heitar ástir, hættur og ævintýri,
en auk þess sitt pundið af hverju:
hrollvekju, dul og furðum.
Maugham, sá gamli gaukur,
kunni vel að halda á penna, þótt
ellin færðist yfir. Hann er heims-
kunnur fyrir glæsileg vinnubrögð
og enn eimir eftir af þeim. Marg-
ir munu skemmta sér við lestur
þessarar bókar, enda er hún aug-
ljóslega gerð í þeim tilgangi ein-
um.
„Morðinginn og hinn myrti“
er eftir Hugh Walpole, sem er
bæði merkilegt skáld og einhver
bezti hrollvekjuhöfundur tuttug-
ustu aldarinnar. Þetta mun vera
síðasta sagan, sem hann gerði,
og hún er allt annað en leiðin-
leg. Að vísu er „sálarfræðin" í
henni heimatilbúin og heldur
snöggsoðin víðast, en mannlýs-
ingarnar eru skýrar og lifandi,
þráður sögunnar vel rakinn og
frásögnin fjörug. Margar lýsing-
ar eru skáldskapur, og hrollvekj-
an mátulega hófsöm til að verka
sannfærandi, — ef ekki er beitt
sálfræðilegri gagnrýni! —.
Allra veðra von.
Eftir Jóhannes Helga.
Teikningar eftir
Jón Engilberts.
Setberg.
Um þessa bók hefur áður ver-
ið getið hér í blaðinu og skal
hún því aðeins stuttlega nefnd.
Formálanum er ofaukið. En
sögurnar: „Stormur“, „Nikolja"
og „Blóð í morgunsárinu“ sýna
eftirtektarverða skáldgáfu, sem
vekur vonir um, að hér sé á ferð
efni í eitt stórmenni andans. At-
^burðalýsingar og svipmyndir
persóna eru gerðar af leíftrandi
hagleik og skyggni. Ef þessi pilt-
ur hefur af náttúrunni hlotið
vilja og þrótt á borð við hina
upprunalegu skáldgáfu sína, þá
getur hann vafalaust náð miklum
árangri. Allt bendir til að hann
sé frábært efni í sagnaskáld, —
ekki sízt þær af sögum hans, sem
gallaðastar eru, svo sem „Svarti
sauðurinn" þótt þar skorti hóf-
semi og kunnáttu til að gera per-
sónuna trúverðuga, þá er hug-
myndin og viðhorf höf. til henn-
ar ábending sem lofar góðu.
En mestu máli finnst mér
skipta, að þetta virðist vera bráð
lifandi og heilbrigður piltur, með
rautt karlmannsblóð í æðum, en
þess háttar skáld eigi framtíðina.
Gjörvallir lesendur heimsins eru
fyrir löngu orðnir hundleiðir á
kinnfiskasognum knæpuskáldum,
sem reyna að bæta sér spillt líf
og rotið hugarfar með lcjafta-
þvaðri, kommúnisma og dulspeki
óþrifanna.
Yfir 800 svín eru
í svínahúi Þorvaldar
— sem er eitt stærsta sinnar
tegundar í Evrópu
A MINNI-VATNSLEYSU, all-
langt fyrir sunnan Hafnarfjörð,
er starfandi eitt stærsta svína-
bú í einkaeign í Evrópu. Svínin
eru þar liðlega 800 að tölu og
fjórir útlærðir danskir svinahirð-
ar annast hópinn af mikilli kost-
gæfni.
Eigandi þessa mikla bús er
Þorvaldur Guðmundsson for-
stjóri, en hann á sem kunnugt
er „Síld og fisk“ hér í bæ. Bauð
Þorvaldur blaðamönnum suður
eftir til þess að skoða búið á laug-
ardag s. 1.
ENGAR RAUNVERULEGAR
„SVÍNASTÍUR“
Búið er reist fyrir um það bil
þremur árum og teiknað af Herði
Bjarnasyni húsameistara ríkisins,
en Tómas Tómasson sá um fram-
kvæmdir. f fyrstu var bústofninn
lítill, en hann hefur verið auk-
inn stöðugt — og sem fyrr segir
eru svínin nú liðlega 800 talsins.
Þegar blaðamenn gengu um
Ekki virðist Iiggja illa á þessum, enda skiljanlegt, því að myndin var tekin skómmu fyrir
máls verð.
Avextir þykja hvarvetua hnossgæti.
svínastíur Þorvalds varð þeim
fyrst að orði, að svínin hans
væru engin raunveruleg „svín“ —
svo tandurhrein voru þau. Sama
er að segja um allt umhverfi,
sem bar vott um góða umönnun
og hirðusemi hinna dönsku svína-
hirða.
20 SVÍN A DAG
Larsen heitir só, sem búinu
veitir forstöðu. Tjáði hann blaða-
mönnum, að tala svínanna væri
yfirleitt um 800. Færi fjöldinn
auðvitað eftir því hve ört bætt-
ist í hópinn og hve miklu væri
slátrað frá degi til dags. Slátr-
unin er misjöfn, mest fyrir stór-
hátíðir. Slátrað er allt að 20 svín-
um á dag, þegar mest er.
FÓÐURÞÖRFIN ER MIKIL
Annars eru gylturnar á svína-
búinu 65 og geltirnir 5. Grísir
eru því liðlega 700 — á ýmsum
aldri. Þeir eru vel aldir og eru
allt að því 110 kg að þyngd á
fæti, þegar þeim er slátrað —
um 7 mánaða gömlum. Það er
því meira en lítið fóður, sem fer
í eldi þessa hóps, því að hverju
meðalsvini eru reiknuð 6—8 kg.
af fóðri á dag. Daglegur skammt-
ur alls bústofnsins er 500 lítrar
af undanrennu, bílfarmur af
matarúrgangi frá Keflavíkurflug
velli auk nokkurra sekkja af fóð
urmjöli. Auk þessa er svínunum
gefinn ákveðinn skammtur af
bætiefnum ýmiss konar.
MIKIÐ HREINLÆTI OG
NÁKVÆMNI
öll svinafæðan er soðin í stór-
um pottum til sótthreinsunar —
og svínastíur eru sótthreinsaðar
með stuttu millibili. Þar fer og
slátrun fram. Yfirdýralæknir
hefur viltulegt eftirlit með því að
allt sé þarna í röð og reglu —
og Danirnir sjá um að svo sé.
Svínakjötinu lætur Þorvaldur
síðan aka í heilum skrokkum til
Reykjavíkur. Leggur hann sér-
staka áherzlu á það að kjötið
verði ekki fyrir neinu hnjaski á
leiðinni — og þess vegna hefur
hann látið smíða sérstakan
aluminiumkassa, sem hann not-
ar til flutninganna — og i kass-
anum hanga skrokkarnir hlið
við hlið, en er ekki staflað eins
og það er víða flutt hérlendis.
Sunnan frá svínabúinu var
blaðamönnum ekið til Reykjavík-
ur í eina af verzlunum Þorvald-
ar, „Síld og fisk“ við Bergstaða-
stræti. Hefur verzlun sú nýlega
verið stækkuð og henni breytt svo
að þar er nú fyrirmyndar kjöt-
búð. Þar sá á, að Þorvaldur hef-
ur gnægð svínakjöts að bjóða við-
skiptavinum sinum, því að úr
tugum svínakjötrétta er þar að
velja. Hann framleiðir m. a. níu
tegundir af pylsum auk margs
annars, sem ekki er í hverri
verzlun. Má í því sambandi nefna
Eisbein, en flestir, sem gist hafa
Þýzkaland, kannast við þann
öndvegisrétt. Kunnáttumenn ann
ast þar alla framleiðslu — og eru
margir Danir og Þjóðverjar í
starfsliði Þorvaldar, sem er tæp-
lega 80 manns.
Myndin er tekin úr lofti af svínabúinu að Minni-Vatnsleysu.
Svínin eru alin í fjórum aðalálmunum, en við enda þeirra?
lcngstu er sláturhús og fóðursuða. Neðar til hægri sést íbúðar-
húsið.