Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur. 163. tbl. — Miðvikudagur 24. júlí 1957, Prentsmiðja Morgunblaðsins- Mynd af Reykjavikurhöfn, þegar verkfallastjórnin hafði setið ár að völdum. Svo sem á myndinni sést er ekki langt frá höfninni upp að Stjórnar- ráði, en þar sitja menn, sem ekki virðist ljóst, hver þjóðar- voði stafar af því, að ekki komast sættir á í farmanna- verkfallinu. Listkynning Morgunblaisins Halldór Pétursson Verstu flóð í Kína í 60 ár Ein milljón manna heimilislaus PEKING, 23 júlí. — Meira en 1000 menn hafa farizt í flóðunum naiklu í Shantung og Kiangsu í Kína. — Flóðin byrjuðu 19. júlí s.l. og hafa einkum gert usla í héraðinu suður af Taishan-fjöllum. Alitið er, að um 1 milljón manna hafi misst heimili sín í flóðunum. HUGHRE Y STINGAR <®>--------—— I sumum bæjum er eins metra djúpt vatn á götunum og þegar flóðin hófust, gerðist það svo snögglega sums staðar, að fólkið hafði ekki tíma til að flýja til fjalla. — I Peking er sagt, að hermenn hjálpi nauðstöddu fólki á flóðasvæðinu. Þess er einnig getið, að flugherinn hafi kastað dreifimiðum til einangraðra hópa á flóðasvæðinu með kærkomnum hughreistingum. í 60 ÁR Kínverskir ráðamenn ótt- ast mjög, að slétturnar með- fram Kínahafi, allt að Nan- king og Peking, leggist undir vatn í kvöld eða nótt. Fjöldi fólks á þessu stóra svæði he£- ur verið fluttur burt. Loks herma fregnir, að flóðið sé hið versta. sem kom- ið hefur í sextíu ár. Lögreglustjórn i Súez JERÚSALEM, 23. júlí. — Þegar danska skipið Birgitta Toft sigldi um Súezskurð á leið tii ísraels í gær, var einn ísraelsmaður með- al skipsmanna. Egypzk yfirvöld létu skipið sigia óhindrað um skurðinn, en gerðu sér aí'tur á móti lítið fyrir og handtóku ísraelska sjómanninn. Nú hefir ísraelsstjórn mótmælt þessari framknmu Egypta við Öryggisráðið og Dag Hammars- skjöld, aðalritara S. Þ. Segja ísraelsmenn, að Egyptar hafi með þessu brotið alþjóðasamnmga um siglingar um Súez. Benda þeir emnig á, að Egyptar hafi með þessu sýnt, að Súezskurði sé að vissu leyti stjórnað af egypzku lögreglunni. — Egyptar halda því hins vegar fram, að sjómaður- inn hafi verið að taka myndir af skurðinum, þegar hann var hand- tekinn. Nú hefir skipstjórinn á Birgitta Toft skýrt frá því, að þessar fullyrðingar Egypta séu staðlausir stafir. Bretar eiga að skjóta á skœruliða LUNDÚNUM, 23. júlí. — Lloyd, utanríkisráðherra Breta, sagði á þingfundi í dag, að brezkum flug- mönnum í Oman hefði verið fyrir skipað að skjóta á uppreisnar- menn og stöðvar þeirra, ef þeir hafa ekki gefizt upp innan 48 klukkustunda. Ráðherrann sagði ennfremur, að uppreisnarmenn héldu sig aðallega í 3000 metra háum fjöllum, umgirtum af eyði- mörk á allar hliðar, og héldu aðal lega uppi skæruhernaði, svo að ólíklegt væri, að Bretar mundu beita landgönguliði gegn þeim. Bevan tók til máls á eftir ráð- herranum og spurði m.a., hvort ekki væri heppilegt, að Bretar sneru sér til Bandaríkjamanna og bæðu þá að beita áhrifum sínum við Saud konung, ef það væri satt, að hann stæði á bak við upp- reisnarmenn. Væri nauðsynlegt að kanna þá möguleika, hvort það mundu ekki verða til þess að koma á friði í Oman. Tass-fréttastofan minntist á uppreisnina í fyrsta skipti í dag og sagði, að alþýðan í Oman stæði að henni. Ákvörðun Egypta tagnað LUNDÚNUM, 23. júlí — Sú ákvörðun Egypta að hlíta úr- skurði alþjóðadómstóls í öllum deilum um Súezskurðinn hefur vakið mikla athygli bæði í Lund- únum og París. Stjórnmálafrétta- ritarar á báðum þessum stöðum segja, að ákvörðuninni hafi verið fagnað innilega. Brezkir stjórn- málamenn segja, að þetta sé spor í rétta átt og bandarískir áhrifa- menn hafa lýst því yfir. að með þessu hafi einni hindruninni í al- þjóðaviðskiptum verið rutt úr vegi. Fawsi tilkynnti aðalritara S. Þ. þessa ákvörðun Egypta með bréfi sem hann sendi honum í gær. skólanum í Reykjavík, jafnhliða teiknináminu og varð stúdent ár- ið 1935. Að stúdentsprófi loknu hélt hann til Kaupmannahafnar og innritaðist í „Kunsthándværk- erskolen“ þar. Stundaði Halldór nám við skólann í teikningu og málaralist í þrjú ár. Sneri hann þá aftur heim til íslands og kom á fót teiknistofu hér í Reykjavík. Árið 1942 hélt Halldór aftur utan, í þetta sinn til Bandaríkj- anna. Fór hann fyrst til náms i Minneapolis, og var þar í hálft ár, en síðan til New York, þar sem hann stundaði nám í þr jú ár. Innritaðist hann þar í listaskól- ann „The Art Students League'* og lagði stund á svartlist og mál- aralist. Meðan hann dvaldist í New York tók hann þátt í all- mörgum myndlistarsýningum vestanhafs og sýndi aðallega svartlistarmyndir. Voru honum veitt verðlaun fyrir svartlistar- mynd, sem hann átti á sýningu í „Library of Congress" í Was- hington árið 1944. Halldór kom aftur heim 1945 og hefur síðan starfað að teikn- ingu og málaralist hér í Reykja- vík. Hann hefur m. a, verið teikn ari „Spegilsins" s.l. tíu ár svo sem alþjóð er kunnugt, og segja má, að hann hafi verið hinn eini, sem að staðaldri hefur teiknað í dagblöð og tímarit hér á landi. Skopteikningar hans eru víð- frægar margar hverjar, og auk blaðateikninganna hefur Halldór myndskreytt mikinn fjölda bóka. Þá hefur hann fengizt við gerð andlitsmynda og eru tvær þeirra á þessari sýningu. Listasafn rík- isins hefur keypt eina af svart- listarmyndum Halldórs. Halldór Pétursson sýnir nú í glugga Morgunblaðsins olíumál- verk af Arndísi Björnsdóttur úr „GuIIna hliðinu“, og eina af fjórum Bakkabræðramyndum, sem hann hefur gert. Þá sýnir hann þar rauðkrítarmyndir, vatnslitamynd og nokkrar skop- myndir af kunnum borgurum hér í bæ. Auðugar úraníumnámur í Crœnlandi KAUPMANNAHÖFN, 23. júlí. — Prófessor Niels Bohr kom heim frá Grænlandi í dag, þar sem hann hefur dvalizt með vísinda- leiðangri, sem hefur kannað möguleika á úraníumvinnslu t landinu. Prófessorinn skýrði frá þvi, að í sumar hefðu fundizt i Grænlandi verðmætari úraníum- námur en áður. Hann fór ekití frekar út í samanburð, en bætti því við, að úraníummagnið væri ekki minna en í þeim námum, sem önnur lönd teldu ástæðu til að vinna. Auðvelt væri að kom- ast að úraníumsvæðinu. Dönsk blöð benda á, að þessi ummæli hins kunna kjarnorku- fræðings sýni, að ekki líði á löngu þar til Danir hefji úran- íumvinnslu í Grænlandi í stórum stíl. — PálL HALLDÓR PÉTURSSON fædd- ist 26. september 1916 í Reykja- vík. Ungur að aldri hóf hann nám í teikningu hjá Guðmundi Thorsteinssyni, og síðar var hann í tímum hjá Júlíu Sveinsdóttur. Halldór stundaði nám í Mennta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.