Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 2
s MORCTJTSBLAÐÍÐ "Vfiðvikudagur 24. júlí 1957 „Tour de France“-hjólreiðakeppnin heimsfræga stendur yfir um þessar mundir. Geysimikill f jöldi hjólreiðakappa frá mörgum þjóðlöndum tekur þátt í keppninni. Leið keppendanna liggur um Spán — og myndin er einmitt tekin af þeim á veginum miili Barcelona og franska landamærabæjarins Perpignan í Pyreneafjöllum. Spænskir hermenn hvetja kappana til dáða. Hlekkirnir hertir oð ntvinnu- lífi Anstnr-Evrópn FYRIR nokkrum dögum lauk ! Varsjá fundi ráðs, sem Rússland og leppríki þess í AusturEvrópu standa að og á að stuðla að „gagnkvæmri efnahagsaðstoð“ þeirra í milli. Ráðs þessa er sjaldan getið í fréttum hér á landi. Því er oft — en aðeins með nokkrum rétti — líkt við Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu, sem íslendingar eiga aðild að ásamt fjöldamörgum vestrænum þjóðum öðrum. Þetta austræna efnahagsráð var stofnað fyrir nokkrum árum, en fundir þess hafa ekki verið haldn ir jafnoft og áformað var í fyrstu. Hefur komið fyri'-, að þeim hefur verið frestað hvað eftir annað. Á fundinum í Varsjá voru teknar þrjár mikilvægar ákvarð- anir: Gera skal til langs tíma samn- ing milli allra aðildarríkjanna um vöruskipti. Ekki er þó um að ræða greiðslubandalag í vest- rænni merkingu þess orðs. A. m. k. þrjú þátttökjuríkjanna: Pól- land, Ungverjaland og Búlgaría, eiga við svo mikla efnahagsörð ugleika að etja, að greiðslujöfn- uður þeirra við hin aðildarríkin verður neikvæður um árabil. í Búlgaríu er nú þannig ástatt, að fólk verður flutt þaðan til Tékkó slóvakíu og Rússlands vegna at- vinnuleysis heima fyrir. Ástandið í Albaníu er ekki Ijóst, en liklegt er, að Rúmenar muni ná endun- um saman eða þar um bil. Eftir eni þá Tékkóslóvakía og Austur- Þýzkaland, og eru þau einu lepp- ríkin í Austur-Evrópu, þar sem lífskjörin eru orðin jafngóð og var fyrir heimsstyrjöldina — og er þá ekki við mikið að miða. Hinn nýi vöruskiptasamningur leiðir því ekki til annars en þess, að hallanum af búskap þeirra ríkja, sem verst eru stæð verður jafnað niður á öll þau aðildar- ríki, sem bjargálna eru — Rúss- land veltir m. ö. o. af sínum herð- um að nokkru þeirri byrði sem það sjáift skapaði á árunum eftir styrjöldina, er það nýtti þessi lönd eins og nýlendur. Hin hæga þróun í hinum betur stæðu lepp- ríhjum kann að stöðvast, en það er vandi, sem Rússland telur ekki skipta meginmáli. f öðru lagi var á ráðsfundinum fjallað um örðugleika, sem iðn- aður kommúnistaríkjanna á við að stríða í sambandi við öflun ýmissa hráefna. Einkum voru settar skorður við því, að Pól- verjar selji kol sín til ríkja í Vestur-Evrópu, og þar með minnkaðar þær vonir um skán- andi lífskjör pólsk almennings, sem við þennan útflutning voru bundnar. Þriðja ákvörðun ráðstefnunnar, og sú mikilvægasta, varðandi áætlunarbúskapinn. Þar segir — eins og vænta mátti — að megin- lögmál hans beri að halda í heiðri, en áætlanir skuli hér eftir gera fyrir lengri tíma en áður, jafnvel 10 til 15 ár. Er svo að sjá sem orsakir mikilla efnahagsörð- ugleika hafi verið raktar til þess, að áætlunartímabilin hafi verið of stutt. í rauninni er þó um annað að tefla: Innlima á lepp- Á FUNDI bæjarráðs í gær lagði Ingi R. Helgason fram tillögu um að lækka heildarupphæð útsvara í kr. 199.435.500.00. Skv. útsvarsskránni nema álögð útsvör kr. 206.374.350.00 og mun- ar því hér um tæpar kr. 7 millj. Þessar 7 miiljónir krónur eru þannig tilkomnar, að niðurjöfn- unarnefnd lagði þær á til að mæta lækkunum við kærur og öðrum leiðréttingum, sem gerðar yrðu á álagningunni. Niðurjöfnun stendur enn yfir og daglega gerðar fjöldamargar breytingar til lækkunar á útsvör- um þeim, sem birt hafa verið í skránni. Má i þessu sambandi geta þess, að niðurjöfnunarnefnd hefur daglega viðtalstíma til að gefa mönnum kost á að bera fram kvartanir sínar og koma á fram- færi nýjum upplýsingum um ríkin í efnahagskerfi Rússlands með enn hraðari skrefum en verið hefur til þessa. Fjárhagskreppa sú, sem nú herjar leppríkin, er afleiðing þess, að þau eru Rúss- landi og öðrum fylgiríkjum þess of tengd á sviði efnahagsmála. Ef tekið verður að vinna eftir 10—15 ára áætlunum, styrkjast böndin þó enn frekar, og ógerlegt verð- ur að reyna sjálfstæðar leiðir til bjargar eins og Pólverjar hafa gert nú nýlega. Hinn sameiginlegi Evrópu- markaður er rússneskum ráða- mönnum þyrnir í augum. Þeir hafa þó komið á efnahagskerfi í Austur-Evrópu, sem bindur ríkin, er að því standa, mun fast- ar saman en Evrópumarkaðurinn mun gera. Og það skyldu menn einnig muna, að á Vesturlöndum fá þau öfl olnbogarúm, sem búa að baki sönnum framförum. — Austan járntjaldsins er hin dauða hönd áætlunarbúskaparins að verki, og þar er gildi þess, sem gera skal, metið eftir pólitiskum sjónarmiðum. ástæður sínar. Hafa mörg hundr- uð gjaldendur þegar fengið af- greiffslu á þennan hátt. Kærufrestur er auk þess ekki enn útrunninn og það er fyrst þegar lokið er við afgreiðslu á kærum, sem niðurjöfnun útsvara getur talizt lokið af hálfu nefnd- arin'nar. Tillögu Inga R. Helgasonar var vísað til umsagnar niðurjöfnun- arnefndar og má vænta svars það an innan skamms. í næsta mánuði verður endan- lega gengið frá hinum einstöku útsvörum og má vafalaust telja, skv. reynslu undanfarinna ára, að þær 7 milljónir króna, sem Ingi R. Helgason reynir að slá sig hér til riddara á, muni þá hverfa með öllu vegna lækkana á útsvörunum. Þess má loks geta, að aðferðin við álagningu útsvaranna er öldungis sú sama, sem verið hef- ur undanfarin ár. Kommúnistar reyna að gera úlfaþyt út af álagningu útsvara Aðferðin við álagninguna hin sama og undanfarin ár 25. þús. manns hafa synt í norrœnu sundkeppninni Flestir að tiltölu úr Reykjavík ALLS hafa nú 25.000 íslendingar synt i norrænu sundkeppninni, og er það nrjög góð þátttaka. En betur má ef duga skal, og gleði- legt er það, að sundnefndin er á þeirri skoðun, að íslendingar hafi mikla sigurmöguleika í þetta sinn sökum góðrar þátttöku. I Reykja vík hafa hlutfallslega flestir synt af öllum bæjarfélögum, um 12 þúsund manns. Markmið norrænu sundkeppn- innar er þó ekki fyrst og fremst það, að bera sigur af hólmi í henni, heldur það að efla sund- kunnáttuna meðal þjóðarinnar, fá sem flesta til þess að stunda þá hollu, glæsilegu og ágætu í- þrótt sem sundið er. Sumir haía spurt að því hvers vegna svo stuttur tími líði milli keppnanna, aðeins þrjú ár frá þeirri síðustu. Svarið er það, að danska sund- sambandið á 50 ára afmæli í ár og óskaði eindregið eftir því að til keppninnar yrði efnt í tilefni af þeim tímamótum, og til styrktar sambandinu. Var það gert. Sú þjóð vinnur sundkeppnina sem eykur mest þátttöku sína að hundraðstölu frá því í tveimur síðustu keppnunum. Á því ísland mikla sigurmöguleika vegna þess að hér er sundskylda, en ekki arinars staðar, og hafa því þrír árgangar bætzt í hópinn, þar sem allir kunna að synda. Og ef aldursflokkurinn, sem er á létt- asta skeiði frá 20 ára til 40 ára, stendur sig betur í ár en síðast, þá er sigurinn nær því vís. Ágóðinn af sölu sundmerkj- anna er nær einu tekjxxr Sund- sambandsins og er það önnur á- stæða til þess að sem flestir syndi og kaupi merkin. í síðasta sinn vann HafnarfjörS ur hinn mikla bikar, sem það bæjarfélagið fær, þar sem flestir synda. Nú eru horfur á að Reyk- víkingar vinni hann, en þó er auðvitað allsendis óvíst um það. Keppninni lýkur 15. september. Irslitaleikurinii í íslaiidsmótiim verði leikinn á Laugardalsleikvanginum í IÞROTTAÞÆTTI Ríkisútvarps- ins hreyfði Sigurður Sigurðsson, fréttamaður, athyglisverðu máli nýlega, sem vert er að benda frekar á. í íþróttaþættinum komst Sigurður svo að orði „Akurnesingar eiga einnig eft- ir að leika við KR, leikur þessara aðila átti að fara fram 28 júní, en var þá frestað, eins og áður getur, og hefur sá leikur enga þýðingu, hvað úrslit keppninnar um íslandsmeistaratitilinn snert- ir. Sigri Akurnesingar Fram, þola þeir ósigur fyrir KR. Það er því tillaga mín, til þess að rétta hlut fyrstu deildar keppninnar svo sem hægt er að þessu sinni, að mótanefnd láti Akurnesinga og KR-inga leika áður en úrslita- leikurinn fer fram, svo mótinu Ijúki að minnsta kosti á viðeig- andi og skemmtilegan hátt. Ég býst við að þeir verði ekki marg- ir, sem koma til að horfa á leik KR og Akraness, ef hann verður leikinn eftir að úrslit eru kunn í fyrstu deildar keppninnl, og mótsslit og verðlaunaafhending verði þá með lágkúrulegum hætti. Um það ættu allir að vera sammála, að það beri að forðast. Þá vil ég einnig gera það að tillögu minni, og legg á það áherzlu, að úrslitaleikurinn milll Fram og Akurnesinga verði leik- inn á nýja leikvanginum í Laug- ardalnum. Mér skilst, að ekkert sé því til fyrirstöðu, af hálfu Laugardalsnefndar, að leikurinn fari fram á nýja vellinum, og ég get ekki skilið, að knattspyrnu- mennirnir hafi á móti því að leika á þessum glæsilega velli, en það skiptir annars ekki máli. Forustu- menn knattspyrnunnar og leik- menn sjálfir hafa kvartað um það, með réttu, undanfarin ár, að eiga þess ekki kost, að iðka íþrótt sína á grasvelli. Nú er grasvöll- urinn fenginn og krafa knatt- spyrnumanna og knattspyrnuunn enda ætti að vera: Úrslitaleikm: íslandsmótsing á Laugardalsvell- inum“. II. umferð Ungverjaland: Benkö bið Danmörk: B. Larsen bið Portisch bið P. Ravn bið Navarovsky bið B. Andersen bið Molnar 1 Spalk • England: Persitz Vi Tékkóslóvakía: Dr. Filip Vt Martin Vt Kosma Vi Davis bið Blatný bið Gray 0 Vischlovzil 1 Equador Munoz bið Sovétríkin: Polugaevsky bið Yépes 0 Gurgenidze 1 Benites 0 Nikitin 1 O. Yépes 0 Gipslis 1 ísland: Friðrik bið Mongolia: Tumubaator bið Guðmundur y2 Munhu % Ingvar í Miagmarsuren 0 Þórir bið Zuhgder bið Bandaríkin: Lombardý bið Búlgaria: Kolarov bið Mednis % Minev Vz Feuerstein bið Patevsky bið Saidy bið Tringov bið Svíþjóð: B. Sönderborg bið Rúmenía: Drimer bið Hággquist Vz Szabo Vt B. Sehlstedt bið Botez bið S. Palmkwist 0 Joita 1 Finnland: Lahti bið Austur-Þýzkaland: S. Dittmann bið Rannanjárvi bið Bertholdt bið Kajaste bið H. Liebert bið Samalisto % H. Júttler Vz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.