Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24. júlí 1957 MORGUNBLAÐ1Ð tí Önnur keppni IR-inga: Kristján setti me Allur flokkurinn til Moskvu í boði Rússa A MÁNUDAGSKVÖLDIÐ kepptu ÍR-ingar öðru sinni í Svíþjóðar- ferðinni. Örn Eiðsson hefur sent blaðinu fréttaskeyti um mótið, en þar setti Kristján Jóhannsson ísl. met í 3000 m hlaupi. Hljóp á 8:37,5 mín., en eldra metið átti Kristleifur Guðbjörnsson og var það 8:38,4. Kristján varð 6. í hlaupinu. Sigurvegari varð Daninn Thögersen, á 8:14,5. Kristján Jóhannsson GÓÐUR ÁRANGUR A mótinu í Málmey kepptu einnig Bandaríkjamenn, Norð- menn, Þjóðverjar og Danir. — Höskuldur varð 4. í 100 m hlaUpi á 11,1 sek. Daníel varð 2. í 400 m hlaupi á 50,0. Sigurður Guðna- son varð 3. í 1500 m hlaupi á 3:57,8 mín. Björgvin varð 2. í 110 m gr.hl. á 16,2 sek. ÍR-sveit varð önnur í 4x100 m boðhlaupi á 43,5 sek. á eftir blandaðri sveit Bandaríkjamanna og Svía e>r hljóp á 42,9. Valbjörn sigraði í stangar- stökki, stökk 4,30 m, en Heiðar varð 3. með 3,80 m. í langstökki sigraði Vilhjálm- ur Einarsson. Stökk hann 7,02 m. Valbjörn „áfti" Stadion um skeið eftir metstökk sitt Staddur á Bosön 20/7 ’57. til í hæl og reyndi aðeins einu sinni enn og náði þá 15,01 m. FERÐIN út gekk mjög vel í alla staði, komið var við í Osló, en í Kaupmannahöfn var skipt um vél, það er dásamlegt að fljúga með Gullfaxa. Flugvél frá hol- lenzka flugfélaginu KLM fór með ©kkur til Stokkhólms, en þang- að komum við kl. 18,45 eftir sænskum tíma. Á flugvellinum tóku á móti okkur meðlimir úr Bromma IF, vinafélagi ÍR í Sví- þjóð, einnig var þar staddur blaðamaður frá sænska íþrótta- blaðinu, Ulf Jansson og hafði hann viðtal við Valbjörn og Vil- hjálm. Móttökur allar voru til fyrirmyndar. Flokkurinn býr á KFUM Folk- skola rétt hjá Stokkhólms Stadi- on, fer mjög vel um okkur þar. 19. júlí var fyrsta keppnin, Stokkhólmspolen, á því móti keppa margir af beztu íþrótta- mönnum heimsins frá Bandaríkj- unum, Noregi, Tékkóslóvakíu, Svíþjóð og íslandi. Fimmtudaginn 18. var æft lít- ils háttar á Stadion, en þar tók á móti okkur íslandsvinurinn Olle Ekberg, er byrjaði einmitt þann dag sem vallarstjóri á þeim fræga velli, en eins og kunnugt er voru Olympíuleikarnir 1912 haldnir þar. GLÆSILEG FRAMMISTAÐA Nú er komið að keppnisdeg- inum og allir eru í hinu rétta keppnisskapi, staðráðnir í að gera sitt bezta og það var vissulega gert. Áhorfendur voru mjög margir og einstaka sinnum heyrð um við kallað „Áfram ísland“, við vissum um fjóra íslendinga meðal áhorfenda, en þeir voru 13172. Fyrsti landinn sem fór í keppn- ina var Björgvin Hólm, en hann keppti í 110 m grindahlaupi. Með- al keppenda var Bandaríkjamað- urinn Willie Stevens, sem hljóp á 13,7 í Osló á þriðjudaginn. Björgvin náði ekki góðu við- bragði og gekk frekar illa á fyrstu þrem grindunum, hann varð fimmti í mark á 16,00 sek. Fyrstur varð Stevens á 14,1. Vilhjálmur stökk fyrstur í þrí- stökkinu og mældist fyrsta tilraun hans 15,41 m., hann fann örlítið Hann sigraði með yfirburðum, sænski meistarinn Ericsson, varð annar með 15,13 og Norman þriðji 15,05. Bezti árangur, sem náðst hefur á Stadion í þrístökki er 15,52 m., en það afrek vann Da Silva 1952, það er ekki gott að stökkva þrístökk á brautinni. Höskuldur tók þátt í 100 m. hlaupinu en meðal keppenda var heimsmethafinn Leamon King frá Bandaríkjunum, sem hlaupið hefur á 10,1. Höskuldur brá of fljótt við en í annarri tilraun gekk allt vel. King sigraði með miklum yfirburðum, tíminn var 10,4, annar varð Svíinn Westlund á 10,9, Karlén var þriðji á 11,1 og Höskuldur fjórði á 11,2, hann vann m. a. Svíann Lorentsen sem hlaupið hefur á 10,6. Stangarstökkið var mjög glæsi- legt, voru áhorfendur mjög hrifn- ir af Valbimi, byrjunarhæðin var 3,80, fór Heiðar yfir í fyrstu tilraun, einnig Appelman frá Bandaríkjunum. Appelman fór yfir 3,90 en Heiðar sleppti. Nú var hækkað í 4,00 og þá byrjuðu hinir, þ. e. Valbjörn, Svíinn Lind og Bandaríkjamaðurinn Kenley, sem á bezt 4,57 m. 4,00 m. var of mikið fyirr Appel mann, en Heiðar fór yfir í ann- arri tilraun, Valbjörn, Kenley og Lind fóru allir yfir í fyrstu til- raun. Næst eru það 4,10, Heiðar felldi í öll skiptin, var nokkuð nálægt í fyrstu tilraun, hinir 3 slepptu allir. Nú var hækkað í 4,20 og stökk Valbjörn fyrstur, atrennan var í mjög góðu lagi og hann flaug langt yfir, Lind fór einnig yfir í fyrstu tilraun en Kenley í annarri. Ráin er hækk- uð í 4,30 og nú er athygli áhorf- enda mjög farin að beinast að stangarstökkinu, sem ávallt er vinsæl grein. Aftur flýgur Val- björn yfir og fagna áhorfendur honum mjög. Lind fór einnig yfir í fyrstu tilraun, en heppinn var hann, því að ráin hristist mjög, Kenley fór yfir í annarri tilraun. Næsta hæð er 4,40 m., en ís- landsmet Valbjárnar 4,37 m. Þeg- ar Valbjörn reyndi við þá hæð var dauðaþögn á Stadion. Hann hljóp mjög hratt og vel í atrenn- unni og flaug yfir í fyrstu til- raun! Eftir þetta stökk töldum við ca. 10—12 ljósmyndara og blaðamenn í kringum Valhjörn og hann var orðinn einn af vin- sælustu keppendunum á þessu stóra móti. Kenley og Lind áttu enga möguleika á að fara 4,40 m. Nú lét Valbjörn hækka í 4,50 m., fyrsta tilraunin var góð, en í þetta sinn var hæðin of mikil. Skúli keppti í kúluvarpi en þar var með risi mikill frá Bandaríkjunum, Babka heitir hann. Skúli hafði forystuna lengi vel en í fjórðu tilraun tók Babka forystuna með 16,11 m. kasti, Skúli varð annar með 15,45 m., en ekki 15,28, eins og stóð í sænsku blöðunum, þriðji var Svíinn Lemos 14,88 m. Sigurður Guðnason stóð sig eins og hetja í 1500 m. hann hef- ur sjaldan barizt eins vel. Hann Að setja nýtt heimsmet á mílu- vegalengd er draumur hinna stærstu meðal stórhlaupara heims. Hið 3 ára met Johns Landys, 3:58,0 mín., var fyrir nokkrum dögum bætt af enska hlauparanum Derek Ibbotson, sem I London hljóp á 3:57,2. — Næstum jafnóvænt varð það að í hlaupinu hlupu 3 aðrir menn undir 4 mín. Hópur „draum- mílumanna" stækkaði mjög þennan dag. — Myndin er af Ibbotson cftir hlaupið. t i 3 km SLÆMT VEÐUR Veðuraðstæður voru slæmar, skýfall varð er mótið var um það bil hálfnað og mótvindur var í stökkum og spretthlaupum. Á miðvikudag keppir flokk- urinn í Mjölby og í Thure- berg á fimmtudag. Á laugardaginn fer allur hópurinn flugleiðis til Moskvu og keppir þar. Greiða Rússar ferðakostnað fram og til baka frá Stokkhólmi. Þar hefur þá rætzt draumur tR-inga að komast fyrir lítið til Moskvu, en er þeir fóru héðan stóðu málin svo, að Rússar vildu greiða fyrir Vilhjálm og 2—3 aðra, en nú hefur það snúizt að ósk ÍR-inga að fá allan flokkinn. tók strax forystuna og fyrstu 800 m. hljóp hann á 2:00,5, þegar um 500 m. voru eftir fóru þrír Svíar fram úr Sigurði, en alls voru 16 keppendur í hlaupinu. Sigurður tók mikinn endasprett þegar um 300 m. voru eftir og fór fram úr einum Svíanum þegar um 100 m. voru eftir og náði þar með í 3. verðlaun. Fyrstur varð Altberg, Svíþjóð, á 3:54,8, annar Svíinn Holm á 3:56,4 og Sigurður þriðji á 3:58,0. Daníel Halldórsson tók þátt í 400 m. hlaupinu og stóð sig með prýði en líklega hefur hann byrj- að of hratt, hann var á undan Bandaríkjamanninum Bowens, sem er svartur, þegar 100 m. voru eftir, en Bowens hefur hlaupið á betri tíma en 47 sek. Tíminn á Daníel fyrstu 300 m. var ca. 35,6. Úrslit: Bowens 47,8, Lindgren, Svíþjóð, 49,3, Ahlen, Svíþjóð 49,7, Daníel 49,9, Löfgren, Svíþjóð 50,0, Fallberg 51,0. 5000 m. hlaupið var stórkost- legt, en þar kepptu þrír Tékkar, Jurek, Zatopek og Vesley, alls voru keppendur 15 og einn af þeim var Kristján Jóhannsson. Byrjunarhraðinn í hlaupinu var of mikill fyrir Kristján, fyrsti maður hafði 4,09 í millitíma og Kristján ca. 4,15 á 1500. Millitími á 3000 m. fyrsti maður 8,20 og Kristján 8:49,0. Fyrstur varð Jurek á 13:59,6, annar Zatopek á 14:08,0 og þriðji Vesley á 14:17,2. Kristján var tíundi á 14:57,8 aðeins 1,6 sek. frá Jsl. metinu. DRAUMMÍLA Vinsælasti maðurinn á mótinu var Svíinn Waern, sem hljóp enska mílu á 3:59,3, sem er sænskt met, fagnaðarlæti áhorf- enda meðan það hlaup fór fram voru gífurleg og ekki minnkuðu lætin, þegar þulurinn tilkynnti að Waern hefði náð „draummílu- árangri“. Mjög góður árangur náð ist einnig í 800 m. hlaupi, en þar sigraði Bandaríkjamaðurinn Bowden á 1:47,3, en annar varð Norðmaðurinn Andersen á 1:48,5. Að mótinu loknu höfðu íslenzku strákarnir engan frið fyrir rit- handasöfnurum og um tíma voru þeir algjörlega umkringdir. Ekki er hægt að segja annað en að keppnisför þessi hafi byrjað glæsilega. Vonandi verður áfram- hald á því, en næsta keppni er í Heleneholm 22. júlí og í Mjölby 24. júlí. Öllum strákunum líðui; hið bezta og þeir biðja fyrir beztu kveðjur heim. Meðan ég hripa þessar línur í setustofunni eru allir á æfingu í skóginum hér í nágrenninu. Örn Eiðsson. Hilmar Þorbjörnseon Nýtt mef í 300 m hluupi UM sl. helgi setti Hilmar Þor- björnsson, Á, nýtt met í 300 m hlaupi. Rann hann skeiðið á 34,3 sekúndum, en gamla met- ið átti Ásmundur Bjarnason, KR, 34,5 sek. Hilmar hefur þá sett tvö met á stuttum tíma, bæði í 100 m og svo nú. Hefur hann enn einu sinni sýnt hver afburða spretthlaupari hann er, því að skammt er stórra högga í milli hjá honum. KR og Valur i stig hvort í FVRRAKV. kepptu Valur og KR í 1. deild og lyktaði 0:0. Má segja með sanni að ekki hafi um margra ára skeið svo fáir horft á lið þessara gömlu og góðu keppi nauta sem nú. Og oftast hafa lið- in sýnt meiri og betri baráttu en í fyrrakvöld. En þetta er kannski táknrænt dæmi um þann öldudal sem íslenzk knattspyrna er í í dag. Mjög lítið sást af góðri knatt- spyrnu. Það var hending ef knött urinn gekk af ásettu ráði leik- manna og uppbyggingu af viti milli þriggja manna. Margt sást hins vegar illa gert, það er t.d. einkenni flestra íslenzkra leik- manna að hanga með knöttinn allt of lengi, unz þeir ráða ekki yfir tækni né hugsun til að koma honum frá sér. Það er hörmulegt að sjá þetta sama koma fyrir leik- menn 20—30 sinnum í sama leik; að fá knöttinn, setja hausinn ofán á maga, hlaupa 10—50 m og missa knöttinn svo. Öll áreynsia er tE einskis, allt unnið fyrir gýg _ nema áhorfendur og leikmenn sjálfir leiðir og eyðilagðir. Aðeins einstöku menn í liði Vals og KR höfðu baráttuvilja. Má þar til nefna Björgvin Dan„ Elías Hergeirsson, Árna Njálsson og Halldór Halldórsson í Val, Hörð Felixson, Bjarna Felixson og Heimi markvörð I liði KR. Þeir gerðu það sem þeir gátu, en getan var fyrir neðan það sem við sem völlinn sækjum að stað- aldri erum alltaf að bíða eftir að sjá. Við höfum mátt bíða ár eftir ár — vonandi fer að styttast í bið- inni eftir uppfyllingu draumsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.