Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur W }úJí 1957 A ustan Edens eftii John Steinbeck 87 —□ „I>ér eigið ekki til neitt sem heitir ást“. „Ég átti það — nógu mikla til að drepa mig“. „í>að hefur aldrei nein lifandi sál átt nógu mikla ást“. „Farið frá mér. Ég get bar- izt, þegar þess gerist þörf. Þér skulið ekki halda að ég geti ekki varið sjálfan mig“. „Þér eigið tvö vopn og þeim hafa ekki verið gefin nein nöfn“. „Ég get gert hvað sem ég vil við yður, gamli maður. Þér eruð gamall maður“. „Ég get varla hugsað mér svo sljóan og sinnulausan mann, að hann gefi ekki hundinum sínum nafn. En þér — í heilt ár hafið þér látið hjarta yðar tæmast og þorna án þess að gera svo mikið sem tölusetja drengina yðar“. „Það sem ég geri, kemur mér einum við“, sagði Adam. Samúel greiddi honum þungt högg mgjS vinnuhörðum hnefan- um og Adam hrasaði til jarðar. Samúel skipaði honum að standa upp og þegar Adam hafði gert það, sló Samúel hann aftur og í þetta skiptið reis Adam ekki á fætur. Hann horfði þögull á ógn- andi svip gamla mannsins. Eldurinn kulnaði í augum Samúeis og hann sagði stillilega: — „Synir yðar bera engin nöfn“. „Móðir þeirra lét þá eftir sig, nafnlausa". „Og þér hafið látið þá eftir föðurlausa. „Getið þér ekki fundið þann helkulda næturinn- ar, sem nístir eimana og um- komulaust barn? Hvaða hlýja er þar, hvaða fuglasöngur, hvaða morgun getur verið bjartur og fagur í ævi þess. Munið þér ekki, Þýðing Sverrn Haraldsson □---------------------□ Adam, hvernig það var? Munið þér ekki óljóst eftir því?“. „Ég hef ekki gert það“, sagði Adam. „Ekki það? Drengrimir yðar bera engin nöfn“. Hann laut nið- ur, greip með höndunum undir herðar Adams og hjálpaði honum á fætur. — „Við skulum gefa þeim nöfn“, sagði hann. „Við skulum hugsa okkur lengi um og finna góð nöfn sem fara þeim vel“. — Hann þurrkaði rykið af skyrtu Adams með hendinni. Svipur Adams var viðutan, en samt eftirvæntingarfullur, líkast því sem hann væri að hlusta á ein- hverja fjarlæga tóna, sem vind- urinn bæri að cyrum hans, en aug- un voru ekki jafnsljó og áður. — Hann sagði: „Það er erfitt að hugsa sér það, að ég myndi þakka nokkrum manni fyrir móðganir og líkamlegt ofbeldi. En í þetta skipti er ég yður þakklátur". Samúel hrosti: „Fór þetta eðli- lega fram? Gerði ég það á réttán hátt?“ spurði hann. „Hvað eigið þér við?“ „Jú, sjáið þér til. Eiginlega lof- aði ég konunni minni þvi, að gera þetta. Hún trúði ekki að ég myndi gera það, þegar til kastanna kæmi. Ég er enginn bardagamaður, sjá- ið þér til. Seinast þegar ég var sigurvegari, var það í einvígi við rauðnefjaða stelpu í barnaskólan- um í County Derry". Adam starði á Samúel, en í hug anum sá hann myndina af Charles bróður sínum, dökkum og morðóð- um. — „Það bar ekki vott um neina hræðslu", sagði Adam — „heldur miklu fremur þreytu og óþolinmæði". „Ég hef líklega ekki verið nógu reiður". „Samúel, ég ætla að spyrja yð- ur einnar spurningar, aðeins einn- ar. Hafið þér heyrt nokkuð? Hef- ur nokkuð frétzt um hana?“ „Ekki svo ég viti“. „Það er mér til mikils hugar- léttis", sagði Adam. „Hatið þér hana?" „Nei — nei, ég finn aðeins til með henni. Kannske eiga þær til- finningar mínar eftir að breytast í hatur. Það er svo skammt milli ástar og haturs, eins og þér vitið“. Frá vagnskýlinu barst gremju- fullt garg £ ofsóttum kjúkling, en því næst daufur smellur, eins og af höggi. „Hvers vegna láta nú hænsnin svona", sagði Adam. Aftur heyrðist sama gargið. — „Þetta er Lee að elta hænumar", sagði Samúel. — „Ef kjúklingarn- ir hefðu stjórn og kirkju og sögu, þá myndu þeir taka andstæða og fjandsamlega afstöðu til mannlegr ar gleði. Ef eitthvað gleðilegt eða fagnaðarríkt kemur fyrir mann, þá eru nokkrii kjúklingar jafn- skjótt leiddir á höggstokkinn". Báðir mennirnir voru hljóðir og rufu aðeins þögnina með fáum, uppgerðar kurteisisorðum — mein ingarlausum spumingum um heilsufar og veðráttu, án þess að hlusta á svörin við þeim. Og þcssu hefði getað haldið áfram, þar til þeim hefði aftur orðið sundurorða, ef Lee hefði ekki skorizt í leikinn. Lee kom út með borð og tvo stóla og setti þá sitt hvorum megin við borðið. Þar næst sótti hann hálfpott af viskíi og tvö glös og setti á borðið. Loks kom hann út með tvíburana, sinn undir hvorri hendi og lét þá niður við hliðina á borðinu. Drengirnir sátu þögulir og alvar legir og horfðu í kringum sig, störðu á hvítt alskegg Samúels og fylgdu Lee eftir með augunum. Það undarlegasta við sveinana var klæðnaður þeirra, því að hann var algerlega kínverskur að sniði og annarri gerð. Á höfði báru þeir kringlótta, svarta silkihatta, með Ijósbláum hnöppum á flötum koll- inum. „Hvar í veröldinni náðuð þér í þessi föt, Lee?“ spurði Samúel og gat vart varizt brosi. „Ég náði ekki í þau“, sagði Lee. „Ég átti þau. Öll önnur föt sem þeir eiga, hef ég sjálfur búið til úr segldúki. Allir drengir verða að vera fínir á skírnardaginn". „Þér eruð hættir að tala pidgin, Lee“. „Já, og vonandi fyrir fullt og allt. En auðvitað gríp ég til þess í King City“. Hann sneri sér að tvíburunum og ávarpaði þá með nokkrum, stuttum, syngjandi orð- um, en þeir brostu til hans á móti og veifuðu litlu höndunum. „Nú skal ég hella í glösin ykk- ar“, sagði Lee. „Ég fann þetta héma niðri í kjallaranum". „Þér'keyptuð það í King City í fyrradag", sagði Samúel. Nú, þegar þeir Samúel og Adam sátu saman við borðið og varnar- múrinn á milli þeirra var hrun- inn, fann Samúel til sterkrar feimniskenndar. Hann blygðaðist sín fyrir hnefahöggin. Hann hugs- aði um hinar mik]u dygðir, hug- rekki, umburðarlyndi og stillingu, sem koma að litlu haldi, þegar ekki er hægt að nota þær gagnvart neinu. Hann brosti með sjálfum sér að sjálfum sér. Mennirnir tveir sátu og horfðu á tvíburana í slcrítnu, Ijósleitu föt- unum. Samúel hugsaði með sér: „Stundum getur svo farið, að and- stæðingurinn verði manni til meira gagns en vinurinn". Hann leit á Adam. „Það er erfitt að byrja", sagði hann. — „Gætuð þér ekki rétt mér einhverja hjálparhönd?" Adam horfði sem snöggvast á Samúel, en leit svo aftur til tví- buranna — og þagði. „Kannske þér viljið segja mér, hvernig það vildi til og þá er ísinn brotinn", sagði Samúel. Adam tæmdi glasið sitt, hellti aftur í það og sneri því á milli fingranna. — „Ég vil helzt ekk- ert um það tala“, svaraði hann. „Þegar maður segir, að hann vilji ekki tala um eitthvað, er það venjulega sama og hann segði að hann gæti ekki um annað hugsað". „Má vera að svo sé". „Hún skaut yður, var það ekki, Adam?" Varir Adams herptust saman og augun urðu dökk. „Það er þarflaust að svara þess- arí spurningu minni", sagði Samúel. „Það er þarflaust að svara Lokað vegna sumarleyfa frá 24. júlí til 12. ágiist Sælgætisgerðin Opal Sandalar fyrir born rauðir, hvítir og brúnir Hector Laugavegi 11 Alhliða fín-þvotla, uppþvotta- og hreingeraimgaefnL Binasta þvotta- ðuftiff, sem eyffir og hindrar gulnun gerfiefnanna, svo sem Nælons, Perl- »ns og Dralons, enn fremur gránun og fölnun ullarinnar. Varnar lykkjuföllum og lómyndun. Skýrir alla liti. Þess vegna er REI fullkomnasta þvottaefniff fyrir allan viðkvæman þvott. REI tU uppþvotta: Þurrkun óþörf. REI til hreingerninga: Þurrkun óþörf — engin bletta- skil. — Kynnið yffur notkunarreglurnar. Einkasalar: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON H.F. Simi 1-34-25 M A R K U S fcftir Ed Dodd 1) — Náðu í byssuna, Lalli, og| 2) —- Viljið þér ríða gvolítið — Nei, nei. Ég hef sterkar taug [ 3)Lalli gengur að folaldinu skjóttu folaldið. Blindur hestur er frá, meðan ég geri það? ar og þetta er affeins folald. I meff spennto byssu. wnskis virði. henni ekki", sagði Adam og reyndi að sýnast hinn rólegasti. — >yJú, hún gerði það". „Ætlaði hún að drepa yður?" „Ég hef hugsað meira um þaff en allt annað. Nei, ég held að hún hafi ekki ætlað að drepa mig. Hún veitti mér ekki þá virðingu. Hún bjó ekki yfir neinu hatri, ekki nein um ástríðum, ekki neinum tilfinn- ingum. Ég lærði það í hemum. Ef maður vildi drepa einhvern, þá skaut maður hann í höfuðiff, hjartað eða magann. N-i, hún hæfði mig þar sem hún ætlaði sér að hæfa. Ég held að mér hefði ekki þótt þetta eins sárt, ef hún hefði viljað mig feigan. Það hefði verið sérstök tegund ástar. En ég var henni til leiðinda — ekki óvkiur hennar“. „Þér hafið hugsað mikið um þetta", sagði Samúel. „Ég hef haft nægan tíma til þess. Mig langar til að spyrja yð- ur einnar spurningar. Ég hef ger- samlega gleymt öllu nema þessum síðasta, hryllilega atburði. Var hún mjög falleg, Samúel?“ í yðar augum var hún það, »egna þess að þér sköpuðuð hana. Ég held að þér hafið aldrei séð hana — aðeins yðar eigin sköpun". Adam hugsaði upphátt: „Hver skyldi hún hafa verið — hvað var hún? Ég var ánægður með að vita það ékki". „En nú langar yður til að vita það?“ Adam leit niður fyrir sig: „Þaff er ekki af forvitni. Mig langar bara til að vita hvers konar blóð rennur í æðum sona minna". „Já, ég skil yður. Og ég segi yð- ur það nú, til aðvörunar, að svo getur farið, að það verði ekki blóð þeirra sem spillir þeim, heldur tor- tryggni yðar Þeir munu verða það, sem þér buizt við að þeir verði". „En blóð þeirra. . . .“. „Ég legg ekki mikla áherzlu á blóðið", sagði Samúel. — „Þegar maður' kemur auga á eitthvað fal- legt í fari barna slnna — já, eitt- hvað fallegt eða ljótt — þá sér hann það sem hann innrætti þeim og gróðursetti í hjörtum þeirra, eftir að þau komu úr móðurkviði". „Ekki getur maður gert svín aff veðhlaupabesti". „Nei“, sagð Samúel — „en maður getur gert svínið mjög fót- hvatt". SJÍltvarpið Miffvikudagur 24. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 19,30 Lög úr óper- um (plötur). 20,30 Erindi: Þjóff- um fækkar (Baldur Bjarnason magister). 20,45 Einsöngur: — Dietrich Fischer-Dieskau syngur lagaflokkinn „Ljóðasveig" op. 39 eftir Schumann; Gerald Moore leikur undir á píanó (plötur). —• 21,15 Upplestur: „Sögurnar henn- ar Guru“, smásaga eftir Sigríði Einars frá Munaðarnesi (Höfund- ur les). 21,z5 Tónleikar (plötur). 21,40 Þýtt og endursagt: Þjóðlífs- mynd frá Irlandi (Axel Thorstein son rithöfundur). 22,10 Kvöldsag- an: „ívar hlújárn" eftir Walter Scott; X. (Þorsteinn Hannesson les). 22,30 Létt lög: Spike Jone* og hljómsveit hans leika og syngjn (plötur). 23,00 Dagskrárlok. Fimnitudagur 25. júlí: Fastir liðir eins og venjulegv 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Finnborg örnólfs- dóttir). 19,30 Harmonikulög (pl.). 20.30 Erindi: Náttúra Islandsj XIV. erindi: Gestir í dýrarikí landsins (Geir Gígja náttúrufræð- ingur). 20,55 Tðnleikar (plötnr). 21.30 Útvarpssagan: „Hetjulund" eftir Láru Goodman Salverson; II. (Sigríður Thorlacius). 22,10 Kvöldsagan: „Ivar hlújám" eftir Walter Scott; XI. (Þorsteinn Hannesson les). 22,30 Sinfónískir tónleikar: Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur. Stjómandi: Thor Johnson (Hljóffritað á tónleikum I Austurbæjarbíói 21. mai s. 1.). — Sinfónía nr. 4 ' f-moll op. 36 eftir | Tjaikowsky. 23,15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.