Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 15
Miðvlkudagur 24. júlí 195? MORCVNBLAÐÍÐ 15 — / nágrenni Sibeliusar Framh. af bls. 9 þeir sáu líka, hvernig hiS drekk- hlaðna skip liðaðist í sundur fyrir átökum náttúruaflanna og allir létu þar líf sitt, ungir og gamlir. Það er víðar en við Vestmanna- eyjar og Reykjavík, sem brirn- Bldan hrýtur mannanna verk og hirðir ei um grátstunur ekkna Og munaðarleysingja. Engin sundskylda Og enn í lumar hafa „þúsund vötn“ Finnlands orðið dánarbeð- ur margra, þótt eigi sé með þeim ósköpum, sem við Tampere 1929. Það er raunar einkennilegt, að Finnar skuli ekki hafa tekið upp ■undskyldu eins og við, svo mjög ■em þeir sigla um vötn, veiða í þeim og baða sig. Við getum margt af Finnum laert en þeir geta m.a. lært þetta af okkur. þeir taka undir þetta, kunningj- amir, sem við höfum eignazt þessa sólardaga á baðströndinni við Jarvenpaa. Einn þeirra hefur árum saman eytt sumarfríinu er- lendis. Hann unir sér hið bezta hérna. Hvað verður betra kosið lyrir sumargesti? Hér er nýr og glæsilegur lýðháskóli notaður ■em sumargistihús, hvildarheim- fli fyrir mæður eða mótstaður er- lendra og innlendra. Matur er tnikill og góður, baðströndin rétt hjá og forsæla finnst undir trján- tun, þegar sólarhítinn verður um «f. — Hlustað á útvarp Framh. af bls. 10 Uieð því að lesa upp sögu H. G. Wells „War of Worlds“ (Hnatta- ■tyrjöld). Hugði fólkið í Banda- ríkjunum að Marz-búar hefðu, raunverulega, hafið innrás á Jörð vora! hetta er gömul saga, og ekki nema rétt af Kvaran að ■egja frá því nú og minna á heimsku fólksins — og ófyrir- leitni hinna amerísku loddara og „hryllinga“-höfunda, sem allt of langt getur farið og fer á stund- Um. Leikritið Gamli bærinn eftir Niels Th. Mortensen, þýtt af Bagnari Jóhannssyni, var áður útvarpað 26. maí í fyrra. Þetta er ágætt leikrit af sinni tegund, en ég hlustaði ekki á það aftur, nú, mundi það vel síðan í fyrra. Það er of stutt að láta líða aðeins eitt ár eða svo á milli flutnings sama efnis, þó eru auðvitað allt- ■f einhverjir er ekki hafa heyrt þetta áður og sök sér þegar um gott leikrit og vel flutt er að ræða. En þetta er líka ekki neinn „venjulegur“ staður, þvi að hinn ókrýndi konungur Finnlands, meistarinn Sibelius, býr hér á næsta leiti. Hér valdi hann sér setur fyrir 53 árum og úr þyt þessara skóga hefur hann seitt fram flest þau stórvirki tónanna, sem túlka betur en nokkur orð eða myndir náttúru og sögu þessa lands. Það er væntanlega engin furða, þótt fslendingurinn uni sér í slíku umhverfi fáeinar sum- arstundir af ævi sinni. Þótt andi Sibeliusar muni um ailar aldir svifa yfir þessum vötnum og skógum, þá líður nú senn að því, að Jean Sibelius andi ekki lengur að sér ilmi þeirra eða reiki um í garði sínum í Ainola. Hann verð ur 92 ára 8. des. n.k., ef Guð lofar. H. Þ. ÍBÚÐ ÓSKAST Uppl. hjá Radiotónum, Lauf ásvegi 41. Sími 13673. Ford vörubill model ’42 til sölu. Til sýnis Vlð Véla & ltaftækjaverzlun- i ina, Tryggvagötu 23. Lenin iýsir auð- valdsþjóðskipulagi „Ríkisvald, þar sem allir þræðir koma saman í einni miðstjórn og sem einkennir borgaralega þjóðfélagið, varð til á hrörmmartíma einveldis- ins. Tvennt er það, sem eink- um sérkennir þetta ríkiskerfi: Embættismannalið og fastur her“. „Ríki og bylting" eftir Lenin (bls. 39). KRÚSJEFF LÝSIB ÞJÓÐ- SKIPULAGINU í RÚSS- LANDI „Krúsjeff, framkvæmdastj. kommúnistaflokksins, flutti tillögu frá Sovétstjórninni, um gagngera endurskipulagn- ingu yfirstjórnar iðnaðarins. .... AUs er ætlunin að leggja niður 20 ráðuneyti. Krúsjeff kvað berytinguna ekki sízt eiga að draga úr ó- þarfa skriffinsku, sem kostaði þjóðina miUjarða rúblna á ári hverju. í iðnaðarráðuneytun- um störfuðu nú um 850 þús. manns“. Þjóðviljinn, 8. maí 1957. Öllum mér skyldum, vensluðum og vandalausum, ásamt samstarfsfólki minu við Áfengisverzlun ríkisins, þakka ég innilega mér sýnda vinsemd á sjötugsafmæli mínu 18. júlí. Helgi Jónsson, Bræðraborgarstíg 4, Reykjavík. MIÐSUMARSSKEMMTUN Barðstrendingafélagsins verður að Bjarkarlundi, verzlunarmannahelgina, sunnudaginn 4. ágúst Meðal skemmtiatriða á samkomunni verða: Einsöngur: Guðmundur Guðjónsson og Leikþáttur: Emelía og Auróra. Hljómsveit Jenna Jónssonar. Farmiðar seldir í Bifreiðastöð íslands til miðvikudags- kvölds, 31. júlí. — Farið verður frá Reykjavík kl. 14, laugardaginn 3. ágúst. — Frekari upplýsinga veitir Kristján Erlendsson í síma 11944. Barðstrendingafélagið. M.S DRONNING ALEXANDRINE fer til Færeyji'. og Kaupmanna- hafnar, laugardaginn 3. ágúst. — Pantaðir farseðlar óskast greidd- ir fyrir 26. þessa mánaðar, eftir þann tíma verða ósóttar pantanir seldar, ef nauðsyn krefur. Skipuafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson. I. O. G. T. St. Sóley 242 Munið fundimi í kvöld kl. 8,30 í Templarahöllinni. Rætt um ferða lag, um Verzlunarmannahelgina. — Æ.t. Félagslíf Frá Ferðafélagi íslands Ferðir um næstu helgi: — Þórs mörk; Landmannalaugar; Kjal- vegur og Kerlingarfjöll. Sögustað ir Njálu. — Lagt af stað í allar ferðimar kl. á laugardag og komið heim á sunnudagskvöld. — Farseðlar eru seldir í skrifstofu félagsins, Túngötu 5, sími 19533. FAKFUGLAR — ferðameim! Á sunnudaginn er hjólreiðaferð að Tröllafossi. — Sumarleyfisferð inni í Húsafellsskóg verður lokað í kvöld. — Þátttaka í ferðunum um verzlunarmannahelgina, um Vest- ur-Skaftafellssyslu og á Eiríksjök ul þarf að tilkynnast sem fyrst. Skrifstofan ar opin í kvöld að Lind argötu 50, kl. 8,30—10,00. íslandsmót 2. fl. miðvikudaginii 24. júlí á Fram- vellinum. — Kl. 20,00 Víkingur — Akranes. KL ?1,15 K.R. — Þrótt- ur. — Mótanefndin. Fram Knattspymumenn! Æfingar verðf á Framvellinum í kvöld kl. 8 i. og meistaraflokk- ur. Kl. 9,15 II. flokkur. Frum — Knattspyrnumenn! Æfingar verda á Framvellinum í kvöld. Kl. 8 meistara- og I. fl. Kl. 9,15 II. fl. — Þjálfarinn. Somkomnr Kristniboðshúsið Belanía, við Laufásveg 13 Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Markús Sigurðsson talar. — Allir hjartanlega velkomnir. 1 Ameríkuferð Tveir íslendingar, búsettir í New York hafa yfir að ráða nýrri einkabifreið, sem þeir ætla að fara á í þriggja vikna sunaarleyfi til Kaliforníu. Nú vilja þeir bjóða íslending- um, 1, 2 eða 3 að gerast þátttakendur í ferðinni á þeim forsendum, að allir taki sameiginlega þátt í benzínkostn- aði og öðrum reksturskostnaði bifreiðarinnar. Áætlað er að leggja upp frá New York um fyrstu helgi í ágúst. Þeir, sem hug hefðu á að taka þátt í ferðinni eða kynna sér áætlunina leggi strax inn til Mbl. tilboð merkt: Ameríku- ferð — 7831“. Útför EINARS GUÐMUNDSSONAR stórkaupmanns, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 1,30. — Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins eða Krabbameinsfélagið. Athöfninni verður útvarpað. Eiginkona og börn. Jarðarför föður míns HANNESAR SIGURÐSSONAR frá Ánanaustum, er andaðist að Elliheimilinu Grund, 20. júlí fer fram frá Frikirkjunni, föstudaginn 26. júlí kl. 1.30. Blóm afþökkuð. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigurður í. Hanncsson. Þakka innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför systur minnar GUÐRÚNAR FUNCH-RASMUSEN ljósmyndara á Akureyri Margrét Hinriksdóttir. Innilegt þakklæti til allra er sýndu okkur. hluttekningu og vináttu við andlát og jarðarför SIGURSTEINS SIGURJÓNSSONAR ENGILBERTS Helene Jónsson, v Grímur Engilberts, Jón Engilberts, Bjarni Engilberts Þorsteinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.