Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 3
Mtðvikudagur 24. júK 1957 'RGUISBLAÐIÐ 3 Franskur bjór þykir góður — en samt taka Frakkar vínið fram yfir hann, bruggurunum til mik- illar skapraunar. Þeir hafa nú hafið mikinn áróð ur fyrir framleiðsluvöru sinni. Mennirnir fjórir á myndinni bergja á ölbikurum, sem ætlazt er til að freisti vínneytendanna. „Brúðuheimilinu vel tekið á Reyðar- REYBARFIRÐI, 21. júlí. — Brúðuheimilið eftir Ibsen var leikið hér í Félagsheimilinu sl laugardagskvöld. Sýndi það leik- flokkur frá Riksteatret í Oslo. Að sókn var mjög góð, og fengu færri aðgang en vildu. Þóttu þess ir gestir okkar leika fremur vel, einkum þótti leikur Liv Ström- sted áberandi beztur. í leikslok dundi lófatakið við og fararstjóra og aðalleikara bárust blóm. Síðan ávarpaði leikarana af hálfu leik- húsgesta, Gísli Sigurbjörnsson, oddviti, og mælti á norsku. •— Hann þakkaði þeim fyrir leik- sýninguna og komuna til Reyð- arfjarðar. Að sýningu lokinni var þess- um norsku leikkestum haldið veg legt kaffisamsæti á hótelinu, þar sem samankomin var m.a. hrepps nefnd Reyðarfjarðar ásamt nokkrum gestum. Voru þar nokkrar ræður fluttar, en aðal- ræðuna þar flutti Sigfús Jóels- son, skólastjóri. Fararstjóri norska leikflokksins þakkaði. — A. Þ. Afmœlissýning Lúðvígs Cuðmundssonar Töðnheyskapui stendui nú sem hæst d Fljótsdnlshémði HÁTT á þriðja hundrað manns hafa nú þegar skoðað hina merku og fjölbreyttu myndlista- og list- iðnaðarsýningu, sem eldri og yngri nemendur Handíða- og myndlistaskólans hafa efnt til í húsakynnum skólans í Skip- holti I. Mun það vera almenn skoðun sýningargesta, að engin sýning sem hér hefur verið haldin, gefi jafnglögga og glæsilega mynd af þróun og núverandi stöðu mynd- lista og listiðna 'hinnar yngri kynslóðar hér á landi. Flestir sýnendanna eru nú þegar þjóðkunnir listamenn og -konur, hver á sínu sviði. Sýning þessi ber því gleggra vitni en nokkuð annað, hvílíkt þrekvirki á sviði menningarmála þjóðar- innar hefur verið unnið með stofnun og starfi Handíða- og myndlistaskólans á undangengn- um átján árum. Allir, sem fögrum listum unna, ættu að skoða sýningu þessa. — Hún stendur aðeins yfir í fáa daga. Hún er opjn dag hvern kl. 5—10 síðd. Lúðvíg Guðmundsson Brauð í þúsundatali send frá Akranesi til Reykjavíkur AKRANESI, 23. júlí. — Vegna' bakarasveinaverkfallsins hafa verið nokkur brögð að því síð- ustu dagana að húsfreyjur hér sendi vinkonum sínum í Reykja- vík brauð. f dag sendir Alþýðu- brauðgerðin hér brauð svo þús- undum skiptir, aðallega til að hafa utan um pylsur, til Reykja- víkur. Skortur hefur verið á ein- staka vörutegundum undanfarið og myndu margir hamstra ef peningar væru til þess, og nokk- uð til að hamstra. — Oddur. WASHINGTON, 23. júlí — 50 kj arnorkuf ræðingar í þjónustu Bandaríkjastjórnar hafa undir 4 ritað áskorun til Eisenhowers þess efnis, að Bandaríkin beiti sér fyrir því af alefli, að stór- veldin geri með sér sáttmála um bann, um óákveðinn tíma, við tilraunum með kjarnorku- og vetnissprengjur. Vísindamennirnir eru allir fé- lagar í bandaríska kjarnorkumála félaginu, sem hefur áður varað við afleiðingum af kjarnorku- og vetnissprengnatilraunum. Skrifstolustúlka óskast til að leysa af í sumarfríi í þrjár vikur. Þ»rf að vera vön vélrkun. Upplýsingar í síma 15407 kl. 9—7. SKRIÐUKLAUSTRI, 21. júlí. — Hér eru miklir þurrkar nú síð- ustu dagana. Að vísu ekki skarp- ir á töðu, því að kalt hefir verið í veðri. Nokkur úrkoma var hér í byrjun júlí og tók gras þá að spretta ört á túnum. En vorið var ákaflega þurrt og kalt og sprettu horfur með versta móti í lok júní. Túnasláttur hófst í síðara lagi og er látið misjafnt af töðufalli. Víða mun það þó í betra lagi, sem stafar fyrst og fremst af auk- inni notkun tilbúins áburðar. Töðuheyskapur stendur nú sem hæst, en þó víða langt komið slætti á túnum. Rúning sauðfjár fór fram með síðasta móti, en víða var meiri- hluti fjárins horfinn til afrétta er smalað var og náðist ekki. Af- réttarland Skriðukiausturs, Rani, var þó smalaður eins og sl. ár og rúin þar um 600 fjár. Mikið hefir verið unnið hér af grenjum á þessu vori. Þeir miklu þurrkar, sem segja má að séu hér ár eftir ár eru að verða áhyggjuefni. Er það ekki aðeins vegna þess að slægjur bregðast af þeim sökum og vatns ból þrýtur við bæi, heldur má segja að hlíðar dalsins hér séu hættar að grænka, sumar eftir sumar. Sjást aðeins einstaka blett ir þar sem einhver raki er, ann- ars er gulur eða brúnn brunalitur á landinu. Hlýtur slíkt að leiða til uppblásturs^ag gróðureyðing- ar, ef svo fer fram um árabil. — J. P. Mimia virði en pappírinn LONDON, 23. júlí — Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, hóf umræður um afvopnunarmál í Neðri málstofunni í dag með því að lýsa því yfir, að samingur, sem tæki gildi þegar í stað um bann við notkun kjarnorkuvopna yrði ekki meira virði en pappír- inn, sem hann væri skrifaður á. Það væri deginum ljósara, að ef notkun slíkra vopna væri síðasta hálmstrá einhvers stórveldisins, þá mundi það ekki víla fyrir sér að nota þau. Þess vegna mundi sérhver ’raunsæismaður halda sér við þá bráðabirgðalausn málsins, að eftirlit yrði haft með kjarn- orkusprengnatilraunum og banni við þeim. Englendingar standa sem kunnugt er mjög framarlega í flug- vélasmíði. Þeir hafa nú gert hraðfleygustu flugvél jarðar, P. 1., sem er knúin áfram með tveimur Rolls Royce þrýstiloftshreyfl- um. — Hún bætti strax fyrra hraðamet, sem var 1825 km á klukkustund. Er gert ráð fyrir að hún geti farið um 2400 km á klst. Myndin hér að ofan var tekin á Warton-flugvellinum í Lancashire, þegar blaðamönnum var sýnd þessi furðusmiði. Hraðinn er 1920 km á klst. ST/UíSTtlM/VR „Allir á móti“ Þjóðviljinn s.l. sunnudag er mjög sorgmæddur yfir því, að Morgunblaðið sé alveg að far* með fylgi Sjáfstæðisfokksins, enda séu „margtr Sjálfstæðis- menn undrandi og hneykslaðir" yfir athæfi blaðsins. Um þetta segir Þjóðviljinn: „Þeir viðurkenna, að stefna Bjarna Ben. í þessum efnum sé glæfrastefna, sem hljóti að kosta Sjálfstæðisflokkinn mikiff fylgi. Sérstaklega er þessi stefna fordæmd þunglega úti á landi. Þar viðurkenna allir að slik stefna sem byggð er á pólitísku ofstæki, hljóti að koma Sjálfstæð isflokknum í koll“. Óneitanlega er gáman að því, að Þjóðviljinn telur fylgis-hrun Sjálfstæðisflokksins ekki áber- andi í Reykjavík. Það komi „sér- staklega“ fram úti á landi, enda séu þar „allir“ yfir sig undrandi og hneykslaðir! Skyldi ekki skýringin á þessum skrifum Þjóðviljans vera sú, aff hann veit, að í fjölmenninu, þar sem menn hafa daglegan sam- gang, þýðir ekki að tala um fylgis tap Sjálfstæðismanna? Þar hitta mehn hver annan og heyra, að allt annað er uppi. Hægara er aff' skrökva til, að slíkt gerist úti um landið, því að þótt enginn verði þess var hjá sér, má segja, að það sé í naestu sveit! „Dekkri hliðin“ Hvernig ástandið er raunveru- lega úti á landi, má nokkuð dæma af kveinstöfum Tímans sama dag og þessi skemmtilegu skrif birt- ust í Þjóðviljanum. Þar -æddi Tíminn í forystugrein um aðal- fundi kaupfélaganna og taldi á þeim bæði „bjarta lilið“ og „dekkri“. í því sambandi sagði Tíminn: „Eitt er þó alvarlegast: Fjar- vistir æskumanna á aðalfundum og samkomum kaupfélaganna. Samvinnumenn virðast ekki hafa veitt því næga athygli, að margar félagshreyfingar kalla á starf og athygli unga fólksins í nútíma þjóðfélagi“. Því miður er það svo, að áhugi Tímans á kaupfélögunum er alltof bundinn við það að geta haft af þeim flokkslegt gagn fyrir Framsókn. Sú „dekkri hlið“, sem Tíminn hefur áhyggjur af, er því sú, aff unga fólkið vill ekki leng- ur láta binda sig fyrir flokksvagn Framsóknar-broddanna. „Ekki nægan áhuga“ Tíminn ræffir nokkuff um þaff, sem hann kallar „kjarna sam- vinnumannanna í landinu" og segir: „En þaff er of sjaldan sem ungir starfskraftar komast i þennan kjarna. Ástæffan er ekki, að hinir eldri standi þar í vegi fyrir. Nær sanni er að félagsmönnum hafi ekki tekizt að skapa nægan áhuga meffal unga fólksins og þá síst í kaupstöðum og hinum stærri sjávarþorpum“. Kynni ekki að vera rétt aff leita að orsökum áhugaleysis unga fólksins í augljósri misbeitingu á sumum samvinnufélögum? Allir viffurkenna nytsemi stefnunnar en ýmsa óar viff þeim aðförum, sem átt hafa sér staff t.d. á endur- teknum okurhneykslum Olíufé- lagsins, sem standa í nánu sambandi við einhliða flokksyfir- ráð Framsóknar í of mörgum félaganna. Eins þykir sumum, aff i samvinnufélögunum gæti sömu umhyggju um „kjarnann“ og i sjálfum Framsóknarflokknum.____ Eftir aff Eysteinn varð kornung- ur fjármálaráðherra, er engum yngri manni hleypt að til veru- legra valda og áhrifa í félags- skapnum. Rúmlega fimmtugur er Eysteinn enn „undrabarnið“, »g enginn má komast upp honum yngri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.