Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVNBL AÐ1Ð Miðvilcudagur 24. júlí 1957 VANDAMAL INDVERJA NÝLEGA hélt Nehru, for- sterlingspunda á ári. Innflutning sætisráðherra Indverja'ur eykst líka stöðugt, og er það mikla ræðu, þar sem' hann skoraði á indverskar konur * 1 að öðrum þræði afleiðing af — Á ég að halda áfram? Krúsjeff braut regluna um samvirka forystu að gefa skartgripi sína landinu] til þess að hjálpa þar með hinum aðþrengda ríkissjóði og styðja-að því að 5-ára áætlun stjórnarinnar gæti staðizt. f annarri ræðu sem Nehru hélt í sambandi við sam- veldisfundinn í London nýlega, tók hann svo til orða, að Ind- verjar ættu í „gífurlegum erfið- leikum". Það sýnir vel hvernig komið er fyrir Indverjum, að Nehru forsætisráðherra lætur nú innanlandsmál öllu meira til sín taka en utanríkismálin, þar sem hann hefur látið mjög á sér bera á undanförnum árum. í ræðu þeirri, sem getið er um hér á undan, að Nehru hafi haldið um það leyti sem samveldisráðstefn- an var haldin, tók hann fram, að hann hefði tekið upp samn- inga við brezku stjórnina um enskt lán til handa Indlandi að upphæð 200 milljón sterlings- pund. Slíkt lán, sagði Nehru, mundi verða Indverjum til mik- ils stuðnings á næstu árum í gjaldeyriserfiðleikum þeirra. Nú er engin von til þess að Englend- ingar geti veitt Indverjum slíkt stórlán, og þeir verða því að leita annað til að fá það sem á vant- ar. Gjaldeyrisforði Indverja hef- ur að undanförnu gengið mjög til þurrðar og fer sífellt minnkandi. Það hefur stundum verið á það bent, að fjárhagserfiðleikar Ind- verja eigi rót sína að rekja til mjög slæmrar uppskeru og tjóns af Súez-deilunni. Þetta tvennt hefur auðvitað aukið á gjaldeyr- isvandræði landsins, en ekki er neinn vafi talinn á því, að höfuð- orsök. erfiðleikanna sé sú mikla útþensla, sem 5-ára áætlun stjórn arinnar krefst, enda hafi landið eins og nú er ekki afl til að standa undir slíku átaki. Sú 5-ára áætlun, sem stjórnin hefur lagt út í, undir forystu Nehrus er að nokkru að rúss- neskri fyrirmynd, þar sem meg- ináherzlan er lögð á iðnvæðingu landsins. Margir telja þó, að rétt- ara hefði verið og ekki eins gjald- eyrisfrekt að leggja meiri á- herzlun á nýsköpun landbúnað- arins, sem veitir 70% af þjóðinni atvinnu og brauð. Hin mikla iðn- væðing er svo kostnaðarsöm, að gjaldeyrishallinn, sem stafar af hinum miklu innkaupum erlend- is frá, svarar til 200 milljóna NÝLEGA leit maður einn inn á ritstjórn Mbl. og ði sínar farir ekki sléttar. Skortur á skyríum ANN kvaðst hafa gengið verzlun úr verzlun í leit að sæmilega góðum skyrtum en ekki fengið neina. Mér sýndist að hann væri í skyrtu með lausum ílibba, en kannski hefir það verið mis- sýning. En ef skyrta hans hefir verið þannig þá er ég ekkert hissa á því að honum hafi reynzt erfitt að fá sér góða skyrtu því þær munu nú sannast sagna held ur sjaldséðar hér í verzlunum. En maður þessi kvartaði sáran og sagðist ekki fá nema hið mesta rusl, innfluttar frá Austur-Ev- rópu löndunum margar hverjar. En víst munu þær skyrtur sem framleiddar eru hér á landi vera hinar beztu sem fást, því þær eru orðnar mjög góðar, bæði vel saum aðar og með laglegt snið og ætti hann að reyna íslenzku fram- leiðsluna fremur en það sem inn- flutt er. Slæmir vegir LAÐAMAÐUR í sumarfríi kom einnig hér upp á rit- stjórnarskrifstofurnar í gær. þeirri verðbólgu, sem er í land- inu og skapazt hefur að veru- legu leyti af því, hve fjárfesting- in á vegum 5-ára áætlimarinnar hefur verið ör. Indverjar fá oft að heyra það utan að sér, að þeir séu nú að baka stærra brauð en þeir geti torgað, og muni illa fyrir þeim fara. Því er haldið fram, að áætl- un Nehrus og aðgerðir stjórnar- innar í efnahagsmálum séu að hætti sósíalista og þeirra annarra, sem telja áætlunarbúskap allra meina bót. Alþjóðabankinn hefur varað Indverja mjög við verð- bólguhættunni vegna hinnar öru iðnvæðingar. Erlent fjármagn leitar ekki mjög til landsins að ótta við, hvaða stefnu fjármál þess kunni að taka. — Einnig hefur borið á tilhneigingu til þjóðnýtingar, og er slíkt ekki til þess fallið að laða erlent fjár- magn inn í landið. Indverjar þurfa fé og meira fé, og ekkert væri þeim kærkomnara en að erlent fjármagn streymdi til landsins. Stjórn Nehrus hefur orðið að gera ýmsar ráðstafanir til þess að hamla á móti þróuninni í gjaldeyrismálunum. Innflutning- ur hefur verið skorinn niður og skattar hækkaðir nýlega í fjórða sinni á fimmtán mánuðum. Nehru hafði þau orð 1 London á dögun- um, að Indland væri nú ef til vill það land í heimi, sem hæsta hefði skatta. Afleiðingin af þvi er sú, að sama og ekkert einka- fjármagn skapast til eins né ann- ars, og sýnir þetta vitaskuld þá sósíalistísku stefnu, sem er í fjár- málum landsins. Nehru er hins vegar ekki á því að draga að nokkru leyti úr hinni miklu áætlun sinni. Hann telur hana grundvöll þess, að þjóðin geti haldið áfrarn á framfara- braut. Vesturveldin eiga auðvit- að mikilla hagsmuna að gæta í því, að Nehru takist að skapa sem mest mótstöðuafl í landi sinu gegn áróðri kommúnista í ná- grenninu. Hitt er svo annað mál, hvort Vesturveldin treysta sér til að uppfylla hinar gífurlegu þarf- ir Indverja. Vafasamt er talið, að þeir treysti sér til að veita Ind- verjum aðstoð, sem um munar, öðru vísi en að þeir dragi úr hraðanum á framkvæmd áætlun- arinnar og geri þannig hægara fyrir að bæta úr efnhagsvand- ræðum landsins. Hann hefir eytt hluta sumarleyf- isins í það að aka austur um sveitir og sleikja sólina á fögrum stöðum hér á Suðurlandsundir- lendinu. Hann hafði orð á því og | vildi helzt láta þess getið á prenti að það væri gaman að aka um fallegar sveitir í fögru veðri svo sem það hefir verið að andan- förnu. En sorglegur væri ofaní- burðurinn sem á vegunum er. Þar er að finna stóra hnullunga og steina sem eru hinn versti farar- tálmi. Á veginn hefir átt að bera | möl, en þess er ekki gætt sem [ skyldi að hnullungar slæðist þar | ekki með. Þetta veldur því að ! hálfu erfiðara er að aka eftir þjóð vegunum en ella, hjólbarðar slitna miklum mun meira og vinnu er sóað til vegaspjalla í stað vegabóta. Flugvöllur við Gullfoss? ESSI blaðamaður spjallaði líka um fleira. Til Gullfoss koma fjöldamargir menn á hverju sumri og víst er það sannast sagna að með flesta útlendinga sem hingað til lands koma er farið þangað. En það er mikil vega- lengd að Gullfossi og heill dagur fer í ferðalagið. Og þá er þess líka RÚSSLANDS-SÉRFRÆÐINGUR bandaríska stórblaðsins New York Times, Harrison E. Salis- bury ritaði nýlega í blað sitt all ýtarlega grein, sem hann kall- ar: „Hvað gerðist í Rússlandi". Fjallar hún um hinn merkilega sigur Krúsjeffs í baráttunni um völdin. Salisbury kemst að þeirri at- hyglisverðu niðurstöðu, að ef fylgt hefði verið þeim leikregl- um, sem gilda áttu í framkvæmda nefndinni, hefði Krúsjeff óhjá- kvæmilega fallið. En í stað þess rauf hann allar leikreglur og tókst með klækjum að snúa við löglégri ákvörðun framkvæmda- nefndarinnar. skemmst að minnast að heill flokkur knattspyrnumanna treysti sér ekki í ferðina vegna þess að þeim þótti hún of erfið, knattspyrnumönnunum norsku sem léku hér landsleikina. Nú vil ég stinga upp á því, segir blaðamaðurinn, að gert verði mbira að því að fljúga með gesti til Gullfoss en verið hefir. Þar er að vísu enginn opinber flugvöllur en á melum skammt frá fossinum má auðveldlega lenda litlum flugvélum og þar er vindpoki til staðar. Með dálítilli lagfæringu má vafalítið gera þarna sæmilegan flugvöll og ekki er það að efa að margur maður- inn myndi vilja nota sér þetta tækifæri til þess að komast fljótt og auðveldlega til Gullfoss. Þakkir til Sveins Víkings LDRUÐ kona hefir sent dálk- unum bréf þar sem hún segir: Mig langar til þess að þakka séra Sveini Víkingi hans ágæta lestur á hinni góðu og fræðandi útvarpssögu „Synir trúboðanna" Aldrei hefi ég heyrt sögti betur flutta í útvarpinu öll þau ár sem ég hefi hlustað. Um þetta segir Salisbury: — Eftir því sem maður fyllir meir í eyðurnar og fær nákvæm- ari fregnir af baráttu Krúsjeffs, þeim mun augljósara verður það, að hann bjargaði sjálfum sér með því einu, að brjóta nú allar þær leikreglur, sem gilt höfðu í stjórn málum Sovétríkjanna síðan Stal- ín leið. Grundvallarreglan í stjórnar- háttum Rússlands eftir dauða Stalíns hefur verið „kollektiv- nost“, eða samvirk stjórn. Sér hver meðlimur framkvæmda nefndarinnar skuldbatt sig til að hlíta ákvörðun meirihlutans. í raun og veru var þetta eins konar öryggissáttmáli, með honum ætl- uðu meðlimirnir að tryggja sig og vernda gegn gerræði því sem stöðugt ógnaði lífi þeirra á Stal- ínstímanum. Þeir ákváðu að standa saman, ella kynni svo að fara að þeir yrðu allir hengdir sinn í hvoru lagi. Það er nú augljóst, að Krúsjeff hefur þverbrotið þessa reglu um samvirka forustu. Hann stóð uppi gegn fjandsamlegum meirihluta framkvæmdanefndarinnar, en neitaði að hlýða ákvörðun þessa meirihluta. Harrison Salisbury lýsir á greinargóðan hátt forsögu þess- arar miklu glímu í Kreml. Telur hann að eitt helzta tilefni ósam- þykkisins hafi verið ófrægingar- ræða Krúsjeffs um Stalín á 20. flokksþinginu. Eins og menn muna var Malen- kov felldur úr æðstu valdastöðu með meirihlutaákvörðun fram- kvæmdanefndarinnar. Hlýddi Malenkov þeirri ákvörðun mögl- unarlaust en Krúsjeff tók við sæti hans. Virtist Krúsjeff nú öruggur í sessi. Hann hafði svipt Malen- kov áhrifum og lítillækkað Molo- tov með því að fjarlægja hann frá utanríkismálunum. En ófrægingarræðan var vopn sem varð hættulegt bæði Krúsjeff og andstæðingum hans. Hún kom af stað keðjuverkunum í komm- únistaríkjum og kommúnista- flokkum. Fyrsta tækifærið fyrir andstæðinga Krúsjeffs kom eftir óeirðirnar í Poznan í júní 1956. Þá tókst þeim að draga úr and- stalínismanUm með hinni kunnu skrirar úr dagðega lifanu samþykkt um „persónudýrkunM 30. júní 1954. En þetta var aðeins byrjunin. Samtökin gegn forustu Krúsjeffs efldust langmest í desember 1956 éftir uppreisnina í Búdapest. Ef trúa má pólskum frásögn- um, þá hafði Krúsjeff misst meiri hlutavald sitt í framkvæmda- nefndinni. En honum tókst að bjarga sér, að því er sagt er með leyniflugi til Peking, þar sem hann vann stuðning Mao Tse- tungs. Það var líka um þetta leyti, sem Krúsjeff féllst á end- urskipulagningu iðnaðarins, það er að segja að fela verkfræðinga- klíkunni undir forustu Pervukh- ins geysileg völd yfir framleiðslu máluraum. Mun Malenkov hafa stutt á laun þá endurskipulagn- ingu. Málin fóru þó smám saman aft- ur að skipast Krúsjeff í hag, öld- urnar lægði í Austur-Evrópu, Kínverjar veittu honum dyggan stuðning og hann vann mikið á með því að fara meðalveginn. Honum tókst á fundi æðstaráðs- ins í febrúar að láta ómerkja fyrri ákvarðanir um endurskipu- lagningu iðnaðarins og svipta Pervukhin þeim völdum, sem honum höfðu verið ætluð. Síðan lagði Krúsjeff fram sína eigin áætlun um endurskipulagningu iðnaðarins, sem var ekki aðeins ætlað að efla iðnaðinn heldur og að styrkja völd Krúsjeffs yfir honum. Og nú var komið að hinu vel undirbúna „samsæri" 17. júní. Er líklegt, að andstæðingar Krús- jeffs hafi ekki viljað bíða lengur, því að þeir óttuðust að Krúsjeff tækist að svipta þá allri aðstöðu. Það má einnig vera, að þeim hafi brugðið í brún, vegna þess hve Krúsjeff var farinn að hneigjast að því að ganga fram hjá fram- kvæmdanefndinni en bera skoð- anir sínar fram fyrir rússneskan almenning og leita stuðning hans. Meðal annars hafði hann leyft sér seint í maí að ræða á opin- berum fundi um það að afnema bæri afhendingarskyldu á upp- skeru einkagarða á samyrkju- búunum, mál sem ekki var út- rætt í framkvæmdanefndinni. Þegar Leningrad-hátíðahöldin 23. júní voru farin að nálgast, munu andstæðingar Krúsjeffs hafa verið farnir að óttast, að hann yrði of fastur í sessi, ef þeir létu ekki þegar til skarar skríða. Einhvern tímann á tíma- bilinu 6.—14. júní hafa þeir tek- ið ákvörðunina. 14. júní komu Krúsjeff og Búlganín heim til Moskvu eftir Finnlandsför sína. Á móti þeim tóku þessir meðlimir fram- kvæmdanefndarinnar: Kagano- vich, Malenkov, Molotov, Mikoy- an, Pervukhin og Saburov. Þegar hópurinn gekk út af járnbrautarstöðinni, sagði Molo- tov eins og það skipti þó ekki verulegu máli, að hann óskaði eftir að fundur yrði haldinn til að athuga ræðurnar, sem haldn- ar yrðu. Og Krúsjeff féllst á það. Frá því sem gerðist á þeim fundi hefur áður verið sagt. — En Harrison Salisbury leggur á- herzlu á það, að þótt Krúsjeff beitti öllum brögðum til að halda sæti sínu og þverbryti leikreglur framkvæmdanefndarinnar, hefði hann þó ekki sigrað, nema fyrir þá þýðingarmiklu staðreynd, að Georgi Zhukov, yfirmaður rúss- neska hersins studdi hann. Það er augljóst af frásögn- um og skýringum Salisburys og fleiri af atburðunum í.Kreml, að alveg sama sagan hefur gerzt þar eins og í sumum ríkjum Suður Ameríku og Arabaríkjunum, að það er herinn og hershöfðingjarn. ir, sem halda ríkisvaldinu í greip- um sínum. Framköllun Kopieriní? Ilafnarstræti 21. Fljót og góð vinna. — Afgr. i Orlof sbúðinni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.